Hvort ætti ég að kaupa íbúð eða spara?

Hvort er sniðugra að kaupa íbúð eða geyma peningana inni ...
Hvort er sniðugra að kaupa íbúð eða geyma peningana inni í banka? mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í ráðstöfun á peningum. 

Sæl,

þannig er að ég á þó nokkurn pening en veit ekki hvort betra sé að fjárfesta í húsnæði til útleigu eða geyma peningana í banka. 

Með fyfirframþökk, MJS

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Sæl MJS og þakka þér fyrir fyrirspurnina. 

Þetta er áhugaverð spurning sem margir velta eflaust fyrir sér. Þar sem ég sérhæfi mig fyrst og fremst í að skoða fjármálahegðun og samband fólks við peninga, finnst mér rétt að skoða málið frá þeim sjónarhóli. 

Ég legg til að þú setjist niður með stóra örk fyrir framan þig og teiknir kross á örkina ti að skipta henni í fjóra dálka. Hægra megin geturðu svarað spurningum sem tengjast því að fjárfesta í húsnæði til útleigu og vinstra megin því sem tengist að leggja peningana inn í banka. Í efri dálkana skrifarðu það sem er jákvætt við hvora ákvörðun fyrir sig og í neðri dálkana það sem gæti verið neikvætt eða áskoranir tengt hvorri ákvörðun fyrir sig. Með þessum hætti geturðu skoðað kosti og galla og vegið og metið hvað hentar fyrir þig. 

Þegar fjárfestingar eru annars vegar finnst mér gott að hugsa til Warren Buffet, þekktasta fjárfestis í heimi. Hann fjárfestir aðeins í því sem hann þekkir vel. 

Mér koma til hugar eftirfarandi spurningar sem gott er að svara til að auðvelda þér ákvörðunina: 

Að fjárfesta í húsnæði til útleigu: 

Hefurðu þekkingu á húsnæðismarkaðnum eða þarftu að verja miklum tíma í að kynna þér hvernig landið liggur? 

Hefurðu reynslu af að leigja út húsnæði? Ef ekki, geturðu leitað til einhvers sem hefur af því reynslu? 

Ætlarðu að leigja út í langtímaleigu eða til ferðafólks? 

Á hvaða svæði myndirðu kaupa? 

Hefurðu skoðað borgar-/bæjarskipulag á svæðinu? Er gert ráð fyrir breytingum á byggð á svæðinu? Gætu slíkar breytingar rýrt verðgildi á væntanlegri eign? 

Þekkirðu fasteignasala sem gæti ráðlagt þér? 

Myndirðu skoða að kaupa íbúð sem þarf að gera upp til að fá meira fyrir peningana þína? Ef svo er, ertu handlagin/n eða áttu auðvelt með að útvega fólk þér til aðstoðar? 

Hvaða verð hefurðu í huga? 

Hver er lántökukostnaður fyrir slíka eign? 

Hver er væntanlegur vaxtakostnaður á lánstímabilinu? 

Hvað geturðu búist við að fá greitt í leigu? 

Hversu miklar yrðu renturnar við útleigu ef þú dregur frá þann kostnað sem hlýst af kaupunum? 

Hverjir eru helstu kostirnir við að velja þennan valkost? 

Er eitthvað sem veldur þér kvíða eða hugarangri tengt því að taka ákvörðun um að fjárfesta í húsnæði til útleigu? 

mbl.is/ThinkstockPhotos

Að geyma peningana í banka: 

Hefurðu kynnt þér hvað mismunandi bankar bjóða í innlánsvexti? 

Hefurðu kynnt þér lokaða reikninga? 

Hefurðu kynnt þér mismunandi fjárfestingaleiðir, svo sem verðbréfasjóði, ríkisskuldabréf og þess háttar? 

Hverjir eru helstu kostirnir við að velja þennan valkost? 

Er eitthvað sem veldur þér kvíða eða hugarangri tengt því að taka ákvörðun um að leggja peninana inn á banka (eða fjárfesta þeim með öðrum hætti innan fjármálastofnana)? 

Þú getur fundið svör við mörgum þessarra spurninga með því að heimsækja heimasíður bankanna eða með því að panta þér tíma í fjármálaráðgjöf hjá mismunandi fjármálastofnunum. Ég tek það fram að ég er óháð og geng ekki erinda nokkurra banka eða fjármálastofnana. En ég hvet þig eindregið til að kynna þér þá fjárfestingakosti sem eru í boði. 

Ég vona að þetta hjálpi þér að taka ákvörðun að vel ígrunduðu máli. Ákvörðun sem byggir á þínum gildum og er í samræmi við þá peningahegðun sem þú vilt halda í heiðri. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldin í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

Í gær, 15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í gær Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í fyrradag Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »