Ferillinn var misheppnaður í byrjun

Oprah Winfrey, Jim Carrey og J.K. Rowling gáfust ekki upp …
Oprah Winfrey, Jim Carrey og J.K. Rowling gáfust ekki upp þegar á móti blés. Samsett mynd

Þegar maður vill ná árangri í einhverju er gott að búa yfir þolinmæði og þrautseigju. Stjörnur á borð við Opruh Winfrey, Jim Carrey og Walt Disney eru meðal margra sem náðu ekki árangri í fyrstu tilraun þó svo að síðar hafi þau átt mikilli velgengni að fagna. 

Jim Carrey

Carrey er einn þekktast grínleikari í heimi en húmor hans og hæfileikar heilluðu ekki alla í byrjun. Í fyrsta skipti sem hann kom fram í uppistandsklúbbi var baulað á hann og hann rekinn af sviðinu. Seinna reyndi hann að komast að í grínþáttunum Saturday Night Live en komst ekki að. 

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Katy Perry

Perry er ein vinsælasta söngkona í heiminum í dag en árið 2001, áður en hún sló í gegn í poppinu, gaf hún út gospelplötu sem gekk ekki eins vel og vonir stóðu til. Aðeins seldust 200 eintök af plötunni og útgáfufyrirtækið fór á hausinn. Hún skrifaði undir samning við tvö útgáfufyrirtæki í viðbót með litlum árangri. Perry gafst hins vegar ekki upp og vann við hin ýmsu störf þangað til að lagið I Kissed a Girl sló í gegn. 

Katy Perry.
Katy Perry. mbl.is/AFP

Stephen King

Fyrsta skáldsagan sem spennusagnahöfundurinn Stephen King sendi frá sér var Carrie. Handritinu er sagt hafa verið hafnað 30 sinnum áður bókin kom loks út. Þá var fjárhagsstaða kennarans svo slæm að hann hafði sagt upp símanum og gat því ekki svarað í símann þegar átti að færa honum gleðifregnirnar. 

J.K. Rowling

Þegar höfundur Harry Potter-bókanna byrjaði að skrifa Harry Potter var hún atvinnulaus einstæð móðir. 12 stór útgáfufyrirtæki höfnuðu fyrstu bókinni en að lokum gaf lítið útgáfufyrirtæki út bókina. Aðeins voru þúsund eintök prentuð í byrjun og fór helmingurinn á bókasöfn. 

J.K Rowling.
J.K Rowling. AFP

Walt Disney

Sem ungum manni var manninum á bak við Mikka mús sagt upp störfum sem teiknari og er yfirmaður hans sagður hafa sagt hann vanta ímyndunarafl og skorta góðar hugmyndir. Fyrsta fyrirtækið hans varð gjaldþrota en hann gafst þó ekki upp og flutti til Hollywood og allir vita hvernig sú saga endaði. 

Oprah Winfrey

Oprah er ókrýnd drottning sjónvarpsins en þrátt fyrir það var hún rekin þegar hún var fyrst ráðin sem sjónvarpsfréttakona. Sagði framleiðandi á sjónvarpsstöðinni hana vera óhæfa í sjónvarpi. 

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál