Tveggja tíma morgunrútína Meg Ryan

Meg Ryan hugsar vel um sjálfa sig.
Meg Ryan hugsar vel um sjálfa sig. skjáskot/Instagram

Meg Ryan var ein stærsta stjarnan í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar. Ryan flutti til New York þegar hún fékk nóg af draumaborginni og hefur einbeitt sér að fjölskyldu sinni. Þegar hún flutti til New York byrjaði hún að huga vel að sjálfri sér á morgnana. 

Ryan var gestur Gwyenth Paltrow á heilsuráðstefnu Goop þar sem hún sagði frá tveggja tíma morgunrútínu sinni. Samkvæmt People líkir Ryan tímanum við það þegar farið er með hesta úr hesthúsinu á beit út í haga. Þar segir hún að hestarnir hafi tíma til þess að hugsa og geti ímyndað sér daginn sinn. 

Meg Ryan í hvítri dragt á tískuvikunni í New York …
Meg Ryan í hvítri dragt á tískuvikunni í New York í febrúar. AFP

Ryan segist gefa sér tíma á morgnana til þess að koma sér á þann stað þar sem hún getur ímyndað sér daginn sinn eða lífið. Til þess að ná þessu fram segist hún til dæmis taka myndir af hlutum eins og krossgátu, tölvu, kaffibolla eða teikningu. 

Þessi tími gefur Ryan andrými frá hversdagslegum skyldum. „Við erum með lista og við þurfum að fara, fara, fara,“ sagði Ryan um hið annasama líf fólks. „En það að leyfa þessum litla glugga, jafnvel þótt það verði að vera klukkan 6:30 til 8:30, ég geri það núna á hverjum degi.“

Thanks @gwynethpaltrow for having me at the #IngoopHealth summit! @goop

A post shared by Meg Ryan (@megryan) on Jun 10, 2018 at 10:53am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál