Dagurinn sem öllu breytti

Ragnar Þór Ingólfsson býður sig fram til formanns VR.
Ragnar Þór Ingólfsson býður sig fram til formanns VR.

„Ef ein­hver hefði sagt mér fyr­ir 15 eða 20 árum að ég myndi bjóða mig fram til for­manns VR hefði ég lík­lega hlegið mig mátt­laus­an. Ef ein­hver hefði sagt að ég ætti eft­ir að skrifa grein­ar og blogg­p­istla sem hlaupa nú á hundruðum, ásamt því að koma reglu­lega fram í fjöl­miðlum til að gagn­rýna líf­eyr­is­sjóðakerfið, fjár­mála­kerfið, hús­næðismál­in, grunnþjón­ust­una og verka­lýðshreyf­ing­una hefði ég talið viðkom­andi með miklu óráði og jafn­vel beðið hann um að leita sér hjálp­ar. Svo fjar­lægt var það að skipta mér af póli­tík eða rétt­læt­is­bar­átt­unni að frek­ar hefði ég átt á dauða mín­um von,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, stjórn­ar­maður í VR og fram­bjóðandi til for­manns VR, í pistli: 

Sem þó varð raun­in þótt ekki hafi það verið ég.  

Mér fannst þetta ekki koma mér við!

Ég var einn af þeim sem pældi ekk­ert í því hverj­ir voru í for­svari fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una og var al­veg sama hverj­ir stjórnuðu land­inu. Var ég auðtamið fífl, sjálf­hverf­ur eða bara einn af þeim sem spá lítið í þessu öllu fyrr en maður lend­ir í ein­hverju sjálf­ur? Þeir sem lenda í áföll­um eða al­var­leg­um veik­ind­um hafa sterk­ari skoðanir á heil­brigðismál­um ef þraut­ar­gang­an um kerfið rist­ir á eig­in skinni.

Þetta byrjaði haustið 2007 eða þann 9. sept­em­ber til að vera ná­kvæm­ur og komið að ár­legri veiðiferð okk­ar fé­laga í Eystri-Rangá. Það var mik­ill spenn­ing­ur fyr­ir ferðinni og allt leit út fyr­ir að hollið okk­ar myndi slá met í heild­ar­fjölda veiddra laxa þetta árið. Við feng­um bú­stað við Syðra-Fjalla­bak eins og við höfðum gert áður og átt­um að byrja veiði morg­un­inn eft­ir. Dag­arn­ir á und­an höfðu verið eitt­hvað svo góðir. Við höfðum hist öll fjöl­skyld­an og borðað sam­an og ein­hver óút­skýrð værð var yfir öllu. Þegar við kom­um í bú­staðinn um kvöldið, erum rétt bún­ir að koma dót­inu fyr­ir og þegar við sett­umst við stofu­borðið gerðist eitt­hvað sem ég hefði aldrei getað trúað að gæti gerst.  

Ég sé að félagi minn tek­ur and­köf og baðar hönd­un­um út í loftið. Þó hann hafi átt það til að taka alls kon­ar risp­ur í gríni fann ég að eitt­hvað meiri hátt­ar mikið var að. Hann stend­ur upp og reyn­ir að kom­ast að svala­h­urðinni þar sem hann hníg­ur niður. Ég var staðinn upp líka og næ að grípa til hans og draga þannig úr fall­inu.

Hvernig gat þetta gerst? Ég var bara ekki að trúa þessu.

Með í för voru pabbi minn og annar vinur. Ég fann strax að hann var ekki að anda eðli­lega og ekki fannst púls. Ein­hvern veg­inn án þess að hugsa vor­um við komn­ir á fullt í end­ur­lífg­un. Mér fannst við hafa byrjað nán­ast sömu sek­úndu og hann hneig niður. Einn kom sér strax í sam­band við Neyðarlín­una á meðan pabbi hnoðaði og ég blés. Við vor­um stadd­ir fjarri manna­byggðum og var því biðin eft­ir hjálp heil ei­lífð í minn­ing­unni. Þyrl­an var kom­in af stað frá Reykja­vík og sjúkra­bíll á leiðinni.

Þegar hjálp­in barst var fljót­lega ljóst í hvað stefndi. Við vor­um bún­ir að láta vita heim hvað væri í gangi og beið fjöl­skyld­an með önd­ina í háls­in­um eft­ir frétt­um. Í einu af sím­töl­un­um heim á meðan lækn­ir og sjúkra­lið voru að vinna, kem­ur lækn­ir­inn til mín og til­kynn­ir að þetta sé búið og ekk­ert meira hægt að gera. Það var til­vilj­un að ég var í sím­an­um á þess­um tíma­punkti. Að bera sín­um nán­ustu slík­ar frétt­ir er eitt­hvað það erfiðasta sem ég hef gert. Þegar ég hugsa um sím­talið, jafn­vel enn í dag, finn ég að þetta hef­ur mjög sterk áhrif á mig, ang­istaróp­in og sorg­in var óbæri­leg.

Við vor­um auðvitað í miklu áfalli og í raun held ég að við höf­um slegið út til­finn­inga­lega þegar við vor­um í þess­um aðstæðum. Það var eng­inn tími til ann­ars, við unn­um sem einn maður í að reyna að ná hon­um til baka.

Hann var aðeins 35 ára og í blóma lífs­ins.

Það var skrýt­in til­finn­ing að koma heim. Ég var al­gjör­lega flatur til­finn­inga­lega og öll­um fannst við hafa gengið í gegn­um svo mikið. Eins og áfallið hafi verið allt okk­ar af því við vor­um á staðnum. Það var samt alls ekki þannig. 

Það sem stakk mig mest í kjöl­far frá­fallsins er að kona hans og dæt­ur sáu ekki fram á að geta staðið und­ir skuld­bind­ing­um þeirra hjóna eft­ir að síðasti launa­seðill­inn barst inn um lúg­una. Er það ekki frá­leitt og óboðlegt í vel­ferðarsam­fé­lagi að fjöl­skyld­um gef­ist ekki kost­ur á að tak­ast á við al­var­leg áföll og átak­an­leg­an missi án þess að hafa fjár­hags­legt þrot hang­andi yfir sér frá fyrsta degi? Eða að venju­legt fólk þurfi að standa í fjár­söfn­un vegna al­var­legra veik­inda?

Ég fór að átta mig á að líf­eyr­is­sjóðakerfið var ekki það bak­land sem ég taldi það vera. Ég byrjaði að lesa mér til um kerfið, hvernig rétt­ind­in verða til, hvernig þau eru reiknuð og á end­an­um skildi ég ná­kvæm­lega hvernig kerfið virkaði, hverj­ir stjórna því og bera ábyrgð á því.

Ég byrjaði á að skrifa þétt­skrifaða pistla sem ég dreifði með tölvu­póst­um. Fljót­lega fór ég að blogga um galla kerf­is­ins og hversu lítið við fáum út úr því þegar við verðum göm­ul eða ef áföll dynja yfir. Þegar banka­hrunið ríður yfir fer ég að sjá mikla mis­bresti í vinnu­brögðum sjóðanna og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar sem skipa helm­ing sæta í stjórn­um al­menna kerf­is­ins. Of­ur­laun, sjálf­taka, fjöl­skyldu­tengsl og spill­ing er eitt­hvað sem fór að fljóta upp á yf­ir­borðið. Ég hélt áfram að gagn­rýna, skrifa blaðagrein­ar og blogga sem skilaði mér tals­verðri at­hygli. Gagn­rýni á „Besta líf­eyr­is­sjóðakerfi í heimi“ var ákaf­lega illa séð af þeim sem stýrðu því.

Eg­ill Helga sagði ein­hvern tíma við mig að hann hefði sjald­an fengið jafn­sterk viðbrögð við nokkr­um viðmæl­anda í Silfr­inu. Ég sem var bara að gagn­rýna kerfið og getu­leysi þess í að styðja okk­ur ef áföll dynja yfir. Vona að Agli sé sama um að ég minn­ist á þetta.

Árið 2009 voru uppi há­vær mót­mæli fyr­ir utan VR þar sem tveir fé­lags­menn, ásamt fleiri fé­lags­mönn­um, gagn­rýndu þáver­andi formann VR fyr­ir aðkomu sína að stjórn Kaupþings banka og Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna sam­hliða for­mennsku í VR. Þessi mót­mæli enduðu með hall­ar­bylt­ingu inn­an VR sem ég sjálf­ur tók þátt í. Það var ill­mögu­legt, nán­ast ómögu­legt, að hafa áhrif eða kom­ast í stjórn fé­lags­ins þar sem stjórn VR skipaði trúnaðarráð sem aft­ur kaus stjórn­ina. Með hall­ar­bylt­ing­unni brut­um við blað í sögu fé­lags­ins og náðum við nokk­ur inn í stjórn­ina. Í kjöl­farið fór­um við í að breyta kosn­inga­lög­um fé­lags­ins þannig að all­ir fé­lags­menn gætu kosið. Einnig fékk ég það inn í siðaregl­ur fé­lags­ins að stjórn­ar­menn eiga ekki að sitja leng­ur en í átta ár sam­fleytt til að koma í veg fyr­ir að sama fólkið geti setið ára­tug­um sam­an án þess að nokk­ur nýliðun eigi sér stað. En það var ein­mitt viðhorf þeirra sem höfðu stjórnað fé­lag­inu og litu á okk­ur nýja fólkið sem þjófa að stela fé­lag­inu. Þetta viðhorf er enn meðal ákveðins hóps inn­an VR.

Það er hins veg­ar ekki nóg að ná í gegn og kom­ast í stjórn. Inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar er ekki pláss fyr­ir skoðanir þeirra sem fylgja ekki Já-fólk­inu og þeirri línu sem ASÍ set­ur fé­lag­inu.

Mér hef­ur alltaf gengið vel í þeim fjór­um kosn­ing­um sem ég hef boðið mig fram í. Helsta bar­áttu­mál mitt fyr­ir breyt­ing­um á líf­eyr­is­sjóðakerf­inu hef­ur samt aldrei skilað mér inn í nefnd­ir um stefnu­mót­un sjóðanna eða stjórn líf­eyr­is­sjóðsins því ein­göngu er valið fólk sem er hlynnt og já­kvætt gagn­vart kerf­inu eins og það er.

Það sem ég er þó stolt­ur af í vinnu minni í stjórn VR er jafn­launa­vott­un­in sem stjórn­in, und­ir for­ystu Stef­áns Ein­ars, kom á lagg­irn­ar á sín­um tíma. Fram­kvæmd­ir og mik­il upp­bygg­ing or­lofs­húsa, auk nýrra val­kosta eins og af­slátt­ar á flug­miðum eru verk­efni sem ég hef komið að svo dæmi séu nefnd. Ég hef lengst af verið í fram­kvæmda­stjórn or­lofs­mála VR. Þó hef ég átt sæti í fram­kvæmda­stjórn sjúkra­sjóðsins og gegnt fleiri trúnaðar­störf­um fyr­ir fé­lagið.

Það sem hef­ur áunn­ist í bar­átt­unni fyr­ir breyt­ing­um á líf­eyr­is­sjóðakerf­inu er fyrst og fremst að við erum óhrædd­ari og mun dug­legri við að tala um og tjá okk­ur um aug­ljósa galla þess kerf­is. Fjöl­miðlar og fagaðilar eru farn­ir að sjá þetta bet­ur og þora að tjá sig með gagn­rýn­um hætti gagn­vart kerf­inu sem er orðið svo ógn­ar­stórt og valda­mikið.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru stærstu eig­end­ur fast­eignalána á Íslandi. Þeir eru sann­kallaðir ris­ar á leigu­markaði og stærstu eig­end­ur smá­sölu­versl­un­ar og þjón­ustu fyr­ir­tækja hér á landi. Það þýðir að sjóðirn­ir hafa bein­an og óbein­an hag af háu leigu­verði, háu hús­næðis­verði, háum vöxt­um sem og verðtrygg­ingu. Sjóðirn­ir hafa líka hag af lág­um laun­um og hárri álagn­ingu.

Við erum því orðin þræl­ar eig­in kerf­is sem þver­tek­ur fyr­ir að koma að sam­fé­lags­legri upp­bygg­ingu innviða sam­fé­lags­ins öðru­vísi en að græða sem mest á því.

Við get­um gert svo miklu bet­ur en það. Við eig­um að hafa metnað til að bæta lífs­kjör okk­ar frá degi til dags og alla æv­ina með aðkomu sjóðanna í stað þess að lifa sem þræl­ar kerf­is­ins til að hafa það hugs­an­lega gott eft­ir að vinnu­skyldu lýk­ur.

En ef við klár­um þessa yf­ir­ferð á upp­gjöri mínu á átta ára stjórn­ar­setu í VR þá þurfti ég að taka ákvörðun. Annaðhvort að hætta af­skipt­um af VR í bili eða fara fram gegn sitj­andi for­manni. Ég tók þá ákvörðun að bjóða mig fram. Það er svo ótal margt sem við eig­um eft­ir að gera til að bæta sam­fé­lagið okk­ar og lífs­gæði. Nú­ver­andi formaður VR styður for­seta ASÍ og hug­mynda­fræði þeirra sem þar stjórna. Hún tók sæti sem fyrsti vara­for­seti ASÍ til að styðja í verki veika stöðu Gylfa Arn­björns­son­ar.

Þarna get ég boðið fram krafta mína og góðan val­kost þar sem ég hef sjálf­ur lýst yfir van­trausti á hug­mynda­fræði ASÍ og SALEK-lág­launa­sam­komu­lag­inu. Mér finnst ASÍ for­yst­an með formann VR inn­an­borðs hafa brugðist okk­ur fólk­inu með svo marg­vís­leg­um hætti að of langt mál væri að telja það upp. Þetta er í raun eina leiðin fyr­ir hinn al­menna fé­lags­mann að fella nú­ver­andi for­ystu ASÍ. Að gera það í gegn­um stærstu stétt­ar­fé­lög­in sem styðja for­seta ASÍ.

Þessi bar­átta, sem staðið hef­ur í um 10 ár, stend­ur ekki og fell­ur með setu minni í stjórn VR. Ég tók þá ákvörðun fyr­ir löngu síðan að bar­átta mín fyr­ir bætt­um lífs­kjör­um okk­ar allra er köll­un mín og hug­sjón. Ég finn að ég hef út­hald sem end­ist mér alla ævi. Bar­átt­an var mín leið til að tak­ast á við sorg­ina. Og er kannski enn. Bar­átt­an er líka mín leið til að losna við gremj­una sem fylg­ir því að horfa upp á órétt­lætið, meðvirkni og græðgina í sam­fé­lag­inu.

Eitt af því eft­ir­minni­leg­asta sem ég hef gert er að eyðileggja bíl­flaut­una á bíln­um mín­um í mót­mæl­um gegn fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækj­un­um þegar boðað var til flautu­mót­mæla vegna geng­islána og fram­komu fyr­ir­tækj­anna gagn­vart þeim sem lentu í víta­hring skulda þeim tengd­um.

En ég hafði aldrei tekið bíla­lán.

Af hverju að taka þátt í ein­hverju svona þegar það snerti ekki sjálf­an mig.

Þetta snerti marga sem ég þekki og ég þoldi ekki órétt­lætið. Hver á að taka stöðu með mér ef á mig er sótt eða ég sjálf­ur lendi í áfalli sem skerðir getu mína til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu minni? Er það ÉG gætu ein­hverj­ir sagt í gríni.

Við verðum aldrei sterk­ari, sem heild, en okk­ar veik­ustu bræður og syst­ur.

Ég óska þess heit­ast að við byggj­um upp sam­fé­lag á þess­um gild­um. Og lát­um okk­ur mál­in varða þótt það snerti okk­ur ekki beint þann dag­inn eða þá vik­una. Lífs­kjör okk­ar og staða get­ur breyst á svip­stundu. Hver á að taka upp hansk­ann fyr­ir okk­ur ef við lát­um ekki vel­ferð ná­ung­ans okk­ur varða.

Við eig­um að standa sam­an sem ein heild í að bæta kjör allra þjóðfé­lags­hópa í stað þess að nöldra yfir því ef ein­hver fær meira.

Að hygla rík­asta minni­hlut­an­um á kostnað heild­ar­inn­ar er jafn­mik­ill val­kost­ur og að gera það ekki.

  1. sept­em­ber 2007 var dag­ur­inn sem breytti lífi mínu. Ég vona að þeir sem hafa lesið alla leið hingað þurfi ekki að eiga slík­an dag.

Reyn­um að skipta máli, alltaf og alls staðar. Það mun borga sig að lok­um fyr­ir okk­ur sjálf og af­kom­end­ur okk­ar.

Ég vona að sem flest­ir taki þátt í kosn­ing­un­um þannig að niðurstaðan verði af­drátt­ar­laus og skýr skila­boð um hvert við vilj­um stefna með fé­lagið og verka­lýðshreyf­ing­una.

Við skul­um ekki bíða eft­ir okk­ar degi. Tök­um þátt og ver­um virk í að móta framtíðina því að hún er okkar! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál