Kötturinn sem sá fyrir dauðann

Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir ...
Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir móðuna miklu. mbl.is/Thinkstockphotos

Rithöfundurinn og læknirinn Siddhartha Mukherjee skrifaði nýverið grein í New York Times um kött sem hann fylgdist með sem ungur krabbameinslæknir. Kötturinn Óskar vakti athygli víða. Hann var tveggja ára, svartur og hvítur á lit. Ósköp venjulegur köttur að sjá, en hann gat gefið betri forspá á dauða þeirra sem voru hvað mest veikir. Í raun mun betur en læknarnir á hjúkrunarheimilinu. 

Sagan um Óskar birtist í New England-læknatímaritinu. Starfsfólk Steere House-hjúkrunarheimilisins í Rhode Isalnd höfðu tekið köttinn að sér og leyft honum að vera á deildinni.  Kötturinn Óskar hélt sig á einni hæð á hjúkrunarheimilinu, þeirri hæð þar sem þeir eru voru veikastir dvöldu.

Þegar Óskar tölti af stað í átt að sjúklingi, með trýnið upp í loftið og hálsinn langan, gaf það vísbendingu um hvað koma skyldi. Hann lagðist hjá þeim sjúklingi sem var næstur í röðinni að yfirgefa þennan heim, og kúrði hjá honum. Læknar á deildinni, tóku upp tólið og hringdu í ættingja viðkomandi sjúklings um leið og þetta atferli Óskars fór af stað.

mbl.is/Thinkstockphotos

Á nokkrum árum hafði kötturinn Óskar kúrað hjá 50 sjúklingum, og hver og einn þeirra hafði dáið stuttu seinna.

Enn þá er ekki vitað hvernig kötturinn fór að því að finna út að viðkomandi sjúklingur væri að kveðja þessa veröld, getgátur voru uppi um að hann fyndi lykt af frumum sem voru að breytast. En eitt var víst að það kvaddi enginn tilveruna á deildinni hans Óskars án þess að hann kúrði hjá viðkomandi sjúklingi fyrst.

Það sem vakti athygli Mukherjee varðandi söguna um köttinn Óskar, var sú staðreynd að samkvæmt rannsóknum eru læknar misgóðir að reikna út lífslíkur og þann tíma sem sjúklingur á eftir ólifað miðað við veikindi sín.

Samkvæmt rannsóknum virðast sumir læknar nákvæmari en aðrir í þessu, en enn þá hefur engum mennskum lækni tekist það sem kettinum Óskari tókst.

Mukherjee vekur athygli í greininni á þeim möguleika að kenna tölvum með djúpnámi tækni sem gæti leyst köttinn Óskar af hólmi. 

„Í lok ársins 2016 tókst Anand Avati, sem þá hafði nýverið útskrifast úr tölvunarfræðinámi við Stanford-háskóla, að kenna tölvu að lesa úr algóritma hjá þeim sem voru alvarlega veikir. Áskorunin sem Avati var að reyna að leysa var að finna út hópinn sem átti 3 - 12 mánuði eftir en slíkur tími þykir hentugastur fyrir líknandi meðferð og til að nálgast bæði sjúkling og fjölskyldu til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal.

Avati og teymið hans fann 200.000 sjúklinga sem þeir rannsökuðu. Þessir sjúklingar voru með alls konar sjúkdóma, hjarta- og nýrnasjúkdóma, krabbamein og fleira. Rannsóknin fjallaði um að reyna að greina sjúkling áður en hann komst á þetta 3 - 12 mánaða tímabil fyrir dauðann.

Upplýsingarnar sem þeir settu inn í tölvuna voru staðlaðar og tölvan lærði með djúpnámi (deep learning).

Niðurstöðurnar voru sambærilegar þeim sem kötturinn Óskar sýndi. Meiri nákvæmni að geta til um lífslíkur og tíma en mennskir læknar gátu gert. Nákvæmnin var svo mikil að 9 af hverjum 10 sjúklingum sem tölvan benti á dóu innan 12 mánaðar.

„En hvað hafði tölvan lært um dauðann sem við læknarnir vitum ekki?“ spyr Mukherjee í New York Post? Og hvað getur hún kennt okkur krabbameinslæknum?

Þá kemur sú undarlega staðreynd fram að djúpnámstölvur (deep learning) geta lært en ekki sagt frá því hvað þær hafa lært, rétt eins og kötturinn Óskar. 

Mukherjee segir erfitt að lesa um algórithma dauðans án þess að velta fyrir sér tilfellum þar sem hægt hefði verið að aðstoða viðkomandi sjúkling betur fyrir dauðann. Hann skrifar:

„Hins vegar er erfitt að hrista af sér þá tilfinningu sem vaknar við þá staðreynd að tölva getur haft betra forspárgildi um þessa hluti en manneskjan sjálf,“ og heldur áfram: „Af hverju erum við tilbúnari að meðtaka slíka þekkingu frá kettinum Óskar sem hjúfrar sig upp að veikum sjúklingi, heldur en þegar hún kemur úr kaldri djúpnámstölvunni með nákvæmum líkindareikningi?“ spyr hann að lokum. 

mbl.is

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

17:00 Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

14:00 Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

10:00 „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

05:00 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

Í gær, 23:30 Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

Í gær, 20:00 Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

í gær Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

í gær Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

í gær Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

í gær Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

í fyrradag Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

í fyrradag Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

14.2. Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

14.2. Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

14.2. Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

14.2. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »

„Ég fékk nóg af draslinu“

13.2. „Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) fékk ég nóg af magni hluta á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem „á“ að fylgja stórri fjölskyldu.“ Meira »

Fyrrverandi maður orðinn besta vinkonan

13.2. „Fólk hafði skoðanir á öllu. Eins og til dæmis að það væri undarlegt að hún hefði bara fyrst áttað sig á þessu þegar við vorum úti í Svíþjóð. Að hún hlyti að hafa gert það fyrr, örugglega strax í æsku, bara rétt eins og það vissi miklu betur um hennar líðan en hún sjálf. Að hún hefði örugglega verið í afneitun og bælt þetta niður. Auðvitað veit enginn neitt um þetta nema hún sjálf.“ Meira »

5 mistök sem fólk gerir í sykurleysinu

13.2. Júlía Magnúsdóttir heilusmarkþjálfi segir að mistökin geti verið dýrkeypt þegar kemur að sykurleysi því sykurinn sé svo ávanabindandi. Meira »

Allir geta misst æfingataktinn

13.2. Nýverið greindi Elena Arathimos frá því að hún hafi misst taktinn í æfingunum sínum í tvær vikur. Hún byrjaði að borða óhollt, fara seint að sofa og fann fyrir aukinni streitu. Meira »