Kötturinn sem sá fyrir dauðann

Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir …
Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir móðuna miklu. mbl.is/Thinkstockphotos

Rithöfundurinn og læknirinn Siddhartha Mukherjee skrifaði nýverið grein í New York Times um kött sem hann fylgdist með sem ungur krabbameinslæknir. Kötturinn Óskar vakti athygli víða. Hann var tveggja ára, svartur og hvítur á lit. Ósköp venjulegur köttur að sjá, en hann gat gefið betri forspá á dauða þeirra sem voru hvað mest veikir. Í raun mun betur en læknarnir á hjúkrunarheimilinu. 

Sagan um Óskar birtist í New England-læknatímaritinu. Starfsfólk Steere House-hjúkrunarheimilisins í Rhode Isalnd höfðu tekið köttinn að sér og leyft honum að vera á deildinni.  Kötturinn Óskar hélt sig á einni hæð á hjúkrunarheimilinu, þeirri hæð þar sem þeir eru voru veikastir dvöldu.

Þegar Óskar tölti af stað í átt að sjúklingi, með trýnið upp í loftið og hálsinn langan, gaf það vísbendingu um hvað koma skyldi. Hann lagðist hjá þeim sjúklingi sem var næstur í röðinni að yfirgefa þennan heim, og kúrði hjá honum. Læknar á deildinni, tóku upp tólið og hringdu í ættingja viðkomandi sjúklings um leið og þetta atferli Óskars fór af stað.

mbl.is/Thinkstockphotos

Á nokkrum árum hafði kötturinn Óskar kúrað hjá 50 sjúklingum, og hver og einn þeirra hafði dáið stuttu seinna.

Enn þá er ekki vitað hvernig kötturinn fór að því að finna út að viðkomandi sjúklingur væri að kveðja þessa veröld, getgátur voru uppi um að hann fyndi lykt af frumum sem voru að breytast. En eitt var víst að það kvaddi enginn tilveruna á deildinni hans Óskars án þess að hann kúrði hjá viðkomandi sjúklingi fyrst.

Það sem vakti athygli Mukherjee varðandi söguna um köttinn Óskar, var sú staðreynd að samkvæmt rannsóknum eru læknar misgóðir að reikna út lífslíkur og þann tíma sem sjúklingur á eftir ólifað miðað við veikindi sín.

Samkvæmt rannsóknum virðast sumir læknar nákvæmari en aðrir í þessu, en enn þá hefur engum mennskum lækni tekist það sem kettinum Óskari tókst.

Mukherjee vekur athygli í greininni á þeim möguleika að kenna tölvum með djúpnámi tækni sem gæti leyst köttinn Óskar af hólmi. 

„Í lok ársins 2016 tókst Anand Avati, sem þá hafði nýverið útskrifast úr tölvunarfræðinámi við Stanford-háskóla, að kenna tölvu að lesa úr algóritma hjá þeim sem voru alvarlega veikir. Áskorunin sem Avati var að reyna að leysa var að finna út hópinn sem átti 3 - 12 mánuði eftir en slíkur tími þykir hentugastur fyrir líknandi meðferð og til að nálgast bæði sjúkling og fjölskyldu til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal.

Avati og teymið hans fann 200.000 sjúklinga sem þeir rannsökuðu. Þessir sjúklingar voru með alls konar sjúkdóma, hjarta- og nýrnasjúkdóma, krabbamein og fleira. Rannsóknin fjallaði um að reyna að greina sjúkling áður en hann komst á þetta 3 - 12 mánaða tímabil fyrir dauðann.

Upplýsingarnar sem þeir settu inn í tölvuna voru staðlaðar og tölvan lærði með djúpnámi (deep learning).

Niðurstöðurnar voru sambærilegar þeim sem kötturinn Óskar sýndi. Meiri nákvæmni að geta til um lífslíkur og tíma en mennskir læknar gátu gert. Nákvæmnin var svo mikil að 9 af hverjum 10 sjúklingum sem tölvan benti á dóu innan 12 mánaðar.

„En hvað hafði tölvan lært um dauðann sem við læknarnir vitum ekki?“ spyr Mukherjee í New York Post? Og hvað getur hún kennt okkur krabbameinslæknum?

Þá kemur sú undarlega staðreynd fram að djúpnámstölvur (deep learning) geta lært en ekki sagt frá því hvað þær hafa lært, rétt eins og kötturinn Óskar. 

Mukherjee segir erfitt að lesa um algórithma dauðans án þess að velta fyrir sér tilfellum þar sem hægt hefði verið að aðstoða viðkomandi sjúkling betur fyrir dauðann. Hann skrifar:

„Hins vegar er erfitt að hrista af sér þá tilfinningu sem vaknar við þá staðreynd að tölva getur haft betra forspárgildi um þessa hluti en manneskjan sjálf,“ og heldur áfram: „Af hverju erum við tilbúnari að meðtaka slíka þekkingu frá kettinum Óskar sem hjúfrar sig upp að veikum sjúklingi, heldur en þegar hún kemur úr kaldri djúpnámstölvunni með nákvæmum líkindareikningi?“ spyr hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál