10 lífsreglur Marianne Williamson

Marianne Williamson trúir því að ef þú treystir á æðri ...
Marianne Williamson trúir því að ef þú treystir á æðri mátt og ert kærleiksrík/kærleiksríkur þá færðu líf stærra en þú gætir ímyndað þér. Ljósmynd/skjáskot netið.

Marianne Williamson er fyrirmynd fólks út um allan heim. Hún kennir að með því að elska, fyrirgefa og þora að vilja stórt líf án ótta séum við að taka við kraftaverkum heimsins. Hún segir að það sem við óttumst helst í lífinu sé ljósið hið innra með okkur en ekki myrkrið.

Hér eru 10 lífsreglur í hennar anda.

Leyfðu þér að sleppa tökunum og elska

Þegar þú sleppir tökunum og treystir lífinu, leyfir þér að elska og vera þá gerast einstakir hlutir. Í raun má segja að heimurinn breytist þegar við breytumst. Þegar við mýkjumst þá mýkist heimurinn. Heimurinn elskar okkur þegar við ákveðum að elska hann. Svo sama í hvaða stöðu þú ert, treystu að þú ert nákvæmlega þar sem þú átt að vera og þér sé ætlað að fara áfram í meira ljós og kærleika.

Ekki forðast fólk sem er tilfinningalega til staðar

Það hvernig við erum alin upp gefur vísbendingar um hvernig elskhugar við verðum í framtíðinni. Þeir sem eru aldir upp af traustum foreldrum sem leyfa börnum sínum að fara út í heiminn og prófa sjálf, geta verið tilfinningalega til staðar fyrir sig sjálfa og aðra. Þeir sem hafa á hinn bóginn fengið höfnun frá foreldrum sínum eða þurft að bera tilfinningalega ábyrgð á þeim, mynda tengsl sem eru óheilbrigð. Ýmist verða þeir aðilar sjúkir í makann sinn og fá ekki nóg af honum, eða þeir forðast náin tilfinningaleg tengsl og eru á flótta.

Ef þú ert til dæmis mikið að lenda í fólk á flótta í samskiptum sem hafna þér, prófaðu að skoða hvort þú sért að velja þér hluti í lífinu sem spegla eitthvað óuppgert í þér.

Ef þú óttast fólk sem er tilfinningalega til staðar gæti það verið vegna þess að þú forðast djúp tengsl við aðra. 

Skoðaðu hugmyndir þína um peninga

Ef þú gerir það sem þú elskar af miklum kærleika muntu uppskera eftir því. Það er ekkert tengt peningum sem er neikvætt eða vont, nema að sú hugsun eigi sér stað inni í höfðinu á þér. Ef þú ert á þeirri skoðun er líklegt að peningar séu ekki að flæða til þín. Ef þú hins vegar starfar í kærleikanum og þú kallar peninga til þín þá muntu finna fjölmargar leiðir til að gefa það áfram hvort heldur sem er með því að hvetja fleiri inn í ljósið í burt frá óttanum eða með því að gefa þá áfram þangað sem þörfin er fyrir þá.

Prófaðu að vera bara þú

Túlipani vex ekki í garði til að vekja aðdáun eða athygli annarra. Hann reynir ekki að vera öðruvísi en rós vegna þess að hann þarf þess ekki. Mundu að það er pláss fyrir öll blómin í garðinum. Þú þurftir ekki að hafa fyrir því að gera andlit þitt öðruvísi en annarra á þesari jöðru. Það bara er þannig. Þú ert einstakur/einstök af því þú ert þannig gerður/gerð. Fylgstu með litlum börnum í leikskólanum. Þau eru alls konar án þess að reyna það. Ef þau fá að vera þau sjálf án ótta við höfnun eða mistök geta þau ekki annað en skinið. Það er einungis seinna þegar samfélagið hefur kennt þeim að keppa við hvert annað, um hvort er betra, sem þeirra náttúrulega ljós truflast.

Sæktu í heilbrigt samband

Til þess að komast í heilbrigt samband þá þarftu að byrja á því að vinna í þér. Í heilögum og heilbrigðum samböndum, þá myndast skilningur á því að fólk er með bresti eða staði í hjarta sér sem þarf að vinna í. Í slíkum samböndum heilast þessir hlutir með þeim sem maður elskar. Í slíkum samböndum felum við ekki veikleika okkar, heldur skiljum að í sambandinu munu hlutirnir læknast með sameiginlegum kærleik og trausti.

Hættu að leita að fullkomnun

Að leita að einhverjum til að fullkomna þig leiðir þig í átt að örvæntingu. Vegna þess að það er enginn fullkominn. Það er enginn fullkominn af því að það er enginn ófullkominn. Einungis sá sem er fyrir framan okkur, og hin fullkomna reynsla sem við hljótum af samskiptum okkar við þennan einstakling. Hvort sem hún er ánægjuleg eða sársaukafull.

Treystu þegar þú færð það sem þú hefur beðið um

Sum okkar eru dugleg að biðja en fyllumst svo ótta þegar verið erum bænheyrð og hlutirnir breytast. Ekki hafa áhyggjur. Þú færð væntanlega ekki nákvæmlega það sem þú baðst um heldur eitthvað miklu betra þegar þú vilt breytingar. Ef þú notar vanmáttinn í æðruleysi og bæn.

Ekki elska dauða hluti

Þegar við setjum virði á hluti sem eru ekki ást – peninga, bíla, hús eða álit annarra – erum við að elska hluti sem geta ekki elskað okkur til baka. Þá leitum við að merkingu í einhverju sem hefur enga merkingu.

Treystu

Egóið þitt segir að þegar allt verður eins og þú vilt hafa það þá kemst á ró. Andinn þinn segir að þegar þú finnur þína innri ró muni allt falla á sinn stað í tilverunni.

Líttu inn á við

Ef þú biður um nýtt samband, eða nýja vinnu mun það gagnast þér lítið ef þú mætir í báða þessa hluti eins og þú mættir í þá áður. Þú færð sömu niðurstöðuna aftur og aftur. Það er ekki fyrr en þú nærð að breyta viðhorfum þínum til hlutanna sem þú munt upplifa þá öðruvísi. Ef þú nærð að gera það með kærleika þá muntu fá stærri gjafir en þú gætir ímyndað þér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Í gær, 23:59 „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Í gær, 21:00 Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

Í gær, 18:00 Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

Í gær, 15:00 Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

Í gær, 12:00 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

Í gær, 09:00 Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

Í gær, 06:00 Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

í fyrradag Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

í fyrradag Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

í fyrradag Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

í fyrradag Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

í fyrradag „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

í fyrradag Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

í fyrradag Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

15.7. Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

15.7. Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

15.7. Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

15.7. Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »

„Viljum verða betri með aldrinum“

15.7. Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. Meira »

Leigðu út húsið og fóru á flakk

15.7. Swenson-fjölskyldan lagði land undir fót í október 2017 í 11 mánaða ferðalag um heiminn. Þau hafa ferðast um Asíu, Eyjaálfu og Afríku og eru nú í Finnlandi. Meira »

Þjálfari Kate Hudson leysir frá skjóðunni

15.7. Þjálfari Kate Hudson lætur hana ekki bara standa fyrir framan spegil og lyfta lóðum, hann lætur hana dansa í leiðinni.   Meira »