Svona var kökudeigið „auglýst“

Hér má sjá þrjár mismunandi uppstillingar.
Hér má sjá þrjár mismunandi uppstillingar.

Krónan og kökuverslunin 17 sortir notuðu duldar auglýsingar þegar fyrirtækin fengu nokkra einstaklinga til að koma kökudeiginu frá 17 sortum á framfæri á Instagram. 

Neytendastofa greinir frá þessu en Krónan og 17 sortir fengu fyrirtækið Ghost Lamp til þess að útbúa duldu auglýsingarnar fyrir sig. Fyrirtækið Ghost Lamp sérhæfir sig í að setja auglýsingahnappa inn í texta. Kemur fram í frétt Neytendastofu að þessir 12 einstaklingar hafi fengið greitt fyrir að setja millumerki Krónunnar og 17 sorta við færslur á Instagram. 

„Þeir sem búa til efni fyr­ir netið geta oft átt í tölu­verðum vand­ræðum með að koma aug­lýs­ing­um fyr­ir á þann hátt að líti bæði vel út og sé ekki of trufl­andi fyr­ir vef­inn. Þetta vand­mál er sér­stak­lega plag­andi þegar vefsíður eru skoðaðar í snjallsím­um og spjald­tölv­um enda minna pláss á skján­um,“ sagði Jón Bragi Gíslason í viðtali við mbl.is árið 2014. 

Neytendastofa bannar duldar auglýsingar og segir að það þurfi að sérmerkja þær: 

  • Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.
  • Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.
  • Það sama gildir ef þú færð lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.
  • Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.
  • Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.
  • Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.
Þórunn Ívarsdóttir bloggari setti smákökurnar í fallega Iittala skál og …
Þórunn Ívarsdóttir bloggari setti smákökurnar í fallega Iittala skál og stillti upp hreindýri og glasi með röri.
Alexandra Bernhard setti smákökurnar í Iittala skál.
Alexandra Bernhard setti smákökurnar í Iittala skál.
Ingibjörg Sigfúsdóttir birti mynd af ungum manni að gera smákökur.
Ingibjörg Sigfúsdóttir birti mynd af ungum manni að gera smákökur.
Hrafnhildur Björk stillti deiginu upp í umbúðunum.
Hrafnhildur Björk stillti deiginu upp í umbúðunum.
Hér er kökudeiginu stillt upp hlið við hlið í umbúðunum.
Hér er kökudeiginu stillt upp hlið við hlið í umbúðunum.
Ragnheiður raðaði kökunum á disk.
Ragnheiður raðaði kökunum á disk.
Ingibjörg Friðriksdóttir bloggari á mamie.is setti kökurnar í skál á …
Ingibjörg Friðriksdóttir bloggari á mamie.is setti kökurnar í skál á fæti og stillti upp mjólkurglasi við hiðina á. Í bakgrunn sést jólatré.
Anna Fríða Gísladóttir markaðsstjóri Dominos póstaði þessari mynd.
Anna Fríða Gísladóttir markaðsstjóri Dominos póstaði þessari mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál