Heimsmeistarar í sparnaði?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Margir láta sig dreyma um að leggja fyrir en koma því ekki í verk. Aðrir setja sparnað í forgang og eiga alltaf fyrir öllu. Enn aðrir leggja fyrir en falla svo í þá gryfju að nota svo peningana sem þeir höfðu lagt fyrir í eitthvað annað en ætlunin var. Þeir sömu gefast þá gjarnan upp og sitja uppi með þá trú að þeim sé hreinlega ómögulegt að spara,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli: 

Ekki sparnaðarþjóð

Þrátt fyrir að við séum heimsmeistarar í mörgu og ofarlega á listum yfir methafa í öðru, erum við ekki sparsamasta þjóð í heimi. Þegar alþjóðlegar tölur um sparnað þjóða eru skoðaðar kemur í ljós að fólk á Íslandi er upp til hópa ekki mjög duglegt að leggja fyrir. Sumir hugsa sem svo að lífeyrissparnaðurinn dugi og auðvitað séreignasparnaðurinn. En liggja þarna flóknari ástæður að baki?

Spara bara?

Á undanförnum árum hef ég orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að greina peningapersónugerðir hjá dágóðum hópi fólks. Samkvæmt fræðunum sem liggja að baki greiningunni eu peningahegðun og viðhorf fólks til peninga til grundvallar.

Eitt af því sem hefur komið í ljós er að fæstum peningapersónugerðum er það eðlislægt að spara. Peningahegðun meirihlutans helgast fremur af þránni til að eignast hluti og nota peninga sjálfum sér og öðrum til gagns og gamans. Það er því ekkert bara – að spara, ef svo má að orði komast.

Að sumu leyti má segja að þetta séu góðar fréttir, því efnahagskerfið byggist mikið til á því að við notum peningana okkar. Hin hliðin er sú að varasjóður getur veitt mörgum okkar töluverða öryggiskennd. En hvernig getum við hafist handa og hvað er í boði fyrir þá sem vilja spreyta sig á sparnaði?

Misjafnar leiðir henta ólíkum einstaklingum

Ég er ekki fjármálaráðgjafi heldur sérhæfð í að greina peningahegðun og viðhorf fólks til peninga. Frá þeim sjónarhóli hefur gefist tækifæri til að sjá og reyna hvaða leiðir henta ólíkum einstaklingum þegar sparnaður er annars vegar.

Það eru ýmsar sparnaðarleiðir í boði hjá bönkum og fjárfestingarfyrirtækjum. Allt frá því að leggja inn á bók upp á gamla móðinn upp í að stunda verðbréfaviðskipti (sem sumir flokka sem áhættufjárfestingar). Nú svo er auðvitað hægt að stinga peningunum undir koddann eða læsa þá inni í peningaskáp en þess ber að geta að hvorug þeirra leiða gefur ávöxtun.

Hvaða leið sem þú ákveður að fara er fyrsta skrefið að setja sér markmið og standa við það.

Að taka peninga úr umferð

Það getur reynst kvíðvænlegt að taka peninga úr umferð og ákveða að leggja þá fyrir eða fjárfesta fyrir þá einhverjum hætti. Sumum þykir það óhugsandi og kjósa frekar að hafa aðgang að peningunum sínum. Þá er hættan þó sú að ávöxtunin sé minniháttar og ef til vill verður freistingin yfirsterkari þegar peningarnir geta orðið að gagni, sem gerist oftar en ekki.

Sjálfri hefur mér gefist best að taka peningana úr umferð með því að læsa þá inni á hávaxtareikningi sem bankinn hefur umsjón með. Ég viðurkenni þó fúslega að þetta geri ég aðeins með ákveðinn tilgang í huga og hann er sá að safna fyrir einhverju sem ég þrái að eignast.

Margir af viðskiptavinum mínum hafa góða reynslu af verðbréfaviðskiptum auk þess sem velflestir nýta sér þjónustu netbankanna sem bjóða viðskiptavinum að stofna reikninga að eigin vali.

Ég geng hvorki erinda banka né verðbréfafyrirtækja, heldur ber hag hins almenna borgara fyrir brjósti. Því vil ég hvetja þig lesandi góður til að líta í eigin barm og svara því af hreinskilni hversu mikilvægt þér þykir að leggja fyrir – á skalanum 1-10, þar sem 10 er hæst. Ef talan er hærri en 8 er næsta skref að þú kynnir þér þær sparnaðarleiðir sem eru í boði. Ef þig rekur í strand gæti verið ráð að þú kynntist peningapersónugerðunum þínum og uppgötvaðir leiðir til að skoða samband þitt við peninga í nýju ljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Slæm hjónabönd óholl eins og reykingar

09:00 Á meðan eitt og eitt rifrildi getur verið hollt í hjónaböndum geta mikil átök í mörg ár haft neikvæð áhrif á heilsuna rétt eins og það að reykja eða drekka. Meira »

Guðdómlegt sumarfrí

06:00 Marín Manda og kærasti hennar, Hannes Frímann, eru að ferðast á grísku eyjunum og birta dásamlegar myndir sem sýna fegurðina við þennan stað. Meira »

Nokkur skref í átt að skipulögðu lífi

Í gær, 23:59 Langar þig að losa þig við draslið og skipuleggja heimilið? Hér eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga áður en þú byrjar. Meira »

Bestu æfingarnar á blæðingum

Í gær, 21:00 Það er ekkert sem margar konur vilja frekar þegar þær eru á blæðingum en að liggja undir sæng uppi í sófa með kveikt á sjónvarpinu. Oft er hreyfing sögð hjálpa en það skiptir máli hvaða æfingar eru gerðar. Meira »

Þetta ætti að vera í forgangi á nýju heimili

Í gær, 18:00 Það eru þó nokkur atriði sem ættu alltaf að vera í forgangi og engar málamiðlanir ætti að gera þegar flutt er inn í nýtt húsnæði. Meira »

Bækur sem Obama vill að þú lesir í sumar

Í gær, 15:00 Barack Obama mælir með sex bókum til að lesa í sumar. Hann ferðast nú til Afríku í fyrsta skipti síðan hann lét af embætti.   Meira »

Blóm og blúndur í sumar

Í gær, 12:00 Smartland vekur athygli á blómum og blúndum í sumar. Líkt og Stella McCartney boðaði í vor þá er kominn tími fyrir gamla brúðarkjólinn. Bikiní með blómum og ljósa kjóla með ljósum sokkabuxum. Meira »

Ekkert að því að vera með bólur

í gær Samfélagsmiðlastjarnan Em Ford er með fullt af bólum og er ekkert að fela það. Ford skilur ekki af hverju fólk þurfi að birta hatursfullar athugasemdir við myndir af fólk með bólur. Meira »

Gift en langar í yfirmanninn

í gær „Ég er hrifin af nýja yfirmanni mínum. Við erum svipað gömul, við erum bæði gift og eigum börn. Á góðum degi er hjónaband mitt la la. Fyrir nokkrum árum hélt eiginmaður minn fram hjá með samstarfsfélaga og það hefur verið erfitt.“ Meira »

Undir frönskum og japönskum áhrifum

í fyrradag Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

í fyrradag Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

í fyrradag Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

í fyrradag Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

í fyrradag Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

21.7. Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

21.7. Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

20.7. Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

20.7. Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

20.7. Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

20.7. Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

20.7. Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »