Lykillinn á bak við velgengni Opruh

Oprah Winfrey áttaði sig snemma á því hver köllun hennar …
Oprah Winfrey áttaði sig snemma á því hver köllun hennar var. mbl.is/AFP

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er dáð út um allan heim. Nú þegar Oprah er orðuð við forsetaframboð í Bandaríkjunum er áhugavert að skoða lífspeki Opruh. Við útskriftarathöfn Smith-háskólans í fyrra fór Oprah yfir það sem breytti lífi hennar og starfsferli. 

Snemma á ferlinum tók hún viðtal sem sat í henni. Í viðtalinu eftirminnilega áttaði hún sig á að viðmælendur hennar voru að nota hana. Hún ákvað því að skoða hvernig hún gæti notað sjónvarpið í staðinn fyrir að því væri öfugt farið. Fram að því hafði Oprah verið glöð með að vera með vinnu í sjónvarpi. 

Lífið breyttist þegar hún ákvað að vera ekki bara að búa til sjónvarp, og vera í sjónvarpi, heldur að nota sjónvarpið til þess meðal annars að hvetja fólk og gefa því innblástur. Hún sagði að það að skilja af hverju hún væri að gera hlutina og að gera hluti sem fylgdu sannfæringu hennar hafi breytt öllu. 

Skilaboðin sem Oprah gaf útskrifarnemendunum var að það skiptir máli að vita í hverju maður er góður, vita hver maður er og nýta þá hæfileika til þess að gera það sem maður er fæddur til að gera. „Hvernig er hægt að nýta mig?“ segir Oprah vera lykilspurningu, hvernig lífið getur nýtt fólk. Áhersla ætti að vera á að vera í þjónustu æðri tilgangs. 

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál