„Þetta var besta helgi lífs míns“

Ásta vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu henni að finna ...
Ásta vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu henni að finna miða á hátíðina og þeim sem seldu henni sína miða. Ljósmynd/Facebook

„Þetta var besta helgi lífs míns,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir sem seldi búslóð sína fyrir síðustu helgi til þess að komast á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Salan gekk vel og fékk Ásta miða til Eyja á fimmtudagskvöld.

„Ég var ekki með neinn miða heim og allar vinkonur mínar voru að fara með Herjólfi klukkan tíu um morgun á mánudag. Síðan korteri áður en báturinn fer kemur ókunnug stelpa upp að mér og segist vera með miða handa mér í bátinn þannig þetta reddaðist allt á síðustu stundu,“ segir Ásta.

Ásta skemmti sér konunglega á Þjóðhátíð.
Ásta skemmti sér konunglega á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Facebook

Hún er hálf raddlaus eftir helgina enda var mikið sungið. Helgin var ekki jafn dýr og Ásta gerði ráð fyrir í upphafi en hún segir söluna á búslóðinni þó vel hafa verið þess virði. Þá voru margir sem gáfu sig á tal við Ástu sem höfðu lesið frétt Smartlands um áform hennar.

Ásta ætlar hiklaust að skella sér á Þjóðhátíð á næsta ára og segir brekkusönginn á sunnudeginum hafa staðið sérstaklega upp úr. „Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug á næsta ári til þess að ná sér í miða,“ segir Ásta að lokum.

Frétt Smartlands - Selur búslóðina til að komast á Þjóðhátíð

Ásta vill þakka vinkonum sínum fyrir bestu helgi lífs síns.
Ásta vill þakka vinkonum sínum fyrir bestu helgi lífs síns. Ljósmynd/Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

21:00 Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

18:00 Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

14:00 „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

11:00 Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

05:00 Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

Í gær, 23:35 Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »

Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

í gær Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinn í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti. Meira »

Útsýnishús við Háuhlíð komið á sölu

í gær Háahlíð í Reykjavík er eitt fallegasta hús landsins. Um er að ræða fasteignina Háuhlíð 16 sem er 555 fm að stærð. Húsið var byggt 1955. Meira »

Forstjóri COS ánægð með Ísland

í gær Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.  Meira »

Heiðrún Lind selur sína smekklegu íbúð

í gær Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sett sína fögru íbúð á sölu.   Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

í gær Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »

Af hverju ákvað Oprah að léttast?

í fyrradag Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ákvað að skrá sig í Weight Watchers eftir að læknar hennar sögðu henni að hún ætti á hættu að greinast með sykursýki eftir nokkur ár. Meira »

Þetta gerir Svali til að minnka sólarexemið

13.6. Svali fann leið til þess að meðhöndla sólarexemið sem hann er með en hann er búsettur á Tenerife.   Meira »

Hatarinn Matthías Tryggvi mætti á Grímuna

13.6. Matthías Tryggvi Haraldsson einn af fjöllistahópnum Hatara lét sig ekki vanta á Grímuna sem fram fór í gærkvöldi.   Meira »

Þetta lærði Linda af krabbameininu

13.6. „Eitur og ljót hegðun stöðvast víst ekki þrátt fyrir að fólk sé að ganga í gegnum eitthvað í líkingu við það sem síðasta hálfa ár er búið að vera hjá okkur. Nei, síðustu vikur hafa nefnilega því miður boðið upp á framkomu sem taka alla orku frá veikum manneskjum og maka. Orku sem á bara að fara í það að hlúa að sér og sigra veikindin.“ Meira »

Íslensk Playboy-drottning selur húsið sitt

13.6. Arna Bára Karlsdóttir fyrirsæta og Playboy-kanína hefur sett hús sitt á sölu. Húsið er staðsett í Kristianstad í Svíþjóð og er 249 fm að stærð. Meira »

Svefnherbergið er minn uppáhaldsstaður

13.6. Jóna Vestfjörð Hannesdóttir lögfræðingur býr á tveimur stöðum í heiminum ásamt eiginmanni sínum, Hólmari Erni Eyjólfssyni.   Meira »

Gleðifréttir fyrir lífræna fólkið

12.6. Skin Food frá Weleda sló í gegn þegar það kom á markað 1926. Nú var að bætast í fjölskylduna sem er mikið gleðiefni.   Meira »

Af hverju fá stelpurnar meiri viðbrögð?

12.6. Óvíst er um framtíð áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Eru hlutirnir eins þegar strákar stilla sér upp eins og stelpurnar? Af hverju ekki? Meira »

Síðustu kvöldmáltíð Stefáns Karls fagnað

12.6. Steinunn Ólína segir að Stefán Karl heitinn hafi aldrei misst húmorinn og því kallar hann þennan hamborgara síðustu kvöldmáltíð Stefáns Karls. Meira »

„Konur ættu að forðast að rífa sig niður“

12.6. Unnur Ösp segir að ef hún hefði ekki verið leikkona hefði hún án efa orðið sálfræðingur. Hún segir greinarnar náskyldar, enda reyni þær báðar að skilja mannlegt eðli. Meira »