Morgunrútínur 7 farsælla kvenna

Victoria Beckham, Lupita Nyong'o og Anna Wintour eyða morgnunum ekki …
Victoria Beckham, Lupita Nyong'o og Anna Wintour eyða morgnunum ekki í neina vitleysu. Samsett mynd

Á meðan sumir borða morgunmatinn í bílnum á leiðinni í vinnuna eru aðrir sem taka daginn snemma og nýta morguninn til þess að rækta sjálfa sig, andlega og líkamlega. MyDomaine fór yfir morgunrútínu nokkurra frægra kvenna. 

Victoria Beckham

Fatahönnuðurinn og fyrrverandi kryddpían vaknar hálftíma áður en börnin hennar vakna. Þá fer hún í sturtu, fer yfir tölvupóstinn og borðar morgunmat í rólegheitum. Hollustan er í fyrirrúmi á morgnana rétt eins og aðra klukkutíma í sólarhringnum. Hún fær sér því ávexti og grænt te og kaffi.  

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. AFP

Lupita Nyong'o

Óskarsverðlaunaleikkonan segist lesa, hugleiða og hreyfa sig á morgnana. Hún gerir kannski ekki allt þetta á hverjum morgni en eitthvað af því til að vakna almennilega, líkamlega og andlega. 

Lupita Nyong'o.
Lupita Nyong'o. AFP

Gwyneth Paltrow

Leikkonan og lífstílsgúrúið kemur börnunum í skólann áður en hún byrjar að hugsa um sig. Eftir að börnin eru komin af stað tekur hún klukkutíma í það að svara tölvupóstum og fer síðan á æfingu klukkan tíu. 

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Isabel Marant

Franski fatahönnuðurinn byrjar daginn á sundi, ekki ólíkt svo mörgum Íslendingum. Í sundlauginni sem hún fer í fær hver og einn sinn klefa og þykir henni það kostur að þurfa ekki að deila klefa með öðrum. Eftir sundið nær hún sér í gulróta- og engiferdjús á leið á skrifstofuna. 

Isabel Marant.
Isabel Marant. AFP

Anna Wintour

Wintour er þekkt fyrri að mæta eldsnemma í tennis eða klukkan kortér í sex á morgnana. Þar spilar hún tennis áður en hún mætir á skrifstofuna. 

Anna Wintour.
Anna Wintour. AFP

Mindy Kaling

Leikkonan er ekkert að flækja hlutina þegar hún er í tökum. Hún vaknar klukkan fimm, fer í sturtu og keyrir svo í vinnuna en þangað þarf hún að vera mætt klukkan sex. 

Mindy Kaling.
Mindy Kaling. AFP

Arianna Huffington

Huffington sem stofnaði meðal annar fjölmiðilinn The Huffington Post passar sig að fara ekki beint í símann þegar hún vaknar. Hún segist taka sér tíma til þess að anda djúpt, vera þakklát og setja sér markmið fyrir daginn. 

Arianna Huffington.
Arianna Huffington. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál