7 leiðir að hamingjusömu lífi

Líf með tilgang er hamingjuríkt líf.
Líf með tilgang er hamingjuríkt líf.

Victor Frankl  faðir Logotheraphy-hreyfingarinnar um tilgang lífsins lét hafa eftir sér tilvitnunina: „Það sem fólk þarfnast í lífinu er ekki rólegt líf, heldur líf þar sem maðurinn lifir fyrir það sem skiptir hann máli.“

Út frá þessari hugsun hefur sálgreinandinn Mary Jaksch sett saman 7 atriða lista sem ber að hafa í huga til að öðlast líf með tilgangi. En að sögn Mary tengist tilgangur og hamingja þannig að hamingja er hliðarafurð lífs með tilgang. „Hamingjan ein og sér getur verið tómleg, en um leið og þú leitast við að lifa tilgangsríku lífi, finnur þú þá lífsfyllingu og reynslu sem gefur þér fullt af hamingjutilfinningum sem endast yfir lengri tíma,“ segir Mary.

Hér kemur listinn.

Hamingja er hliðarafurð þess að hafa skýran tilgang í lífinu.
Hamingja er hliðarafurð þess að hafa skýran tilgang í lífinu.

Finndu tilganginn í lífinu

Það getur verið flókið að átta sig á hver er tilgangur okkar í þessu lífi og stundum ruglum við tilgangi og persónulegum markmiðum saman. Sem er tvennt ólíkt. Tilganginn finnur þú með því að hugleiða svarið við spurningunni: Hvað langar mig að leggja til í þessu lífi? En persónuleg markmið er svar okkar við spurningunni: Hvað vil ég að heimurinn færi mér?

Vertu ástríðufull/ur

Í hvert skipti sem þú gerir eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir, gefur það þér tilgang í lífínu. Það getur verið flókið að finna jafnvægi á milli vinnu, fjölskyldu og ástríðu. En líf án ástríðu getur verið tómlegt líf að lifa.

Lifðu eftir þínu persónulega siðferði

Við þurfum öll að fara eftir okkar eigin siðferðisvitund. En siðferðisreglur okkar eru þau gildi sem við viljum fara eftir í lífinu, sama á hverju gengur. Margir hafa handleiðara eða sækja sér reglulega námskeið til að æfa sig í góðu siðferði. Mikilvægt er að velta fyrir sér hinum ýmsu aðstæðum, svo við getum brugðist við að vel athugu máli í stað þess að bregðast við með illa hugsuðu viðbragði.

Ræktaðu samúð og samkennd

Við öðlumst bæði samúð og samkennd með öðrum þegar við hættum að vera miðpunkturinn í okkar eigin lífi, og opnum okkur fyrir þjáningu annarra. Ef við horfum á sjálf okkur sem miðpunkt alheimsins og hugsanir okkar byrja að snúast einvörðungu um hvernig við erum, hvernig við verðum eða hvernig aðrir sjá okkur, verður líf okkar fljótt tilgangslaust.

Æfðu þig í að vera góð manneskja

Góðmennska er ekki bara tilfinning, heldur tilfinning sem veldur hegðun. Góðmennska gefur hlýju í lífinu. Og hvert góðverk hefur í för með sér aukin tengsl og ánægðu í samskiptum við aðra. Í raun og veru þá sýna góðverk þann tilgang sem þú hefur valið þér í lífinu, og gerir þig hamingjusama í hvert sinn sem þú framkvæmir það.

Þjónustaðu í þágu æðri markmiða

Góð leið til að dýpka tilgang lífsins er að vinna í sjálfboðavinnu. Hvort heldur sem er að aðstoða börn sem eiga fáa að, hjálpar þeim sem eru eldri, heimilislausir eða fátækir. í hvert skipti sem þú stígur inn í að aðstoða þá sem þurfa á því að halda býrðu til röð aðstæðna sem gefa þér tilgang í lífinu.

Leggðu þitt af mörkum fyrir framtíðina

Þú getur gert ýmislegt til að legga þitt af mörkum fyrir framtíðina. Það að endurvinna, fræðast um hitnun jarðar eða að byrja að rækta þitt eigið grænmeti hefur sömu áhrifin á okkur öll. Við þroskumst sem manneskjur og lærum eitthvað nýtt. Ný hæfni kemur með nýrri hugsun og gerir okkur hæfari í lífinu, það að þjónusta í þágu framtíðar gefur þér tilgang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál