Lykillinn að sköpunargáfunni er einfaldur

Steve Jobs fór í göngutúra til þess að hreinsa hugann.
Steve Jobs fór í göngutúra til þess að hreinsa hugann. mbl.is/AFP

Steve Jobs stofnandi Apple átti það til að fara í langa göngutúra og ekki að ástæðulausu enda sýnir taugafræðirannsókn fram á að langir göngutúra geta aukið sköpunarkraftinn um 60 prósent. 

Inc greinir frá því að Jobs hafi farið í göngutúra til þess að hreinsa hugann og þróa nýjar hugmyndir. Ævisöguhöfundur Jobs komst fljótlega að því að Jobs kaus að eiga alvarlegar samræður á röltinu. Jobs og Jony Ivy, aðalhönnuður Apple, sáust einnig gjarnan í hugmyndagöngutúrum. 

Samkvæmt rannsókn er best að fara í langa göngutúra til þess að koma á samstarfi milli tveggja aðila og opna hugann upp á gátt. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Stanford-háskólann jókst sköpunarkraftur einstaklinga um 60 prósent við göngutúra. 

Taugasérfræðingar sem rannsaka athyglisgáfuna segja að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart þar sem forfeður okkar hreyfðu sig mikið. Frá sjónarhorni þróunarkenningarinnar má segja að hugur mannsins hafi þróast meðan maðurinn var á hreyfingu, gangandi fleiri kílómetra á dag. Hugurinn þráir enn þá þá upplifun. 

Það gæti verið góð hugmynd að standa upp frá tölvunni í smástund og fara í léttan göngutúr. Það gæti margborgað sig, að minnsta kosti var það þannig í tilfelli Steve Jobs. 

Hugmyndin að Ipad-inum gæti hafa komið í göngutúr.
Hugmyndin að Ipad-inum gæti hafa komið í göngutúr. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál