Lifðu eins og greifi

Það að safna peningum er listgrein. Ef þú nálgast viðfangsefnið ...
Það að safna peningum er listgrein. Ef þú nálgast viðfangsefnið með skapandi hugsun og í kærleika, getur þú náð góðum tökum á því. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú vilt lifa eins og greifi verður þú að kunna að spara samkvæmt rannsóknum. Eftirfarandi grein hjálpar þér að spara í það minnsta 50.000 kr. á næstu 30 dögum.

Besta leiðin til að spara 50.000 kr. á næstu 30 dögum kemur án efa fram hjá  Work+ Money. Það er greinilega alltaf hægt að gera betur þegar kemur að peningum og þegar ráðin koma frá allskonar fólki og fjármála-snillingum, má sjá skapandi og skemmtilegar leiðir. Sparnaður er greinilega listgrein. 

Finndu skapandi leiðir til að spara í því hvernig þú ferðast

Ef þú hugsar á hverjum degi hvernig þú getur sparað þér pening við að komast leiða þinna, og finnur út góða leið til þess, legðu þá upphæðina sem þú sparar beint inn á sparnaðarreikninginn þinn.

Sem dæmi, ef þú ákveður að kaupa þér strætó kort og ferðast þannig til og frá vinnu þennan mánuðinn, legðu þá upphæðina sem þú sparar beint inn á bók. 

Eða ef þú ákveður að sleppa því að drekka áfengi þessa einu helgi sem þú ert vanur/vön að fara út á lífið og taka leigubíl heim. Legðu upphæðina eftir kvöldin sem þú sparaðir beint inn á sparireikninginn.

Það að hjóla í vinnuna getur verið heilsusamlegt. Reiknaður hvað þú sparar mikið og legðu beint inn á bók daglega upphæðina. Það hvetur þig áfram í að hjóla í vinnuna.

Notaðu peninga

Fólk sem hefur ánægju af því að velta peningum fyrir sér, mæla með að taka út peninga og geyma í umslagi eða á góðum stað. 

Þegar þú notar peninga er líklegt að þú fáir skiptimynt til baka, vertu dugleg/duglegur að setja það til hliðar og leggja inn á sparireikning. Eins getur þú reynt að setja til hliðar 500 kr seðla reglulega og leggja inn á bók. Þannig veltir þú meira fyrir þér hvað þú ert að kaupa hverju sinni.

Sparaðu með korti

Margir bankar bjóða upp á sparnað með korti. Þú ákveður hvaða upphæð leggst við allar færslur. Hver færsla er þá hækkuð um fasta upphæð, 100, 250, 500 eða 1.000 kr. sem er lögð inn á sparnaðarreikninginn þinn. Þú verslar þá eins og vanalega. Bankinn reiknar saman sparnaðinn og leggur inn á þann sparnaðarreikning sem þú hefur valið. Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja halda sig við kortafærslur en ekki nota seðla.

Seldu það sem þú hefur ekki notað í ár

Flest okkar þekkjum það að eiga of mikið af dóti, fatnaði eða öðru á heimilinu. Ef þú hefur ekki notað eitthvað í mörg ár, seldu það strax. Ef þú hefur ekki notað eitthvað í hálft ár, taktu það til hliðar. Byrjaðu að undirbúa sölu á hlutnum svo eftir ár, skaltu koma hlutnum í hendurnar á aðila sem þarf á þessu að halda.

Það sparar bæði tíma og áhyggjur að fækka hlutum inn á heimilinu. Settu allt sem þú selur yfir árið inn á sparireikninginn og sjáðu hvað hann vex hratt. Þeir sem eru duglegir að gera þetta komast upp á lagið og finnst þetta gaman. 

Skiptu út vörum

Það eru margar fjölskyldur sem kaupa lúxus sápur, sjampó og aðrar vörur inn á heimilið í hverri viku. Ef þú prófar að skipta þessum hlutum yfir í ódýrari vörur tímabundið, muntu sjá peningana vaxa og kunna betur að meta þessa hluti ef þú ákveður hægt og rólega að bæta þeim inn í innkaupin aftur.

Eins getur þú sparað allt að 10% í innkaupum ef þú kaupir ódýrari vörur í matvöruverslunum tímabundið. Skoðaðu verð á pasta, hrísgrjónum og fleiri nauðsynjavörum. 

Keyptu minna inn

Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum, þá hendir meðal Bandaríkjamaður mat fyrir rúmelga 200.000 kr. á ári. Þetta er tæplega 20.000 kr. á mánuði. Hafðu þetta hugfast þegar þú kaupir inn í matinn. Eins getur þú passað upp á að frysta afganga, og hafa einn dag í viku með samansafn að góðum mat sem hefði annars farið í ruslið. 

Hafðu mat á boðstólnum sem verður betri eftir því sem hann er eldaður oftar og vertu duglegur/dugleg að frysta.

Slepptu því að kaupa kaffi eða drykk á daginn

Sum okkar erum vön að kaupa einn góðan kaffi á leið í vinnuna, eða gos úr sjálfsalanum daglega. Með því að sleppa þessum eina drykk, getur þú sparað allt að 10.000 kr á mánuði. 

Fyrir hvern dag sem þú sleppir drykknum, legðu upphæðina inn á sparnaðar reikninginn þinn og sjáðu hann vaxa.

Sleppi áskriftum sem þú ekki notar

Þeir sem eru að byrja að spara ættu að skoða allar áskriftir sem þeir eru í. Ef þú ert einn af þeim sem kaupir áskrift í leikfimi og notar ekki, ættir þú að skoða fleiri leiðir til að koma þér í form heldur en að eiga kort í áskrift sem þú ekki notar. 

Gangi þér vel.

mbl.is

Pör sem eru líklegri til að skilja

22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í gær Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í gær Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »