Lifandi blóm auka framleiðni á skrifstofunni

Leiðtogar víða um heiminn eru að reyna að finna leiðir til að láta starfsfólki sínu líða vel í vinnunni. En alla jafnan þá situr almennur skrifstofustarfsmaður bróður tímann á skrifstofunni fyrir framan tölvuna. 

Samkvæmt rannsóknum þá auka grænar plöntur einbeitingu starfsfólks á skrifstofunni og auka framleiðni starfsfólk um 15% samkvæmt The New York Times. En margar stofuplöntur eru taldar auka súrefni og hreinsa loftið. Þetta eru arkitektastofur víðsvegar um heiminn að gera sér grein fyrir og varla er hægt að þverfóta fyrir grænum plöntum á skrifstofum í m.a. New York. Samkvæmt Láru Jónsdóttur garðyrkjufræðingi hjá Blómavali er mikill áhuga í landinu á pottaplöntum.

Friðarliljan er á lista Nasa yfir blóm sem auka súrefni …
Friðarliljan er á lista Nasa yfir blóm sem auka súrefni í andrúmsloftinu.

Hún vísar í úttekt á vegum Nasa þar sem hægt er að sjá hvernig plönturnar hafa áhrif á loftið í kringum okkur. „Við getum mælt með Friðarliljunni, Drekatré, Pálma tré, Veðhlauparanum, Indíana fjöður, Mánagulli, Bergfléttu og fleiri plöntum á skrifstofuna,“ segir hún.

Gott úrval er á þessum blómum sem Nasa nefnir sem heilsubætandi í Blómavali

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál