Áramótaheit í anda helstu hugsuða í heimi

mbl.is

Á fyrsta degi á nýju ári upplifum við þau árlegu þáttaskil þegar við förum yfir árið sem senn er að líða og við spyrjum okkur: Hvað vil ég fá út úr þessu lífi? Hvernig lifi ég lífinu? Myndi ég vilja breyta einhverju?

Þessi pistill er ritaður fyrir okkur sem hefja hvert ár á því að skrifa lista um persónulegan árangur sem við viljum ná á nýju ári. Þessi okkar sem eru viss um hvað við viljum að heimurinn færi okkur, en fáum það aldei til baka frá honum. 

Listinn sem er upphafið að andlegri vakningu okkar er fenginn að láni frá helstu hugsuðum heimsins. Samantektin er upphaflega gerð af blaðamanninum Maria Popova en hún heldur úti vefsíðunni  www.brainpickings.org  en við stílfærðum breyttum og bættum. Hér er það sem við þurfum að gera á nýju ári. Við vonum að þið verðið með:

1. Ég ætla að leitast við að gera göngu mína að listgrein í Anda Henry David Thoreau. 

Thoreau er engin rola þegar hann ræðir um mikilvægi listrænnar göngu í bókinni sinni Walking sem kom út árið 1861. Þar útskýrir hann mikilvægi náttúrunnar fyrir okkur mannfólkið sem og núvitund.

Að fara út að ganga og að nýta sér göngu líkt og listgrein er tvennt ólíkt.

Við gefum Thoreau orðið:

„Þegar þú ferð út að ganga verður þú að gera það líkt og þú sért að taka friðargöngu til hins Helga lands. Þú þarft að æfa þig vel í því. En ég hef hitt einungis einn eða tvo á minni lífsleið sem skildu listina við að ganga. Grundvallarhugsunin að baki göngunnar er að fara í krossferð án leiðarvísis, sem er áskorun fyrir okkur mannfólkið því við höfum verið tamin frá örófi alda í að halda reglu, að allt hafi upphaf og endi og þar af leiðandi festumst við í því að fara alltaf sömu leið. Þú átt að ganga eins og þú eigir þér hvergir aðsetur og þar af leiðandi tilheyrir þú hverjum einasta stað í göngunni. Andlega forsendan fyrir friðargöngunni er að í göngunni sértu tilbúin/n að skilja allt eftir sem þú átt heima.”

Thoreau er ekkert að grínast þegar hann segir: „Þú þarft að vera tilbúinn að fara frá móður þinni og föður, bróður og systur, eiginkonu þinni og barni, vini þínum og vera tilbúinn að hitta þau aldrei aftur, ef þú hefur borgað allar þínar skuldir, og komið fram vilja þínum, útkljáð öll þín mál og ert frjáls maður. Þá fyrst ertu tilbúinn í göngu.“

Það sem við getum lært af þessu er að listgreinin að ganga krefst gífurlegrar sjálfsvinnu, við þurfum að útkljá málin, ekki fresta þeim, lifa í sátt við samfélagið okkar á hverjum degi og reyna eftir fremsta megni að vera ómeðvirk í hugsun, þ.e. ekki hafa áhyggjur af hvað fjölskyldan borðar á meðan við erum frá, hvort einhver sakni okkar á meðan við erum í burtu etc.

„Ekkert ríkidæmi getur keypt þér aðgang að slíkri göngu, þú þarft beina tengingu frá himni til að öðlast hana,“ segir hann.

Thorau lýsir því hvernig hann hugsar þessa göngu: „Ég er meðvitaður um það þegar ég er búinn að ganga kílómetra inn í villtan skóginn, án þess að vera viðstaddur gönguna andlega. Í eftirmiðdagsgöngunni minni leitast ég við að losa allt úr huga mér sem ég hef verið að fást við yfir daginn, skyldur mínar í vinnu og við samfélagið mitt. En stundum get ég ekki svo auðveldlega hrist af mér þessar hugsanir. Þá er ég ekki viðstaddur á þeim stað þar sem líkami minn er. Ég fer út fyrir skilningarvit mín. Þá leitast ég við að komast inn í líkamann aftur. Enda hvaða erindi á ég inn í skóginn, ef ég er að hugsa eitthvað sem tilheyrir þessum skógi ekki?“

.

2. Ég ætla að skrifa niður allt sem ég hugsa í dagbók í anda Virginia Woolf 

Það eru margir að tala um dagbækur um þessar mundir en minna hefur borið á því af hverju við eigum að halda dagbókina og hvað eigum við að skrifa? Virginia Woolf skrifaði allt sem henni datt í hug, án þess að hugsa. Hún gerði það af því hún varð að gera það. Það var eitthvað inni í henni sem þurfti að komast út. Þetta þróaði ritstíl hennar mjög mikið, en hjálpaði henni einnig að kynnast sér sjálfri. Ef þú ætlar að skrifa í anda Virginia Woolf, þá þarft að skrifa án þess að hugsa, bara það sem þú ert að upplifa yfir daginn. Ekki spá í hvernig þú skrifar. Skrifaðu bara það sem þú vilt muna seinna. Ekki gera ráð fyrir því að einhver annar komist í dagbókina þína. Þetta er þitt prívat mál, ekki endilega leyndarmál, en þú þarft að treysta þér fyrir þessari bók til að geta gert þetta í hennar anda.

Það sem þú uppgötvar á þessari vegferð er að þegar þú lítur til baka þá lestu kannski um málefni og manst ekkert af hverju þetta var mikilvægt. Þú getur séð gífulegar breytingar án þess að átta þig á því að nokkuð hafi breyst í gegnum árin. Þú lest um hugmyndir þínar um gamalt fólk, þegar þú ert kominn á þann aldur sem þú skrifaðir um á þeim tíma, og uppgötvar að þú hefur lítinn skilning á líðan þeirra sem eru eldri en þú. Þú sérð þína eigin styrkleika, veikleika og jafnvel sjálfsblekkingu í gegnum svona heimildagerð. Og kannski það mikilvæga, að ef þú treystir dagbókinni þinni og setur fram mál, sem þú veist ekki hvernig þú átt að leysa, þá gætir þú fylgst með hvernig sum mál leysast af sjálfu sér, hvernig þér tekst að leysa sumt og hvernig aðrir hlutir birtast í tíma og ótíma og þannig getur þú sett tímamörk á hvenær þú ert tilbúin/n að gefast upp og fá aðstoð með málið.

Við gefum Virginia Woolf orðið: „Fyrir mér er fortíðin falleg. Þegar ég horfi til baka sé ég hvernig mér leið í aðstæðum, hvernig tilfinningin var á þeirri stundu sem ég upplifði. Tilfinningin kemur seinna, og þar af leiðandi höfum við ekki þroskaðar tilfinningar um það sem er að gerast fyrr en atburðurinn er liðinn.“

3. Ég ætla að lengja lífið í anda Seneca 

Í dag lesum við reglulega um hvað efnahagslegur vöxtur er mikill og hvernig við sem samfélag höfum aldrei haft það betra. Við lesum um allan þann lúxus sem í boði er í dag, en samt erum við á þönum allan daginn og náum lítið að njóta og lifa. Það að vera upptekin/n er ákvörðun að mati danska heimspekingins Kierkegaard og í raun besti flóttinn frá okkar eigin lífi. Við köstumst á milli staða, dag frá degi, án þess að vera raunverulega til staðar inni í okkur.

Gefum hinum forna heimspekingi Seneca orðið: „Það er ekki það að við höfum of stuttan tíma að lifa, heldur sú staðreynd að við eyðum miklu af þessum tíma í vitleysu. Lífið er nógu langt, ef við nýtum það eins vel og við getum. En þegar við eyðum því í innihaldslausan lúxus og lélegar athafnir, þá lendum við í því að lífið leið hjá án þess að við gerðum okkur grein fyrir því.

Þið eruð að lifa lífinu eins og þið munið lifa að eilífu. Í staðinn fyrir að lifa daginn eins og hann væri þinn síðasti. Þú hagar þér eins og dauðlegur gagnvart hlutum sem þú hræðist, en ódauðlegur gagnvart hlutum sem þú þráir. Hversu mikil synd er það þegar þú byrjar að lifa lífinu, loksins þegar það er að enda? Hversu heimskulegt er það að vinna út í eitt þegar maður er ungur til að byrja að njóta á þeim aldri sem fæstir ná?“ 

Seneca taldi að það að fresta hlutum væri stærsta sóunin í lífinu. Að það steli frá okkur deginum, og taki frá okkur núvitundina og vænlega framtíð. Stærsta hindrunin við að lifa er að vænta einhvers í framtíðinni, hugsanir sem láta mann hanga í morgundeginum í staðinn fyrir að vera staddur í núinu. Það er allt óvíst með framtíðina, lifðu núna!

4. Skilgreindu sjálfa/n þig í anda Anna Deavere Smith 

Hver kannast ekki við að eiga vini sem fara fram úr á þeim tíma sem aðrir sofa til að mæta í ræktina? Eða vini sem mæta 3 x í viku í ræktina. Þeir sem nálgast öll viðfangsefni á agaðan og skipulagðan hátt? Jákvæða sálfræðin kallar þennan eiginleika „grit“ það sem tengir eldmóð og þrautseigju. Það sem greinir þá sem ná árangri frá öðrum í lífinu.

„Listamaður með sjálfsvirðingu, leggur ekki hendur í skaut og segir sig vanta adgift,“ sagði Tchaikovsky.

Gefum Anna Deavere Smith orðið: „Hann er örugglega kominn á sjötugsaldurinn, og í fullkomnu likamlegu formi. Hann stendur við barinn og ég spyr hann ekki um kvikmyndina hans heldur líkamlega formið sem hann er í og segi: „Það sést að þú æfir reglulega?“ Hann svarar: „Já, á hverjum degi!““

„Fólk sem æfir á hverjum degi á ekki í vandræðum með að tala um það og við vorum sammála um að forsenda þess að æfa á hverjum degi væri að fara strax í ræktina, annars fyndi maður ástæðu til að reyna að sleppa því.

Við þurfum að ákveða hver við erum og lifa það. Það er enginn að fara að segja okkur að komast í gott form, við segjum okkur það sjálf og lifum það með athöfnum á hverjum einasta degi. Allir listamenn sem ég þekki eru mjög agaðir og skipulagðir, jafnvel þeir sem virka ekki skipulagðir, þeir eru með sínar eigin reglur. Það sem við verðum, það sem við erum, snýst um hvað við höfum verið að gera.“

5. Ég ætla að losa mig við egóið í anda Alan Watts 

Mikið af jóga og heilsufræðum í hinum vestræna heimi er komið frá breska heimspekingnum Watts. Hann sagði að það að pakka sjálfum okkur í eigin líkama með eigið egó, og að aðgreina okkur frá öðrum væri fráleit hugmynd sem stæðit hvorki vísindi Versturheims né trúarhugmyndir Austurlanda. Þessi tilfinning að finnast maður við einmana, eða ein/n í heiminum er í andstöðu við allt sem er þekkt um manninn í vísindum.

Við gefum Watts orðið: „Við fæðumst ekki inn í þennan heim, við fæðumst út úr honum, eins og lauf frá trjám. Eins og öldur eru hafsins, er fólk heimsins. Hver einasti einstaklingur er skapaður af heiminum, sem er hugsun sem við gleymum allt of oft. Jafnvel þau okkar sem vita að það er kenningarlega satt, höldum áfram að einangra okkur í okkar eigin hylkjum sem við nefnum líkama. Ef við lítum á okkur sem hluta af heiminum, getum við látið af okkar eigin egói og orðið hluti að einhverju miklu stærra.“

6. Eg ætla að stækka í anda Carol Dweck 

Það er alltof algilt að mati Dweck að við séum með fastar hugmyndir um okkur sjálf og umhverfið okkar. Við segjum eða hugsum: „Ég er þessi persóna,“ eða  „já nú líður mér vel, eins og hlutirnir eru nákvæmlega núna, því þetta er það sem ég er vön/vanur og þannig vil ég hafa það.“

En af hverju gerum við þetta? Þá sérstaklega þegar það hefur verið sannprófað að þegar við erum með þennan fasta í lífinu, að gera hlutina aftur og aftur, þá fáum við hvötina til að sanna okkur, sannfæra aðra um eigin ágæti.  Við eigum að horfa á okkur þar sem við erum og vera tilbúin að vaxa upp í eitthvað svo miklu meira. Við eigum að líta á stöðuna sem við erum fædd inn í, hvort heldur sem er fátækt eða ríkidæmi, sem staðinn sem markaði upphaf okkar. og segja: Þaðan óx ég!

Gefum sálfræðingnum Carol Dweck orðið: „Að stefna að því að verða eitthvað í lífinu er betra en að vera eitthvað í lífinu. Af hverju eyðum við tíma síendurtekið við að sanna hvað við erum frábær. Þegar við gætum verið að eyða tímanum í að verða betri?

Af hverju felum við gallana okkar í staðinn fyrir að sigrast á þeim?

Og af hverju erum við að velja í kringum okkur fólk sem ýtir undir sjálfstraust okkar í staðinn fyrir að velja í kringum okkur aðila sem hvetja okkur til að vaxa?

Og af hverju gerum við það sem er sannað, í stað þess að prófa nýja hluti og vaxa? Ástríðan við að reyna á okkur og halda áfram að reyna, sérstaklega þegar illa gengur, er hornsteinn þess hugarfars sem við verðum að hafa þegar við ætlum að vaxa. Þetta er hugarfarið sem gerir fólki kleift að finna tilgang sinn, jafnvel þótt tímarnir séu því erfiðir. Grundvallarhugsunin að baki þess að vilja vaxa og þroskast er að hungra í lærdóm í staðinn fyrir að hungra í aðdáun. Og fólk með þessa hugsun er óhrætt við mistök, það lítur á mistök sem leið til að læra.“

7. Ég ætla að gera óvini míni að vinum í anda Benjamin Franklin 

Flestir fara í gegnum lífið og eiga hóp af fólki sem þeir kalla vini sína. Fyrir þessa vini er fólk tilbúið að leggja á sig hluti. Sumir hafa engin áhrif á mann og þeir fara þá í hlutleysi gagnvart manni og svo eru ennþá aðrir sem eru óvinir okkar og þeim viljum við breyta illa gagnvart, segir í áhrifum Benjamin Franklin (Benjamin Franklin effects).

Benjamin Franlin fæddist inn í fátæka fjölskyldu þar sem hann var yngstur 17 systkina. Við skulum heyra hvernig hann notaði ákveðna sálfræði við að gera óvini sína að vinum.

„Í annað skiptið sem ég bauð mig fram í pólitísku framboði, var ég að keppa á móti herramanni, sem lagði það í vana sinn að úthúða mér við annað fólk! Hvernig vogaði hann sér? Allt sem ég átti var það sem ég hafði gert! Ég hafði unnið mig úr engu, ekki hann! Ég vann hann í kosningunum, en eftir sat þessi tilfinning mín um að í þessum manni ætti ég óvin og ég vildi honum þess vegna ekki vel. Það sem ég ákvað að gera var að gera hann að vini mínum. Ég vildi ekki verða undirgefinn gagnvart honum. En ég þurfti að temja tröllið. Svo ég ákvað að biðja hann um að lána mér mjög fágæta bók sem hann átti. En ég var þekktur á þessum tíma fyrir að hafa mjög góðan smekk á bókum svo með því að leita til hans með þetta þýddi það að hann ætti eitthvað sem mér þætti verðmætt. Ég sendi honum þessa fyrirspurn í bréfi. Hann sendi bókina til mín innan viku. Ég sendi hana til baka eftir viku, með orðunum. Takk fyrir! Ég var þá kominn á þann stað hjá honum að hann var að gera hluti fyrir mig, sem gerði mig að vini hans.

Innan skamms hittumst við í boði og þessi maður sem hafði aldrei yrt á mig gekk til mín í boðinu og talaði við mig líkt og ég hafði séð hann ræða við félaga sína. Upp frá þessu augnabliki urðum við vinir og það endist okkur til dauðadags.“

8. Ég ætla að tileinka mér eðli vatnsins í anda Bruce Lee

Þegar við förum í gegnum lífið þá er margt að hafa áhrif á okkur. Við bregðumst við og stundum erum við róleg á eftir en stundum eigum við samtal við okkur sjálf í hausnum á okkur, tja eða aðra svo dögum skiptir. Þá erum við ekki frjáls. Þá erum við ekki eins og vatnið. 

Við getum Bruce Lee orðið: „Ég átti erfitt með að sleppa tökunum og var úti á sjó þegar ég áttaði mig á mögnuðum krafti vatnsins. Ég barði í vatnið og það fann ekki til, ég reyndi að taka vatnið, og það lak úr lófanum á mér. Ég horfði ofan í vatnið og það speglaði mig. Ég reyndi að busla í vatninu og það kom gusa í kringum mig en í raun hreyfðist vatnið ekki. Sjór skiptir ekki fljótt um hitastig þótt það kólni úti, það tekur sér tíma að breytast og fer á sínum hraða. Þú getur soðið vatn og þá hverfur það. En það er ennþá vatn, í formi gufu. Þú getur fryst vatn og þá verður það að frostkristöllum. Vatnið er máttugt og getur hamrað í sundur jörðina ef það ætlar sér það. Það er eitt sterkasta afl í heimni, en er samt ljúft og gott og gefur af sér. Það er fátt er eins nærandi og að synda í sjónum.

Þegar ég áttaði mig á þessu þá ákvað ég að verða eins og vatnið.  Ég ætla að verða sveigjanlegur, og með allt þetta eðli vatnsins, en aldrei hætta að vera vatn.“

9. Ég ætla að sýna hugrekki í staðinn fyrir kaldhæðni í anda Maya Angelou 

Lífið getur verið eins og skóli þar sem ein áskorunin tekur við af annarri. Það eru nokkrar leiðir til að fara í gegnum lífið. Ein þeirra er að vera hugrökk/hugrakkur og rísa yfir vandamálin, læra eitthvað af þeim og halda áfram. Þetta er leiðin sem Maya Angelou fór. Leiðin sem gerði hana að einni helstu friðarhetju heims. Önnur leið sem við getum farið er að vera kaldhæðin og hugsa: Af hverju ég? Svona er þetta alltaf í mínu lífi. Ég ætla að sneiða hjá þessu, loka á þetta og halda áfram.

Við gefum Maya Angelou orðið: „Ég ráðlegg þér að þakka fyrir allar áskoranir í lífinu, og segja takk! Við erum öll börn Guðs og eftir því sem við upplifum meira þeim mun meira er hann að treysta okkur fyrir. Hann leiðir okkur í gegnum hlutina og setur inn í líf okkar einstaklinga sem eru eins og regnbogar í himninum fyrir okkur. Fólk sem hefur upplifað það sem við erum að fara í gegnum og sigrast á því. Þetta gerist þegar við þorum að horfast í augu við hlutina af hugrekki. Þá getum við orðið regnbogar í lífi annarra.

Sem dæmi upplifði ég nauðgun þegar ég var barn. Ekkert barn á að upplifa nauðgun, það skemmir. En þetta illskuverk sannaði fyrir mér að út úr vondu getur komið gott. Í fimm ár eftir að ég lenti í þessu ofbeldiverki ákvað ég að tala ekki. Maðurinn sem nauðgaði mér hafði dáið og ég taldi mig hafa eitraða tungu. Í þögninni las ég allar bækur á bókasafninu fyrir svarta, ég las allar bækur á bókasafninu fyrir hvíta, ég las allar bækur sem ég komst yfir í kirkjunni, og allar bækur sem ég komst yfir, punktur.

Svo þegar ég loksins ákvað að tala þá hafði ég ýmislegt að segja. Þetta breytti lífi mínu og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Fyrir það er ég þakklát.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál