Þessar fréttir gerðu líf okkar betra

mbl.is/GettyImages

Smartland elskar velgengni og góð ráð til að auka hana í lífi sérhvers manns. Árið 2017 leituðum við margra leiða til upplýsa lesendur og gera líf þeirra betra með góðu lesefni. Hér er listi yfir vinsælustu fréttir ársins í þessum flokki. 

Það að vera andlega sterkur er mikill kostur þegar fólk fer í gegnum öldugang lífsins. Greinin um þau 13 atriði sem andlega sterkt fólk gerir ekki fékk mikinn lestur á árinu: 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, deildi merkilegri sögu með lesendum Smartlands. Eftir atvik og sára lífsreynslu sem hann varð fyrir breyttist líf hans og í dag setur hann aðra hluti í forgang. 

Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir vita hvað það getur verið snúið að vera nútímamamma. 

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, hefur skrifað lífsbætandi pistla á Smartland í nokkur ár. Edda er mjög meðvituð um fjárhagslega valdeflingu og segir að fólk með mjög há laun sé oft ekkert betur sett peningalega séð því það eyði peningunum sínum í vitleysu. 

Eru gáfaðir grennri eða er þetta bara rugl? 

Hildur Jakobína Gísladóttir, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium, skrifaði vinsælan pistil um siðblindu. Hún segir að siðblindir þrífist á völdum og því þurfum við sem búum í samfélagi manna að vera vakandi. 

Katrín, hertogaynja af Cambridge, er ekki bara sæt heldur hefur hún marga aðra eftirsóknarverða kosti. 

Marga dreymir um að hafa hinn fullkomna yfirmann. En hvernig skyldi sú týpa vera?

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, skrifar vinsæla pistla á Smartland. Pistillinn sem sló algerlega í gegn er þessi hér: 

Það er alltaf áhugavert að skoða hvað farsælt fólk gerir og hvað það gerir ekki. Ef þú vilt gera betur 2018 en þú gerðir á þessu ári skaltu lesa þessa grein: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál