Komdu vel fyrir á fyrstu 5 mínútunum

Gott er að mynda augnsamband í atvinnuviðtölum.
Gott er að mynda augnsamband í atvinnuviðtölum. mbl.is/Thinkstockphotos

Fyrstu mínúturnar í kynnum fólks skipta miklu máli, þetta á ekki bara við þegar fólk kynnist væntanlegum maka heldur líka í atvinnuviðtölum. Hæfni og hæfileikar koma manni langt en það er líka hægt að komast langt á því að koma vel fyrir. Business Insider fór yfir sjö atriði sem er gott að hafa í huga. 

1. Mættu tímanlega

Það vill enginn mæta seinn og sveittur í þokkabót í atvinnuviðtal. Sérfræðingar mæla með því að gott sé að mæta 10 til 15 mínútum áður en að atvinnuviðtalið á að hefjast. Varast skal að mæta mikið fyrr þar sem það gæti farið í taugarnar á væntanlegum yfirmönnum. 

2. Komdu vel fram í móttökunni

Það eru augu allstaðar, líka í móttökunni. Sumt fólk sem er að ráða inn starfsfólk talar við móttökustarfsmenn og spyr það um upplifun á fólki sem kom í atvinnuviðtal. 

3. Augnsamband

Það er gott ráð að reyna mynda augnsamband við þann sem sér um ráðninguna. Fólk sem myndar augnsamband virkar gáfaðra en fólk sem gerir það ekki. 

4. Handabandið

Fólk sem tekur þétt og örugglega í hönd fólks í byrjun viðtals er líklegra til þess að vera ráðið samkvæmt rannsókn á því hvernig fólk kom fyrir í atvinnuviðtölum. 

Þétt og öruggt handaband er málið.
Þétt og öruggt handaband er málið. mbl.is/Thinkstockphotos

5. Vertu til í létt spjall

Rannsóknir sýna að létt og hversdagslegt spjall áður en að viðtalið hefst formlega hefur áhrif á þann sem er að ráða í starf. 

6. Auka eintök af ferilskránni

Það þykir sniðugt að mæta með útprentuð eintök af ferilskránni þrátt fyrir að atvinnurekandinn hafi fengið senda ferilskrá og kynningarbréf með tölvupósti í atvinnuumsókninni. Gott er að koma með útprentað fyrir þá sem taka viðtalið sem og til eigin nota. Það er heldur ekki vitlaust að mæta með blað og penna. 

7. Spurðu réttu spurninganna

Sá sér stjórnar viðtalinu þarf ekki endilega að spyrja allra spurninganna. Sérfræðingur segir að það sé ákveðnar spurningar sem gott er að spyrja snemma í viðtalinu. Þar með hefur sá sem er í viðtalinu ákveðna stjórn á viðtalinu og öðlast betri sýn á starfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál