Velgengni er ekki mæld á bankabókinni

Barack Obama og Michelle Obama þykja njóta velgengni.
Barack Obama og Michelle Obama þykja njóta velgengni. MARIO TAMA

Fólk metur gjarnan velgengni fólks út frá því hversu mikinn pening það á. Richard Branson, Bill Gates og Warren Buffett eru meðal þeirra sem eru jafnan taldir farsælir. Þeir, ásamt fleira fólki, eru þó ekki sammála því að peningar séu lykilatriði eins og kemur fram á vef Business Insider.  

Richard Branson

Branson sem er stofnandi Virgin-félagsins vill meina að of margir meti eigin farsæld af hversu mikla peninga þeir eiga eða fólkið sem það umgengst. „Að mínu mati ætti að mæla sanna velgengni í hversu hamingjusamur þú ert,“ sagði Branson. 

Richard Branson.
Richard Branson. AFP

Mark Cuban

Fjárfestinn Cuban skortir ekki peninga og gat meðal annars keypt NBA-lið, samt eru það ekki peningar sem mæla hamingjuna að hans mati. „Fyrir mér er skilgreiningin á velgengni  að vakna á morgnana með bros á vör, vitandi það að dagurinn á eftir að verða frábær. Ég var hamingjusamur þegar ég var fátækur, sex menn bjuggu í þriggja svefnherbergja íbúð, sofandi á gólfinu.“

Mark Cuban.
Mark Cuban. AFP

Warren Buffett 

Buffett er einn ríkasti maður í heimi, peningar eru þó ekki efst í huga hans. „Ég mæli velgengni á hversu margt fólk elskar mig,“ á Buffett að hafa sagt á ársfundi.  

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP

Maya Angelou

Angelou sem lést árið 2014 var andlegur leiðbeinandi fjölda fólks og enn fara margir eftir speki hennar. Hún vildi meina að velgengni snerist um að líka vel við okkur sjálf, líka vel við það sem við gerum og hvernig við gerum það. 

Maya Angelou.
Maya Angelou. AFP

Bill Gates

Stofnandi Microsoft er svo ríkur að hann lét sér útbúa trampólínherbergi heima hjá sér. Hann segist mæla velgengni á sama hátt og Warren Buffett en bætti því við að það væri líka gott að finnast eins og maður væri að gera eitthvað sem skipti máli. „Búa til eitthvað, ala upp börn eða hjálpa bágstöddum,“ sagði Gates. 

Bill Gates.
Bill Gates. mbl.is/AFP

Barack Obama

Þrátt fyrir að Obama komi ekki úr fjármálaheiminum skortir hann ekki fé. Eiginkona hans sagði að hann mældi ekki velgengni í peningum, það sem skipti máli væri að gera eitthvað sem skipti máli. Þegar hann var yngri hafnaði hann hálaunuðum störfum til þess að vinna fyrir fólk sem átti erfitt. 

Barack Obama og Michelle Obama.
Barack Obama og Michelle Obama. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál