Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

Plöntur og garðurinn ætti að vera ofarlega í huga þegar …
Plöntur og garðurinn ætti að vera ofarlega í huga þegar þú nærð 35 ára aldrinum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það vakti mikla athygli í Bretlandi á dögunum þegar fólki var ráðlagt að vera búið að safna tveimur árslaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Telegraph tók saman markmið sem netverjum fannst öllu við viðráðanlegri. Þegar búið er að haka við þessi atriði er ljóst að fólk er tilbúið að vera miðaldra. 

1. Að líta á heimsókn í Blómaval sem skemmtun

Við 35 ára aldurinn ætti fólk að vera byrjað að líta á að skoða plöntur og annan búnað tengt plöntum og garðinum. Stundum er hægt að fá sér kaffi í slíkum búðum og líta á húsbúnað og þá er heill eftirmiðdagur farinn í góða skemmtun. 

2. Njóta þess að fara út að borða í IKEA

Allir sem halda heimili þurfa að fara reglulega í IKEA. Einu sinni var kannski nóg að næla sér í pulsu á leiðinni út en við 35 ára aldurinn ætti fólk að vera búið að læra njóta sænsku kjötbollanna. 

Átta tíma svefn er lykilatriði.
Átta tíma svefn er lykilatriði. mbl.is/Thinkstockphotos

3. Koma reglu á háttatímann

Markmið fullorðinsáranna er að fara snemma að sofa, ekki fara í partí og vera heima. Fyrir 35 ára aldurinn ætti fólk að vera búið að læra að hátta sig, tannbursta og skutla sér undir sæng á mettíma til þess að passa um á átta tíma svefninn. 

4. Eiga gott Tupperware-safn

Allir sem hafa náð 35 ára aldrinum ættu að vera komnir á þann stað að eiga fullan skáp af nestisboxum en samt virðist sem að ekkert lok passar á boxin í skápnum. 

Allir 35 ára ættu að eiga stútfulla skápa af nestisboxum.
Allir 35 ára ættu að eiga stútfulla skápa af nestisboxum. mbl.is/Thinkstockphotos

5. Gefa frá sér hljóð

Fram kemur í greininni að í fyrsta sinn sem fólk gefur frá sér „hljóðið“ kennir það þreytu um. Smám saman byrjar fólk að andvarpa og gefa frá þér „úff“ við litla áreynslu eins og þegar það stendur upp, beygir sig og þess háttar. 

6. Átt skúffu með nytsamlegum hlutum

Það er hægt að deila um nauðsyn þessara hluta en þegar þú ert 35 ára ættir þú að eiga skúffu með allskonar kertum, þvottaklemmum, málmbandi, sex hleðslutækjum fyrir síma sem þú átt ekki lengur, ónýtum rafhlöðum og gjafaborða sem þú fékkst á pakka um síðustu jól og vonast til þess að geta endurnýtt. 

7. Keypt verkfæri

Þegar fólk er orðið 35 ára er það orðið of gamalt til að hringja í pabba til að fá lánað skrúvélina. Þú ert í góðum málum ef þú ert búin að fjárfesta í rafmangsverkfæri fyrir 35 ára aldurinn. 

8. Ert meðvitaður um vínið sem þú kaupir

Það eru líkur á því að við 35 ára aldurinn sértu enn að kaupa næst ódýrasta rauðvínið í ríkinu. Þrátt fyrir það ætti 35 ára gamalt fólk að vera nokkuð meðvitað um gæði vínsins sem það er að kaupa. 

9. Nöldra yfir unga fólkinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál