Svona skipuleggur Michelle Obama sig

Hjónin Michelle og Barack Obama skipuleggja stefnumótakvöld fram í tímann.
Hjónin Michelle og Barack Obama skipuleggja stefnumótakvöld fram í tímann. AFP

Obama-fjölskyldan er líklega þekktari fjölskylda en flestar aðrar og það hefur verið aðeins meira að gera hjá hjónunum Barack og Michelle Obama en hjá flestum öðrum hjónum með tvö börn. Þau passa þó að gefa sér tíma fyrir fjölskylduna enda segir Michelle að fólk þurfi að fá að forgangsraða lífi sínu fram yfir vinnuna. 

Í viðtali við The Time sagði forsetafrúin fyrrverandi frá því hvernig þau hjónin skipuleggja sig. Á hverju ári setjast þau niður með aðstoðarmanneskju og raða inn á dagatalið sitt. Fyrst koma matarboð, stefnumótakvöld, æfingar og frí inn á dagatalið. Eftir það er getur hún ákveðið fundi eða ráðstefnur. 

Hún segir fjölskyldulíf þeirra vera ekkert öðruvísi en annars fólks fyrir utan það að það er fylgst með þeim. Þegar eiginmaður hennar var forseti gerði hann það að forgangsverkefni að borða kvöldmat með fjölskyldu sinni og missti aldrei af kennarafundum. 

„Jafnvel þegar þú skipuleggur fjölskylduna þá er nægur tími fyrir vinnu, en við gerum það ekki,“ sagði Michelle Obama. „Við leyfum vinnunni að flæða yfir allt. Við verðum að byrja að gera það að forgangsverkefni að leyfa fólki að setja lífið framar vinnunni.“

Obama-fjölskyldan er bara venjuleg fjölskylda.
Obama-fjölskyldan er bara venjuleg fjölskylda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál