10 lífsreglur Marianne Williamson

Marianne Williamson trúir því að ef þú treystir á æðri ...
Marianne Williamson trúir því að ef þú treystir á æðri mátt og ert kærleiksrík/kærleiksríkur þá færðu líf stærra en þú gætir ímyndað þér. Ljósmynd/skjáskot netið.

Marianne Williamson er fyrirmynd fólks út um allan heim. Hún kennir að með því að elska, fyrirgefa og þora að vilja stórt líf án ótta séum við að taka við kraftaverkum heimsins. Hún segir að það sem við óttumst helst í lífinu sé ljósið hið innra með okkur en ekki myrkrið.

Hér eru 10 lífsreglur í hennar anda.

Leyfðu þér að sleppa tökunum og elska

Þegar þú sleppir tökunum og treystir lífinu, leyfir þér að elska og vera þá gerast einstakir hlutir. Í raun má segja að heimurinn breytist þegar við breytumst. Þegar við mýkjumst þá mýkist heimurinn. Heimurinn elskar okkur þegar við ákveðum að elska hann. Svo sama í hvaða stöðu þú ert, treystu að þú ert nákvæmlega þar sem þú átt að vera og þér sé ætlað að fara áfram í meira ljós og kærleika.

Ekki forðast fólk sem er tilfinningalega til staðar

Það hvernig við erum alin upp gefur vísbendingar um hvernig elskhugar við verðum í framtíðinni. Þeir sem eru aldir upp af traustum foreldrum sem leyfa börnum sínum að fara út í heiminn og prófa sjálf, geta verið tilfinningalega til staðar fyrir sig sjálfa og aðra. Þeir sem hafa á hinn bóginn fengið höfnun frá foreldrum sínum eða þurft að bera tilfinningalega ábyrgð á þeim, mynda tengsl sem eru óheilbrigð. Ýmist verða þeir aðilar sjúkir í makann sinn og fá ekki nóg af honum, eða þeir forðast náin tilfinningaleg tengsl og eru á flótta.

Ef þú ert til dæmis mikið að lenda í fólk á flótta í samskiptum sem hafna þér, prófaðu að skoða hvort þú sért að velja þér hluti í lífinu sem spegla eitthvað óuppgert í þér.

Ef þú óttast fólk sem er tilfinningalega til staðar gæti það verið vegna þess að þú forðast djúp tengsl við aðra. 

Skoðaðu hugmyndir þína um peninga

Ef þú gerir það sem þú elskar af miklum kærleika muntu uppskera eftir því. Það er ekkert tengt peningum sem er neikvætt eða vont, nema að sú hugsun eigi sér stað inni í höfðinu á þér. Ef þú ert á þeirri skoðun er líklegt að peningar séu ekki að flæða til þín. Ef þú hins vegar starfar í kærleikanum og þú kallar peninga til þín þá muntu finna fjölmargar leiðir til að gefa það áfram hvort heldur sem er með því að hvetja fleiri inn í ljósið í burt frá óttanum eða með því að gefa þá áfram þangað sem þörfin er fyrir þá.

Prófaðu að vera bara þú

Túlipani vex ekki í garði til að vekja aðdáun eða athygli annarra. Hann reynir ekki að vera öðruvísi en rós vegna þess að hann þarf þess ekki. Mundu að það er pláss fyrir öll blómin í garðinum. Þú þurftir ekki að hafa fyrir því að gera andlit þitt öðruvísi en annarra á þesari jöðru. Það bara er þannig. Þú ert einstakur/einstök af því þú ert þannig gerður/gerð. Fylgstu með litlum börnum í leikskólanum. Þau eru alls konar án þess að reyna það. Ef þau fá að vera þau sjálf án ótta við höfnun eða mistök geta þau ekki annað en skinið. Það er einungis seinna þegar samfélagið hefur kennt þeim að keppa við hvert annað, um hvort er betra, sem þeirra náttúrulega ljós truflast.

Sæktu í heilbrigt samband

Til þess að komast í heilbrigt samband þá þarftu að byrja á því að vinna í þér. Í heilögum og heilbrigðum samböndum, þá myndast skilningur á því að fólk er með bresti eða staði í hjarta sér sem þarf að vinna í. Í slíkum samböndum heilast þessir hlutir með þeim sem maður elskar. Í slíkum samböndum felum við ekki veikleika okkar, heldur skiljum að í sambandinu munu hlutirnir læknast með sameiginlegum kærleik og trausti.

Hættu að leita að fullkomnun

Að leita að einhverjum til að fullkomna þig leiðir þig í átt að örvæntingu. Vegna þess að það er enginn fullkominn. Það er enginn fullkominn af því að það er enginn ófullkominn. Einungis sá sem er fyrir framan okkur, og hin fullkomna reynsla sem við hljótum af samskiptum okkar við þennan einstakling. Hvort sem hún er ánægjuleg eða sársaukafull.

Treystu þegar þú færð það sem þú hefur beðið um

Sum okkar eru dugleg að biðja en fyllumst svo ótta þegar verið erum bænheyrð og hlutirnir breytast. Ekki hafa áhyggjur. Þú færð væntanlega ekki nákvæmlega það sem þú baðst um heldur eitthvað miklu betra þegar þú vilt breytingar. Ef þú notar vanmáttinn í æðruleysi og bæn.

Ekki elska dauða hluti

Þegar við setjum virði á hluti sem eru ekki ást – peninga, bíla, hús eða álit annarra – erum við að elska hluti sem geta ekki elskað okkur til baka. Þá leitum við að merkingu í einhverju sem hefur enga merkingu.

Treystu

Egóið þitt segir að þegar allt verður eins og þú vilt hafa það þá kemst á ró. Andinn þinn segir að þegar þú finnur þína innri ró muni allt falla á sinn stað í tilverunni.

Líttu inn á við

Ef þú biður um nýtt samband, eða nýja vinnu mun það gagnast þér lítið ef þú mætir í báða þessa hluti eins og þú mættir í þá áður. Þú færð sömu niðurstöðuna aftur og aftur. Það er ekki fyrr en þú nærð að breyta viðhorfum þínum til hlutanna sem þú munt upplifa þá öðruvísi. Ef þú nærð að gera það með kærleika þá muntu fá stærri gjafir en þú gætir ímyndað þér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

Í gær, 15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

Í gær, 12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í fyrradag Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í fyrradag Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »