Er hægt að vera vinur yfirmanns síns?

Vinasambönd milli yfirmanna og undirmanna geta verið góð en líka …
Vinasambönd milli yfirmanna og undirmanna geta verið góð en líka hættuleg. mbl.is/Thinkstockphotos

Samband yfirmanna og undirmanna getur verið viðkvæmt. Er best að halda sambandinu köldu og fagmannlegu? Eða á að reyna vingast við yfirmanninn? Hvaða hættur hefur það í för með sér? Ráðgjafinn Kathy Caprino reyndi að svara þessu í nýjum pistli hjá Forbes

Caprion telur að það sé ekkert nema jákvætt að eiga í opnum og vinalegum samskiptum við yfirmanninn, samskiptum sem eru byggð á gagnkvæmri virðingu. 

Það getur hins vegar verið flókið ef fólk eyðir miklum tíma utan vinnu með yfirmanni sínum, yfirmaðurinn hittir fjölskylduna og svo framvegis. Í slíkum tilvikum verður fólk að gera skýr mörk þar sem slík vinasambönd geta komið í bakið á manni. Hvort sem um ástarsamband eða vinasamband er að ræða er erfitt að skapa jafnvægi í sambandinu þar sem valdaójafnvægið er til staðar. Ef sambandið fer síðan út um þúfur getur það komið niður á undirmanninum. 

Vinátta yfirmanns við undirmann getur haft áhrif á vinnuandann.
Vinátta yfirmanns við undirmann getur haft áhrif á vinnuandann. mbl.is/Thinkstockphotos

Vinasambönd milli yfirmanna þróast oft eins og venjuleg vinasambönd. Yfirmenn ættu þó að fara varlega í því að sækjast eftir vináttu undirmanna sinna og passa að vináttan verði náttúrulega til. Undirmaðnninum gæti liðið eins og hann væri undir pressu að vingast við yfirmanninn. 

Samkvæmt Caprion verður vinnan ekki bara skemmtilegri þegar þú vinnur með vini þínum heldur hefur þú meira tækifæri til þess að vera þú sjálf/ur. Hversu vel þið þekkist getur líka gert það að verkum að þið berið meiri virðingu fyrir yfirmanninum eða undirmanninum sem þýðir oft meiri stuðningur og staðfesta. 

Gallarnir eru þó líka til staðar, eins og áður sagði þá er möguleiki á því að það slettist upp á vinskapinn. Þá getur verið erfitt fyrir báða aðila að vinna með manneskju sem er ekki lengur góður vinur. Ef sambandið er hins vegar sterkt getur það líka haft slæm áhrif til dæmis á aðra á vinnustaðnum. Auk þess sem það getur verið erfitt að dæma frammistöðu undirmanna sinna, bæði jákvæða og neikvæða. 

Að mati Coprion geta yfirmenn og undirmenn aðeins verið vinir ef eftirfarandi er til staðar: Tilfinningalegur þroski, hreinskilni og gegnsæi, geta til þess að stjórna tilfinningum þegar hlutirnir verða erfiðir, meðvitund um valdaójafnvægi og styrkur til þess að tala um það, að vilja ekki nýta sér annað fólk til eigin hagsmuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál