Ertu að gera það sama og ríkasti maður heims?

Warren Buffett er frábær náungi sem hefur haldið sínum stíl frá því menn muna eftir honum. Hann gerir hlutina ekki eins og allir, enda er hann einn ríkasti maður heims og hefur verið það í talsvert mörg ár. Sjáum hvort þú sért að gera það sem virkar til að ná á toppinn þegar kemur að peningum.

Er húsið þitt virði 0,001% eigna þinna?

Warren Buffett segir að húsið sem hann býr í sé þriðja besta fjárfestingin sem hann hefur farið í. Hann hefur búið í þessu fallega húsi sem staðsett er í Omaha, Nebraska, frá árinu 1958. Húsið kostaði á þeim tíma rúmar 3,2 milljónir króna. Að núvirði í kringum 26 milljónir króna. Í dag er húsið metið á rúmar 67 milljónir íslenskra króna. Sem gefur vísbendingu um það af hverju Buffett kallar þessi kaup eina af sínum bestu fjárfestingum.

 

 

Ertu laus við tölvuna á skrifstofunni?

Í höfuðstöðvum Berkshire Hathaway þar sem Warren Buffett hefur haft aðsetur í 50 ár býr hann vel um sig á skrifstofunni sinni umkringdur 25 starfsmönnum sem aðstoða hann með það sem þarf. Hann er ekki með tölvu á sinni skrifstofu því hún er heima hjá honum. Hann notar tölvuna mikið heima, aðallega fyrir skák. Það vekur athygli að hann er ekki með GSM-síma heldur notar annaðhvort símann á skrifstofunni eða heimasímann. 

Á skrifstofuveggjum Buffetts má sjá innrammaðar greinar um stóru kreppuna og ýmislegt sem minnir á hvað lífið er hverfult. Jafnvel hinum bestu getur mistekist. Hann er ekki með verðlaunagripi eða háskólagráður til sýnis. En hann er með útskriftarskírteini sitt úr Dale Carnegie uppi á vegg, til að minna sig á mikilvægi þess að tjá sig, gefa til samfélagsins og koma almennilega fram.

Borðarðu morgunmat á McDonalds?

Buffett er maður vanans. Hann fer ávallt á sama McDonalds-staðinn á hverjum degi. Stundum gerir hann vel við sig og fær sér góðan morgunmat á 3,19$ sem samsvarar 332 krónum. Það er á dögum þegar hlutabréfin hans hafa hækkað í verði. En ef þau standa í stað fær hann sér vanalega morgunmat sem kostar 2,95$ og þegar hlutabréfin lækka í verði lætur hann morgunmat fyrir 2,61$ duga.

Það hafa margir byrjað á því að borða eins og Buffett áður en þeir reyna að skilja hugsanaganginn hans og einn af mörgum aðdáendum Buffetts sagðist hafa skilið hvernig hann fjárfestir betur þegar hann hóf að fylgja mataræði Buffetts. 

Það að fara alltaf á sama staðinn, drekka 5 kók á dag og sleppa áfengi! Allt er fyrirsjáanlegt í lífi Buffetts og hann reiknar hlutina vel út. Hann hoppar ekki inn á nýjasta veitingastaðinn bara af því hann er nýr, og það sama gerir hann með fjárfestingar. Glöggir muna þegar hann stóð af sér margra ára umfjallanir um hvernig hann væri búinn að missa það í fjárfestingum þegar hann fjárfesti ekki krónu í netbólunni góðu í kringum síðustu aldamót.

 

Sleppirðu kreditkortum?

Frá því að Warren Buffett var kornungur hefur hann alltaf búið til meiri peninga en hann notar. Í fyrstu voru þetta bara nokkrir aurar, þegar hann var að tína notaðar flöskur og selja þær sem barn. 

Aðspurður hvernig hann varð ríkur segir þessi ríkasti maður heims að lykillinn að því sé að kunna að spara og að sleppa algjörlega kreditkortum. Fá lítið af lánuðum peningum og sýna þolinmæði. Ekki taka áhættu og ekki kaupa hluti til að sýnast eða til að kaupa þér hamingju. Það sem veitir Buffett hamingju er að búa til pening, ekki öfugt.

Ertu að vinna við það sem þú elskar?

Warren Buffett er harðákveðinn með þá skoðun sína að þú átt einungis að starfa við það sem þú værir tilbúinn að starfa við ef þú ættir alla peninga í heiminum. „Ekki vinna eitthvert starf bara til að búa til pening,“ segir hann. Það er svipað gáfulegt og að geyma kynlíf til elliáranna að hans eigin sögn.

Ef þú ert að gera það sem þú elskar býrðu til nógu mikla peninga til að lifa góðu lífi og þarft ekki að deyfa þig eða kaupa þér hamingju með peningum.

Mælirðu velgengni með ást?

Þrátt fyrir að Warren Buffett starfi við það sem hann elskar og sé mjög góður í því sem hann gerir, mælir hann ekki velgengni sína með peningum. Hann er maður sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að tengjast fólki og segist mæla velgengni sína með fjölda þeirra sem þykir vænt um hann. 

Hann hefur látið hafa eftir sér að margir aðilar sem hann er í góðu sambandi við sem eiga fullt af peningum fái sjúkrahúsálmur nefndar í höfuðið á sér, fái viðurkenningar á hinum ýmsu vettvöngum og njóta velgengni utan frá. En þetta fólk sé ekki raunverulega elskað eða eigi afkomendur sem eru að gera það sem þá langar til.

„Ef þú ert að elska það sem þú gerir og svo vill til að þú búir til fullt af peningum með því þá er það frábært, en leyfðu börnunum þínum að gera það sem þau elska að gera. Peningar eru ekki markmið í sjálfu sér, þeir eru skemmtilegt viðfangsefni en enginn mælikvarði á hamingju,“ segir þessi flotti leiðtogi.

Ertu nokkuð að gefast upp?

Warren Buffett hefur aldrei verið eins og fólk er flest. Hann skilur ekki tískubylgjur í heimi viðskiptanna og þar sem hann er maður vanans gerir hann það sama á degi hverjum.

Hann talar um hve miklu máli skiptir að fylgja sinni eigin sannfæringu og vera með innri mælikvarða þegar kemur að velgengni. Ekki ytri. Sem dæmi hefur hann alltaf þurft að standa af sér þá skoðun að hann sé að missa getuna á sviði viðskiptanna þegar hann kemur sér hjá því að fjárfesta í iðnum sem hann ekki skilur. Sem dæmi um þetta skilur hann framleiðsluiðnað betur en margir aðrir. En þegar kemur að upplýsingatækni er margt þar sem hann sleppir að fjárfesta í. 

Warren Buffett hafnar ekki sjálfum sér þótt aðrir geri það og gefst ekki upp við að fylgja eigin sannfæringu sem gerir það að verkum að hann sveiflast til á listanum um ríkustu aðila í heiminum. Hann er fljótur að komast á toppinn þegar hagkerfin jafna sig eftir tískusveiflur eða kreppur. Hann lifir og leyfir öðrum að lifa. Hann segist vera varkár þegar aðrir eru að taka áhættu og taki áhættu þegar aðrir eru varkárir.

Ertu karlmaður fæddur í Bandaríkjunum?

Warren Buffett er raunsær þegar kemur að eigin hæfileikum og hefur margsinnis talað um að ef hann hefði fæðst sem kona annars staðar í heiminum væri hann ekki á þeim stað sem hann er í dag. Þó að hann hafi ekki verið talsmaður jafnréttis í heiminum hingað til, er þessi staðhæfing frábær inn í umræðuna um getu og hæfileika. Hann á hrós fyrir, að margra mati, hreinskilni og trúverðuleika þegar kemur að því að tala um hæfni. Við fæðumst nefnilega ekki öll jöfn að hans mati. En við getum svo sannarlega gert það besta úr því sem við höfum, sem er ástæðan fyrir því að hann ferðast um heiminn og talar við ungt fólk til að hvetja þau til að gera hvað þau geta til að upplifa gott líf á eigin forsendum.

mbl.is

Góð ráð til þess að ferðast létt

06:00 Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

Í gær, 23:59 Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

Í gær, 21:00 Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

Í gær, 18:00 Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

Í gær, 15:00 Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

Í gær, 12:45 „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

Í gær, 09:45 Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

í gær Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

í fyrradag Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

í fyrradag Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

í fyrradag Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

í fyrradag Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »

„Viljum verða betri með aldrinum“

í fyrradag Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. Meira »

Leigðu út húsið og fóru á flakk

í fyrradag Swenson-fjölskyldan lagði land undir fót í október 2017 í 11 mánaða ferðalag um heiminn. Þau hafa ferðast um Asíu, Eyjaálfu og Afríku og eru nú í Finnlandi. Meira »

Þjálfari Kate Hudson leysir frá skjóðunni

15.7. Þjálfari Kate Hudson lætur hana ekki bara standa fyrir framan spegil og lyfta lóðum, hann lætur hana dansa í leiðinni.   Meira »

Sex stellingar fyrir sumarið

14.7. Sumurin eru tilvalin til þess að breyta til í svefnherberginu enda margir eflaust ágætlega hressir eftir D-vítamínsprautuna á Spáni eða Atlavík. Meira »

Níu spurningar sem leiða að dýpri tengingu

14.7. Hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað pörum og hjónum að dýpka samtölin sín.   Meira »

Ómissandi í ferðalagið

14.7. Pathport er ný þjónusta á ferðalögum þar sem þú getur keypt þér kort í símann af áhugaverðustu stöðum í fjölmörgum borgum.   Meira »

Heitasta sumartrendið

14.7. Gallaskyrtur og gallafatnaður eru heitasta sumartrendið í sumar. Gallafatnaður hefur reyndar verið vinsæll lengi, en sumarið er tíminn þegar maður getur notað fatnaðinn í garðinum, úti á strönd og heima fyrir. Meira »

Farðar sig sjálf fyrir konunglega viðburði

14.7. Hertogaynjan Meghan Markle hefur farðað sig sjálf fyrir síðustu viðburði. Förðunarfræðingurinn sem farðaði hana fyrir brúðkaupsdaginn hrósaði henni fyrir góða útkomu. Meira »

Starfar hjá einu þekktasta tískuhúsi í heimi

14.7. Assa Karlsdóttir er 24 ára Íslendingur sem vinnur hjá Saint Laurent í París. Hún segir starf sitt mjög skemmtilegt og gefandi, en einnig krefjandi. Meira »