„Þetta er mjög karllægur geiri“

Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Ragnarsdóttir, stofnendur Studio Yellow.
Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Ragnarsdóttir, stofnendur Studio Yellow. Aðsend mynd

Í vor stofnuðu þær Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir fyrirtækið Studio Yellow. „Studio yellow er glæný vefstofa. Við sérhæfum okkur í öllu sem tengist vefsíðugerð, allt frá þarfagreiningu og notendaprófunum yfir í hönnun og forritun.“ Þær leggja báðar stund á vefþróun við Vefskólann en þær kynntust í náminu. Þær eiga eitt ár eftir af náminu og líta á þetta sem gott tækifæri til að halda áfram að læra og öðlast reynslu á þessu sviði.

Birgitta er með BA-gráðu í félagsfræði og markaðsfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað við umbrot á Fréttablaðinu. Hugrún útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, hún hefur einnig lært förðunarfræði og grafíska miðlun í Tækniskólanum.

Gulur er uppáhaldsliturinn þeirra.
Gulur er uppáhaldsliturinn þeirra. Aðsend mynd

Þær hafa báðar stefnt að því lengi að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Það er búið að vera draumur hjá okkur báðum að stofna okkar eigin fyrirtæki. Foreldrar okkar eiga sín fyrirtæki,“ segir Birgitta. Hugrún bætir við að það komi líklegast þaðan að vilja stefna hátt. Þegar leið á skólaárið fundu Birgitta og Hugrún að þær ynnu vel saman. Þær sáu því tækifæri til að láta drauminn rætast og stofnuðu Studio Yellow nú í vor.

Allt frá stofnun hafa þær lagt áherslu á að kynna þjónustuna á samfélagsmiðlum. „Þar sem við erum nýjar í þessum bransa höfum við haft tíma til að leggja metnað í að skapa skemmtilegt efni á Instagram.“

Are you taking a loan? Wouldn’t it be nice if it was in a pretty app with nice UI? 🍋 #studioyellow #uiinspirations #brandongroce #appdesign #webdesign #ui #ux #webdeveloper #userinterface #designlove #inspirations #designinspo #app #website #girlpower #shoponline

A post shared by Studio Yellow (@hello.studioyellow) on Jun 6, 2018 at 5:55am PDT

Þær segja báðar að það hafi gengið vel að fá kúnna og verkefni. „Við höfum einblínt á lítil fyrirtæki, frumkvöðla og einstaklinga. En það eru líka stærri verkefni að koma inn sem eru mjög spennandi,“ segir Birgitta. „Það eru rosalega mikið af síðum á veraldarvefnum sem eru ekki beint notendavænar og það er mjög þarft að taka þær í gegn.“ Þær finna fyrir eftirspurn þrátt fyrir að mörg reyndari fyrirtæki bjóði upp á sömu þjónustu og þær. „Helsta áskorunin er að við höfum ekki lokið neinum verkefnum enn sem komið er og því getum við ekki sýnt kúnnum fyrri verkefni,“ segir Hugrún. „En fólk er ótrúlega tilbúið að sjá hvað við höfum fram að færa. Birgitta samsinnir því og segir að þær finni fyrir meðbyr. „Við erum bæði að endurhanna síður sem eru til og gera þær notendavænni. Svo hönnum við líka síður frá grunni,“ segir Hugrún.

Karllægur geiri

„Þetta er mjög karllægur geiri og aðeins þrjú prósent þeirra sem starfa í þessum geira eru konur. Við finnum það þegar við mætum í verkefni að fólk lítur tvisvar á okkur, af því við erum ungar og skerum okkur úr. Við höfum heyrt frá þeim kúnnum sem hafa haft samband við okkur að þeir velja okkur stundum út af því að við erum stelpur,“ segir Birgitta. Það vekur einnig áhuga kúnna að þær séu enn þá í námi og komi inn með ferskar hugmyndir og nýjar leiðir til að nálgast hlutina. Þær hafa mikinn metnað fyrir starfinu og telja sína styrkleika vera persónulega þjónustu.

mbl.is

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í gær Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í gær „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í gær Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í gær „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í gær „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í gær Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »