10 lífsreglur Marianne Williamson

Marianne Williamson trúir því að ef þú treystir á æðri ...
Marianne Williamson trúir því að ef þú treystir á æðri mátt og ert kærleiksrík/kærleiksríkur þá færðu líf stærra en þú gætir ímyndað þér. Ljósmynd/skjáskot netið.

Marianne Williamson er fyrirmynd fólks út um allan heim. Hún kennir að með því að elska, fyrirgefa og þora að vilja stórt líf án ótta séum við að taka við kraftaverkum heimsins. Hún segir að það sem við óttumst helst í lífinu sé ljósið hið innra með okkur en ekki myrkrið.

Hér eru 10 lífsreglur í hennar anda.

Leyfðu þér að sleppa tökunum og elska

Þegar þú sleppir tökunum og treystir lífinu, leyfir þér að elska og vera þá gerast einstakir hlutir. Í raun má segja að heimurinn breytist þegar við breytumst. Þegar við mýkjumst þá mýkist heimurinn. Heimurinn elskar okkur þegar við ákveðum að elska hann. Svo sama í hvaða stöðu þú ert, treystu að þú ert nákvæmlega þar sem þú átt að vera og þér sé ætlað að fara áfram í meira ljós og kærleika.

Ekki forðast fólk sem er tilfinningalega til staðar

Það hvernig við erum alin upp gefur vísbendingar um hvernig elskhugar við verðum í framtíðinni. Þeir sem eru aldir upp af traustum foreldrum sem leyfa börnum sínum að fara út í heiminn og prófa sjálf, geta verið tilfinningalega til staðar fyrir sig sjálfa og aðra. Þeir sem hafa á hinn bóginn fengið höfnun frá foreldrum sínum eða þurft að bera tilfinningalega ábyrgð á þeim, mynda tengsl sem eru óheilbrigð. Ýmist verða þeir aðilar sjúkir í makann sinn og fá ekki nóg af honum, eða þeir forðast náin tilfinningaleg tengsl og eru á flótta.

Ef þú ert til dæmis mikið að lenda í fólk á flótta í samskiptum sem hafna þér, prófaðu að skoða hvort þú sért að velja þér hluti í lífinu sem spegla eitthvað óuppgert í þér.

Ef þú óttast fólk sem er tilfinningalega til staðar gæti það verið vegna þess að þú forðast djúp tengsl við aðra. 

Skoðaðu hugmyndir þína um peninga

Ef þú gerir það sem þú elskar af miklum kærleika muntu uppskera eftir því. Það er ekkert tengt peningum sem er neikvætt eða vont, nema að sú hugsun eigi sér stað inni í höfðinu á þér. Ef þú ert á þeirri skoðun er líklegt að peningar séu ekki að flæða til þín. Ef þú hins vegar starfar í kærleikanum og þú kallar peninga til þín þá muntu finna fjölmargar leiðir til að gefa það áfram hvort heldur sem er með því að hvetja fleiri inn í ljósið í burt frá óttanum eða með því að gefa þá áfram þangað sem þörfin er fyrir þá.

Prófaðu að vera bara þú

Túlipani vex ekki í garði til að vekja aðdáun eða athygli annarra. Hann reynir ekki að vera öðruvísi en rós vegna þess að hann þarf þess ekki. Mundu að það er pláss fyrir öll blómin í garðinum. Þú þurftir ekki að hafa fyrir því að gera andlit þitt öðruvísi en annarra á þesari jöðru. Það bara er þannig. Þú ert einstakur/einstök af því þú ert þannig gerður/gerð. Fylgstu með litlum börnum í leikskólanum. Þau eru alls konar án þess að reyna það. Ef þau fá að vera þau sjálf án ótta við höfnun eða mistök geta þau ekki annað en skinið. Það er einungis seinna þegar samfélagið hefur kennt þeim að keppa við hvert annað, um hvort er betra, sem þeirra náttúrulega ljós truflast.

Sæktu í heilbrigt samband

Til þess að komast í heilbrigt samband þá þarftu að byrja á því að vinna í þér. Í heilögum og heilbrigðum samböndum, þá myndast skilningur á því að fólk er með bresti eða staði í hjarta sér sem þarf að vinna í. Í slíkum samböndum heilast þessir hlutir með þeim sem maður elskar. Í slíkum samböndum felum við ekki veikleika okkar, heldur skiljum að í sambandinu munu hlutirnir læknast með sameiginlegum kærleik og trausti.

Hættu að leita að fullkomnun

Að leita að einhverjum til að fullkomna þig leiðir þig í átt að örvæntingu. Vegna þess að það er enginn fullkominn. Það er enginn fullkominn af því að það er enginn ófullkominn. Einungis sá sem er fyrir framan okkur, og hin fullkomna reynsla sem við hljótum af samskiptum okkar við þennan einstakling. Hvort sem hún er ánægjuleg eða sársaukafull.

Treystu þegar þú færð það sem þú hefur beðið um

Sum okkar eru dugleg að biðja en fyllumst svo ótta þegar verið erum bænheyrð og hlutirnir breytast. Ekki hafa áhyggjur. Þú færð væntanlega ekki nákvæmlega það sem þú baðst um heldur eitthvað miklu betra þegar þú vilt breytingar. Ef þú notar vanmáttinn í æðruleysi og bæn.

Ekki elska dauða hluti

Þegar við setjum virði á hluti sem eru ekki ást – peninga, bíla, hús eða álit annarra – erum við að elska hluti sem geta ekki elskað okkur til baka. Þá leitum við að merkingu í einhverju sem hefur enga merkingu.

Treystu

Egóið þitt segir að þegar allt verður eins og þú vilt hafa það þá kemst á ró. Andinn þinn segir að þegar þú finnur þína innri ró muni allt falla á sinn stað í tilverunni.

Líttu inn á við

Ef þú biður um nýtt samband, eða nýja vinnu mun það gagnast þér lítið ef þú mætir í báða þessa hluti eins og þú mættir í þá áður. Þú færð sömu niðurstöðuna aftur og aftur. Það er ekki fyrr en þú nærð að breyta viðhorfum þínum til hlutanna sem þú munt upplifa þá öðruvísi. Ef þú nærð að gera það með kærleika þá muntu fá stærri gjafir en þú gætir ímyndað þér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Er þetta í alvörunni samþykkt?

Í gær, 21:00 Melissa McCarthy er uppáhald okkar allra. Hún er með eindæmum sterk. Segir að tilgangur hennar í lífinu sé að koma fólki til að hlæja, en ekki líta út eins og 18 ára vændiskona eða amma einhvers í brúðkaupi. Hún fagnar fjölbreytileikanum og eyðir ekki tíma í óhamingjusama fýlupúka. Meira »

Maðurinn minn er að setja okkur á hausinn

Í gær, 18:00 „Ég er í vanda stödd. Ég er í sambandi við mann sem ég elska mjög mikið en hann virðist vera alveg týndur. Það er aldrei neitt nógu gott fyrir hann og hann fær dellur sem mér finnst bara vera rugl. Þessar dellur hans eru líka yfirleitt ekki ókeypis og nú er svo komið að hann er að setja okkur á hausinn með enn einu ruglinu.“ Meira »

Viltu klæða þig eins og ballerína?

Í gær, 15:00 Ef þú vilt klæða þig dagsdaglega í anda ballerínu þá eru atriði sem þú þarft að hafa í huga sem skipta máli.  Meira »

Enginn á að vera farþegi í eigin brúðkaupi

Í gær, 12:00 Ásgeir Páll, óperusöngvari og útvarpsmaður á K100, er um þessar mundir að undirbúa brúðkaup sitt með tilvonandi eiginkonu sinni, Elínu Hrund Garðarsdóttur. Hann segir að enginn ætti að gifta sig sem finnur til óþæginda vegna brúðkaups og hvetur karlmenn til að taka þátt í undirbúningi. Meira »

Er að skilja og óttast einmanaleikann

í gær „Við erum ágætlega stödd þannig séð þannig að ég sé ekki fram á að hafa miklar fjárhagsáhyggjur en ég óttast það mjög að vera ein og bera ábyrgð á öllu. Því þótt makinn hafi oft og tíðum verið ómögulegur þá var hann samt með mér í liði og við vorum saman í þessu,“ segir íslensk kona. Meira »

Af hverju felur þú hjartað þitt?

í gær Þegar kemur að samböndum er oft og tíðum sagt: Segðu mér hvernig þú varst alinn upp og þá get ég sagt þér í hvernig sambandi þú ert. Meira »

Fitnarðu þegar þú ferð í samband?

í fyrradag Sumir eru eins og jójó, inn og út úr samböndum. Þar sem þeir fitna í samböndum og grennast svo inn á milli. Ef þú ert einn/ein af þeim þá er þetta grein fyrir þig. Meira »

„Ég gæti þetta aldrei!“

í fyrradag Er fyrirgefning ekki fyrir þig? Prófaðu að sitja með gremju í fangingu. Það er erfitt. Marianne Williamson og Oprah Winfrey ræða málin í SuperSoul. Meira »

Dolce & Gabbana mun deyja

í fyrradag Ítalska tískuhúsið Dolce & Gabbana er ekki stofnun og mun ekki halda áfram að hanna föt eftir lát stofnanda tískuhússins samkvæmt fatahönnuðinum Stefano Gabbana. Meira »

Forstofur í feng shui-stíl

í fyrradag Hvar á spegillinn að vera og hvaða plöntur á að velja í forstofunni? Allt skiptir þetta máli til þess að skapa góða og jákvæða orku. Meira »

Diskótímabilið heillar

í fyrradag Gunnsteinn Helgi Maríusson er mikill smekkmaður sem skaffar starfsfólki sínu pelsa og ósýnilega sokka.   Meira »

Sleppir öllu sem er bólgumyndandi

21.4. „Þar sem húðin er spegill líkamans og svo margir þættir sem hafa áhrif á húðina í gegnum lífsstíl okkar þá reyni ég eftir bestu getu að hugsa vel um að næra mig með næringaríkri og heilnæmri fæðu. Ég held þeirri fæðu í lágmarki sem kveikir í bólgumyndun í líkamanum eins og sykur, hveiti og önnur unnin kolvetni, transfitur, áfengi og skyndibiti sem geta haft slæm áhrif á húðina.“ Meira »

„Ef ég hefði bara vitað þetta um ástina“

21.4. Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla. Hér eru fimm ráð sem hún vildi hafa gefið sér þegar hún var 20 ára. Eitt af ráðunum er að hlusta á helming þess sem er sagt en fylgjast vel með öllu sem gerist. Meira »

12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

20.4. „Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum,“ segir Elín Káradóttir. Meira »

Svona lítur endurunna línan frá H&M út

20.4. Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum. Meira »

218 milljóna hús við Stigahlíð

20.4. Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Er ástarlífið að buga þig?

20.4. Úr bókinni Love Rules er hægt að fylgja fjórum einföldum aðgerðum til að halda sér á réttu leiðinni þegar kemur að ástinni. Allt of margir eru að taka inn rangar kaloríur þegar kemur að ástinni, líkt og þegar kemur að mat. Meira »

Hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi

20.4. María Másdóttir rekur Blómahönnun ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Hún hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi og segir mikinn heiður að taka þátt í að skreyta í brúðkaupum. Meira »

Stjörnur sem hættu að vigta sig

20.4. Margar stjörnur hafa áttað sig á því að það er til árangursríkari leið til þess að mæla árangur sinn en að stíga á vigt.   Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

20.4. Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »
Meira píla