10 lífsreglur Simone de Beauvoir

Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk ...
Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk konunnar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Simone de Beauvoir var franskur rithöfundur og heimspekingur sem var uppi í byrjun síðustu aldar. Beauvoir kom úr millistéttafjölskyldu sem hafði átt töluverða peninga áður en fyrri heimstyrjöldin dundi yfir. Á hennar tíma þótti algengt að konur giftu sig til að öðlast öryggi en hún valdi að mennta sig í stærðfræði og heimspeki til að búa sér til líf á eigin forsendum.

Hún var níunda konan að öðlast gráðu frá Sorbonne háskólanum, þar sem konur höfðu lítil tækifæri til að mennta sig á háskólastigi á þessum tíma.  

Hér er haldið áfram að skoða lífsreglur í anda þeirra sem hafa haft áhrif á heimsbyggðina.

Eftirfarandi hugleiðingar eru úr efni sem hún hefur ritað.

Hlutverk konunnar

„Karlmenn fæðast einstaklingar en konur eru fljótt gerðar að konum. Þegar kona hegðar sér eins og einstaklingur þá er sagt að hún sé að haga sér eins og karlmaður. Hver einasta kona er fædd sem einstaklingur, það er samfélagið sem gerir hana að konu.“

Um ástina

„Ást þýðir ekki það sama fyrir konur og karla. Það er þessi ólíki skilningur á hugtakinu ást sem sem sundrar okkur.

Þegar kona nær að elska út frá styrkleikum sínum en ekki út frá veikleikum, þegur hún hefur fundið sig en er ekki að flýja sig, þá er hún tilbúin fyrir ástina inn í líf sitt. Þá verður ástin hluti af lífi hennar en ekki eitthvað sem hún óttast.“

Um kúnstina að finna sér karl

„Að ná sér í karlmann er listgrein, að halda í karlmann er vinna.“

Um hinn eina sanna

„Af hverju einn maður frekar en annar? Þetta hefur mér þótt skrítið. Áttu að finna þig tengda einum karlmanni fyrir lífstíð, einungis vegna þess að hann var sá sem þú hittir þegar þú varst nítján ára?

Ég er of gáfuð, kröfuhörð og úrræðagóð fyrir einhvern til að stjórna mér. Enginn elskar mig eða þekkir mig algjörlega. Ég á mig alveg sjálfa.“

Um væntingar

„Ég er hræðilega gráðug, mig langar í allt í þessu lífi. Mig langar að vera bæði kona og karl. Að eiga fullt af vinum en samt njóta einveru minnar. Að vinna mikið en einnig skrifa góðar bækur. Að ferðast og njóta mín, að vera sjálfselsk og að vera auðmjúk. Þú sérð, það er erfitt að fá allt sem maður vill í þessu lífi. Svo þegar ég fæ ekki það sem mig langar verð ég brjálæðislega reið.“

Um lífið

„Lífið öðlast gildi á meðan að maður færir virði inn í líf annarra. Það sem ég tel vera örlæti, er þegar maður gefur af sér án þess að finnat það kosta mann nokkuð.

Breyttu lífinu þínu í dag. Ekki taka áhættu með framtíðina, gerðu hlutina núna, án þess að hika.“

Um menninguna

„Þegar ég var barn og unglingur, þá voru það bækur sem björguðu mér frá örvæntingu. Þær sannfærðu mig um að menning gæfu lífinu mesta gildið.“

Um líkamsvirðinguna

„Að missa öryggi og ást á líkama okkar er það sama og að missa traust til okkar sjálfra. Líkaminn okkar er ekki hlutur heldur ástand. Hann fer eftir því hvernig við túlkum heiminn, er myndlíking verkefna okkar.“

Um sorgina

„Ég hef aldrei séð gilda ástæðu fyrir því að vera sorgmædd. Málið er að það gerir mig svo óhamingjusama að vera óhamingjusöm.

Það að þjást er allt í lagi í einhvern tíma. Þá verður þú áhyggjufull, forvitin, þú finnur mun á hvernig þér líður. En svo endurtekur ferlið sig, en heldur ekki áfram og verður hræðilega leiðinlegt. Sem er leiðigjarnt jafnvel fyrir konu eins og mig.“

Að þekkja sjálfan sig

„Það að þekkja sjálfan sig er ekki raunveruleg þekking, heldur saga sem við segjum okkur hverju sinni.“

mbl.is

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

Í gær, 15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

Í gær, 12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í fyrradag Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í fyrradag Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í fyrradag Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »