Kvöldrútína farsælla kvenna

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. mbl.is/AFP

Það er mikið rætt um morgunrútínu farsæls fólks enda mikilvægt að byrja daginn vel. Kvöldrútínan er hins vegar ekki síður mikilvæg. Mydomaine tók saman kvöldrútínur nokkra farsælla kvenna. Þær eiga það flestar sameiginlegt að leggja áherslu á slökun. 

Gwyneth Paltrow leikkona

Paltrow sagði í viðtali við Elle að hún færi í heitt bað með Epsom-salti á hverju kvöldi. Auk þess nuddar hún lífrænum olíum á þrýstipunkta líkamans. 

Lena Dunham, leikkona og höfundur

Dunham á það til að lesa þegar hún er komin upp í rúm. Hún er með stafla af bókum á náttborðinu og les nokkrar í einu. 

Sheryl Sandberg.
Sheryl Sandberg. mbl.is/AFP

Sheryl Sandberg, rekstrarstjóri Facebook

Sandberg vinnur stundum á kvöldin svo hún geti verið komin heim klukkan sex og borðað kvöldmat með börnunum sínum. Áður en hún fer að sofa stillir hún vekjaraklukkuna á hálfsex og slekkur á öllum tækjum svo hún fái ótruflaðan svefn. 

Vera Wang fatahönnuður

Wang slakar vel á í svefnherberginu en hún hefur sagt að besta leiðin til þess að komast hjá kulnun í starfi sé að innrétta herbergið þannig að það sé hægt að slaka á í því. Fatahönnuðurinn segir svefnherbergið sitt vera sinn griðastað. 

Blake Lively leikkona

Rétt eins og Lively segist enda daginn sinn á því að fá sér smá dökkt súkkulaði. Hún segir það gott fyrir móralinn. 

Ellen DeGeneres.
Ellen DeGeneres. mbl.is/AFP

Ellen DeGeneres spjallþáttastjórnandi

DeGeneres hugleiðir mikið og er það hluti af kvöldrútínunni að hugleiða. Hugleiðslan hjálpar henni meðal annars að komast hjá kvíða. 

Jennifer Aniston leikkona

Aniston hugleiðir rétt eins og Ellen DeGeneres. Aniston reynir að hugleiða bæði kvölds og morgna. Hún segist finna mikinn mun á sér þegar hún sleppir því. 

Kate White, fyrrverandi ritstjóri Cosmopolitan

Fimm til sex tíma svefn er nóg fyrir White. Kvöldin nýtir hún í hugmyndavinnu. Þá vinnur hún standandi við barborð og ímyndar sér að hún sé á bar, þetta kallar hún hugmyndabarinn. Hún hefur kveikt á sjónvarpinu svo það sé ekki of einmanalegt og drekkur kaffi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál