Ertu að gera það sama og ríkasti maður heims?

Warren Buffett er frábær náungi sem hefur haldið sínum stíl frá því menn muna eftir honum. Hann gerir hlutina ekki eins og allir, enda er hann einn ríkasti maður heims og hefur verið það í talsvert mörg ár. Sjáum hvort þú sért að gera það sem virkar til að ná á toppinn þegar kemur að peningum.

Er húsið þitt virði 0,001% eigna þinna?

Warren Buffett segir að húsið sem hann býr í sé þriðja besta fjárfestingin sem hann hefur farið í. Hann hefur búið í þessu fallega húsi sem staðsett er í Omaha, Nebraska, frá árinu 1958. Húsið kostaði á þeim tíma rúmar 3,2 milljónir króna. Að núvirði í kringum 26 milljónir króna. Í dag er húsið metið á rúmar 67 milljónir íslenskra króna. Sem gefur vísbendingu um það af hverju Buffett kallar þessi kaup eina af sínum bestu fjárfestingum.

 

 

Ertu laus við tölvuna á skrifstofunni?

Í höfuðstöðvum Berkshire Hathaway þar sem Warren Buffett hefur haft aðsetur í 50 ár býr hann vel um sig á skrifstofunni sinni umkringdur 25 starfsmönnum sem aðstoða hann með það sem þarf. Hann er ekki með tölvu á sinni skrifstofu því hún er heima hjá honum. Hann notar tölvuna mikið heima, aðallega fyrir skák. Það vekur athygli að hann er ekki með GSM-síma heldur notar annaðhvort símann á skrifstofunni eða heimasímann. 

Á skrifstofuveggjum Buffetts má sjá innrammaðar greinar um stóru kreppuna og ýmislegt sem minnir á hvað lífið er hverfult. Jafnvel hinum bestu getur mistekist. Hann er ekki með verðlaunagripi eða háskólagráður til sýnis. En hann er með útskriftarskírteini sitt úr Dale Carnegie uppi á vegg, til að minna sig á mikilvægi þess að tjá sig, gefa til samfélagsins og koma almennilega fram.

Borðarðu morgunmat á McDonalds?

Buffett er maður vanans. Hann fer ávallt á sama McDonalds-staðinn á hverjum degi. Stundum gerir hann vel við sig og fær sér góðan morgunmat á 3,19$ sem samsvarar 332 krónum. Það er á dögum þegar hlutabréfin hans hafa hækkað í verði. En ef þau standa í stað fær hann sér vanalega morgunmat sem kostar 2,95$ og þegar hlutabréfin lækka í verði lætur hann morgunmat fyrir 2,61$ duga.

Það hafa margir byrjað á því að borða eins og Buffett áður en þeir reyna að skilja hugsanaganginn hans og einn af mörgum aðdáendum Buffetts sagðist hafa skilið hvernig hann fjárfestir betur þegar hann hóf að fylgja mataræði Buffetts. 

Það að fara alltaf á sama staðinn, drekka 5 kók á dag og sleppa áfengi! Allt er fyrirsjáanlegt í lífi Buffetts og hann reiknar hlutina vel út. Hann hoppar ekki inn á nýjasta veitingastaðinn bara af því hann er nýr, og það sama gerir hann með fjárfestingar. Glöggir muna þegar hann stóð af sér margra ára umfjallanir um hvernig hann væri búinn að missa það í fjárfestingum þegar hann fjárfesti ekki krónu í netbólunni góðu í kringum síðustu aldamót.

 

Sleppirðu kreditkortum?

Frá því að Warren Buffett var kornungur hefur hann alltaf búið til meiri peninga en hann notar. Í fyrstu voru þetta bara nokkrir aurar, þegar hann var að tína notaðar flöskur og selja þær sem barn. 

Aðspurður hvernig hann varð ríkur segir þessi ríkasti maður heims að lykillinn að því sé að kunna að spara og að sleppa algjörlega kreditkortum. Fá lítið af lánuðum peningum og sýna þolinmæði. Ekki taka áhættu og ekki kaupa hluti til að sýnast eða til að kaupa þér hamingju. Það sem veitir Buffett hamingju er að búa til pening, ekki öfugt.

Ertu að vinna við það sem þú elskar?

Warren Buffett er harðákveðinn með þá skoðun sína að þú átt einungis að starfa við það sem þú værir tilbúinn að starfa við ef þú ættir alla peninga í heiminum. „Ekki vinna eitthvert starf bara til að búa til pening,“ segir hann. Það er svipað gáfulegt og að geyma kynlíf til elliáranna að hans eigin sögn.

Ef þú ert að gera það sem þú elskar býrðu til nógu mikla peninga til að lifa góðu lífi og þarft ekki að deyfa þig eða kaupa þér hamingju með peningum.

Mælirðu velgengni með ást?

Þrátt fyrir að Warren Buffett starfi við það sem hann elskar og sé mjög góður í því sem hann gerir, mælir hann ekki velgengni sína með peningum. Hann er maður sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að tengjast fólki og segist mæla velgengni sína með fjölda þeirra sem þykir vænt um hann. 

Hann hefur látið hafa eftir sér að margir aðilar sem hann er í góðu sambandi við sem eiga fullt af peningum fái sjúkrahúsálmur nefndar í höfuðið á sér, fái viðurkenningar á hinum ýmsu vettvöngum og njóta velgengni utan frá. En þetta fólk sé ekki raunverulega elskað eða eigi afkomendur sem eru að gera það sem þá langar til.

„Ef þú ert að elska það sem þú gerir og svo vill til að þú búir til fullt af peningum með því þá er það frábært, en leyfðu börnunum þínum að gera það sem þau elska að gera. Peningar eru ekki markmið í sjálfu sér, þeir eru skemmtilegt viðfangsefni en enginn mælikvarði á hamingju,“ segir þessi flotti leiðtogi.

Ertu nokkuð að gefast upp?

Warren Buffett hefur aldrei verið eins og fólk er flest. Hann skilur ekki tískubylgjur í heimi viðskiptanna og þar sem hann er maður vanans gerir hann það sama á degi hverjum.

Hann talar um hve miklu máli skiptir að fylgja sinni eigin sannfæringu og vera með innri mælikvarða þegar kemur að velgengni. Ekki ytri. Sem dæmi hefur hann alltaf þurft að standa af sér þá skoðun að hann sé að missa getuna á sviði viðskiptanna þegar hann kemur sér hjá því að fjárfesta í iðnum sem hann ekki skilur. Sem dæmi um þetta skilur hann framleiðsluiðnað betur en margir aðrir. En þegar kemur að upplýsingatækni er margt þar sem hann sleppir að fjárfesta í. 

Warren Buffett hafnar ekki sjálfum sér þótt aðrir geri það og gefst ekki upp við að fylgja eigin sannfæringu sem gerir það að verkum að hann sveiflast til á listanum um ríkustu aðila í heiminum. Hann er fljótur að komast á toppinn þegar hagkerfin jafna sig eftir tískusveiflur eða kreppur. Hann lifir og leyfir öðrum að lifa. Hann segist vera varkár þegar aðrir eru að taka áhættu og taki áhættu þegar aðrir eru varkárir.

Ertu karlmaður fæddur í Bandaríkjunum?

Warren Buffett er raunsær þegar kemur að eigin hæfileikum og hefur margsinnis talað um að ef hann hefði fæðst sem kona annars staðar í heiminum væri hann ekki á þeim stað sem hann er í dag. Þó að hann hafi ekki verið talsmaður jafnréttis í heiminum hingað til, er þessi staðhæfing frábær inn í umræðuna um getu og hæfileika. Hann á hrós fyrir, að margra mati, hreinskilni og trúverðuleika þegar kemur að því að tala um hæfni. Við fæðumst nefnilega ekki öll jöfn að hans mati. En við getum svo sannarlega gert það besta úr því sem við höfum, sem er ástæðan fyrir því að hann ferðast um heiminn og talar við ungt fólk til að hvetja þau til að gera hvað þau geta til að upplifa gott líf á eigin forsendum.

mbl.is

Tóku á móti haustinu með stæl

Í gær, 23:00 Hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri bauð vinum og velunnurum í teiti á skrifstofuna á dögunum. Margt var um manninn og mikið fjör eins og sést á myndunum. Meira »

Tískufyrirmynd Roberts kemur á óvart

Í gær, 20:00 Julia Roberts lítur ekki upp til kvenna frá gullaldarárum Hollywood eins og einhver myndi halda. Uppáhaldið hennar er töluvert yngra. Meira »

21 árs og lætur ekkert stoppa sig

Í gær, 17:00 Það var góð stemmning þegar Sigurður Sævar myndlistarmaður opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 um helgina. Vel á þriðja hundrað gestir komu á opnunina og var góður rómur gerður að verkum listamannsins. Meira »

Einstakt útsýni við Elliðavatn

Í gær, 14:00 Við Fellahvarf í Kópavogi stendur ákaflega vel heppnuð og falleg íbúð með einstöku útsýni yfir Elliðavatn.   Meira »

Dóra Júlía spilaði fyrir Richard Branson

Í gær, 11:48 Einn heitasti plötusnúður landsins, Dóra Júlía, spilaði í teiti hjá Richard Branson á Necker Island um helgina.   Meira »

Skólabækurnar kostuðu 60 þúsund

Í gær, 10:06 „Skólinn hófst hér 10. september og þurftum við núna að kaupa allt efni fyrir skólann. Það er ekki gefins hér get ég sagt ykkur. 60 þúsund krónur sem það kostaði að kaupa bækur og ritföng fyrir drengina. Þetta er í rauninni fyrsti alvöruskólaveturinn þeirra hér því í fyrra fengu þeir engar bækur og voru bara svona í einföldu efni í skólanum.“ Meira »

Uppáhaldsmunstrið er röndótt

Í gær, 09:00 Selma Svavarsdóttir er eigandi Heimilisfélagsins. Hún er markþjálfi og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn I. Valdimarsson. Hún á tvö börn, Lísu Ólafsdóttur og Ara Þorsteinsson. Meira »

Húðin þornar um 10% við hverja -°C

Í gær, 06:00 Nú þegar farið er að hvessa og kólna í veðri er mikilvægt að endurskoða húðvörur sem við notum. Um hverja 1°C sem kólnar þornar húðin um 10%! Meira »

Eitursvöl herratíska

í fyrradag Í vetur verða þykkar mjúkar peysur í lit áberandi. Litlir teinóttir frakkar og notaðar gallabuxur svo dæmi séu tekin. Stórar peysur og lag af mismunandi fötum er málið ef marka má GQ um þessar mundir. Meira »

Vandamálin sem pör geta ekki leyst

í fyrradag Það eru ekki mörg vandamál sem ekki má leysa en þau eru þó nokkur. Sambandssérfræðingurinn Tracy Cox er með þetta á hreinu.   Meira »

Hárgreiðslumaður stjarnanna segir frá

í fyrradag Hvað er best að gera þegar þú vilt síðara hár? Olsen-tvíburarnir, Diane Kruger og Kate Bosworth myndu leita ráða hjá hárgreiðslumanninum Mark Townsend. Meira »

Vinsælasta andlitslyftingin í dag

í fyrradag Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á laserlyftingu sem er sambærileg við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð. Meira »

„Þetta gerðist svo fljótt!“

í fyrradag „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“ Meira »

Fór í brjóstaminnkun og fékk sýkingu

í fyrradag „Ég fór í brjótsaminnkun fyrir 29 árum og varð fyrir því óhappi að það kom mjög slæm sýking í annað brjóstið og við það varð það miklu minna. Ég held að það sé af því að drenið var tekið fyrr úr því brjósti.“ Meira »

10 lífsreglur Esther Perel

í fyrradag „Ást er eins og á þar sem ævintýri og leyndarmál fljóta um. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast.“ Meira »

Þreytt á hjákonuleiknum

20.10. „Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu.“ Meira »

Stuð hjá Hallgrími Helgasyni

20.10. Hallgrímur Helgason fagnaði nýútkominni bók sinni, Sextíu kíló af sólskini, með vinum og velunnurum á Bryggjunni Brugghúsi.   Meira »

Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

20.10. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. Meira »

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

20.10. Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

20.10. Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

20.10. Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »