Að hafa hugrekki til að njóta lífsins

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir.
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir. mbl.is

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka velgengni. Ragnheiður, sem áður var framkvæmdastjóri í einu af stóru tryggingafélögunum á Íslandi, er menntuð í sálfræði og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún segir að með því að hafa skýra sýn á tilgang lífsins og vinna að stöðugum umbótum aukum við líkurnar á að njóta velgengni í daglegu lífi. 

Ragnheiður notar nýja nálgun í sinni vinnu, sem felur í sér að greina uppsprettur áskorana og þjálfa leiðir til að takast á við þær, í stað þess að bregðast við birtingarmyndum þeirra.

Hvernig hjálpar hún fólki á þessu ferðalagi við að finna tilganginn, ná árangri og verða hamingjusamara.

Ekki nægileg næring út úr deginum

„Margir kannast við að standa á einhverjum tímapunkti í lífinu í ákveðnu öngstræti. Þeir ná kannski illa utan um þau fjölmörgu verkefni sem tilheyra daglegu lífi og/eða fá ekki nægjanlega næringu og gleði út úr deginum. Heilsufélagið hjálpar fólki meðal annars með því að styðjast við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á lífsgæðum. Þar er talað um fjóra þætti sem verða að vera í jafnvægi til að fólk lifi gæðalífi. Þessir þættir eru: Hreyfing, samskipti, svefn og næring,“ segir Ragnheiður og bætir við:

„Við höfum nýverið gefið út dagbók, sem hjálpar þér að taka reglulega stöðuna á þessum þáttum ásamt því að temja þér að skipuleggja daginn þannig að þú gerir meira af því sem þig langar að gera og því sem skiptir þig raunverulega máli í lífinu. Á nýju ári verður boðið upp á námskeið þar sem hugmyndafræðin að baki bókinni er skoðuð og notkun hennar þjálfuð.“

Á hlaupum allan daginn

Hverjar eru helstu áskoranir fólks í lífinu í dag?

„Oft er það ójafnvægi á einhverjum af þeim þáttum sem ég nefndi. Um leið og þú ert farinn að borða eitthvað sem hefur vond áhrif á þig, sofa lítið og minnka samskipti við fjölskyldu og vini og samskiptin snúast til dæmis einvörðungu um vinnutengd málefni þá myndast ójafnvægi sem þarf að vinda ofan af,“ segir Ragnheiður.

Hvernig er birtingarmynd þessa ójafnvægis?

„Algengast er að fólk upplifi sig á hlaupum allan daginn. Það nær lítið að staldra við og njóta augnabliksins, sem er án efa ástæða þess að áhugi á hamingjufræðunum hefur vaxið á undanförnum árum.“ Ragnheiður segir að þetta skjóti skökku við: „Á sama tíma og við höfum aldrei staðið betur efnahagslega er sú hamingja sem okkur er lofað með aukinni velmegun ekki endilega alltaf til staðar,“ segir hún og bætir við: „Tæknileg sítenging og snjalltækin gera það að verkum að vinnan rennur inn í einkalíf fólks og það á erfiðara með að vera í augnablikinu og nær því stundum ekki að rækta samveruna við til dæmis vini og fjölskyldu eins vel og það vildi.“

Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í dag?

En á Ragnheiður góð ráð fyrir okkur á nýju ári?

„Já, að spyrja sig á hverjum degi: Hvað ætla ég að gera skemmtilegt í dag?! Heilsufélagið býður reglulega upp á námskeið þar sem til dæmis spurningunum Í hverju felast mín lífsgæði? og Hvað nærir mig? er velt upp. Einnig er farið yfir leiðir til að setja þessi atriði í forgang hjá fólki,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Bara að hugsa þessa hugsun og velta því upp daglega, helst með því að skrifa niður í dagbók, er ein áhrifaríkasta leiðin til að hreyfast í átt að hamingju.“

En hvernig spilar meðvirkni inn í þennan málaflokk?

„Ég tel að það hvernig við upplifum væntingar sem gerðar eru til okkar geri það verkum að við höfum tilhneigingu til að detta í ákveðin hlutverk. Ég get verið starfsmaður, foreldri, dóttir, maki og vinur. Við hvert þessara hlutverka er handrit, og ef við höfum ekki myndað okkur sjálfstæðar skoðanir á stöðu okkar í þessum hlutverkum getum við lent í ógöngum. Við eigum að móta okkar eigin hlutverk,“ segir Ragnheiður.

Fjölbreytni er lykillinn að framtíðarsamkeppnishæfni

Er pláss fyrir mismunandi persónuleika til dæmis  í hörðum fyrirtækjaheimi í dag?

„Já, hiklaust, að mínu mati. Þau fyrirtæki sem gera ekki ráð fyrir því að fólk komi með persónuleika sinn til vinnu ættu að sjálfvirknivæðast sem fyrst. Rannsóknir sýna að nú þegar er eftirspurn stjórnenda eftir ólíkum persónueinkennum að aukast,“ segir Ragnheiður og leggur áherslu á að sjálfstraust stjórnanda sé lykillinn að því að hann þori að rækta fjölbreytni á sínum vinnustað. „Fjölbreytni er lykillinn að framtíðarsamkeppnishæfni fyrirtækja. Þú þarft sumsé að hafa hugrekki til að ráða fólk sem er ólíkt þér, enda sýna rannsóknir að einsleitur hópur gerir þig veikari í samkeppni.“

En eru stjórnendur að velta fyrir sér hamingju starfsfólks í dag?

„Kappsamir stjórnendur gera það. Hamingjusamt starfsfólk leggur á sig þetta aukaskref sem oft þarf til að skara fram úr. Ánægt starfsfólk leggur sig meira fram, stendur sig betur og er líklegra til þess að vera áfram við störf en þeir sem eru óánægðir.“

Frá sæmilegu í hamingjuríkt líf

Mér leikur forvitni á að vita hvernig maður breytir sæmilegu lífi í hamingjuríkt líf. Ragnheiður segir dagbókina geta hjálpað til við það. „Sérhver dagur er gjöf sem manni ber að njóta. Dagbókin færir manni ekki aukin lífsgæði eða hamingju, en hjálpar manni að taka þessi litlu skref á degi hverjum í átt að því lífi sem mann langar til að lifa.“

Hvað með Ragnheiði sjálfa? Hugar hún að eigin hamingju, velferð og heilsu?

„Ég lifi samkvæmt hugmyndafræðinni sem ég boða. Ég forgangsraða og nota aðferðafræðina sem ég kenni. Flesta daga sest ég niður með dagbókina og tek stöðuna. Ég passa mataræðið, hreyfi mig helst á hverjum degi, sef sjö til átta tíma á sólarhring og hef viðveruna mína á skrifstofunni yfirleitt sex tíma á dag. Ég nota skorpuaðferðina í vinnu, vinn 25 mínútna lotur og stend upp í fimm mínútur á milli lota. Það er mikilvægt að lifa vörumerkið og vera stöðugt að þróa það,“ segir Ragnheiður og brosir.

2018 árið til að njóta

Hvernig sérðu árið 2018 fyrir þér?

„Ég er spennt fyrir árinu og hef góða tilfinningu fyrir því. Ég tel einnig að fólk muni í auknum mæli velta því fyrir sér hvað það vill fá út úr lífinu og stíga út úr hamstrahjólinu ef það er mögulega á þeim stað, enda ekki eftir neinu að bíða að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.“

mbl.is

Heimilislíf: „Ég er mottusjúk“

09:00 Harpa Pétursdóttir lögmaður kann að gera fallegt í kringum sig. Heimili hennar og fjölskyldunnar er heillandi, litríkt og fallegt. Meira »

Fimm magnaðar kviðæfingar

06:00 Leikfimidrottningin Anna Eiríks kennir okkur að gera fantaflottar og góðar æfingar sem hjálpa okkur að fá sterkan kvið.   Meira »

Mættu í eins kjólum

Í gær, 23:59 Fyrirsætan Miranda Kerr og leikkonan Chloe Bennett lentu í því sem engin stjarna vill lenda í þegar Stella McCartney kynnti haustlínu sína. Þær mættu í eins kjólum á rauða dregilinn. Meira »

Notar majónes í hárið

Í gær, 21:00 Anna María Benediktsdóttir notar óvenjulega aðferð til þess að halda hárinu sínu fallegu. Hárgreiðslukona benti Önnu Maríu á majónes-meðferðina sem svoleiðis svínvirkar. Meira »

Davíð Oddsson 70 ára – MYNDIR

Í gær, 20:01 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni. Meira »

Eliza fór að ráðum Smartlands

Í gær, 18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

Í gær, 13:00 Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

Í gær, 16:00 Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

María Sigrún á von á barni

Í gær, 10:10 María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

í gær Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

í fyrradag „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Heimilistrendin 2018

í fyrradag Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Frekjukast í flugtaki

í fyrradag Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

í fyrradag Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

16.1. Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

15.1. Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

í fyrradag Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

16.1. Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

15.1. Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

15.1. Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »