Morgunrútína Oliviu Wilde

Olivia Wilde er með bækur og legó á náttborðinu.
Olivia Wilde er með bækur og legó á náttborðinu. AFP

Góður dagur hefst á góðum degi og það veit leikkonan Olivia Wilde sem reynir að ná tíma með börnunum sínum á morgnana. Wilde fór yfir morgunrútínuna sína í Elle

Wilde segist ekki hafa verið mikil morgunmanneskja áður en hún byrjaði að eiga börn fyrir fjórum árum. Börnin setja svip á umhverfið sem hún vaknar og sofnar í en ásamt fjórum til fimm bókum og vatni á náttborðinu má finna legókubba.  

Wilde vaknar á milli klukkan hálfsjö og sjö á morgnana við börnin sín og nýtur þess. Wilde segir að með því að taka daginn snemma nái hún að vera með börnunum sínum áður en hún fer í vinnuna. 

Hún vaknar ekki almennilega fyrr en hún þvær sér í framan. Hún notar rakagefandi andlitshreinsi og olíu á andlitið sem hjálpar henni í baráttunni við bólur.  

Gott kaffi er annað sem kemur mörgum af stað á morgnana en Wilde segist einmitt vera kaffifíkill. Er hún sérstaklega hrifin af latte með möndlumjólk. Þegar hún fer að heiman segist hún vera líkleg til að gleyma því mikilvægasta, lyklunum. 

Olivia Wilde.
Olivia Wilde. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál