10 lífsreglur Simone de Beauvoir

Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk ...
Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk konunnar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Simone de Beauvoir var franskur rithöfundur og heimspekingur sem var uppi í byrjun síðustu aldar. Beauvoir kom úr millistéttafjölskyldu sem hafði átt töluverða peninga áður en fyrri heimstyrjöldin dundi yfir. Á hennar tíma þótti algengt að konur giftu sig til að öðlast öryggi en hún valdi að mennta sig í stærðfræði og heimspeki til að búa sér til líf á eigin forsendum.

Hún var níunda konan að öðlast gráðu frá Sorbonne háskólanum, þar sem konur höfðu lítil tækifæri til að mennta sig á háskólastigi á þessum tíma.  

Hér er haldið áfram að skoða lífsreglur í anda þeirra sem hafa haft áhrif á heimsbyggðina.

Eftirfarandi hugleiðingar eru úr efni sem hún hefur ritað.

Hlutverk konunnar

„Karlmenn fæðast einstaklingar en konur eru fljótt gerðar að konum. Þegar kona hegðar sér eins og einstaklingur þá er sagt að hún sé að haga sér eins og karlmaður. Hver einasta kona er fædd sem einstaklingur, það er samfélagið sem gerir hana að konu.“

Um ástina

„Ást þýðir ekki það sama fyrir konur og karla. Það er þessi ólíki skilningur á hugtakinu ást sem sem sundrar okkur.

Þegar kona nær að elska út frá styrkleikum sínum en ekki út frá veikleikum, þegur hún hefur fundið sig en er ekki að flýja sig, þá er hún tilbúin fyrir ástina inn í líf sitt. Þá verður ástin hluti af lífi hennar en ekki eitthvað sem hún óttast.“

Um kúnstina að finna sér karl

„Að ná sér í karlmann er listgrein, að halda í karlmann er vinna.“

Um hinn eina sanna

„Af hverju einn maður frekar en annar? Þetta hefur mér þótt skrítið. Áttu að finna þig tengda einum karlmanni fyrir lífstíð, einungis vegna þess að hann var sá sem þú hittir þegar þú varst nítján ára?

Ég er of gáfuð, kröfuhörð og úrræðagóð fyrir einhvern til að stjórna mér. Enginn elskar mig eða þekkir mig algjörlega. Ég á mig alveg sjálfa.“

Um væntingar

„Ég er hræðilega gráðug, mig langar í allt í þessu lífi. Mig langar að vera bæði kona og karl. Að eiga fullt af vinum en samt njóta einveru minnar. Að vinna mikið en einnig skrifa góðar bækur. Að ferðast og njóta mín, að vera sjálfselsk og að vera auðmjúk. Þú sérð, það er erfitt að fá allt sem maður vill í þessu lífi. Svo þegar ég fæ ekki það sem mig langar verð ég brjálæðislega reið.“

Um lífið

„Lífið öðlast gildi á meðan að maður færir virði inn í líf annarra. Það sem ég tel vera örlæti, er þegar maður gefur af sér án þess að finnat það kosta mann nokkuð.

Breyttu lífinu þínu í dag. Ekki taka áhættu með framtíðina, gerðu hlutina núna, án þess að hika.“

Um menninguna

„Þegar ég var barn og unglingur, þá voru það bækur sem björguðu mér frá örvæntingu. Þær sannfærðu mig um að menning gæfu lífinu mesta gildið.“

Um líkamsvirðinguna

„Að missa öryggi og ást á líkama okkar er það sama og að missa traust til okkar sjálfra. Líkaminn okkar er ekki hlutur heldur ástand. Hann fer eftir því hvernig við túlkum heiminn, er myndlíking verkefna okkar.“

Um sorgina

„Ég hef aldrei séð gilda ástæðu fyrir því að vera sorgmædd. Málið er að það gerir mig svo óhamingjusama að vera óhamingjusöm.

Það að þjást er allt í lagi í einhvern tíma. Þá verður þú áhyggjufull, forvitin, þú finnur mun á hvernig þér líður. En svo endurtekur ferlið sig, en heldur ekki áfram og verður hræðilega leiðinlegt. Sem er leiðigjarnt jafnvel fyrir konu eins og mig.“

Að þekkja sjálfan sig

„Það að þekkja sjálfan sig er ekki raunveruleg þekking, heldur saga sem við segjum okkur hverju sinni.“

mbl.is

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

Í gær, 09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í fyrradag „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »