Ertu að gera það sama og ríkasti maður heims?

Warren Buffett er frábær náungi sem hefur haldið sínum stíl frá því menn muna eftir honum. Hann gerir hlutina ekki eins og allir, enda er hann einn ríkasti maður heims og hefur verið það í talsvert mörg ár. Sjáum hvort þú sért að gera það sem virkar til að ná á toppinn þegar kemur að peningum.

Er húsið þitt virði 0,001% eigna þinna?

Warren Buffett segir að húsið sem hann býr í sé þriðja besta fjárfestingin sem hann hefur farið í. Hann hefur búið í þessu fallega húsi sem staðsett er í Omaha, Nebraska, frá árinu 1958. Húsið kostaði á þeim tíma rúmar 3,2 milljónir króna. Að núvirði í kringum 26 milljónir króna. Í dag er húsið metið á rúmar 67 milljónir íslenskra króna. Sem gefur vísbendingu um það af hverju Buffett kallar þessi kaup eina af sínum bestu fjárfestingum.

 

 

Ertu laus við tölvuna á skrifstofunni?

Í höfuðstöðvum Berkshire Hathaway þar sem Warren Buffett hefur haft aðsetur í 50 ár býr hann vel um sig á skrifstofunni sinni umkringdur 25 starfsmönnum sem aðstoða hann með það sem þarf. Hann er ekki með tölvu á sinni skrifstofu því hún er heima hjá honum. Hann notar tölvuna mikið heima, aðallega fyrir skák. Það vekur athygli að hann er ekki með GSM-síma heldur notar annaðhvort símann á skrifstofunni eða heimasímann. 

Á skrifstofuveggjum Buffetts má sjá innrammaðar greinar um stóru kreppuna og ýmislegt sem minnir á hvað lífið er hverfult. Jafnvel hinum bestu getur mistekist. Hann er ekki með verðlaunagripi eða háskólagráður til sýnis. En hann er með útskriftarskírteini sitt úr Dale Carnegie uppi á vegg, til að minna sig á mikilvægi þess að tjá sig, gefa til samfélagsins og koma almennilega fram.

Borðarðu morgunmat á McDonalds?

Buffett er maður vanans. Hann fer ávallt á sama McDonalds-staðinn á hverjum degi. Stundum gerir hann vel við sig og fær sér góðan morgunmat á 3,19$ sem samsvarar 332 krónum. Það er á dögum þegar hlutabréfin hans hafa hækkað í verði. En ef þau standa í stað fær hann sér vanalega morgunmat sem kostar 2,95$ og þegar hlutabréfin lækka í verði lætur hann morgunmat fyrir 2,61$ duga.

Það hafa margir byrjað á því að borða eins og Buffett áður en þeir reyna að skilja hugsanaganginn hans og einn af mörgum aðdáendum Buffetts sagðist hafa skilið hvernig hann fjárfestir betur þegar hann hóf að fylgja mataræði Buffetts. 

Það að fara alltaf á sama staðinn, drekka 5 kók á dag og sleppa áfengi! Allt er fyrirsjáanlegt í lífi Buffetts og hann reiknar hlutina vel út. Hann hoppar ekki inn á nýjasta veitingastaðinn bara af því hann er nýr, og það sama gerir hann með fjárfestingar. Glöggir muna þegar hann stóð af sér margra ára umfjallanir um hvernig hann væri búinn að missa það í fjárfestingum þegar hann fjárfesti ekki krónu í netbólunni góðu í kringum síðustu aldamót.

 

Sleppirðu kreditkortum?

Frá því að Warren Buffett var kornungur hefur hann alltaf búið til meiri peninga en hann notar. Í fyrstu voru þetta bara nokkrir aurar, þegar hann var að tína notaðar flöskur og selja þær sem barn. 

Aðspurður hvernig hann varð ríkur segir þessi ríkasti maður heims að lykillinn að því sé að kunna að spara og að sleppa algjörlega kreditkortum. Fá lítið af lánuðum peningum og sýna þolinmæði. Ekki taka áhættu og ekki kaupa hluti til að sýnast eða til að kaupa þér hamingju. Það sem veitir Buffett hamingju er að búa til pening, ekki öfugt.

Ertu að vinna við það sem þú elskar?

Warren Buffett er harðákveðinn með þá skoðun sína að þú átt einungis að starfa við það sem þú værir tilbúinn að starfa við ef þú ættir alla peninga í heiminum. „Ekki vinna eitthvert starf bara til að búa til pening,“ segir hann. Það er svipað gáfulegt og að geyma kynlíf til elliáranna að hans eigin sögn.

Ef þú ert að gera það sem þú elskar býrðu til nógu mikla peninga til að lifa góðu lífi og þarft ekki að deyfa þig eða kaupa þér hamingju með peningum.

Mælirðu velgengni með ást?

Þrátt fyrir að Warren Buffett starfi við það sem hann elskar og sé mjög góður í því sem hann gerir, mælir hann ekki velgengni sína með peningum. Hann er maður sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að tengjast fólki og segist mæla velgengni sína með fjölda þeirra sem þykir vænt um hann. 

Hann hefur látið hafa eftir sér að margir aðilar sem hann er í góðu sambandi við sem eiga fullt af peningum fái sjúkrahúsálmur nefndar í höfuðið á sér, fái viðurkenningar á hinum ýmsu vettvöngum og njóta velgengni utan frá. En þetta fólk sé ekki raunverulega elskað eða eigi afkomendur sem eru að gera það sem þá langar til.

„Ef þú ert að elska það sem þú gerir og svo vill til að þú búir til fullt af peningum með því þá er það frábært, en leyfðu börnunum þínum að gera það sem þau elska að gera. Peningar eru ekki markmið í sjálfu sér, þeir eru skemmtilegt viðfangsefni en enginn mælikvarði á hamingju,“ segir þessi flotti leiðtogi.

Ertu nokkuð að gefast upp?

Warren Buffett hefur aldrei verið eins og fólk er flest. Hann skilur ekki tískubylgjur í heimi viðskiptanna og þar sem hann er maður vanans gerir hann það sama á degi hverjum.

Hann talar um hve miklu máli skiptir að fylgja sinni eigin sannfæringu og vera með innri mælikvarða þegar kemur að velgengni. Ekki ytri. Sem dæmi hefur hann alltaf þurft að standa af sér þá skoðun að hann sé að missa getuna á sviði viðskiptanna þegar hann kemur sér hjá því að fjárfesta í iðnum sem hann ekki skilur. Sem dæmi um þetta skilur hann framleiðsluiðnað betur en margir aðrir. En þegar kemur að upplýsingatækni er margt þar sem hann sleppir að fjárfesta í. 

Warren Buffett hafnar ekki sjálfum sér þótt aðrir geri það og gefst ekki upp við að fylgja eigin sannfæringu sem gerir það að verkum að hann sveiflast til á listanum um ríkustu aðila í heiminum. Hann er fljótur að komast á toppinn þegar hagkerfin jafna sig eftir tískusveiflur eða kreppur. Hann lifir og leyfir öðrum að lifa. Hann segist vera varkár þegar aðrir eru að taka áhættu og taki áhættu þegar aðrir eru varkárir.

Ertu karlmaður fæddur í Bandaríkjunum?

Warren Buffett er raunsær þegar kemur að eigin hæfileikum og hefur margsinnis talað um að ef hann hefði fæðst sem kona annars staðar í heiminum væri hann ekki á þeim stað sem hann er í dag. Þó að hann hafi ekki verið talsmaður jafnréttis í heiminum hingað til, er þessi staðhæfing frábær inn í umræðuna um getu og hæfileika. Hann á hrós fyrir, að margra mati, hreinskilni og trúverðuleika þegar kemur að því að tala um hæfni. Við fæðumst nefnilega ekki öll jöfn að hans mati. En við getum svo sannarlega gert það besta úr því sem við höfum, sem er ástæðan fyrir því að hann ferðast um heiminn og talar við ungt fólk til að hvetja þau til að gera hvað þau geta til að upplifa gott líf á eigin forsendum.

mbl.is

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

06:00 Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »

Bæjarstjórahjónin létu sig ekki vanta

Í gær, 23:59 Á þriðja hundrað gestir mættu á O'Learys í Smáralind þegar staðurinn fagnaði formlega opnuninni. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys-veitingakeðjunnar, mætti og klippti á borða. Meira »

Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

Í gær, 21:00 Öll pör rífast, líka þau hamingjusömu, hvernig við rífumst er svo annað mál. Rífst þú um eitt af þessum fimm atriðum?  Meira »

Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

Í gær, 18:00 Það er mikilvægt að huga að húðinni fyrir svefninn, bæði rétt fyrir svefn og þegar við sofum til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Það vill enginn breytast í ellikerlingu á einni nótt. Meira »

Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

Í gær, 15:00 Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954.  Meira »

Íbúðin líkist helst listaverki

Í gær, 12:00 Við Safamýri í Reykjavík hefur fjölskylda hreiðrað um sig á svo smekklegan hátt að útkoman líkist listaverki. Það er unun að horfa á myndirnar og skoða hvernig hlutum er raðað upp og svo eru sniðugar lausnir í hverju horni. Meira »

Allir með á þorrablóti Stjörnunnar

í gær Íþróttafélagið Stjarnan er ekki bara gott í því að skora mörk heldur kann félagið að halda góð partí. Þorrablót Stjörnunnar var með glæsilegasta móti en það fór fram í gærkvöldi. Meira »

Eyþór Arnalds með kosningapartí

Í gær, 09:00 Kátínan og gleðin var allsráðandi þegar Eyþór Arnalds opnaði kosningamiðstöð í huggulegum húsakynnum við Laugaveg 3. Eyþór sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í leiðtogaprófkjöri sem haldið verður 27. janúar. Meira »

Wessman framleiðir sitt eigið kampavín

í fyrradag Róbert Wessman forstjóri Alvogen var með sérstaka kynningu í kvöld á Listasafni Reykjavíkur þar sem hann kynnti kampavínið Wessman n. 1 sem hann framleiðir ásamt kærustu sinni. Meira »

Límband og aðahaldnærbuxur undir kjólinn

í fyrradag Fyrirsætan Chrissy Teigen var ekki í neinum venjulegum nærfötum þegar hún klæddist fallegum svörtum síðkjól á dögunum. Galdurinn er að líma niður á sér brjóstin. Meira »

Allir í suðrænni sveiflu við höfnina

í fyrradag Það var kátt við höfnina þegar veitingastaðurinn RIO Reykjavík opnaði með glæsibrag. Boðið var upp á létt smakk af matseðli staðarins og var smakkinu skolað niður með suðrænum og seiðandi drykkjum. Meira »

Í hverjum glæsikjólnum á fætur öðrum

í fyrradag Forsetafrú Íslands, Elisa Reid, hefur verið mjög lekker í opinberri heimsókn forsetaembættisins til Svíþjóðar. Hún tjaldar hverjum kjólnum á fætur öðrum. Smartland sagði frá því að hún hefði klæðst vínrauðum kjól frá By Malene Birger og verið með hálsmen við frá íslenska skartgripamerkinu Aurum. Við kjólinn var hún í húðlituðum sokkabuxum og í húðlituðum skóm. Þessi samsetning heppnaðist afar vel. Meira »

Veisla fyrir öll skilningarvit

í fyrradag Kvikmyndin The Post var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni í gær við góðar viðtökur. Myndin er framúrskarandi á margan hátt og voru frumsýningargestir alsælir. Meira »

Meirihluti borgarfulltrúa býr í 101

í fyrradag Hvar býr fólkið sem stjórnar borginni? Meirihluti þeirra býr á sama blettinum, í nálægð við Ráðhúsið. Laugardalurinn virðist þó heilla líka. Meira »

Sjö ástæður framhjáhalds

18.1. Er hægt að kenna ofdrykkju og ströngum reglum einkvænis um ótryggð? Það liggja margar ástæður fyrir framhjáhaldi.   Meira »

Dóra Takefusa selur slotið

18.1. Dóra Takefusa hefur sett sína heillandi eign á sölu. Hún er í hjarta 101 og afar skemmtilega innréttuð.   Meira »

Jón og Hildur Vala selja Hagamelinn

í fyrradag Tónlistarfólkið Jón Ólafsson og Hildur Vala hafa sett sína fallegu íbúð við Hagamel á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. Meira »

Í ljósbleikri leðurdragt

19.1. Leikkonan Kate Hudson veit að dragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar. Ljósbleika leðurpilsdragtin sem hún klæddist þegar fatahönnuðurinn Stella McCartney kynnti línu sína er merki um það. Meira »

Kynlífshljóð óma um allt hús

18.1. „Hún kemur heim með „kærasta“ og stundar t.d. kynlíf með fullum hljóðum – og oftar en ekki þá eru allir á heimilinu vaknaðir við lætin. Vanalega þá æsum við okkur og bönkum á hurðina og biðjum um hljóð og frið – og það dugir stundum,“ segir íslensk stjúpmóðir sem beindi spurningu til Valdimars Þórs Svavarssonar. Meira »

Stjörnurnar gefa ráð gegn bólum

18.1. Að borða lax á hverjum degi, sleppa ostborgaranum og vera bara alveg sama um bólurnar eru meðal þeirra ráða sem stjörnur á borð við Cameron Diaz, Victoria Beckham og Kendall Jenner hafa þegar kemur að bólum. Meira »