Áramótaheit Marks Zuckerbergs

Mark Zuckerberg setur sér markmið á hverju ári.
Mark Zuckerberg setur sér markmið á hverju ári. mbl.is/AFP

Það er margsannað að það er árangursríkt að setja sér markmið og vinna að þeim. Það veit farsælt fólk á borð við Mark Zuckerberg, sem eins og svo margir aðrir hefur sett sér áramótaheit fyrir árið 2018. 

Facebookstofnandinn hefur sett sér persónulegar áskoranir síðan árið 2009 til þess að læra eitthvað nýtt. Áskorunin í fyrra var að ferðast til allra ríkja Bandaríkjanna og hitta þar og tala við fólk. Aðrar áskoranir hans hafa verið mismunandi eins og að læra mandarín, lesa tvær bækur á mánuði og borða bara kjöt sem hann hefur veitt sjálfur. 

Zuckerberg greindi að sjálfsögðu frá áramótaheitinu 2018 á facebooksíðu sinni, sem er heldur óvenjulegt og í fyrstu mætti kannski halda að það væri ekki mjög persónulegt. Áskorunin sem hann ætlar að takast á við í ár er að vinna í því að laga Facebook þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að hún sé misnotuð.

Zuckerberg segist sjálfur munu læra margt á þessari áskorun. Lagfæringarnar snúi að þáttum sem tengjast sögu, pólitík, fólki, ríkinu og tækni.

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál