Lifðu eins og greifi

Það að safna peningum er listgrein. Ef þú nálgast viðfangsefnið ...
Það að safna peningum er listgrein. Ef þú nálgast viðfangsefnið með skapandi hugsun og í kærleika, getur þú náð góðum tökum á því. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú vilt lifa eins og greifi verður þú að kunna að spara samkvæmt rannsóknum. Eftirfarandi grein hjálpar þér að spara í það minnsta 50.000 kr. á næstu 30 dögum.

Besta leiðin til að spara 50.000 kr. á næstu 30 dögum kemur án efa fram hjá  Work+ Money. Það er greinilega alltaf hægt að gera betur þegar kemur að peningum og þegar ráðin koma frá allskonar fólki og fjármála-snillingum, má sjá skapandi og skemmtilegar leiðir. Sparnaður er greinilega listgrein. 

Finndu skapandi leiðir til að spara í því hvernig þú ferðast

Ef þú hugsar á hverjum degi hvernig þú getur sparað þér pening við að komast leiða þinna, og finnur út góða leið til þess, legðu þá upphæðina sem þú sparar beint inn á sparnaðarreikninginn þinn.

Sem dæmi, ef þú ákveður að kaupa þér strætó kort og ferðast þannig til og frá vinnu þennan mánuðinn, legðu þá upphæðina sem þú sparar beint inn á bók. 

Eða ef þú ákveður að sleppa því að drekka áfengi þessa einu helgi sem þú ert vanur/vön að fara út á lífið og taka leigubíl heim. Legðu upphæðina eftir kvöldin sem þú sparaðir beint inn á sparireikninginn.

Það að hjóla í vinnuna getur verið heilsusamlegt. Reiknaður hvað þú sparar mikið og legðu beint inn á bók daglega upphæðina. Það hvetur þig áfram í að hjóla í vinnuna.

Notaðu peninga

Fólk sem hefur ánægju af því að velta peningum fyrir sér, mæla með að taka út peninga og geyma í umslagi eða á góðum stað. 

Þegar þú notar peninga er líklegt að þú fáir skiptimynt til baka, vertu dugleg/duglegur að setja það til hliðar og leggja inn á sparireikning. Eins getur þú reynt að setja til hliðar 500 kr seðla reglulega og leggja inn á bók. Þannig veltir þú meira fyrir þér hvað þú ert að kaupa hverju sinni.

Sparaðu með korti

Margir bankar bjóða upp á sparnað með korti. Þú ákveður hvaða upphæð leggst við allar færslur. Hver færsla er þá hækkuð um fasta upphæð, 100, 250, 500 eða 1.000 kr. sem er lögð inn á sparnaðarreikninginn þinn. Þú verslar þá eins og vanalega. Bankinn reiknar saman sparnaðinn og leggur inn á þann sparnaðarreikning sem þú hefur valið. Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja halda sig við kortafærslur en ekki nota seðla.

Seldu það sem þú hefur ekki notað í ár

Flest okkar þekkjum það að eiga of mikið af dóti, fatnaði eða öðru á heimilinu. Ef þú hefur ekki notað eitthvað í mörg ár, seldu það strax. Ef þú hefur ekki notað eitthvað í hálft ár, taktu það til hliðar. Byrjaðu að undirbúa sölu á hlutnum svo eftir ár, skaltu koma hlutnum í hendurnar á aðila sem þarf á þessu að halda.

Það sparar bæði tíma og áhyggjur að fækka hlutum inn á heimilinu. Settu allt sem þú selur yfir árið inn á sparireikninginn og sjáðu hvað hann vex hratt. Þeir sem eru duglegir að gera þetta komast upp á lagið og finnst þetta gaman. 

Skiptu út vörum

Það eru margar fjölskyldur sem kaupa lúxus sápur, sjampó og aðrar vörur inn á heimilið í hverri viku. Ef þú prófar að skipta þessum hlutum yfir í ódýrari vörur tímabundið, muntu sjá peningana vaxa og kunna betur að meta þessa hluti ef þú ákveður hægt og rólega að bæta þeim inn í innkaupin aftur.

Eins getur þú sparað allt að 10% í innkaupum ef þú kaupir ódýrari vörur í matvöruverslunum tímabundið. Skoðaðu verð á pasta, hrísgrjónum og fleiri nauðsynjavörum. 

Keyptu minna inn

Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum, þá hendir meðal Bandaríkjamaður mat fyrir rúmelga 200.000 kr. á ári. Þetta er tæplega 20.000 kr. á mánuði. Hafðu þetta hugfast þegar þú kaupir inn í matinn. Eins getur þú passað upp á að frysta afganga, og hafa einn dag í viku með samansafn að góðum mat sem hefði annars farið í ruslið. 

Hafðu mat á boðstólnum sem verður betri eftir því sem hann er eldaður oftar og vertu duglegur/dugleg að frysta.

Slepptu því að kaupa kaffi eða drykk á daginn

Sum okkar erum vön að kaupa einn góðan kaffi á leið í vinnuna, eða gos úr sjálfsalanum daglega. Með því að sleppa þessum eina drykk, getur þú sparað allt að 10.000 kr á mánuði. 

Fyrir hvern dag sem þú sleppir drykknum, legðu upphæðina inn á sparnaðar reikninginn þinn og sjáðu hann vaxa.

Sleppi áskriftum sem þú ekki notar

Þeir sem eru að byrja að spara ættu að skoða allar áskriftir sem þeir eru í. Ef þú ert einn af þeim sem kaupir áskrift í leikfimi og notar ekki, ættir þú að skoða fleiri leiðir til að koma þér í form heldur en að eiga kort í áskrift sem þú ekki notar. 

Gangi þér vel.

mbl.is

Mireya sýnir í Los Angeles

15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Í gær, 18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í gær Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í gær Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í gær Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í fyrradag Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »