10 lífsreglur Melody Beattie

Melody Beattie er einn þekktasti sérfræðingur í heimi í málefnum meðvirkni og fíknar. Hún hefur gefið út fjöldan allan af bókum, haldið fyrirlestra og frætt fólk um málefnið. Hún kennir fólki að setja fókusinn á sig sjálfa, að auka sjálfsvirðingu sína og finna hamingjuna í lífinu. Hún segir að tilfinningar sem ekki er unnið úr getur gert okkur veik. 

Time magazine kallar hana yfirnáttúrulega þegar kemur að lækningu á sviði meðvirknis og fíknar. Newsweek tekur undir þessi stóru orð og bætir við að sjálfshjálpar bækur hennar séu þær bestu í heiminum. Beattie segir að ein af örsökum þess að við veikjumst eru tilfinningar sem við náum ekki að vinna úr. Þess vegna þurfum við að virða tilfinningar okkar, skilja þær og svo sleppa þeim. 

Við höldum áfram að fylgjast með lífsreglum fólks sem hefur haft árhrif á heiminn.

Eftirfarandi 10 lífsreglur eru frá þessari einstöku konu komnar: 

Stattu með þér

„Ég veit hvenær ég þarf að segja nei og hvenær ég er tilbúin að segja já. Ég tek ábyrgð á mínum eigin gjörðum. Fórnarlambið? Hún er ekki hér. Hún er farin annað. Sá eini sem getur gert mig að fórnarlambi er ég sjálf, og 99% af tímanum er ég ekki í því. Ég er hætt að hafna sjálfri mér. En ég þarf stöðugt að minna mig á grundvallaratriði á boð við: að setja mörk, að sleppa tökunum, að fyrirgefa mér og öðrum, bregðast við eftir að ég hef upplifað tilfinningarnar- ekki áður, að tjá mig, að elska sjálfan mig og aðra. Við þurfum að hætta að refsa okkur sjálfum og standa með okkur.“

Ekki reyna að vera fullkomin

„Meðvirkir eru frábært starfsfólk. Þeir kvarta ekki, þeir gera meira en ætlast er til af þeim. Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um, þeir reyna að gleðja aðra, og reyna að gera vinnunna sína fullkomna í það minnsta í einhvern tíma, þangað til þeir verða reiðir og sýna hegðun sem er full af gremju.

Að hafa áhyggjur, þráhyggju og stjórnsemi eru tálmyndir. Það eru fix sem við notum á okkur sjálf. Enginn er fullkominn, hættu að reyna.“

Vertu hluti af batanum

„Þegar fíklar hafa náð botninum er eina leiðin fyrir þá að viðurkenna vandann. Æðri máttur og umhverfið sér til þess. Ferlið er eins skólakennari sem gengur á eftir manni. Það er ómögulegt að flýja þessar aðstæður, nema ef meðvirkur aðili kemur inn á milli og truflar atburðarrásina.

Að hafa áhyggjur af fólki eða vandamálum hjálpar ekki. Það eina sem það gerir er að eyða orku.“

Settu mörk

„Fólk gæti orðið reitt ef þú setur mörk því þá getur það ekki notað þig lengur. Þau reyna að fá þig til að færa til mörkin og gera eitthvað fyrir þig svo þú fári samviskubit. Allt til að þú hættir við að setja mörk og farir inn í gamla kerfið aftur. Þar sem þau misnota þig. Ekki fá samviskubit og ekki bakka með mörkin þín.“

Byrjaðu á því að elska þig

„Sum af okkur eiga engan að, engan til að elska eða deila lífinu okkar með. Slík staða er áskorun. En það er hægt að vinna sig til bata úr vandamálum í slíkri stöðu. En þá verður sá aðili að vera til staðar fyrir sjálfan sig. Elska sjálfa sig, þykja vænt um vini sína og fjölskyldu. Ást er að vera fullkomlega til staðar fyrir aðra persónu, treysta henni og sleppa tökunum á henni. Upphafið er þegar við gerum þetta við okkur sjálf. Síðan getum við tekist á við verkefnin í lífinu, sett okkur markmið og notið lífsins. Treystu Guði og lífinu, hlutirnir koma á réttum tíma til þín. Líkt og þú sért með teppi yfir þér og sért að rekja það upp rönd fyrir rönd. Þegar þú ert kominn á ákveðna lykkju, þá færðu að vita það sem þú þarft að vita og þú heldur áfram.

Það er ekki auðvelt að finna hamingjuna innra með okkur, en hana er ekki að finna utan frá, úr umhverfinu eða frá öðrum.“

Thinkstock.

 Slepptu tökunum

„Vanalega þurfum við að sleppa tökunum þegar okkur finnst sú hugmynd hvað erfiðust. Að sleppa tökunum þýðir að lifa í núinu, hér og nú. Þegar við leyfum lífinu að gerast í staðinn fyrir að þvinga eða stjórna hlutum. Við erum mörg hver með söknuð úr fortíðinni og sum með sársauka, við erum einnig með ótta tengt framtíðinni. Með því að lifa í núinu þá njótum við dagsins. Sama hvað gerist í lífinu þá þarftu að takast á við það og fara í gegnum það. Ekkert sem þú hugsar eða óttast um mun undirbúa þig fyrir framtíðina.

Hugsaðu um þig

„Ertu stöðugt að hugsa um aðra og gleyma þér? Mörg okkar sýna lærða hegðun úr fortíðinni, þegar einhver mikilvægur í okkar lífi var fjarverandi og gaf okkur ekki þá ást og umhyggju sem við þurftum.

Vegna þessa förum við í gegnum lífið að leita að einhverju í fólki, sem okkur vantar sjálf. Sum okkar göngum jafnvel svo langt að leita eftir ást frá fólki sem hefur ekki tök á að gefa okkur hana. Hringurinn heldur áfram þangað til við upplifum truflun, eitthvað í lífinu sem hjálpar okkur að taka ábyrgð á eigin velferð og hamingju.“

Frelsaðu þig

„Stjórnun virkar ekki, sérstaklega ekki þegar kemur að fíkn hjá ástvinum okkar. Við þurfum að frelsa okkur frá þessu. Hætta að reyna að stjórna, því allt sem við reynum að stjórna, stjórnar okkur. Persónan sem við reynum að stjórna, heldur afram að gera það sem hún er vön, því manneskjan verður að vilja breytast, fara sinn farveg og finna sinn botn. Það eina sem þú getur gert er að sleppa tökunum á að reyna að stjórna. Sleppa og treysta. Settu fókusinn á þig, taktu ábyrgð á þér, þú ert á þinni ábyrgð.“

Vertu þakkát/þakklátur

„Ef við erum þakklát þá eigum við nóg. Þakklæti setur fortíðina í samhengi, færir frið í dagsins önn og skapar framtíðarsýn.“

Thinkstock.

Ekki kaupa bækurnar mínar fyrir aðra

„Ég hef ritað fjöldan allan af bókum. Og verð alltaf jafn hrærð þegar ég heyri fólk kaupa bókina mína fyrir aðra. Ekki gera það! Bjargaðu þér og sýndu í verki að vinnan sem þú ert í borgar sig fyrir aðra. Bækur sem eru keyptar til að lækna, virkar ekki! Ég líki þessu oft við teppi sem liggur ofan á okkur í byrjun, við rekjum það upp hægt og rólega. Þegar þú ert kominn að þeirri lykkju þar sem þú ert tilbúinn í þinn bata þá gerir þú það sem þú þarft að gera og finnur bækur eins og mínar. Við þurfum að taka ábyrgð á okkur ekki öðrum. Þú ert ekki framlenging af öðru fólki, þú ert heil manneskja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál