Ertu að gera það sama og ríkasti maður heims?

Warren Buffett er frábær náungi sem hefur haldið sínum stíl frá því menn muna eftir honum. Hann gerir hlutina ekki eins og allir, enda er hann einn ríkasti maður heims og hefur verið það í talsvert mörg ár. Sjáum hvort þú sért að gera það sem virkar til að ná á toppinn þegar kemur að peningum.

Er húsið þitt virði 0,001% eigna þinna?

Warren Buffett segir að húsið sem hann býr í sé þriðja besta fjárfestingin sem hann hefur farið í. Hann hefur búið í þessu fallega húsi sem staðsett er í Omaha, Nebraska, frá árinu 1958. Húsið kostaði á þeim tíma rúmar 3,2 milljónir króna. Að núvirði í kringum 26 milljónir króna. Í dag er húsið metið á rúmar 67 milljónir íslenskra króna. Sem gefur vísbendingu um það af hverju Buffett kallar þessi kaup eina af sínum bestu fjárfestingum.

 

 

Ertu laus við tölvuna á skrifstofunni?

Í höfuðstöðvum Berkshire Hathaway þar sem Warren Buffett hefur haft aðsetur í 50 ár býr hann vel um sig á skrifstofunni sinni umkringdur 25 starfsmönnum sem aðstoða hann með það sem þarf. Hann er ekki með tölvu á sinni skrifstofu því hún er heima hjá honum. Hann notar tölvuna mikið heima, aðallega fyrir skák. Það vekur athygli að hann er ekki með GSM-síma heldur notar annaðhvort símann á skrifstofunni eða heimasímann. 

Á skrifstofuveggjum Buffetts má sjá innrammaðar greinar um stóru kreppuna og ýmislegt sem minnir á hvað lífið er hverfult. Jafnvel hinum bestu getur mistekist. Hann er ekki með verðlaunagripi eða háskólagráður til sýnis. En hann er með útskriftarskírteini sitt úr Dale Carnegie uppi á vegg, til að minna sig á mikilvægi þess að tjá sig, gefa til samfélagsins og koma almennilega fram.

Borðarðu morgunmat á McDonalds?

Buffett er maður vanans. Hann fer ávallt á sama McDonalds-staðinn á hverjum degi. Stundum gerir hann vel við sig og fær sér góðan morgunmat á 3,19$ sem samsvarar 332 krónum. Það er á dögum þegar hlutabréfin hans hafa hækkað í verði. En ef þau standa í stað fær hann sér vanalega morgunmat sem kostar 2,95$ og þegar hlutabréfin lækka í verði lætur hann morgunmat fyrir 2,61$ duga.

Það hafa margir byrjað á því að borða eins og Buffett áður en þeir reyna að skilja hugsanaganginn hans og einn af mörgum aðdáendum Buffetts sagðist hafa skilið hvernig hann fjárfestir betur þegar hann hóf að fylgja mataræði Buffetts. 

Það að fara alltaf á sama staðinn, drekka 5 kók á dag og sleppa áfengi! Allt er fyrirsjáanlegt í lífi Buffetts og hann reiknar hlutina vel út. Hann hoppar ekki inn á nýjasta veitingastaðinn bara af því hann er nýr, og það sama gerir hann með fjárfestingar. Glöggir muna þegar hann stóð af sér margra ára umfjallanir um hvernig hann væri búinn að missa það í fjárfestingum þegar hann fjárfesti ekki krónu í netbólunni góðu í kringum síðustu aldamót.

 

Sleppirðu kreditkortum?

Frá því að Warren Buffett var kornungur hefur hann alltaf búið til meiri peninga en hann notar. Í fyrstu voru þetta bara nokkrir aurar, þegar hann var að tína notaðar flöskur og selja þær sem barn. 

Aðspurður hvernig hann varð ríkur segir þessi ríkasti maður heims að lykillinn að því sé að kunna að spara og að sleppa algjörlega kreditkortum. Fá lítið af lánuðum peningum og sýna þolinmæði. Ekki taka áhættu og ekki kaupa hluti til að sýnast eða til að kaupa þér hamingju. Það sem veitir Buffett hamingju er að búa til pening, ekki öfugt.

Ertu að vinna við það sem þú elskar?

Warren Buffett er harðákveðinn með þá skoðun sína að þú átt einungis að starfa við það sem þú værir tilbúinn að starfa við ef þú ættir alla peninga í heiminum. „Ekki vinna eitthvert starf bara til að búa til pening,“ segir hann. Það er svipað gáfulegt og að geyma kynlíf til elliáranna að hans eigin sögn.

Ef þú ert að gera það sem þú elskar býrðu til nógu mikla peninga til að lifa góðu lífi og þarft ekki að deyfa þig eða kaupa þér hamingju með peningum.

Mælirðu velgengni með ást?

Þrátt fyrir að Warren Buffett starfi við það sem hann elskar og sé mjög góður í því sem hann gerir, mælir hann ekki velgengni sína með peningum. Hann er maður sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að tengjast fólki og segist mæla velgengni sína með fjölda þeirra sem þykir vænt um hann. 

Hann hefur látið hafa eftir sér að margir aðilar sem hann er í góðu sambandi við sem eiga fullt af peningum fái sjúkrahúsálmur nefndar í höfuðið á sér, fái viðurkenningar á hinum ýmsu vettvöngum og njóta velgengni utan frá. En þetta fólk sé ekki raunverulega elskað eða eigi afkomendur sem eru að gera það sem þá langar til.

„Ef þú ert að elska það sem þú gerir og svo vill til að þú búir til fullt af peningum með því þá er það frábært, en leyfðu börnunum þínum að gera það sem þau elska að gera. Peningar eru ekki markmið í sjálfu sér, þeir eru skemmtilegt viðfangsefni en enginn mælikvarði á hamingju,“ segir þessi flotti leiðtogi.

Ertu nokkuð að gefast upp?

Warren Buffett hefur aldrei verið eins og fólk er flest. Hann skilur ekki tískubylgjur í heimi viðskiptanna og þar sem hann er maður vanans gerir hann það sama á degi hverjum.

Hann talar um hve miklu máli skiptir að fylgja sinni eigin sannfæringu og vera með innri mælikvarða þegar kemur að velgengni. Ekki ytri. Sem dæmi hefur hann alltaf þurft að standa af sér þá skoðun að hann sé að missa getuna á sviði viðskiptanna þegar hann kemur sér hjá því að fjárfesta í iðnum sem hann ekki skilur. Sem dæmi um þetta skilur hann framleiðsluiðnað betur en margir aðrir. En þegar kemur að upplýsingatækni er margt þar sem hann sleppir að fjárfesta í. 

Warren Buffett hafnar ekki sjálfum sér þótt aðrir geri það og gefst ekki upp við að fylgja eigin sannfæringu sem gerir það að verkum að hann sveiflast til á listanum um ríkustu aðila í heiminum. Hann er fljótur að komast á toppinn þegar hagkerfin jafna sig eftir tískusveiflur eða kreppur. Hann lifir og leyfir öðrum að lifa. Hann segist vera varkár þegar aðrir eru að taka áhættu og taki áhættu þegar aðrir eru varkárir.

Ertu karlmaður fæddur í Bandaríkjunum?

Warren Buffett er raunsær þegar kemur að eigin hæfileikum og hefur margsinnis talað um að ef hann hefði fæðst sem kona annars staðar í heiminum væri hann ekki á þeim stað sem hann er í dag. Þó að hann hafi ekki verið talsmaður jafnréttis í heiminum hingað til, er þessi staðhæfing frábær inn í umræðuna um getu og hæfileika. Hann á hrós fyrir, að margra mati, hreinskilni og trúverðuleika þegar kemur að því að tala um hæfni. Við fæðumst nefnilega ekki öll jöfn að hans mati. En við getum svo sannarlega gert það besta úr því sem við höfum, sem er ástæðan fyrir því að hann ferðast um heiminn og talar við ungt fólk til að hvetja þau til að gera hvað þau geta til að upplifa gott líf á eigin forsendum.

mbl.is

„Ég er mjög skipulögð heimilistýpa“

10:00 Hildur Björnsdóttir lögfræðingur gerði upp íbúð á ógnarhraða eða á tveimur mánuðum. Stíllinn er heillandi og ber þess merki að hún hafi búið í Lundúnum. Meira »

Ógleymanlegt vetrarbrúðkaup

06:00 Telma Halldórsdóttir er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Eiginmaður hennar Eiríkur Vigfússon sem er efnafræðingur með MBA-gráðu er með ólæknandi áhuga á hjólreiðum að hennar mati og starfar sem verslunarstjóri hjá GÁP. Meira »

Litríkt og lifandi heimili Cöru Delevingne

Í gær, 23:43 Fyrirsætan Caru Delevingne er bara 25 ára en það er enginn byrjendabragur á heimili hennar í Vestur-London. Heimilið öskrar á skemmtun en mikið er um liti og skemmtilega muni. Meira »

„Ég er í besta formi lífs míns“

í gær Ellý Ármannsdóttir er orðin leikfimikennari og ætlar að hjálpa fólki að koma sér í toppform í Reebok Fitness.   Meira »

7 ráð til þess að fá sítt hár í sumar

í gær Það skiptir ekki bara máli að fara í klippingu reglulega til þess að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári. Rétt mataræði og smá höfuðnudd getur einnig hjálpað til Meira »

Forsetafrúrnar skörtuðu sínu allra fínasta

í gær Brigitte Macron gaf Melaniu Trump ekkert eftir í klæðaburði þegar frönsku forsetahjónin heimsóttu þau bandarísku í vikunni. Frönsk tíska var í hávegum höfð og voru þær afar glæsilegar báðar tvær á hátíðlegum kvöldverði í Hvíta húsinu á þriðjudag. Meira »

Farsælt fólk á þetta sameiginlegt

í gær Það nær enginn árangri með því að sitja á sundlaugarbakkanum og drekka kokteila allan daginn. Að vakna snemma, lesa sér til gagns og sofa nóg er meðal þess sem farsælt fólk á sameiginlegt. Meira »

Sigmundur Davíð með nýtt útlit

í gær Skeggtískan er að ná nýjum hæðum þessa dagana og virðast nú öll vígi vera fallin þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur nú þegar hoppað á vagninn og er kominn með alskegg. Meira »

Morgunrútína Oliviu Wilde

í gær Leikkonan Olivia Wilde var ekki mikil morgunmanneskja áður fyrr. Nú er hún tveggja barna móðir og vaknar ekki við vekjaraklukku. Meira »

Ráð frá sambandsgúrú Gwyneth Paltrow

í fyrradag Katherine Woodward Thomas er höfundur hugtaksins „conscious uncoupling“ en hugtakið vísar til aðferðar um hvernig eigi að skilja á farsælan hátt. Gwyneth Paltrow og Chris Martin eru þekkt fyrir að hafa farið eftir ráðum hennar. Meira »

Saga um bata við lífshættulegri röskun!

24.4. „Næstu 4 mánuði átti ég að ímynda mér að vera í gipsi á báðum fótum upp að mitti og haga mér samkvæmt því! Settur í bómull. Öll erfið samskipti t.d. við fyrri sambýliskonu voru tekin yfir af öðrum. Átti að forðast staði, fólk og allt sem gæti valdið streitu og triggerað ofsakvíðakast. Markmið næstu 4 mánaða var að byggja upp orku til að taka næsta skref,“ segir Einar Áskelsson. Meira »

Sarah Jessica Parker hannar brúðarkjóla

24.4. Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sendi frá sér brúðarlínu en ef einhver þekkir brúðarkjóla þá er það vinkona hennar, Carrie Bradshaw. Meira »

Ekki eyðileggja jörðina með hreinsiefnum

24.4. Heilsan og umhverfið haldast gjarnan hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum. Meira »

Annað barn á leiðinni

24.4. Tobba færði þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar gleðifréttir að sjálf ætti hún von á barni ásamt eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Ísland vaknar óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Meira »

Heldur sér í formi með ballett

24.4. Leikkonan Kate Mara stundar ballett allt að fimm sinnum í viku. Oftar en ekki sést eiginmaður hennar með henni í tímum.   Meira »

Íslensk kona gefur góð Tinder-ráð

23.4. „Já, ef þú ert kona og ert að leita þér að sambandi þá ættir þú ekki bara að vera með brjóstamyndir eða myndir í þeim dúr. Ef þú sýnir mikið hold gefur þú til kynna að þú sért lauslát og sért ekki með mikla sjálfsvirðingu. Það mætti líka lesa það út úr myndinni að þú sért til í að hoppa upp í rúm með hverjum sem er.“ Meira »

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu

24.4. „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“ Meira »

Borgar sjálfri sér fyrir að æfa

24.4. Máney Dögg Björgvinsdóttir kom sér upp sniðugu hvatakerfi þegar hún var að koma sér af stað í ræktinni eftir barnsburð. Fyrir hverja æfingu fær hún 500 krónur og verðlaunar sig eftir 25 æfingar. Meira »

Maðurinn minn vill að ég sé með öðrum

23.4. „Maki minn til sjö ára vill að ég fari út og stundi kynlíf með öðrum mönnum. Hann langar líka stundum að taka þátt sjálfur. Hann virðist halda að ég vilji þetta og þetta geri mig hamingjusama“ Meira »

Sunneva hitti Jennifer Lopez

23.4. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez um helgina í Las Vegas þar sem Sunneva tók þátt í viðburði með stjörnunni. Meira »