Bootcamp fyrir peningabudduna

mbl.is/Getty

Fjármál geta valdið mikilli streitu og það er margsannað að streita hefur heilsuspillandi áhrif, bæði andlega og líkamlega. Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, er með námskeið fyrir fólk sem vill ná tökum á fjármálum sínum. 

Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Bootcamp fyrir peningabudduna er fyrir þá sem vilja tileinka sér nýjar leiðir til að nálgast fjármálin. Þessi lausn er fyrir þig, hvort sem þú vinnur fyrir aðra eða átt þitt eigið fyrirtæki og ert með ágætis tekjur en samt sem áður upplifir þú að peningar stýra lífi þínu fremur en þú sért við stjórnvölinn. Með öðrum orðum: Þú greiðir reikningana og stendur skil á þínu en þú nærð ekki að leggja fyrir.

Þú lifir jafnvel á kreditkortinu og það má lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum í peningamálunum,“ segir Edda og bætir við:

„Jól, sumarfrí og annar tími ársins þar sem útgjöldin eru hærri en ella gætu verið áskorun. Þú átt líklega ekki varasjóð ef eitthvað kemur upp á.“

Edda segir að fólk eigi það til að álasa sér fyrir ástandið.

„Þú segir jafnvel við þig að þú ættir að geta betur en útkoman er gjarnan sú að þú missir móðinn og upplifir jafnvel ráðaleysi gagnvart peningamálunum,“ segir hún.

Edda þekkir þetta ástand af eigin raun.

„Ég lifði á kreditkorti í mörg ár og átti aldrei varasjóð. Þegar eitthvað kom upp á, sem gerist gjarnan í lífinu, fór ég í að redda hlutunum. Einn daginn áttaði ég mig á því að ég var orðin nokkuð slungin í að redda fjármálunum en mig skorti algjörlega hæfni til að skipuleggja og halda utan um fjármálin að öðru leyti. Ég hafði takmarkaða yfirsýn yfir helstu kostnaðarliði og inn á milli átti ég það til að eyða of miklu.

Þrátt fyrir að vera nokkuð markmiðadrifin og hafa náð ágætis árangri á mörgum sviðum hafði ég aldrei sett mér peningamarkmið. Það hafði raunar aldrei hvarflað að mér.

En þáttaskilin urðu þegar ég tók ákvörðun um að verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi. Þá fór ég að átta mig á samhengi sem hafði áður verið mér algjörlega hulið. Nefnilega það að hugmyndir mínar um peninga höfðu áhrif á væntingar mínar til lífsins. Einnig það að peningahegðun mín hafði stjórnast af þessum sömu peningahugmyndum og væntingum.

Mér varð það ljóst að ef ég vildi breyta útkomunni varð ég að ráðast að rótum vandans og breyta hugmyndum mínum um peninga.“

Bootcamp fyrir peningabudduna er fyrir þá sem þrá að breyta til og upplifa að þeir geti öðlast stjórn á fjármálunum.

„Námskeiðið er þannig byggt upp að þú færð tæki og tól í hendurnar til að skilgreina núverandi samband þitt við peninga og átta þig á því hvernig það hefur haft áhrif á líf þitt. Þú lærir að gera upp peningasöguna þína og segja skilið við peningahugmyndirnar þínar áður en þú ættleiðir nýjar hugmyndir sem koma til með að styrka samband þitt við peninga og hjálpa þér að breyta peningahegðun þinni til framtíðar.

Þú lærir að tileinka þér aðferðir til að taka fjárhagslegar ákvarðanir sem eru í samræmi við það sem skiptir þig mestu máli. Þú lærir einnig að setja þér raunhæf peningamarkmið,“ segir hún.

Edda segir að Bootcamp fyrir peningabudduna sé stutt og hnitmiðað námskeið sem hentar þeim sem er alvara með að marka ný spor í fjármálunum á nýju ári.

„Þetta er fyrir þá sem vilja varanlegar breytingar og þrá að öðlast fjárhagslegt heilbrigði,“ segir hún.

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. janúar.

Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Edda Coaching, www.eddacoaching.com.

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »