Þetta ætti ekki að gera í flugvélum

Það borgar sig ekki að drekka of mikið í flugvélum.
Það borgar sig ekki að drekka of mikið í flugvélum. ljósmynd/Universal Studios

Veðrið hefur ekki verið í liði með Íslendingum þetta vorið og eflaust ófáir búnir að panta sér sólarlandaferð í sumarfríinu. Flestir vita að í flugvélum er við hæfi að glugga í kilju, horfa á mynd, borða nammi og jafnvel fá sér einn bjór. Það er hins vegar líka gott að vera með á hreinu hvað ætti ekki að gera í flugvélum. 

Sofa í flugtaki og lendingu

Það kannast flestir við að fá hellur í lendingu enda mikill þrýstingur sem skapast við flugtak og lendingu. Það gerir upplifunina bara óþægilegri að sofa í gegnum þetta, betra er að vera vakandi og reyna að tyggja eða geispa. 

Sitja allan tímann

Fæstir mæla með því að fólk sitji alla flugferðina jafnvel þrátt fyrir að þú sért bara að fljúga Keflavík-Kastrup. Það er ekki bara óþægilegt að sitja í marga tíma í litlu sæti heldur dregur það úr blóðflæðinu. 

Taka of langan tíma í að velja bíómyndina

Það er ekkert sem bannar það að vanda valið við bíómyndina vel en það er pirrandi þegar maðurinn í næsta sæti er að horfa á sömu mynd, bara kominn nokkrum mínútum á undan. 

Gráta

Þetta á aðallega við um lítil börn, en þótt það sé skiljanlegt að lítil börn gráti í flugvélum er ekkert sem pirrar annað fólk meira í flugvélum en grátandi börn. 

Fara að sofa þegar það er dagur á áfangastaðnum

Gott ráð er að stilla sig strax inn á tímann á þeim stað sem er verið að fljúga til. Ef fólk sefur alla leiðina en svo er enn þá dagur á áfangastaðnum þegar það lendir verður erfiðara að aðlagast nýju tímabelti. 

Margir fljúga til útlanda í sumarfríinu.
Margir fljúga til útlanda í sumarfríinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Drekka of mikið

Fyrir utan þá augljósu ástæðu að það vill enginn vera þekktur sem flugdólgur fylgja neyslu áfengis nokkrir ókostir. Áfengisneysla minnkar svefngæði, fólk glímir við vökvaskort auk þess sem timburmenni fylgja oft í kaupbæti.

Hertaka miðjusætið

Stundum lendir maður í því að miðjusætið sé laust. Það er dónalegt að taka það og bjóða ekki manneskjunni í sömu röð afnot af aukaplássinu. 

Fikta í beltinu

Handóðir ættu að varast að fikta of mikið í beltinu sínu. Öll þurfum við að spenna beltið en varast ætti að fikta of mikið í því enda stútfullt af bakteríum. 

Að ganga um berfættur

Öryggisbeltið er fullt af bakteríum og það sama er sagt um flugvélargólfið. Það er þægilegt að fara úr skónum í flugvélum en fólk er þó hvatt til þess að ganga um í skóm. Fyrir utan það þarftu að deila flugvélinni með fjölda fólks og ert á vinnusvæði fólks og því hreinlega bara smekklegra að vera í skóm. 

Kýla í sætið fyrir framan

Fæstir taka upp boxhanskann og byrja að kýla í sætið fyrir framan en manneskjunni fyrir framan gæti þó liðið þannig ef þú ert sífellt að setja borðið upp og niður og fikta í sætisvasanum eða hreinlega að reka þig í bakið. 

Halda í sér allan tímann

Flugvélaklósett eru ekki þau flottustu en það er þó betra að fara á klósettið en að halda í sér. Það vill enginn vera að glíma við þvagfærasýkingu á sólarströnd. 

Sleppa flugvélamatnum

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey borðar áður en hann fer í flug enda vann hann fyrir flugfélög í yfir tíu ár og veit hvar maturinn hefur verið og hvað hann var lengi á leiðinni. Sumir vilja auk þess meina að með því að sleppa flugvélamatnum sé hægt að koma í veg fyrir flugþreytu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál