Kötturinn sem sá fyrir dauðann

Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir ...
Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir móðuna miklu. mbl.is/Thinkstockphotos

Rithöfundurinn og læknirinn Siddhartha Mukherjee skrifaði nýverið grein í New York Times um kött sem hann fylgdist með sem ungur krabbameinslæknir. Kötturinn Óskar vakti athygli víða. Hann var tveggja ára, svartur og hvítur á lit. Ósköp venjulegur köttur að sjá, en hann gat gefið betri forspá á dauða þeirra sem voru hvað mest veikir. Í raun mun betur en læknarnir á hjúkrunarheimilinu. 

Sagan um Óskar birtist í New England-læknatímaritinu. Starfsfólk Steere House-hjúkrunarheimilisins í Rhode Isalnd höfðu tekið köttinn að sér og leyft honum að vera á deildinni.  Kötturinn Óskar hélt sig á einni hæð á hjúkrunarheimilinu, þeirri hæð þar sem þeir eru voru veikastir dvöldu.

Þegar Óskar tölti af stað í átt að sjúklingi, með trýnið upp í loftið og hálsinn langan, gaf það vísbendingu um hvað koma skyldi. Hann lagðist hjá þeim sjúklingi sem var næstur í röðinni að yfirgefa þennan heim, og kúrði hjá honum. Læknar á deildinni, tóku upp tólið og hringdu í ættingja viðkomandi sjúklings um leið og þetta atferli Óskars fór af stað.

mbl.is/Thinkstockphotos

Á nokkrum árum hafði kötturinn Óskar kúrað hjá 50 sjúklingum, og hver og einn þeirra hafði dáið stuttu seinna.

Enn þá er ekki vitað hvernig kötturinn fór að því að finna út að viðkomandi sjúklingur væri að kveðja þessa veröld, getgátur voru uppi um að hann fyndi lykt af frumum sem voru að breytast. En eitt var víst að það kvaddi enginn tilveruna á deildinni hans Óskars án þess að hann kúrði hjá viðkomandi sjúklingi fyrst.

Það sem vakti athygli Mukherjee varðandi söguna um köttinn Óskar, var sú staðreynd að samkvæmt rannsóknum eru læknar misgóðir að reikna út lífslíkur og þann tíma sem sjúklingur á eftir ólifað miðað við veikindi sín.

Samkvæmt rannsóknum virðast sumir læknar nákvæmari en aðrir í þessu, en enn þá hefur engum mennskum lækni tekist það sem kettinum Óskari tókst.

Mukherjee vekur athygli í greininni á þeim möguleika að kenna tölvum með djúpnámi tækni sem gæti leyst köttinn Óskar af hólmi. 

„Í lok ársins 2016 tókst Anand Avati, sem þá hafði nýverið útskrifast úr tölvunarfræðinámi við Stanford-háskóla, að kenna tölvu að lesa úr algóritma hjá þeim sem voru alvarlega veikir. Áskorunin sem Avati var að reyna að leysa var að finna út hópinn sem átti 3 - 12 mánuði eftir en slíkur tími þykir hentugastur fyrir líknandi meðferð og til að nálgast bæði sjúkling og fjölskyldu til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal.

Avati og teymið hans fann 200.000 sjúklinga sem þeir rannsökuðu. Þessir sjúklingar voru með alls konar sjúkdóma, hjarta- og nýrnasjúkdóma, krabbamein og fleira. Rannsóknin fjallaði um að reyna að greina sjúkling áður en hann komst á þetta 3 - 12 mánaða tímabil fyrir dauðann.

Upplýsingarnar sem þeir settu inn í tölvuna voru staðlaðar og tölvan lærði með djúpnámi (deep learning).

Niðurstöðurnar voru sambærilegar þeim sem kötturinn Óskar sýndi. Meiri nákvæmni að geta til um lífslíkur og tíma en mennskir læknar gátu gert. Nákvæmnin var svo mikil að 9 af hverjum 10 sjúklingum sem tölvan benti á dóu innan 12 mánaðar.

„En hvað hafði tölvan lært um dauðann sem við læknarnir vitum ekki?“ spyr Mukherjee í New York Post? Og hvað getur hún kennt okkur krabbameinslæknum?

Þá kemur sú undarlega staðreynd fram að djúpnámstölvur (deep learning) geta lært en ekki sagt frá því hvað þær hafa lært, rétt eins og kötturinn Óskar. 

Mukherjee segir erfitt að lesa um algórithma dauðans án þess að velta fyrir sér tilfellum þar sem hægt hefði verið að aðstoða viðkomandi sjúkling betur fyrir dauðann. Hann skrifar:

„Hins vegar er erfitt að hrista af sér þá tilfinningu sem vaknar við þá staðreynd að tölva getur haft betra forspárgildi um þessa hluti en manneskjan sjálf,“ og heldur áfram: „Af hverju erum við tilbúnari að meðtaka slíka þekkingu frá kettinum Óskar sem hjúfrar sig upp að veikum sjúklingi, heldur en þegar hún kemur úr kaldri djúpnámstölvunni með nákvæmum líkindareikningi?“ spyr hann að lokum. 

mbl.is

Tryllt litaval hjá sjónvarpsstjörnum

06:00 Law and Order-stjarnan Mariska Hargitay á gulari eldhúsinnréttingu en flestir aðrir. Heimili hennar í New York er sérstaklega skemmtilegt. Meira »

Tóku á móti haustinu með stæl

Í gær, 23:00 Hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri bauð vinum og velunnurum í teiti á skrifstofuna á dögunum. Margt var um manninn og mikið fjör eins og sést á myndunum. Meira »

Tískufyrirmynd Roberts kemur á óvart

Í gær, 20:00 Julia Roberts lítur ekki upp til kvenna frá gullaldarárum Hollywood eins og einhver myndi halda. Uppáhaldið hennar er töluvert yngra. Meira »

21 árs og lætur ekkert stoppa sig

Í gær, 17:00 Það var góð stemmning þegar Sigurður Sævar myndlistarmaður opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 um helgina. Vel á þriðja hundrað gestir komu á opnunina og var góður rómur gerður að verkum listamannsins. Meira »

Einstakt útsýni við Elliðavatn

Í gær, 14:00 Við Fellahvarf í Kópavogi stendur ákaflega vel heppnuð og falleg íbúð með einstöku útsýni yfir Elliðavatn.   Meira »

Dóra Júlía spilaði fyrir Richard Branson

Í gær, 11:48 Einn heitasti plötusnúður landsins, Dóra Júlía, spilaði í teiti hjá Richard Branson á Necker Island um helgina.   Meira »

Skólabækurnar kostuðu 60 þúsund

Í gær, 10:06 „Skólinn hófst hér 10. september og þurftum við núna að kaupa allt efni fyrir skólann. Það er ekki gefins hér get ég sagt ykkur. 60 þúsund krónur sem það kostaði að kaupa bækur og ritföng fyrir drengina. Þetta er í rauninni fyrsti alvöruskólaveturinn þeirra hér því í fyrra fengu þeir engar bækur og voru bara svona í einföldu efni í skólanum.“ Meira »

Uppáhaldsmunstrið er röndótt

Í gær, 09:00 Selma Svavarsdóttir er eigandi Heimilisfélagsins. Hún er markþjálfi og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn I. Valdimarsson. Hún á tvö börn, Lísu Ólafsdóttur og Ara Þorsteinsson. Meira »

Húðin þornar um 10% við hverja -°C

í gær Nú þegar farið er að hvessa og kólna í veðri er mikilvægt að endurskoða húðvörur sem við notum. Um hverja 1°C sem kólnar þornar húðin um 10%! Meira »

Eitursvöl herratíska

í fyrradag Í vetur verða þykkar mjúkar peysur í lit áberandi. Litlir teinóttir frakkar og notaðar gallabuxur svo dæmi séu tekin. Stórar peysur og lag af mismunandi fötum er málið ef marka má GQ um þessar mundir. Meira »

Vandamálin sem pör geta ekki leyst

í fyrradag Það eru ekki mörg vandamál sem ekki má leysa en þau eru þó nokkur. Sambandssérfræðingurinn Tracy Cox er með þetta á hreinu.   Meira »

Hárgreiðslumaður stjarnanna segir frá

í fyrradag Hvað er best að gera þegar þú vilt síðara hár? Olsen-tvíburarnir, Diane Kruger og Kate Bosworth myndu leita ráða hjá hárgreiðslumanninum Mark Townsend. Meira »

Vinsælasta andlitslyftingin í dag

í fyrradag Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á laserlyftingu sem er sambærileg við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð. Meira »

„Þetta gerðist svo fljótt!“

í fyrradag „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“ Meira »

Fór í brjóstaminnkun og fékk sýkingu

í fyrradag „Ég fór í brjótsaminnkun fyrir 29 árum og varð fyrir því óhappi að það kom mjög slæm sýking í annað brjóstið og við það varð það miklu minna. Ég held að það sé af því að drenið var tekið fyrr úr því brjósti.“ Meira »

10 lífsreglur Esther Perel

21.10. „Ást er eins og á þar sem ævintýri og leyndarmál fljóta um. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast.“ Meira »

Þreytt á hjákonuleiknum

20.10. „Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu.“ Meira »

Stuð hjá Hallgrími Helgasyni

20.10. Hallgrímur Helgason fagnaði nýútkominni bók sinni, Sextíu kíló af sólskini, með vinum og velunnurum á Bryggjunni Brugghúsi.   Meira »

Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

20.10. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. Meira »

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

20.10. Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

20.10. Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »