Fjármál hafa gífurleg áhrif í hjónaböndum

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Edda Jónsdóttir er leiðtogamarkþjálfi sem sérhæfir sig í að efla hæfni fólks til að vera fjárhagslegir leiðtogar í eigin lífi. Hún heldur námskeið og býður einnig einstaklingstíma, þar sem hún greinir peningahegðun og eflir hæfni fólks til að setja sér fjárhagsleg markmið og fara eftir þeim. 

Aðspurð hvað mikilvægt sé að huga að áður en til hjónabands sé stofnað segir hún. „Margir þeirra sem ganga í hjónaband hafa þegar búið saman og eru því jafnvel með sameiginleg fjármál. Þó er ráðlegt að leita álits hjá lögfræðingi ef fólk vill til að mynda tryggja eigið fé með kaupmála.“

Hversu mikil áhrif hafa fjármál einstaklinga í hjónaböndum?

„Fjármál einstaklinga hafa gífurleg áhrif í hjónaböndum. Ef fólk er að hefja samband, mæli ég með að það setjist niður og ræði fjármálin vítt og breitt. Prófi að setja sér markmið í sameiningu og deili svo ábyrgðinni á fjármálunum. Þarna á ég ekki við að annar sjái alltaf um skattaskýrsluna og hinn um allt hitt, heldur frekar að rótera ábyrgðinni þannig að báðir aðilar spreyti sig á öllu sem viðkemur fjármálunum.

Ef annar aðilinn upplifir að hinn sé mun betur til þess fallinn að sjá um fjármálin, til dæmis vegna sérþekkingar á sviði fjármála eða reynslu sinnar úr lífi og starfi, er samt ekki ráðlegt að viðkomandi sjái alfarið um fjármálin. Ég hef séð óteljandi dæmi þess að slíkur ráðahagur er ekki vænlegur þegar til langs tíma er litið. Ástæðan er sú að þegar einstaklingar afsala sér ábyrgð á fjármálunum, kemur sá dagur að þeir upplifa eftirsjá og gremja þeirra beinist þá gjarnan að makanum sem taldi sig vera að leysa vandann með því að taka ábyrgðina á fjármálunum.

Undirstaða jafnvægis í hjónabandi er sú að báðir aðilar upplifi fjárhagslegt frelsi. Ég mæli því frekar með að taka sameiginlega ábyrgð frá fyrsta degi. Það getur verið gott að nálgast fjármálin með því hugarfari að læra hvort af öðru og finna leiðir til að gera fjármálin skemmtileg.“

Afstaða okkar til peninga

Getur þú útskýrt peningaerkitýpu kenninguna stuttlega?

„Kenningin er sú að hvert og eitt okkar hafi nokkurs konar peninga DNA. Það er samsett úr mismunandi peningaerkitýpum eða persónugerðum. Til grundvallar þessari samsetningu er afstaða okkar til peninga, peningahegðun okkar og peningasagan okkar, sem á rætur í uppeldi og upplifunum.

Þetta er greint með sérstökum prófum sem ég legg fyrir fólk og les svo úr.“

Veljum við maka sem er sama peningaerkitýpa og við eða andstæðan?

„Á þeim árum sem ég hef fengist við fjármálatengda markþjálfun hef ég hjálpað töluverðum fjölda fólks og því greint nokkuð sterk munstur er þetta varðar.

Það er mjög algengt að fólk velji sér maka sem hefur í grunninn ólíka afstöðu til fjármála en það hefur sjálft.

Þetta er merkilegt í sjálfu sér því þetta þarf ekki endilega að merkja að fólk hafi ólík lífsgildi. Það mætti kannski lýsa því þannig að tveir andstæðir pólar kallist á og mætist í mörgum hjónaböndum.

Ólík fjármálahegðun getur auðvitað verið tækifæri til að dýpka á bæði sjálfskilningi og gagnkvæmum skilningi fólks á milli en því miður veldur hún oftar djúpum misskilningi.“

Stórar áskoranir valda titringi

Hverjar eru helstu áskoranir tengdar peningum sem koma upp í hjónaböndum?

„Stórar ákvarðanir valda gjarna áskorunum. Þar má nefna húsakaup, nám og fjárfestingar. Einnig getur það valdið titringi ef annar aðilinn ákveður að skipta um starfsvettvang eða vill taka ákvörðun sem getur raskað því fyrirkomulagi sem hefur verið á ráðahagnum. Þetta liggur ef til vill í augum uppi og ætti ekki að koma á óvart. Hins vegar hef ég einnig séð að litlu hlutirnir geta valdið áskorunum. Þegar fólk er í grundvallarafstöðu sinni ósammála um hvernig fara skal með peninga eða þegar hugmyndir fólks um peninga eru ólíkar, getur það valdið áskorunum og oft djúpum samskiptavanda.“

Sjálfsþekking mikilvæg

Ertu með hugmynd að því hvernig við getum unnið úr málefnum sem er algengt að komi upp í hjónaböndum sem áskorun, áður en við göngum í hjónaband?

„Ég mundi segja að sjálfsþekking einstaklinga væri undirstaða þess að geta átt opin samskipti um afstöðu til peninga, peningahegðun og yfirleitt allt sem viðkemur fjármálum. Það getur verið góð leið að kynnast peningapersónugerðunum sínum, vinna úr eigin áskorunum og kynnast svo peningapersónugerðum makans. Með því að gangast við sjálfum okkur og sjá hvernig við getum bætt okkur, verður auðveldara að meðtaka makann með kostum og göllum. Ég hef hjálpað fjölmörgum hjónum og pörum að leysa úr ágreiningi með þessari aðferð.“

Áttu sögur fyrir okkur að tengja í hvernig peningaerkitýpur vinna saman og á móti hver annarri í hjónaböndum?

„Það eru fjölmörg dæmi um hjón sem hafa náð að bæta samskiptin í kjölfar þess að annar aðilinn hefur kynnst peningapersónugerðunum sínum.

Þarna mætti til dæmis nefna par þar sem annað kýs að verja umtalsverðum fjárhæðum í ferðalög og heimilisbúnað á meðan hitt vill frekar leggja áherslu á að safna peningum.

Það fer í taugarnar á þeim aðila sem vill nota peningana til að njóta lífsins og sér engan tilgang með því að leggja fyrir – að hinn vill safna án þess að hafa til þess tilskilda ástæðu.

Í huga þess sem vill safna peningum er hins vegar sá aðili sem vill frekar njóta og nýta peningana til að borga fyrir upplifanir og fallegt heimili, eyðslusamur. Sá sparsami notar það gjarnan gegn hinum og kallar hann eyðslukló eða jafnvel ábyrgðarlausan.

Þegar nánar er að gáð og þessir aðilar ræða málin útfrá peningagildunum sínum og frá sjónarhóli peningapersónugerðanna, kemur ýmislegt í ljós.

Sá sparsami sparar vegna þess að öryggiskennd hans stjórnast af því að eiga varasjóð. Hinn sem vill nota peningana til að njóta, gerir það gjarnan vegna þess að hann hefur upplifað að einhver nákominn hefur fallið frá í blóma lífsins eða veikst og ekki getað notið ávaxta erfiðis síns. Undirliggjandi peningahugmynd viðkomandi er því að nota peningana til að lifa meðan þess er kostur. Fólk sem er svona þenkjandi notar sjaldan orð eins og eyðslusemi eða orðasambönd eins og að eyða peningum. Það notar peninga til að njóta. Þess vegna fer það í taugarnar á þeim aðila að vera kallaður eyðslukló.

Þegar þessir aðilar ná að tjá sig um ástæðurnar að baki peningahegðun sinni og heyra hinn aðilann tjá sínar ástæður, er útkoman oft gagnkvæmur skilningur. Þegar svo er, getur fólk fundir leiðir til að finna sameiginlegan farveg sem rúmar þessi afar mismunandi markmið.“

Andstæður dragast saman

Edda útskýrir áfram. „Ég get einnig deilt sögu minni og mannsins míns. Við höfum verið saman í hálfan annan áratug og höfum náð að umbylta okkar samskiptum tengdum fjármálum á þeim tíma.

Eftir að ég fór að læra um peningapersónugerðirnar, tókum við bæði prófið og komumst að því að efsta persónugerðin mín er hans neðsta og efsta hans er mín neðsta. Ég hef seinna komist að því að þetta er mjög algengt. Þess vegna segi ég að við löðumst að andstæðu okkar þegar peningahegðun er annars vegar.

Það er svo merkilegt að þegar við vinnum ákveðna vinnu til að gangast við þessari hlið í okkur, sem við höfum í rauninni hafnað í okkur sjálfum en löðumst samt sem áður að í makanum, þá hættir fjármálahegðun makans að fara í taugarnar á okkur. Það er eins og við náum að græða sár í okkur sjálfum sem lengi hefur verið opið. Í kjölfarið getum við lært að nýta styrkleika hvort annars og umbreytt því hvernig við eigum samskipti tengd peningum. Við getum einnig náð að setja okkur sameiginleg peningamarkmið auk þess að gefa bæði sjálfum okkur og maka okkar svigrúm til persónulegrar markmiðasetningar.“

Eitthvað að lokum?

„Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin væntingum og þora að taka pláss. Komast að því hvað skiptir okkur raunverulegu máli og setja það í forgang. Gangast við okkur sjálfum eins og við erum. Bæði í efni og anda. En jafnframt að búa um leið til pláss til að makinn geti gert slíkt hið sama. Það finnst mér vera uppskriftin að góðum fjármálasamskiptum í hjónabandi.“

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í gær Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í gær Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í gær Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í gær Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í gær Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »
Meira píla