10 lífsreglur Simone de Beauvoir

Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk ...
Simone de Beauvoir er þekkt fyrir heimspekilegar vangaveltur um hlutverk konunnar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Simone de Beauvoir var franskur rithöfundur og heimspekingur sem var uppi í byrjun síðustu aldar. Beauvoir kom úr millistéttafjölskyldu sem hafði átt töluverða peninga áður en fyrri heimstyrjöldin dundi yfir. Á hennar tíma þótti algengt að konur giftu sig til að öðlast öryggi en hún valdi að mennta sig í stærðfræði og heimspeki til að búa sér til líf á eigin forsendum.

Hún var níunda konan að öðlast gráðu frá Sorbonne háskólanum, þar sem konur höfðu lítil tækifæri til að mennta sig á háskólastigi á þessum tíma.  

Hér er haldið áfram að skoða lífsreglur í anda þeirra sem hafa haft áhrif á heimsbyggðina.

Eftirfarandi hugleiðingar eru úr efni sem hún hefur ritað.

Hlutverk konunnar

„Karlmenn fæðast einstaklingar en konur eru fljótt gerðar að konum. Þegar kona hegðar sér eins og einstaklingur þá er sagt að hún sé að haga sér eins og karlmaður. Hver einasta kona er fædd sem einstaklingur, það er samfélagið sem gerir hana að konu.“

Um ástina

„Ást þýðir ekki það sama fyrir konur og karla. Það er þessi ólíki skilningur á hugtakinu ást sem sem sundrar okkur.

Þegar kona nær að elska út frá styrkleikum sínum en ekki út frá veikleikum, þegur hún hefur fundið sig en er ekki að flýja sig, þá er hún tilbúin fyrir ástina inn í líf sitt. Þá verður ástin hluti af lífi hennar en ekki eitthvað sem hún óttast.“

Um kúnstina að finna sér karl

„Að ná sér í karlmann er listgrein, að halda í karlmann er vinna.“

Um hinn eina sanna

„Af hverju einn maður frekar en annar? Þetta hefur mér þótt skrítið. Áttu að finna þig tengda einum karlmanni fyrir lífstíð, einungis vegna þess að hann var sá sem þú hittir þegar þú varst nítján ára?

Ég er of gáfuð, kröfuhörð og úrræðagóð fyrir einhvern til að stjórna mér. Enginn elskar mig eða þekkir mig algjörlega. Ég á mig alveg sjálfa.“

Um væntingar

„Ég er hræðilega gráðug, mig langar í allt í þessu lífi. Mig langar að vera bæði kona og karl. Að eiga fullt af vinum en samt njóta einveru minnar. Að vinna mikið en einnig skrifa góðar bækur. Að ferðast og njóta mín, að vera sjálfselsk og að vera auðmjúk. Þú sérð, það er erfitt að fá allt sem maður vill í þessu lífi. Svo þegar ég fæ ekki það sem mig langar verð ég brjálæðislega reið.“

Um lífið

„Lífið öðlast gildi á meðan að maður færir virði inn í líf annarra. Það sem ég tel vera örlæti, er þegar maður gefur af sér án þess að finnat það kosta mann nokkuð.

Breyttu lífinu þínu í dag. Ekki taka áhættu með framtíðina, gerðu hlutina núna, án þess að hika.“

Um menninguna

„Þegar ég var barn og unglingur, þá voru það bækur sem björguðu mér frá örvæntingu. Þær sannfærðu mig um að menning gæfu lífinu mesta gildið.“

Um líkamsvirðinguna

„Að missa öryggi og ást á líkama okkar er það sama og að missa traust til okkar sjálfra. Líkaminn okkar er ekki hlutur heldur ástand. Hann fer eftir því hvernig við túlkum heiminn, er myndlíking verkefna okkar.“

Um sorgina

„Ég hef aldrei séð gilda ástæðu fyrir því að vera sorgmædd. Málið er að það gerir mig svo óhamingjusama að vera óhamingjusöm.

Það að þjást er allt í lagi í einhvern tíma. Þá verður þú áhyggjufull, forvitin, þú finnur mun á hvernig þér líður. En svo endurtekur ferlið sig, en heldur ekki áfram og verður hræðilega leiðinlegt. Sem er leiðigjarnt jafnvel fyrir konu eins og mig.“

Að þekkja sjálfan sig

„Það að þekkja sjálfan sig er ekki raunveruleg þekking, heldur saga sem við segjum okkur hverju sinni.“

mbl.is

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

05:00 Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

Í gær, 23:07 „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

Í gær, 20:00 Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

Í gær, 17:00 Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

Í gær, 14:00 Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

Í gær, 10:00 „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

í gær Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

í fyrradag Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

í fyrradag Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

í fyrradag Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

í fyrradag Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

í fyrradag Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

15.2. Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

14.2. Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

14.2. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

14.2. Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

14.2. Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

14.2. Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

14.2. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »

„Ég fékk nóg af draslinu“

13.2. „Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) fékk ég nóg af magni hluta á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem „á“ að fylgja stórri fjölskyldu.“ Meira »