Svona eykur Karlie Kloss framleiðni sína

Karlie Kloss hefur í mörgu að snúast.
Karlie Kloss hefur í mörgu að snúast. AFP

Karlie Kloss er ekki bara ein þekktasta fyrirsæta í heimi heldur er hún líka frumkvöðull og stendur fyrir sumarbúðum þar sem stelpur læra að forrita. Það er því mikið að gera hjá Kloss en hún upplýsti nýlega á Entrepreneur hvernig hún hagar deginum sínum og nær að vinna að öllu sem hún er að gera. 

Kloss byrjar daginn á æfingu og hollum morgumat. Hún fer þá á æfingu með þjálfaranum sínum eða fer út að hlaupa og borðar svo eggjahvítu ommelettu eða þeyting. Eftir þetta segist hún vera með góða orku sem hjálpi henni út daginn. 

Eftir fjölbreyttan og pakkaðan dag tekur Kloss því rólega á kvöldin. Hún talar við fjölskylduna sína á FaceTime og les bók eða hlustar á hlaðvarp. Hún reynir líka að forðast samfélagsmiðla á kvöldin og einbeitir sér að sjálfri sér. 

Líf Kloss snýst því um svo miklu meira en að láta taka fallegar myndir af sér. Þegar það er mikið að gera hjá henni og hún finnur að hún sé að missa einbeitinguna grípur hún til þess að ganga um skrifstofuna, ná sér í kaffi eða að hugleiða. „Ég hef komist að því að það er nauðsynlegt að taka þessar pásur fyrir sjálfa mig, bæði fyrir framleiðni mína og geðheilsu mína,“ segir Kloss. 

Annað sem hún gerir til þess að auka framleiðni sína er að skrifa niður hluti, hún segir það vera frábæra leið til þess að fylgjast með hvað sé búið að gera og hvað eigi eftir að gera. Hún skrifar það líka niður þegar henni dettur eitthvað nýtt og spennandi í hug svo hún geti komið að því seinna. 

Karlie Kloss.
Karlie Kloss. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál