Kötturinn sem sá fyrir dauðann

Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir ...
Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir móðuna miklu. mbl.is/Thinkstockphotos

Rithöfundurinn og læknirinn Siddhartha Mukherjee skrifaði nýverið grein í New York Times um kött sem hann fylgdist með sem ungur krabbameinslæknir. Kötturinn Óskar vakti athygli víða. Hann var tveggja ára, svartur og hvítur á lit. Ósköp venjulegur köttur að sjá, en hann gat gefið betri forspá á dauða þeirra sem voru hvað mest veikir. Í raun mun betur en læknarnir á hjúkrunarheimilinu. 

Sagan um Óskar birtist í New England-læknatímaritinu. Starfsfólk Steere House-hjúkrunarheimilisins í Rhode Isalnd höfðu tekið köttinn að sér og leyft honum að vera á deildinni.  Kötturinn Óskar hélt sig á einni hæð á hjúkrunarheimilinu, þeirri hæð þar sem þeir eru voru veikastir dvöldu.

Þegar Óskar tölti af stað í átt að sjúklingi, með trýnið upp í loftið og hálsinn langan, gaf það vísbendingu um hvað koma skyldi. Hann lagðist hjá þeim sjúklingi sem var næstur í röðinni að yfirgefa þennan heim, og kúrði hjá honum. Læknar á deildinni, tóku upp tólið og hringdu í ættingja viðkomandi sjúklings um leið og þetta atferli Óskars fór af stað.

mbl.is/Thinkstockphotos

Á nokkrum árum hafði kötturinn Óskar kúrað hjá 50 sjúklingum, og hver og einn þeirra hafði dáið stuttu seinna.

Enn þá er ekki vitað hvernig kötturinn fór að því að finna út að viðkomandi sjúklingur væri að kveðja þessa veröld, getgátur voru uppi um að hann fyndi lykt af frumum sem voru að breytast. En eitt var víst að það kvaddi enginn tilveruna á deildinni hans Óskars án þess að hann kúrði hjá viðkomandi sjúklingi fyrst.

Það sem vakti athygli Mukherjee varðandi söguna um köttinn Óskar, var sú staðreynd að samkvæmt rannsóknum eru læknar misgóðir að reikna út lífslíkur og þann tíma sem sjúklingur á eftir ólifað miðað við veikindi sín.

Samkvæmt rannsóknum virðast sumir læknar nákvæmari en aðrir í þessu, en enn þá hefur engum mennskum lækni tekist það sem kettinum Óskari tókst.

Mukherjee vekur athygli í greininni á þeim möguleika að kenna tölvum með djúpnámi tækni sem gæti leyst köttinn Óskar af hólmi. 

„Í lok ársins 2016 tókst Anand Avati, sem þá hafði nýverið útskrifast úr tölvunarfræðinámi við Stanford-háskóla, að kenna tölvu að lesa úr algóritma hjá þeim sem voru alvarlega veikir. Áskorunin sem Avati var að reyna að leysa var að finna út hópinn sem átti 3 - 12 mánuði eftir en slíkur tími þykir hentugastur fyrir líknandi meðferð og til að nálgast bæði sjúkling og fjölskyldu til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal.

Avati og teymið hans fann 200.000 sjúklinga sem þeir rannsökuðu. Þessir sjúklingar voru með alls konar sjúkdóma, hjarta- og nýrnasjúkdóma, krabbamein og fleira. Rannsóknin fjallaði um að reyna að greina sjúkling áður en hann komst á þetta 3 - 12 mánaða tímabil fyrir dauðann.

Upplýsingarnar sem þeir settu inn í tölvuna voru staðlaðar og tölvan lærði með djúpnámi (deep learning).

Niðurstöðurnar voru sambærilegar þeim sem kötturinn Óskar sýndi. Meiri nákvæmni að geta til um lífslíkur og tíma en mennskir læknar gátu gert. Nákvæmnin var svo mikil að 9 af hverjum 10 sjúklingum sem tölvan benti á dóu innan 12 mánaðar.

„En hvað hafði tölvan lært um dauðann sem við læknarnir vitum ekki?“ spyr Mukherjee í New York Post? Og hvað getur hún kennt okkur krabbameinslæknum?

Þá kemur sú undarlega staðreynd fram að djúpnámstölvur (deep learning) geta lært en ekki sagt frá því hvað þær hafa lært, rétt eins og kötturinn Óskar. 

Mukherjee segir erfitt að lesa um algórithma dauðans án þess að velta fyrir sér tilfellum þar sem hægt hefði verið að aðstoða viðkomandi sjúkling betur fyrir dauðann. Hann skrifar:

„Hins vegar er erfitt að hrista af sér þá tilfinningu sem vaknar við þá staðreynd að tölva getur haft betra forspárgildi um þessa hluti en manneskjan sjálf,“ og heldur áfram: „Af hverju erum við tilbúnari að meðtaka slíka þekkingu frá kettinum Óskar sem hjúfrar sig upp að veikum sjúklingi, heldur en þegar hún kemur úr kaldri djúpnámstölvunni með nákvæmum líkindareikningi?“ spyr hann að lokum. 

mbl.is

Allt á útopnu í Geysi

13:16 Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Í gær, 23:59 Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í gær Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í gær Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í gær Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í gær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »