„Þetta var besta helgi lífs míns“

Ásta vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu henni að finna …
Ásta vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu henni að finna miða á hátíðina og þeim sem seldu henni sína miða. Ljósmynd/Facebook

„Þetta var besta helgi lífs míns,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir sem seldi búslóð sína fyrir síðustu helgi til þess að komast á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Salan gekk vel og fékk Ásta miða til Eyja á fimmtudagskvöld.

„Ég var ekki með neinn miða heim og allar vinkonur mínar voru að fara með Herjólfi klukkan tíu um morgun á mánudag. Síðan korteri áður en báturinn fer kemur ókunnug stelpa upp að mér og segist vera með miða handa mér í bátinn þannig þetta reddaðist allt á síðustu stundu,“ segir Ásta.

Ásta skemmti sér konunglega á Þjóðhátíð.
Ásta skemmti sér konunglega á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Facebook

Hún er hálf raddlaus eftir helgina enda var mikið sungið. Helgin var ekki jafn dýr og Ásta gerði ráð fyrir í upphafi en hún segir söluna á búslóðinni þó vel hafa verið þess virði. Þá voru margir sem gáfu sig á tal við Ástu sem höfðu lesið frétt Smartlands um áform hennar.

Ásta ætlar hiklaust að skella sér á Þjóðhátíð á næsta ára og segir brekkusönginn á sunnudeginum hafa staðið sérstaklega upp úr. „Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug á næsta ári til þess að ná sér í miða,“ segir Ásta að lokum.

Frétt Smartlands - Selur búslóðina til að komast á Þjóðhátíð

Ásta vill þakka vinkonum sínum fyrir bestu helgi lífs síns.
Ásta vill þakka vinkonum sínum fyrir bestu helgi lífs síns. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál