10 lífsreglur Simone de Beauvoir

Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk …
Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk konunnar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Simone de Beauvoir var franskur rithöfundur og heimspekingur sem var uppi í byrjun síðustu aldar. Beauvoir kom úr millistéttafjölskyldu sem hafði átt töluverða peninga áður en fyrri heimstyrjöldin dundi yfir. Á hennar tíma þótti algengt að konur giftu sig til að öðlast öryggi en hún valdi að mennta sig í stærðfræði og heimspeki til að búa sér til líf á eigin forsendum.

Hún var níunda konan að öðlast gráðu frá Sorbonne háskólanum, þar sem konur höfðu lítil tækifæri til að mennta sig á háskólastigi á þessum tíma.  
Hér er haldið áfram að skoða lífsreglur í anda þeirra sem hafa haft áhrif á heimsbyggðina.
Eftirfarandi hugleiðingar eru úr efni sem hún hefur ritað.
Hlutverk konunnar

„Karlmenn fæðast einstaklingar en konur eru fljótt gerðar að konum. Þegar kona hegðar sér eins og einstaklingur þá er sagt að hún sé að haga sér eins og karlmaður. Hver einasta kona er fædd sem einstaklingur, það er samfélagið sem gerir hana að konu.“

Um ástina

„Ást þýðir ekki það sama fyrir konur og karla. Það er þessi ólíki skilningur á hugtakinu ást sem sem sundrar okkur.

Þegar kona nær að elska út frá styrkleikum sínum en ekki út frá veikleikum, þegur hún hefur fundið sig en er ekki að flýja sig, þá er hún tilbúin fyrir ástina inn í líf sitt. Þá verður ástin hluti af lífi hennar en ekki eitthvað sem hún óttast.“

Um kúnstina að finna sér karl

„Að ná sér í karlmann er listgrein, að halda í karlmann er vinna.“

Um hinn eina sanna

„Af hverju einn maður frekar en annar? Þetta hefur mér þótt skrítið. Áttu að finna þig tengda einum karlmanni fyrir lífstíð, einungis vegna þess að hann var sá sem þú hittir þegar þú varst nítján ára?

Ég er of gáfuð, kröfuhörð og úrræðagóð fyrir einhvern til að stjórna mér. Enginn elskar mig eða þekkir mig algjörlega. Ég á mig alveg sjálfa.“

Um væntingar

„Ég er hræðilega gráðug, mig langar í allt í þessu lífi. Mig langar að vera bæði kona og karl. Að eiga fullt af vinum en samt njóta einveru minnar. Að vinna mikið en einnig skrifa góðar bækur. Að ferðast og njóta mín, að vera sjálfselsk og að vera auðmjúk. Þú sérð, það er erfitt að fá allt sem maður vill í þessu lífi. Svo þegar ég fæ ekki það sem mig langar verð ég brjálæðislega reið.“

Um lífið

„Lífið öðlast gildi á meðan að maður færir virði inn í líf annarra. Það sem ég tel vera örlæti, er þegar maður gefur af sér án þess að finnat það kosta mann nokkuð.

Breyttu lífinu þínu í dag. Ekki taka áhættu með framtíðina, gerðu hlutina núna, án þess að hika.“

Um menninguna

„Þegar ég var barn og unglingur, þá voru það bækur sem björguðu mér frá örvæntingu. Þær sannfærðu mig um að menning gæfu lífinu mesta gildið.“

Um líkamsvirðinguna

„Að missa öryggi og ást á líkama okkar er það sama og að missa traust til okkar sjálfra. Líkaminn okkar er ekki hlutur heldur ástand. Hann fer eftir því hvernig við túlkum heiminn, er myndlíking verkefna okkar.“

Um sorgina

„Ég hef aldrei séð gilda ástæðu fyrir því að vera sorgmædd. Málið er að það gerir mig svo óhamingjusama að vera óhamingjusöm.

Það að þjást er allt í lagi í einhvern tíma. Þá verður þú áhyggjufull, forvitin, þú finnur mun á hvernig þér líður. En svo endurtekur ferlið sig, en heldur ekki áfram og verður hræðilega leiðinlegt. Sem er leiðigjarnt jafnvel fyrir konu eins og mig.“

Að þekkja sjálfan sig

„Það að þekkja sjálfan sig er ekki raunveruleg þekking, heldur saga sem við segjum okkur hverju sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál