Fjármál hafa gífurleg áhrif í hjónaböndum

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Edda Jónsdóttir er leiðtogamarkþjálfi sem sérhæfir sig í að efla hæfni fólks til að vera fjárhagslegir leiðtogar í eigin lífi. Hún heldur námskeið og býður einnig einstaklingstíma, þar sem hún greinir peningahegðun og eflir hæfni fólks til að setja sér fjárhagsleg markmið og fara eftir þeim. 

Aðspurð hvað mikilvægt sé að huga að áður en til hjónabands sé stofnað segir hún. „Margir þeirra sem ganga í hjónaband hafa þegar búið saman og eru því jafnvel með sameiginleg fjármál. Þó er ráðlegt að leita álits hjá lögfræðingi ef fólk vill til að mynda tryggja eigið fé með kaupmála.“

Hversu mikil áhrif hafa fjármál einstaklinga í hjónaböndum?

„Fjármál einstaklinga hafa gífurleg áhrif í hjónaböndum. Ef fólk er að hefja samband, mæli ég með að það setjist niður og ræði fjármálin vítt og breitt. Prófi að setja sér markmið í sameiningu og deili svo ábyrgðinni á fjármálunum. Þarna á ég ekki við að annar sjái alltaf um skattaskýrsluna og hinn um allt hitt, heldur frekar að rótera ábyrgðinni þannig að báðir aðilar spreyti sig á öllu sem viðkemur fjármálunum.

Ef annar aðilinn upplifir að hinn sé mun betur til þess fallinn að sjá um fjármálin, til dæmis vegna sérþekkingar á sviði fjármála eða reynslu sinnar úr lífi og starfi, er samt ekki ráðlegt að viðkomandi sjái alfarið um fjármálin. Ég hef séð óteljandi dæmi þess að slíkur ráðahagur er ekki vænlegur þegar til langs tíma er litið. Ástæðan er sú að þegar einstaklingar afsala sér ábyrgð á fjármálunum, kemur sá dagur að þeir upplifa eftirsjá og gremja þeirra beinist þá gjarnan að makanum sem taldi sig vera að leysa vandann með því að taka ábyrgðina á fjármálunum.

Undirstaða jafnvægis í hjónabandi er sú að báðir aðilar upplifi fjárhagslegt frelsi. Ég mæli því frekar með að taka sameiginlega ábyrgð frá fyrsta degi. Það getur verið gott að nálgast fjármálin með því hugarfari að læra hvort af öðru og finna leiðir til að gera fjármálin skemmtileg.“

Afstaða okkar til peninga

Getur þú útskýrt peningaerkitýpu kenninguna stuttlega?

„Kenningin er sú að hvert og eitt okkar hafi nokkurs konar peninga DNA. Það er samsett úr mismunandi peningaerkitýpum eða persónugerðum. Til grundvallar þessari samsetningu er afstaða okkar til peninga, peningahegðun okkar og peningasagan okkar, sem á rætur í uppeldi og upplifunum.

Þetta er greint með sérstökum prófum sem ég legg fyrir fólk og les svo úr.“

Veljum við maka sem er sama peningaerkitýpa og við eða andstæðan?

„Á þeim árum sem ég hef fengist við fjármálatengda markþjálfun hef ég hjálpað töluverðum fjölda fólks og því greint nokkuð sterk munstur er þetta varðar.

Það er mjög algengt að fólk velji sér maka sem hefur í grunninn ólíka afstöðu til fjármála en það hefur sjálft.

Þetta er merkilegt í sjálfu sér því þetta þarf ekki endilega að merkja að fólk hafi ólík lífsgildi. Það mætti kannski lýsa því þannig að tveir andstæðir pólar kallist á og mætist í mörgum hjónaböndum.

Ólík fjármálahegðun getur auðvitað verið tækifæri til að dýpka á bæði sjálfskilningi og gagnkvæmum skilningi fólks á milli en því miður veldur hún oftar djúpum misskilningi.“

Stórar áskoranir valda titringi

Hverjar eru helstu áskoranir tengdar peningum sem koma upp í hjónaböndum?

„Stórar ákvarðanir valda gjarna áskorunum. Þar má nefna húsakaup, nám og fjárfestingar. Einnig getur það valdið titringi ef annar aðilinn ákveður að skipta um starfsvettvang eða vill taka ákvörðun sem getur raskað því fyrirkomulagi sem hefur verið á ráðahagnum. Þetta liggur ef til vill í augum uppi og ætti ekki að koma á óvart. Hins vegar hef ég einnig séð að litlu hlutirnir geta valdið áskorunum. Þegar fólk er í grundvallarafstöðu sinni ósammála um hvernig fara skal með peninga eða þegar hugmyndir fólks um peninga eru ólíkar, getur það valdið áskorunum og oft djúpum samskiptavanda.“

Sjálfsþekking mikilvæg

Ertu með hugmynd að því hvernig við getum unnið úr málefnum sem er algengt að komi upp í hjónaböndum sem áskorun, áður en við göngum í hjónaband?

„Ég mundi segja að sjálfsþekking einstaklinga væri undirstaða þess að geta átt opin samskipti um afstöðu til peninga, peningahegðun og yfirleitt allt sem viðkemur fjármálum. Það getur verið góð leið að kynnast peningapersónugerðunum sínum, vinna úr eigin áskorunum og kynnast svo peningapersónugerðum makans. Með því að gangast við sjálfum okkur og sjá hvernig við getum bætt okkur, verður auðveldara að meðtaka makann með kostum og göllum. Ég hef hjálpað fjölmörgum hjónum og pörum að leysa úr ágreiningi með þessari aðferð.“

Áttu sögur fyrir okkur að tengja í hvernig peningaerkitýpur vinna saman og á móti hver annarri í hjónaböndum?

„Það eru fjölmörg dæmi um hjón sem hafa náð að bæta samskiptin í kjölfar þess að annar aðilinn hefur kynnst peningapersónugerðunum sínum.

Þarna mætti til dæmis nefna par þar sem annað kýs að verja umtalsverðum fjárhæðum í ferðalög og heimilisbúnað á meðan hitt vill frekar leggja áherslu á að safna peningum.

Það fer í taugarnar á þeim aðila sem vill nota peningana til að njóta lífsins og sér engan tilgang með því að leggja fyrir – að hinn vill safna án þess að hafa til þess tilskilda ástæðu.

Í huga þess sem vill safna peningum er hins vegar sá aðili sem vill frekar njóta og nýta peningana til að borga fyrir upplifanir og fallegt heimili, eyðslusamur. Sá sparsami notar það gjarnan gegn hinum og kallar hann eyðslukló eða jafnvel ábyrgðarlausan.

Þegar nánar er að gáð og þessir aðilar ræða málin útfrá peningagildunum sínum og frá sjónarhóli peningapersónugerðanna, kemur ýmislegt í ljós.

Sá sparsami sparar vegna þess að öryggiskennd hans stjórnast af því að eiga varasjóð. Hinn sem vill nota peningana til að njóta, gerir það gjarnan vegna þess að hann hefur upplifað að einhver nákominn hefur fallið frá í blóma lífsins eða veikst og ekki getað notið ávaxta erfiðis síns. Undirliggjandi peningahugmynd viðkomandi er því að nota peningana til að lifa meðan þess er kostur. Fólk sem er svona þenkjandi notar sjaldan orð eins og eyðslusemi eða orðasambönd eins og að eyða peningum. Það notar peninga til að njóta. Þess vegna fer það í taugarnar á þeim aðila að vera kallaður eyðslukló.

Þegar þessir aðilar ná að tjá sig um ástæðurnar að baki peningahegðun sinni og heyra hinn aðilann tjá sínar ástæður, er útkoman oft gagnkvæmur skilningur. Þegar svo er, getur fólk fundir leiðir til að finna sameiginlegan farveg sem rúmar þessi afar mismunandi markmið.“

Andstæður dragast saman

Edda útskýrir áfram. „Ég get einnig deilt sögu minni og mannsins míns. Við höfum verið saman í hálfan annan áratug og höfum náð að umbylta okkar samskiptum tengdum fjármálum á þeim tíma.

Eftir að ég fór að læra um peningapersónugerðirnar, tókum við bæði prófið og komumst að því að efsta persónugerðin mín er hans neðsta og efsta hans er mín neðsta. Ég hef seinna komist að því að þetta er mjög algengt. Þess vegna segi ég að við löðumst að andstæðu okkar þegar peningahegðun er annars vegar.

Það er svo merkilegt að þegar við vinnum ákveðna vinnu til að gangast við þessari hlið í okkur, sem við höfum í rauninni hafnað í okkur sjálfum en löðumst samt sem áður að í makanum, þá hættir fjármálahegðun makans að fara í taugarnar á okkur. Það er eins og við náum að græða sár í okkur sjálfum sem lengi hefur verið opið. Í kjölfarið getum við lært að nýta styrkleika hvort annars og umbreytt því hvernig við eigum samskipti tengd peningum. Við getum einnig náð að setja okkur sameiginleg peningamarkmið auk þess að gefa bæði sjálfum okkur og maka okkar svigrúm til persónulegrar markmiðasetningar.“

Eitthvað að lokum?

„Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin væntingum og þora að taka pláss. Komast að því hvað skiptir okkur raunverulegu máli og setja það í forgang. Gangast við okkur sjálfum eins og við erum. Bæði í efni og anda. En jafnframt að búa um leið til pláss til að makinn geti gert slíkt hið sama. Það finnst mér vera uppskriftin að góðum fjármálasamskiptum í hjónabandi.“

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »