Lifðu eins og greifi

Það að safna peningum er listgrein. Ef þú nálgast viðfangsefnið ...
Það að safna peningum er listgrein. Ef þú nálgast viðfangsefnið með skapandi hugsun og í kærleika, getur þú náð góðum tökum á því. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú vilt lifa eins og greifi verður þú að kunna að spara samkvæmt rannsóknum. Eftirfarandi grein hjálpar þér að spara í það minnsta 50.000 kr. á næstu 30 dögum.

Besta leiðin til að spara 50.000 kr. á næstu 30 dögum kemur án efa fram hjá  Work+ Money. Það er greinilega alltaf hægt að gera betur þegar kemur að peningum og þegar ráðin koma frá allskonar fólki og fjármála-snillingum, má sjá skapandi og skemmtilegar leiðir. Sparnaður er greinilega listgrein. 

Finndu skapandi leiðir til að spara í því hvernig þú ferðast

Ef þú hugsar á hverjum degi hvernig þú getur sparað þér pening við að komast leiða þinna, og finnur út góða leið til þess, legðu þá upphæðina sem þú sparar beint inn á sparnaðarreikninginn þinn.

Sem dæmi, ef þú ákveður að kaupa þér strætó kort og ferðast þannig til og frá vinnu þennan mánuðinn, legðu þá upphæðina sem þú sparar beint inn á bók. 

Eða ef þú ákveður að sleppa því að drekka áfengi þessa einu helgi sem þú ert vanur/vön að fara út á lífið og taka leigubíl heim. Legðu upphæðina eftir kvöldin sem þú sparaðir beint inn á sparireikninginn.

Það að hjóla í vinnuna getur verið heilsusamlegt. Reiknaður hvað þú sparar mikið og legðu beint inn á bók daglega upphæðina. Það hvetur þig áfram í að hjóla í vinnuna.

Notaðu peninga

Fólk sem hefur ánægju af því að velta peningum fyrir sér, mæla með að taka út peninga og geyma í umslagi eða á góðum stað. 

Þegar þú notar peninga er líklegt að þú fáir skiptimynt til baka, vertu dugleg/duglegur að setja það til hliðar og leggja inn á sparireikning. Eins getur þú reynt að setja til hliðar 500 kr seðla reglulega og leggja inn á bók. Þannig veltir þú meira fyrir þér hvað þú ert að kaupa hverju sinni.

Sparaðu með korti

Margir bankar bjóða upp á sparnað með korti. Þú ákveður hvaða upphæð leggst við allar færslur. Hver færsla er þá hækkuð um fasta upphæð, 100, 250, 500 eða 1.000 kr. sem er lögð inn á sparnaðarreikninginn þinn. Þú verslar þá eins og vanalega. Bankinn reiknar saman sparnaðinn og leggur inn á þann sparnaðarreikning sem þú hefur valið. Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja halda sig við kortafærslur en ekki nota seðla.

Seldu það sem þú hefur ekki notað í ár

Flest okkar þekkjum það að eiga of mikið af dóti, fatnaði eða öðru á heimilinu. Ef þú hefur ekki notað eitthvað í mörg ár, seldu það strax. Ef þú hefur ekki notað eitthvað í hálft ár, taktu það til hliðar. Byrjaðu að undirbúa sölu á hlutnum svo eftir ár, skaltu koma hlutnum í hendurnar á aðila sem þarf á þessu að halda.

Það sparar bæði tíma og áhyggjur að fækka hlutum inn á heimilinu. Settu allt sem þú selur yfir árið inn á sparireikninginn og sjáðu hvað hann vex hratt. Þeir sem eru duglegir að gera þetta komast upp á lagið og finnst þetta gaman. 

Skiptu út vörum

Það eru margar fjölskyldur sem kaupa lúxus sápur, sjampó og aðrar vörur inn á heimilið í hverri viku. Ef þú prófar að skipta þessum hlutum yfir í ódýrari vörur tímabundið, muntu sjá peningana vaxa og kunna betur að meta þessa hluti ef þú ákveður hægt og rólega að bæta þeim inn í innkaupin aftur.

Eins getur þú sparað allt að 10% í innkaupum ef þú kaupir ódýrari vörur í matvöruverslunum tímabundið. Skoðaðu verð á pasta, hrísgrjónum og fleiri nauðsynjavörum. 

Keyptu minna inn

Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum, þá hendir meðal Bandaríkjamaður mat fyrir rúmelga 200.000 kr. á ári. Þetta er tæplega 20.000 kr. á mánuði. Hafðu þetta hugfast þegar þú kaupir inn í matinn. Eins getur þú passað upp á að frysta afganga, og hafa einn dag í viku með samansafn að góðum mat sem hefði annars farið í ruslið. 

Hafðu mat á boðstólnum sem verður betri eftir því sem hann er eldaður oftar og vertu duglegur/dugleg að frysta.

Slepptu því að kaupa kaffi eða drykk á daginn

Sum okkar erum vön að kaupa einn góðan kaffi á leið í vinnuna, eða gos úr sjálfsalanum daglega. Með því að sleppa þessum eina drykk, getur þú sparað allt að 10.000 kr á mánuði. 

Fyrir hvern dag sem þú sleppir drykknum, legðu upphæðina inn á sparnaðar reikninginn þinn og sjáðu hann vaxa.

Sleppi áskriftum sem þú ekki notar

Þeir sem eru að byrja að spara ættu að skoða allar áskriftir sem þeir eru í. Ef þú ert einn af þeim sem kaupir áskrift í leikfimi og notar ekki, ættir þú að skoða fleiri leiðir til að koma þér í form heldur en að eiga kort í áskrift sem þú ekki notar. 

Gangi þér vel.

mbl.is

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

Í gær, 16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Í gær, 13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

Í gær, 12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

Í gær, 09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

Í gær, 06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í fyrradag Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í fyrradag „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

í fyrradag Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í fyrradag Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »