Svona tekstu á við óþolandi vinnufélaga

Er einhver óþolandi á þínum vinnustað?
Er einhver óþolandi á þínum vinnustað? mbl.is/Thinkstokcphotos

Það er enginn vinnustaður fullkominn og oftast er eitt fífl á hverjum vinnustað eða að minnsta kosti einhver sem maður myndi ekki nenna að hanga með eftir vinnu. Það er þó mikilvægt að reyna að láta það ekki eyðileggja fyrir manni. 

Robert Sutton prófessor við Stanford-háskóla skrifaði bókina „The Asshole Survival Guide“ þar sem hann ræddi við einstaklinga sem hafa þurft að takast á vinnufélaga sem þeir hefðu ekki óskað sér. Þeir aðilar sem þóttu ekki þeir bestu fóru meðal annars á bak við annað fólk, voru óhæfir yfirmenn og háværir samstarfsmenn. Business Insider birti nokkur ráð Sutton varðandi hvernig ætti að takast á við þessa vinnufélaga. 

Líta á björtu hliðarnar

Sutton segir gott ráð að reyna finna húmorinn í erfiðum aðstæðum. „Það er ótrúlegt. Þú byrjað að hlæja af fólki. Það er sannarlega eitthvað sem ég geri þegar kemur að erfiðari vinnufélögunum í Standford. Hann nefnir líka dæmi að fólk geti ímyndað sér að það væri hætt í vinnunni og prófaði að horfa til baka. Erfiðar aðstæður er ekki alltaf jafn erfiðar og fólk telur. 

Forðast þá

Það er vel hægt að forðast leiðinlega og erfiða fólkið í vinnunni. Hægt er að velja annan tíma til þess að fara í hádegismat eða skipta um skrifborð. 

Beita valdi

Ef þú ert í stöðu til þess þá mælir Sutton með því að vara fólk við því að láta eins og hálfvitar í vinnunni, ef þeir geri það megi láta þá fjúka. 

Safna sönnunargögnum

Á meðan sumir eru bara óþolandi geta aðrir hreinlega farið yfir strikið. Þá er gott að vera með einhvern gögn í höndunum þegar kvartað er yfir hegðun starfsmannsins. 

Tala um vandamálið

Sutton segir að sumir þeirra sem láta eins og fávitar í vinnunni gera það óafvitandi. Því sé stundum hægt að tala um vandamálið og manneskja breytir hegðun sinni. 

Safna liði

Ef yfirmaðurinn er ekki til í að hjálpa sér er um að gera að tala við annað starfsfólk og stofna hálfgert bandalag. Það getur hjálpað til að vera margir saman þegar þarf að taka á hlutunum. 

Standa með sjálfum sér

Að sögn Suttons þá þarf stundum að taka slaginn við þann sem er óþolandi á vinnustaðnum. Að hans mati ættir þú þó að undirbúa þig, tala við fólk sem þú treystir og meta að aðstæðuna áður en þú ferð í stríð. 

Reyndu að líta á björtu hliðarnar þegar einhver er leiðinlegur …
Reyndu að líta á björtu hliðarnar þegar einhver er leiðinlegur í vinnunni. mbl.is/Thinkstocphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál