Bootcamp fyrir peningabudduna

mbl.is/Getty

Fjármál geta valdið mikilli streitu og það er margsannað að streita hefur heilsuspillandi áhrif, bæði andlega og líkamlega. Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, er með námskeið fyrir fólk sem vill ná tökum á fjármálum sínum. 

Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Bootcamp fyrir peningabudduna er fyrir þá sem vilja tileinka sér nýjar leiðir til að nálgast fjármálin. Þessi lausn er fyrir þig, hvort sem þú vinnur fyrir aðra eða átt þitt eigið fyrirtæki og ert með ágætis tekjur en samt sem áður upplifir þú að peningar stýra lífi þínu fremur en þú sért við stjórnvölinn. Með öðrum orðum: Þú greiðir reikningana og stendur skil á þínu en þú nærð ekki að leggja fyrir.

Þú lifir jafnvel á kreditkortinu og það má lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum í peningamálunum,“ segir Edda og bætir við:

„Jól, sumarfrí og annar tími ársins þar sem útgjöldin eru hærri en ella gætu verið áskorun. Þú átt líklega ekki varasjóð ef eitthvað kemur upp á.“

Edda segir að fólk eigi það til að álasa sér fyrir ástandið.

„Þú segir jafnvel við þig að þú ættir að geta betur en útkoman er gjarnan sú að þú missir móðinn og upplifir jafnvel ráðaleysi gagnvart peningamálunum,“ segir hún.

Edda þekkir þetta ástand af eigin raun.

„Ég lifði á kreditkorti í mörg ár og átti aldrei varasjóð. Þegar eitthvað kom upp á, sem gerist gjarnan í lífinu, fór ég í að redda hlutunum. Einn daginn áttaði ég mig á því að ég var orðin nokkuð slungin í að redda fjármálunum en mig skorti algjörlega hæfni til að skipuleggja og halda utan um fjármálin að öðru leyti. Ég hafði takmarkaða yfirsýn yfir helstu kostnaðarliði og inn á milli átti ég það til að eyða of miklu.

Þrátt fyrir að vera nokkuð markmiðadrifin og hafa náð ágætis árangri á mörgum sviðum hafði ég aldrei sett mér peningamarkmið. Það hafði raunar aldrei hvarflað að mér.

En þáttaskilin urðu þegar ég tók ákvörðun um að verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi. Þá fór ég að átta mig á samhengi sem hafði áður verið mér algjörlega hulið. Nefnilega það að hugmyndir mínar um peninga höfðu áhrif á væntingar mínar til lífsins. Einnig það að peningahegðun mín hafði stjórnast af þessum sömu peningahugmyndum og væntingum.

Mér varð það ljóst að ef ég vildi breyta útkomunni varð ég að ráðast að rótum vandans og breyta hugmyndum mínum um peninga.“

Bootcamp fyrir peningabudduna er fyrir þá sem þrá að breyta til og upplifa að þeir geti öðlast stjórn á fjármálunum.

„Námskeiðið er þannig byggt upp að þú færð tæki og tól í hendurnar til að skilgreina núverandi samband þitt við peninga og átta þig á því hvernig það hefur haft áhrif á líf þitt. Þú lærir að gera upp peningasöguna þína og segja skilið við peningahugmyndirnar þínar áður en þú ættleiðir nýjar hugmyndir sem koma til með að styrka samband þitt við peninga og hjálpa þér að breyta peningahegðun þinni til framtíðar.

Þú lærir að tileinka þér aðferðir til að taka fjárhagslegar ákvarðanir sem eru í samræmi við það sem skiptir þig mestu máli. Þú lærir einnig að setja þér raunhæf peningamarkmið,“ segir hún.

Edda segir að Bootcamp fyrir peningabudduna sé stutt og hnitmiðað námskeið sem hentar þeim sem er alvara með að marka ný spor í fjármálunum á nýju ári.

„Þetta er fyrir þá sem vilja varanlegar breytingar og þrá að öðlast fjárhagslegt heilbrigði,“ segir hún.

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. janúar.

Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Edda Coaching, www.eddacoaching.com.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Er komið í tísku að vera á lausu?

05:00 Margir halda að sambönd séu ávísun á sjálfstraust, en rannsóknir sýna að svo sé ekki. Svo síður sé í raun og veru. Í raun sýna rannsóknir að ef samband endar á innan við ári verður sjálfstraust fólks minna en ef það er áfram á lausu. Meira »

Mistök sem menn í opnum samböndum gera

Í gær, 21:45 Það er að verða algengara að fólk kjósi að vera í opnum samböndum. Það hentar ekki öllum að vera bara með einn maka en ef formið á að virka þurfa allir aðilar vera samþykkir og passa þarf algeng mistök. Meira »

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

Í gær, 18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenjuslæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

Í gær, 14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

Í gær, 11:00 Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

í gær Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

í fyrradag Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í fyrradag Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í fyrradag Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í fyrradag Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

í fyrradag Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

24.3. „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »