Að hafa hugrekki til að njóta lífsins

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir.
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir. mbl.is

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka velgengni. Ragnheiður, sem áður var framkvæmdastjóri í einu af stóru tryggingafélögunum á Íslandi, er menntuð í sálfræði og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún segir að með því að hafa skýra sýn á tilgang lífsins og vinna að stöðugum umbótum aukum við líkurnar á að njóta velgengni í daglegu lífi. 

Ragnheiður notar nýja nálgun í sinni vinnu, sem felur í sér að greina uppsprettur áskorana og þjálfa leiðir til að takast á við þær, í stað þess að bregðast við birtingarmyndum þeirra.

Hvernig hjálpar hún fólki á þessu ferðalagi við að finna tilganginn, ná árangri og verða hamingjusamara.

Ekki nægileg næring út úr deginum

„Margir kannast við að standa á einhverjum tímapunkti í lífinu í ákveðnu öngstræti. Þeir ná kannski illa utan um þau fjölmörgu verkefni sem tilheyra daglegu lífi og/eða fá ekki nægjanlega næringu og gleði út úr deginum. Heilsufélagið hjálpar fólki meðal annars með því að styðjast við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á lífsgæðum. Þar er talað um fjóra þætti sem verða að vera í jafnvægi til að fólk lifi gæðalífi. Þessir þættir eru: Hreyfing, samskipti, svefn og næring,“ segir Ragnheiður og bætir við:

„Við höfum nýverið gefið út dagbók, sem hjálpar þér að taka reglulega stöðuna á þessum þáttum ásamt því að temja þér að skipuleggja daginn þannig að þú gerir meira af því sem þig langar að gera og því sem skiptir þig raunverulega máli í lífinu. Á nýju ári verður boðið upp á námskeið þar sem hugmyndafræðin að baki bókinni er skoðuð og notkun hennar þjálfuð.“

Á hlaupum allan daginn

Hverjar eru helstu áskoranir fólks í lífinu í dag?

„Oft er það ójafnvægi á einhverjum af þeim þáttum sem ég nefndi. Um leið og þú ert farinn að borða eitthvað sem hefur vond áhrif á þig, sofa lítið og minnka samskipti við fjölskyldu og vini og samskiptin snúast til dæmis einvörðungu um vinnutengd málefni þá myndast ójafnvægi sem þarf að vinda ofan af,“ segir Ragnheiður.

Hvernig er birtingarmynd þessa ójafnvægis?

„Algengast er að fólk upplifi sig á hlaupum allan daginn. Það nær lítið að staldra við og njóta augnabliksins, sem er án efa ástæða þess að áhugi á hamingjufræðunum hefur vaxið á undanförnum árum.“ Ragnheiður segir að þetta skjóti skökku við: „Á sama tíma og við höfum aldrei staðið betur efnahagslega er sú hamingja sem okkur er lofað með aukinni velmegun ekki endilega alltaf til staðar,“ segir hún og bætir við: „Tæknileg sítenging og snjalltækin gera það að verkum að vinnan rennur inn í einkalíf fólks og það á erfiðara með að vera í augnablikinu og nær því stundum ekki að rækta samveruna við til dæmis vini og fjölskyldu eins vel og það vildi.“

Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í dag?

En á Ragnheiður góð ráð fyrir okkur á nýju ári?

„Já, að spyrja sig á hverjum degi: Hvað ætla ég að gera skemmtilegt í dag?! Heilsufélagið býður reglulega upp á námskeið þar sem til dæmis spurningunum Í hverju felast mín lífsgæði? og Hvað nærir mig? er velt upp. Einnig er farið yfir leiðir til að setja þessi atriði í forgang hjá fólki,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Bara að hugsa þessa hugsun og velta því upp daglega, helst með því að skrifa niður í dagbók, er ein áhrifaríkasta leiðin til að hreyfast í átt að hamingju.“

En hvernig spilar meðvirkni inn í þennan málaflokk?

„Ég tel að það hvernig við upplifum væntingar sem gerðar eru til okkar geri það verkum að við höfum tilhneigingu til að detta í ákveðin hlutverk. Ég get verið starfsmaður, foreldri, dóttir, maki og vinur. Við hvert þessara hlutverka er handrit, og ef við höfum ekki myndað okkur sjálfstæðar skoðanir á stöðu okkar í þessum hlutverkum getum við lent í ógöngum. Við eigum að móta okkar eigin hlutverk,“ segir Ragnheiður.

Fjölbreytni er lykillinn að framtíðarsamkeppnishæfni

Er pláss fyrir mismunandi persónuleika til dæmis  í hörðum fyrirtækjaheimi í dag?

„Já, hiklaust, að mínu mati. Þau fyrirtæki sem gera ekki ráð fyrir því að fólk komi með persónuleika sinn til vinnu ættu að sjálfvirknivæðast sem fyrst. Rannsóknir sýna að nú þegar er eftirspurn stjórnenda eftir ólíkum persónueinkennum að aukast,“ segir Ragnheiður og leggur áherslu á að sjálfstraust stjórnanda sé lykillinn að því að hann þori að rækta fjölbreytni á sínum vinnustað. „Fjölbreytni er lykillinn að framtíðarsamkeppnishæfni fyrirtækja. Þú þarft sumsé að hafa hugrekki til að ráða fólk sem er ólíkt þér, enda sýna rannsóknir að einsleitur hópur gerir þig veikari í samkeppni.“

En eru stjórnendur að velta fyrir sér hamingju starfsfólks í dag?

„Kappsamir stjórnendur gera það. Hamingjusamt starfsfólk leggur á sig þetta aukaskref sem oft þarf til að skara fram úr. Ánægt starfsfólk leggur sig meira fram, stendur sig betur og er líklegra til þess að vera áfram við störf en þeir sem eru óánægðir.“

Frá sæmilegu í hamingjuríkt líf

Mér leikur forvitni á að vita hvernig maður breytir sæmilegu lífi í hamingjuríkt líf. Ragnheiður segir dagbókina geta hjálpað til við það. „Sérhver dagur er gjöf sem manni ber að njóta. Dagbókin færir manni ekki aukin lífsgæði eða hamingju, en hjálpar manni að taka þessi litlu skref á degi hverjum í átt að því lífi sem mann langar til að lifa.“

Hvað með Ragnheiði sjálfa? Hugar hún að eigin hamingju, velferð og heilsu?

„Ég lifi samkvæmt hugmyndafræðinni sem ég boða. Ég forgangsraða og nota aðferðafræðina sem ég kenni. Flesta daga sest ég niður með dagbókina og tek stöðuna. Ég passa mataræðið, hreyfi mig helst á hverjum degi, sef sjö til átta tíma á sólarhring og hef viðveruna mína á skrifstofunni yfirleitt sex tíma á dag. Ég nota skorpuaðferðina í vinnu, vinn 25 mínútna lotur og stend upp í fimm mínútur á milli lota. Það er mikilvægt að lifa vörumerkið og vera stöðugt að þróa það,“ segir Ragnheiður og brosir.

2018 árið til að njóta

Hvernig sérðu árið 2018 fyrir þér?

„Ég er spennt fyrir árinu og hef góða tilfinningu fyrir því. Ég tel einnig að fólk muni í auknum mæli velta því fyrir sér hvað það vill fá út úr lífinu og stíga út úr hamstrahjólinu ef það er mögulega á þeim stað, enda ekki eftir neinu að bíða að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.“

mbl.is

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

09:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

06:00 Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

Í gær, 23:59 Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

Í gær, 21:00 Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

í gær Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

í gær Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

í gær Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

í gær Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

í gær Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

í fyrradag Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

í fyrradag Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »

Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi

16.3. Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi er komið á sölu. Um er að ræða 232 fm einbýli sem byggt var 1950.   Meira »

Upprunalegt Sigvalda-hús með sögu

16.3. Atriði úr myndinni Undir trénu var tekið upp í garðinum við Hvassaleiti 73. Húsið er merkilegt að því leytinu til að í húsinu er allt upprunalegt. Þetta er því alger veisla fyrir þá sem elska tekk og gamlan tíma. Meira »

Flottari brúnka með Astaxanthin

16.3. „Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni.“ Meira »

Í eins dragt, hvor var flottari?

15.3. Tilda Swinton og Keira Knightley féllu báðar fyrir smóking fyrir konur frá Chanel. Knightley mætti með slaufu en Swinton var frjálslegri eins og hún er vön að vera. Meira »

Fáðu stinnari og sterkari kropp

15.3. „Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja.“ Meira »

Áslaug Arna bauð í partí heim til sín

16.3. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins. Meira »

Ný Cartier-lína kynnt á rauða dreglinum

16.3. Það var góð stemning í Optical Studio í gær þegar Cartier-lína var kynnt með tískusýningu. Á rauða dreglinum voru hver gleraugun sýnd á fætur öðrum. Meira »

Rún Ingvarsdóttir selur íbúðina

15.3. Rún Ingvarsdóttir hefur sett sína fallegu íbúð við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Rún starfaði á fréttastofu RÚV á árunum frá 2007 til 2016 en þá réð hún sig yfir til Landsbankans. Meira »

Þakklát fyrir að vera á lífi

15.3. Lay Low er næsti viðmælandi í Trúnó, sem verður sýndur í opinni dagskrá í kvöld klukkan 20.20 í Sjónvarpi Símans. Hún kom sá og sigraði með fyrsta laginu sem hún sendi frá sér árið 2006 Please Don’t Hate Me. Meira »