Kötturinn sem sá fyrir dauðann

Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir ...
Kötturinn Óskar sá fyrir þegar sjúklingar á hjúkrunarheimili fóru yfir móðuna miklu. mbl.is/Thinkstockphotos

Rithöfundurinn og læknirinn Siddhartha Mukherjee skrifaði nýverið grein í New York Times um kött sem hann fylgdist með sem ungur krabbameinslæknir. Kötturinn Óskar vakti athygli víða. Hann var tveggja ára, svartur og hvítur á lit. Ósköp venjulegur köttur að sjá, en hann gat gefið betri forspá á dauða þeirra sem voru hvað mest veikir. Í raun mun betur en læknarnir á hjúkrunarheimilinu. 

Sagan um Óskar birtist í New England-læknatímaritinu. Starfsfólk Steere House-hjúkrunarheimilisins í Rhode Isalnd höfðu tekið köttinn að sér og leyft honum að vera á deildinni.  Kötturinn Óskar hélt sig á einni hæð á hjúkrunarheimilinu, þeirri hæð þar sem þeir eru voru veikastir dvöldu.

Þegar Óskar tölti af stað í átt að sjúklingi, með trýnið upp í loftið og hálsinn langan, gaf það vísbendingu um hvað koma skyldi. Hann lagðist hjá þeim sjúklingi sem var næstur í röðinni að yfirgefa þennan heim, og kúrði hjá honum. Læknar á deildinni, tóku upp tólið og hringdu í ættingja viðkomandi sjúklings um leið og þetta atferli Óskars fór af stað.

mbl.is/Thinkstockphotos

Á nokkrum árum hafði kötturinn Óskar kúrað hjá 50 sjúklingum, og hver og einn þeirra hafði dáið stuttu seinna.

Enn þá er ekki vitað hvernig kötturinn fór að því að finna út að viðkomandi sjúklingur væri að kveðja þessa veröld, getgátur voru uppi um að hann fyndi lykt af frumum sem voru að breytast. En eitt var víst að það kvaddi enginn tilveruna á deildinni hans Óskars án þess að hann kúrði hjá viðkomandi sjúklingi fyrst.

Það sem vakti athygli Mukherjee varðandi söguna um köttinn Óskar, var sú staðreynd að samkvæmt rannsóknum eru læknar misgóðir að reikna út lífslíkur og þann tíma sem sjúklingur á eftir ólifað miðað við veikindi sín.

Samkvæmt rannsóknum virðast sumir læknar nákvæmari en aðrir í þessu, en enn þá hefur engum mennskum lækni tekist það sem kettinum Óskari tókst.

Mukherjee vekur athygli í greininni á þeim möguleika að kenna tölvum með djúpnámi tækni sem gæti leyst köttinn Óskar af hólmi. 

„Í lok ársins 2016 tókst Anand Avati, sem þá hafði nýverið útskrifast úr tölvunarfræðinámi við Stanford-háskóla, að kenna tölvu að lesa úr algóritma hjá þeim sem voru alvarlega veikir. Áskorunin sem Avati var að reyna að leysa var að finna út hópinn sem átti 3 - 12 mánuði eftir en slíkur tími þykir hentugastur fyrir líknandi meðferð og til að nálgast bæði sjúkling og fjölskyldu til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal.

Avati og teymið hans fann 200.000 sjúklinga sem þeir rannsökuðu. Þessir sjúklingar voru með alls konar sjúkdóma, hjarta- og nýrnasjúkdóma, krabbamein og fleira. Rannsóknin fjallaði um að reyna að greina sjúkling áður en hann komst á þetta 3 - 12 mánaða tímabil fyrir dauðann.

Upplýsingarnar sem þeir settu inn í tölvuna voru staðlaðar og tölvan lærði með djúpnámi (deep learning).

Niðurstöðurnar voru sambærilegar þeim sem kötturinn Óskar sýndi. Meiri nákvæmni að geta til um lífslíkur og tíma en mennskir læknar gátu gert. Nákvæmnin var svo mikil að 9 af hverjum 10 sjúklingum sem tölvan benti á dóu innan 12 mánaðar.

„En hvað hafði tölvan lært um dauðann sem við læknarnir vitum ekki?“ spyr Mukherjee í New York Post? Og hvað getur hún kennt okkur krabbameinslæknum?

Þá kemur sú undarlega staðreynd fram að djúpnámstölvur (deep learning) geta lært en ekki sagt frá því hvað þær hafa lært, rétt eins og kötturinn Óskar. 

Mukherjee segir erfitt að lesa um algórithma dauðans án þess að velta fyrir sér tilfellum þar sem hægt hefði verið að aðstoða viðkomandi sjúkling betur fyrir dauðann. Hann skrifar:

„Hins vegar er erfitt að hrista af sér þá tilfinningu sem vaknar við þá staðreynd að tölva getur haft betra forspárgildi um þessa hluti en manneskjan sjálf,“ og heldur áfram: „Af hverju erum við tilbúnari að meðtaka slíka þekkingu frá kettinum Óskar sem hjúfrar sig upp að veikum sjúklingi, heldur en þegar hún kemur úr kaldri djúpnámstölvunni með nákvæmum líkindareikningi?“ spyr hann að lokum. 

mbl.is

Laxerolía nýtist á ótrúlegan hátt

12:00 „Heitið er ekki sérstaklega sexý, enda dettur flestum í hug hægðalosandi áhrif laxerolíunnar þegar minnst er á hana. Fæstur vita nefnilega að laxerolían hefur öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: Meira »

Hera Björk í partístuði með systur sinni

09:00 Konur sem skipa sæti á listum Viðreisnar og stórvinkonur þeirra hittust á Petersensvítunni í Gamla bíó síðastliðinn föstudag. Meira »

Svöl penthouse-íbúð við Mánatún

06:00 Dökkgráir veggir, flotuð gólf og heimilisleg húsgögn einkenna 183 fm íbúð við Mánatún í Reykjavík. Persónulegur stíll fær að njóta sín og er íbúðin ekki eins og hjá öllum öðrum. Meira »

Algengasta lygin á Tinder

Í gær, 23:59 „Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ á þennan hátt hafa eflaust margir hætt við eða frestað stefnumótum. Meira »

Þær verst klæddu á Billboard

Í gær, 21:00 Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt um helgina í skugga konunglega brúðkaupsins. Á meðan fágun og elegans ríkti í Windsor um helgina var allt annað uppi á teningnum í Las Vegas þar sem verðlaunin voru veitt. Meira »

Samfylkingarkonur kunna að skemmta sér

Í gær, 18:00 Samfylkingarkonur í Reykjavík gerðu sér glaðan dag á föstudaginn og slógu upp veislu í kosningamiðstöð XS við Hjartatorgið í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, var gestgjafi kvöldsins. Meira »

Mætti í strigaskóm í brúðkaupsveisluna

Í gær, 15:00 Konunglegt brúðkaup stoppaði Serenu Williams ekki frá því að mæta í strigaskóm í veislu Harry og Meghan á laugardagskvöldið. Williams klæddist einnig strigaskóm í sínu eigin brúðkaupi. Meira »

Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

í gær Ingvar Mar Jónsson býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Meira »

Svona fór Sigmundur að því að léttast

í gær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

í gær Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »

Þessu verður þú að fylgjast með!

í fyrradag Það er leit að góðum bröndurum þessa dagana. Eftirfarandi eru 10 Instagrammarar sem þú verður að fylgjast með til að létta þér lífið í sumar. Meira »

Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

í fyrradag Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér ræðir hún nokkra hluti sem geta hindrað fólk í að finna ástina og fara í sambönd. Meira »

Berjarauðar varir og vængjuð augu

í fyrradag Í sumar eru dökkar berjalitaðar varir vinsælar og löng augnlína dregin í vængi. Alicia Vikender tekur útlitið á næsta stig.  Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

í fyrradag Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Setur á sig maska og spilar Céline Dion

21.5. Ástrós Traustadóttir getur verið einungis 15 mínútur að taka sig til dagsdaglega. Fyrir fínni tækifæri gefur hún sér þó einn til einn og hálfan tíma. Meira »

Hefur áður haldið fram hjá henni óléttri

21.5. „Ég frétti það frá „hinni konunni“ að ég hafði haft rétt fyrir mér allan tímann með það að maðurinn minn hélt fram hjá mér þegar ég var ólétt. Nú fjórum árum seinna er ég enn að fylgjast með honum.“ Meira »

Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

20.5. Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. Meira »

Besta leiðin til að fá það sem þú vilt í kynlífinu

20.5. Einungis 9% af fólki, samkvæmt rannsóknum, er ánægt með kynlífið sitt án þess að tala um það. 91% er óánægt með kynlífið og getur ekki talað um það heldur. Samskipti eru lykilatriði að mati Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðings til að auka ánægjuna í svefnherberginu. Í þessu viðtali útskýrir hún árangursríkustu leiðirnar til að fá það sem manni langar á þessu sviði. Meira »

Tískutrendin 2018 að mati Söru

20.5. Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Meira »

9 brúðkaupsleyndarmál

20.5. Þegar stóri dagurinn hefur verið ákveðinn er í mörgu að snúast. Þeir sem hafa gengið í gegnum þennan viðburð í lífinu eru sammála um að dagurinn sé sérstakur, en það séu hlutir sem þeir hefðu viljað vita áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn. Meira »

Heima er staður fyrir ást

20.5. Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Meira »