Fjármál hafa gífurleg áhrif í hjónaböndum

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Edda Jónsdóttir er leiðtogamarkþjálfi sem sérhæfir sig í að efla hæfni fólks til að vera fjárhagslegir leiðtogar í eigin lífi. Hún heldur námskeið og býður einnig einstaklingstíma, þar sem hún greinir peningahegðun og eflir hæfni fólks til að setja sér fjárhagsleg markmið og fara eftir þeim. 

Aðspurð hvað mikilvægt sé að huga að áður en til hjónabands sé stofnað segir hún. „Margir þeirra sem ganga í hjónaband hafa þegar búið saman og eru því jafnvel með sameiginleg fjármál. Þó er ráðlegt að leita álits hjá lögfræðingi ef fólk vill til að mynda tryggja eigið fé með kaupmála.“

Hversu mikil áhrif hafa fjármál einstaklinga í hjónaböndum?

„Fjármál einstaklinga hafa gífurleg áhrif í hjónaböndum. Ef fólk er að hefja samband, mæli ég með að það setjist niður og ræði fjármálin vítt og breitt. Prófi að setja sér markmið í sameiningu og deili svo ábyrgðinni á fjármálunum. Þarna á ég ekki við að annar sjái alltaf um skattaskýrsluna og hinn um allt hitt, heldur frekar að rótera ábyrgðinni þannig að báðir aðilar spreyti sig á öllu sem viðkemur fjármálunum.

Ef annar aðilinn upplifir að hinn sé mun betur til þess fallinn að sjá um fjármálin, til dæmis vegna sérþekkingar á sviði fjármála eða reynslu sinnar úr lífi og starfi, er samt ekki ráðlegt að viðkomandi sjái alfarið um fjármálin. Ég hef séð óteljandi dæmi þess að slíkur ráðahagur er ekki vænlegur þegar til langs tíma er litið. Ástæðan er sú að þegar einstaklingar afsala sér ábyrgð á fjármálunum, kemur sá dagur að þeir upplifa eftirsjá og gremja þeirra beinist þá gjarnan að makanum sem taldi sig vera að leysa vandann með því að taka ábyrgðina á fjármálunum.

Undirstaða jafnvægis í hjónabandi er sú að báðir aðilar upplifi fjárhagslegt frelsi. Ég mæli því frekar með að taka sameiginlega ábyrgð frá fyrsta degi. Það getur verið gott að nálgast fjármálin með því hugarfari að læra hvort af öðru og finna leiðir til að gera fjármálin skemmtileg.“

Afstaða okkar til peninga

Getur þú útskýrt peningaerkitýpu kenninguna stuttlega?

„Kenningin er sú að hvert og eitt okkar hafi nokkurs konar peninga DNA. Það er samsett úr mismunandi peningaerkitýpum eða persónugerðum. Til grundvallar þessari samsetningu er afstaða okkar til peninga, peningahegðun okkar og peningasagan okkar, sem á rætur í uppeldi og upplifunum.

Þetta er greint með sérstökum prófum sem ég legg fyrir fólk og les svo úr.“

Veljum við maka sem er sama peningaerkitýpa og við eða andstæðan?

„Á þeim árum sem ég hef fengist við fjármálatengda markþjálfun hef ég hjálpað töluverðum fjölda fólks og því greint nokkuð sterk munstur er þetta varðar.

Það er mjög algengt að fólk velji sér maka sem hefur í grunninn ólíka afstöðu til fjármála en það hefur sjálft.

Þetta er merkilegt í sjálfu sér því þetta þarf ekki endilega að merkja að fólk hafi ólík lífsgildi. Það mætti kannski lýsa því þannig að tveir andstæðir pólar kallist á og mætist í mörgum hjónaböndum.

Ólík fjármálahegðun getur auðvitað verið tækifæri til að dýpka á bæði sjálfskilningi og gagnkvæmum skilningi fólks á milli en því miður veldur hún oftar djúpum misskilningi.“

Stórar áskoranir valda titringi

Hverjar eru helstu áskoranir tengdar peningum sem koma upp í hjónaböndum?

„Stórar ákvarðanir valda gjarna áskorunum. Þar má nefna húsakaup, nám og fjárfestingar. Einnig getur það valdið titringi ef annar aðilinn ákveður að skipta um starfsvettvang eða vill taka ákvörðun sem getur raskað því fyrirkomulagi sem hefur verið á ráðahagnum. Þetta liggur ef til vill í augum uppi og ætti ekki að koma á óvart. Hins vegar hef ég einnig séð að litlu hlutirnir geta valdið áskorunum. Þegar fólk er í grundvallarafstöðu sinni ósammála um hvernig fara skal með peninga eða þegar hugmyndir fólks um peninga eru ólíkar, getur það valdið áskorunum og oft djúpum samskiptavanda.“

Sjálfsþekking mikilvæg

Ertu með hugmynd að því hvernig við getum unnið úr málefnum sem er algengt að komi upp í hjónaböndum sem áskorun, áður en við göngum í hjónaband?

„Ég mundi segja að sjálfsþekking einstaklinga væri undirstaða þess að geta átt opin samskipti um afstöðu til peninga, peningahegðun og yfirleitt allt sem viðkemur fjármálum. Það getur verið góð leið að kynnast peningapersónugerðunum sínum, vinna úr eigin áskorunum og kynnast svo peningapersónugerðum makans. Með því að gangast við sjálfum okkur og sjá hvernig við getum bætt okkur, verður auðveldara að meðtaka makann með kostum og göllum. Ég hef hjálpað fjölmörgum hjónum og pörum að leysa úr ágreiningi með þessari aðferð.“

Áttu sögur fyrir okkur að tengja í hvernig peningaerkitýpur vinna saman og á móti hver annarri í hjónaböndum?

„Það eru fjölmörg dæmi um hjón sem hafa náð að bæta samskiptin í kjölfar þess að annar aðilinn hefur kynnst peningapersónugerðunum sínum.

Þarna mætti til dæmis nefna par þar sem annað kýs að verja umtalsverðum fjárhæðum í ferðalög og heimilisbúnað á meðan hitt vill frekar leggja áherslu á að safna peningum.

Það fer í taugarnar á þeim aðila sem vill nota peningana til að njóta lífsins og sér engan tilgang með því að leggja fyrir – að hinn vill safna án þess að hafa til þess tilskilda ástæðu.

Í huga þess sem vill safna peningum er hins vegar sá aðili sem vill frekar njóta og nýta peningana til að borga fyrir upplifanir og fallegt heimili, eyðslusamur. Sá sparsami notar það gjarnan gegn hinum og kallar hann eyðslukló eða jafnvel ábyrgðarlausan.

Þegar nánar er að gáð og þessir aðilar ræða málin útfrá peningagildunum sínum og frá sjónarhóli peningapersónugerðanna, kemur ýmislegt í ljós.

Sá sparsami sparar vegna þess að öryggiskennd hans stjórnast af því að eiga varasjóð. Hinn sem vill nota peningana til að njóta, gerir það gjarnan vegna þess að hann hefur upplifað að einhver nákominn hefur fallið frá í blóma lífsins eða veikst og ekki getað notið ávaxta erfiðis síns. Undirliggjandi peningahugmynd viðkomandi er því að nota peningana til að lifa meðan þess er kostur. Fólk sem er svona þenkjandi notar sjaldan orð eins og eyðslusemi eða orðasambönd eins og að eyða peningum. Það notar peninga til að njóta. Þess vegna fer það í taugarnar á þeim aðila að vera kallaður eyðslukló.

Þegar þessir aðilar ná að tjá sig um ástæðurnar að baki peningahegðun sinni og heyra hinn aðilann tjá sínar ástæður, er útkoman oft gagnkvæmur skilningur. Þegar svo er, getur fólk fundir leiðir til að finna sameiginlegan farveg sem rúmar þessi afar mismunandi markmið.“

Andstæður dragast saman

Edda útskýrir áfram. „Ég get einnig deilt sögu minni og mannsins míns. Við höfum verið saman í hálfan annan áratug og höfum náð að umbylta okkar samskiptum tengdum fjármálum á þeim tíma.

Eftir að ég fór að læra um peningapersónugerðirnar, tókum við bæði prófið og komumst að því að efsta persónugerðin mín er hans neðsta og efsta hans er mín neðsta. Ég hef seinna komist að því að þetta er mjög algengt. Þess vegna segi ég að við löðumst að andstæðu okkar þegar peningahegðun er annars vegar.

Það er svo merkilegt að þegar við vinnum ákveðna vinnu til að gangast við þessari hlið í okkur, sem við höfum í rauninni hafnað í okkur sjálfum en löðumst samt sem áður að í makanum, þá hættir fjármálahegðun makans að fara í taugarnar á okkur. Það er eins og við náum að græða sár í okkur sjálfum sem lengi hefur verið opið. Í kjölfarið getum við lært að nýta styrkleika hvort annars og umbreytt því hvernig við eigum samskipti tengd peningum. Við getum einnig náð að setja okkur sameiginleg peningamarkmið auk þess að gefa bæði sjálfum okkur og maka okkar svigrúm til persónulegrar markmiðasetningar.“

Eitthvað að lokum?

„Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin væntingum og þora að taka pláss. Komast að því hvað skiptir okkur raunverulegu máli og setja það í forgang. Gangast við okkur sjálfum eins og við erum. Bæði í efni og anda. En jafnframt að búa um leið til pláss til að makinn geti gert slíkt hið sama. Það finnst mér vera uppskriftin að góðum fjármálasamskiptum í hjónabandi.“

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

Í gær, 23:24 Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

Í gær, 19:00 Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

Í gær, 16:00 Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

Í gær, 14:00 „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

Í gær, 10:00 Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í gær „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

í fyrradag Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

í fyrradag „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

í fyrradag „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

í fyrradag Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

í fyrradag „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »