Að hafa hugrekki til að njóta lífsins

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir.
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir. mbl.is

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka velgengni. Ragnheiður, sem áður var framkvæmdastjóri í einu af stóru tryggingafélögunum á Íslandi, er menntuð í sálfræði og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún segir að með því að hafa skýra sýn á tilgang lífsins og vinna að stöðugum umbótum aukum við líkurnar á að njóta velgengni í daglegu lífi. 

Ragnheiður notar nýja nálgun í sinni vinnu, sem felur í sér að greina uppsprettur áskorana og þjálfa leiðir til að takast á við þær, í stað þess að bregðast við birtingarmyndum þeirra.

Hvernig hjálpar hún fólki á þessu ferðalagi við að finna tilganginn, ná árangri og verða hamingjusamara.

Ekki nægileg næring út úr deginum

„Margir kannast við að standa á einhverjum tímapunkti í lífinu í ákveðnu öngstræti. Þeir ná kannski illa utan um þau fjölmörgu verkefni sem tilheyra daglegu lífi og/eða fá ekki nægjanlega næringu og gleði út úr deginum. Heilsufélagið hjálpar fólki meðal annars með því að styðjast við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á lífsgæðum. Þar er talað um fjóra þætti sem verða að vera í jafnvægi til að fólk lifi gæðalífi. Þessir þættir eru: Hreyfing, samskipti, svefn og næring,“ segir Ragnheiður og bætir við:

„Við höfum nýverið gefið út dagbók, sem hjálpar þér að taka reglulega stöðuna á þessum þáttum ásamt því að temja þér að skipuleggja daginn þannig að þú gerir meira af því sem þig langar að gera og því sem skiptir þig raunverulega máli í lífinu. Á nýju ári verður boðið upp á námskeið þar sem hugmyndafræðin að baki bókinni er skoðuð og notkun hennar þjálfuð.“

Á hlaupum allan daginn

Hverjar eru helstu áskoranir fólks í lífinu í dag?

„Oft er það ójafnvægi á einhverjum af þeim þáttum sem ég nefndi. Um leið og þú ert farinn að borða eitthvað sem hefur vond áhrif á þig, sofa lítið og minnka samskipti við fjölskyldu og vini og samskiptin snúast til dæmis einvörðungu um vinnutengd málefni þá myndast ójafnvægi sem þarf að vinda ofan af,“ segir Ragnheiður.

Hvernig er birtingarmynd þessa ójafnvægis?

„Algengast er að fólk upplifi sig á hlaupum allan daginn. Það nær lítið að staldra við og njóta augnabliksins, sem er án efa ástæða þess að áhugi á hamingjufræðunum hefur vaxið á undanförnum árum.“ Ragnheiður segir að þetta skjóti skökku við: „Á sama tíma og við höfum aldrei staðið betur efnahagslega er sú hamingja sem okkur er lofað með aukinni velmegun ekki endilega alltaf til staðar,“ segir hún og bætir við: „Tæknileg sítenging og snjalltækin gera það að verkum að vinnan rennur inn í einkalíf fólks og það á erfiðara með að vera í augnablikinu og nær því stundum ekki að rækta samveruna við til dæmis vini og fjölskyldu eins vel og það vildi.“

Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í dag?

En á Ragnheiður góð ráð fyrir okkur á nýju ári?

„Já, að spyrja sig á hverjum degi: Hvað ætla ég að gera skemmtilegt í dag?! Heilsufélagið býður reglulega upp á námskeið þar sem til dæmis spurningunum Í hverju felast mín lífsgæði? og Hvað nærir mig? er velt upp. Einnig er farið yfir leiðir til að setja þessi atriði í forgang hjá fólki,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Bara að hugsa þessa hugsun og velta því upp daglega, helst með því að skrifa niður í dagbók, er ein áhrifaríkasta leiðin til að hreyfast í átt að hamingju.“

En hvernig spilar meðvirkni inn í þennan málaflokk?

„Ég tel að það hvernig við upplifum væntingar sem gerðar eru til okkar geri það verkum að við höfum tilhneigingu til að detta í ákveðin hlutverk. Ég get verið starfsmaður, foreldri, dóttir, maki og vinur. Við hvert þessara hlutverka er handrit, og ef við höfum ekki myndað okkur sjálfstæðar skoðanir á stöðu okkar í þessum hlutverkum getum við lent í ógöngum. Við eigum að móta okkar eigin hlutverk,“ segir Ragnheiður.

Fjölbreytni er lykillinn að framtíðarsamkeppnishæfni

Er pláss fyrir mismunandi persónuleika til dæmis  í hörðum fyrirtækjaheimi í dag?

„Já, hiklaust, að mínu mati. Þau fyrirtæki sem gera ekki ráð fyrir því að fólk komi með persónuleika sinn til vinnu ættu að sjálfvirknivæðast sem fyrst. Rannsóknir sýna að nú þegar er eftirspurn stjórnenda eftir ólíkum persónueinkennum að aukast,“ segir Ragnheiður og leggur áherslu á að sjálfstraust stjórnanda sé lykillinn að því að hann þori að rækta fjölbreytni á sínum vinnustað. „Fjölbreytni er lykillinn að framtíðarsamkeppnishæfni fyrirtækja. Þú þarft sumsé að hafa hugrekki til að ráða fólk sem er ólíkt þér, enda sýna rannsóknir að einsleitur hópur gerir þig veikari í samkeppni.“

En eru stjórnendur að velta fyrir sér hamingju starfsfólks í dag?

„Kappsamir stjórnendur gera það. Hamingjusamt starfsfólk leggur á sig þetta aukaskref sem oft þarf til að skara fram úr. Ánægt starfsfólk leggur sig meira fram, stendur sig betur og er líklegra til þess að vera áfram við störf en þeir sem eru óánægðir.“

Frá sæmilegu í hamingjuríkt líf

Mér leikur forvitni á að vita hvernig maður breytir sæmilegu lífi í hamingjuríkt líf. Ragnheiður segir dagbókina geta hjálpað til við það. „Sérhver dagur er gjöf sem manni ber að njóta. Dagbókin færir manni ekki aukin lífsgæði eða hamingju, en hjálpar manni að taka þessi litlu skref á degi hverjum í átt að því lífi sem mann langar til að lifa.“

Hvað með Ragnheiði sjálfa? Hugar hún að eigin hamingju, velferð og heilsu?

„Ég lifi samkvæmt hugmyndafræðinni sem ég boða. Ég forgangsraða og nota aðferðafræðina sem ég kenni. Flesta daga sest ég niður með dagbókina og tek stöðuna. Ég passa mataræðið, hreyfi mig helst á hverjum degi, sef sjö til átta tíma á sólarhring og hef viðveruna mína á skrifstofunni yfirleitt sex tíma á dag. Ég nota skorpuaðferðina í vinnu, vinn 25 mínútna lotur og stend upp í fimm mínútur á milli lota. Það er mikilvægt að lifa vörumerkið og vera stöðugt að þróa það,“ segir Ragnheiður og brosir.

2018 árið til að njóta

Hvernig sérðu árið 2018 fyrir þér?

„Ég er spennt fyrir árinu og hef góða tilfinningu fyrir því. Ég tel einnig að fólk muni í auknum mæli velta því fyrir sér hvað það vill fá út úr lífinu og stíga út úr hamstrahjólinu ef það er mögulega á þeim stað, enda ekki eftir neinu að bíða að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.“

mbl.is

Enginn vissi hver hann var

Í gær, 23:59 Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

Í gær, 21:00 Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

Í gær, 18:00 Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

Í gær, 15:00 Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

Í gær, 12:00 Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

Í gær, 09:00 „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

Í gær, 06:00 Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

í fyrradag Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

í fyrradag Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

í fyrradag Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

í fyrradag Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »

Finnst þér þú ekki nógu góð/ur?

í fyrradag Hvert eitt okkar eru að mati Marianne Williamson að burðast með hugmyndir um okkur sjálf og aðra sem gera okkur ekki gagn. Hugmyndir um að við séum ekki nógu góð, falleg eða stór í þessu lífi. Það skiptir máli að það sem við hugsum sé kærleiksríkt og gott, en ekki neikvætt og minnkandi. Meira »

Aldrei gleyma að þetta er ykkar dagur

í fyrradag Auður Ýr Guðjónsdóttir gekk að eiga Gunnar Stefánsson í ágúst 2016. Auður Ýr er 29 ára gömul þriggja barna móðir sem er uppalin í Kópavogi. Hjónin kynntust á stefnumóta-síðu sem tilheyrir Facebook. Meira »

Er meðvirkni aumingjaskapur?

í fyrradag „Meðvirkni verður til í uppvextinum, að langmestu leiti fyrir unglingsaldur. Hún þróast út frá þeim skilaboðum sem við fáum þegar við erum að mótast, skilaboðum sem koma í gegnum samskipti við þá aðila sem koma að miklu leiti að uppvexti okkar.“ Meira »

Hvernig á að halda gott HM-partí?

15.6. Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM á laugardaginn. Það eru því miður margir sem komast ekki til Rússlands að styðja strákana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokkur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strákana hér heima við. Meira »

Selma Björns gefur fólk saman

15.6. Söngkonan Selma Björnsdóttir öðlaðist nýverið réttindi frá Siðmennt til að stýra athöfnum. Hana langaði til að láta gott af sér leiða og finnst fallegt þegar fólk ákveður að ganga í hjónaband. Meira »

Hvaða litur er á stofunni?

15.6. Lesendur Smartlands eru duglegir að hafa samband og fá ráð. Á dögunum birtum við myndir af fallegri íbúð í Kópavogi og nú vilja lesendur vita hvaða litur er á veggjunum. Meira »

Mun Bill Murray giftast Eddu Björgvins?

15.6. Það elska allir stórstjörnuna Eddu Björgvins. Bill Murray þar með talinn. Þau áttu rómantíska stund í Hörpu í gær.  Meira »

Hvað þarftu að taka með til Rússlands?

15.6. Nú leggja margir land undir fót og ferðast til Rússlands til að styðja strákana okkar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Ferðin verður eflaust ógleymanleg í hugum margra og því mikilvægt að pakka rétt í töskuna. Smartland tók saman nokkra hluti sem mega ekki gleymast heima þegar lagt er af stað til Rússlands. Meira »

Innlit hjá Gisele Bundchen (myndskeið)

15.6. Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen á guðdómlegt heimili í Boston. Hér sýnir hún heimili sitt og játar ýmislegt eins og að myndataka á Íslandi hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Meira »

Typpavasabuxurnar það flottasta í sumar?

15.6. Flestar buxur búa fyrir fjórum vösum en buxur frá japanska merkinu GU eru með fimmta vasann sem er á heldur óvenjulegum stað. Meira »
Meira píla