„Þetta er mjög karllægur geiri“

Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Ragnarsdóttir, stofnendur Studio Yellow.
Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Ragnarsdóttir, stofnendur Studio Yellow. Aðsend mynd

Í vor stofnuðu þær Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir fyrirtækið Studio Yellow. „Studio yellow er glæný vefstofa. Við sérhæfum okkur í öllu sem tengist vefsíðugerð, allt frá þarfagreiningu og notendaprófunum yfir í hönnun og forritun.“ Þær leggja báðar stund á vefþróun við Vefskólann en þær kynntust í náminu. Þær eiga eitt ár eftir af náminu og líta á þetta sem gott tækifæri til að halda áfram að læra og öðlast reynslu á þessu sviði.

Birgitta er með BA-gráðu í félagsfræði og markaðsfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað við umbrot á Fréttablaðinu. Hugrún útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, hún hefur einnig lært förðunarfræði og grafíska miðlun í Tækniskólanum.

Gulur er uppáhaldsliturinn þeirra.
Gulur er uppáhaldsliturinn þeirra. Aðsend mynd

Þær hafa báðar stefnt að því lengi að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Það er búið að vera draumur hjá okkur báðum að stofna okkar eigin fyrirtæki. Foreldrar okkar eiga sín fyrirtæki,“ segir Birgitta. Hugrún bætir við að það komi líklegast þaðan að vilja stefna hátt. Þegar leið á skólaárið fundu Birgitta og Hugrún að þær ynnu vel saman. Þær sáu því tækifæri til að láta drauminn rætast og stofnuðu Studio Yellow nú í vor.

Allt frá stofnun hafa þær lagt áherslu á að kynna þjónustuna á samfélagsmiðlum. „Þar sem við erum nýjar í þessum bransa höfum við haft tíma til að leggja metnað í að skapa skemmtilegt efni á Instagram.“

Are you taking a loan? Wouldn’t it be nice if it was in a pretty app with nice UI? 🍋 #studioyellow #uiinspirations #brandongroce #appdesign #webdesign #ui #ux #webdeveloper #userinterface #designlove #inspirations #designinspo #app #website #girlpower #shoponline

A post shared by Studio Yellow (@hello.studioyellow) on Jun 6, 2018 at 5:55am PDT

Þær segja báðar að það hafi gengið vel að fá kúnna og verkefni. „Við höfum einblínt á lítil fyrirtæki, frumkvöðla og einstaklinga. En það eru líka stærri verkefni að koma inn sem eru mjög spennandi,“ segir Birgitta. „Það eru rosalega mikið af síðum á veraldarvefnum sem eru ekki beint notendavænar og það er mjög þarft að taka þær í gegn.“ Þær finna fyrir eftirspurn þrátt fyrir að mörg reyndari fyrirtæki bjóði upp á sömu þjónustu og þær. „Helsta áskorunin er að við höfum ekki lokið neinum verkefnum enn sem komið er og því getum við ekki sýnt kúnnum fyrri verkefni,“ segir Hugrún. „En fólk er ótrúlega tilbúið að sjá hvað við höfum fram að færa. Birgitta samsinnir því og segir að þær finni fyrir meðbyr. „Við erum bæði að endurhanna síður sem eru til og gera þær notendavænni. Svo hönnum við líka síður frá grunni,“ segir Hugrún.

Karllægur geiri

„Þetta er mjög karllægur geiri og aðeins þrjú prósent þeirra sem starfa í þessum geira eru konur. Við finnum það þegar við mætum í verkefni að fólk lítur tvisvar á okkur, af því við erum ungar og skerum okkur úr. Við höfum heyrt frá þeim kúnnum sem hafa haft samband við okkur að þeir velja okkur stundum út af því að við erum stelpur,“ segir Birgitta. Það vekur einnig áhuga kúnna að þær séu enn þá í námi og komi inn með ferskar hugmyndir og nýjar leiðir til að nálgast hlutina. Þær hafa mikinn metnað fyrir starfinu og telja sína styrkleika vera persónulega þjónustu.

mbl.is

25 kíló farin og miklu hressari

09:00 Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

06:00 Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

Í gær, 23:59 Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

Í gær, 21:00 Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

Í gær, 18:00 Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

Í gær, 15:00 Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »

„Viljum verða betri með aldrinum“

Í gær, 12:00 Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. Meira »

Leigðu út húsið og fóru á flakk

í gær Swenson-fjölskyldan lagði land undir fót í október 2017 í 11 mánaða ferðalag um heiminn. Þau hafa ferðast um Asíu, Eyjaálfu og Afríku og eru nú í Finnlandi. Meira »

Þjálfari Kate Hudson leysir frá skjóðunni

í gær Þjálfari Kate Hudson lætur hana ekki bara standa fyrir framan spegil og lyfta lóðum, hann lætur hana dansa í leiðinni.   Meira »

Sex stellingar fyrir sumarið

í fyrradag Sumurin eru tilvalin til þess að breyta til í svefnherberginu enda margir eflaust ágætlega hressir eftir D-vítamínsprautuna á Spáni eða Atlavík. Meira »

Níu spurningar sem leiða að dýpri tengingu

í fyrradag Hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað pörum og hjónum að dýpka samtölin sín.   Meira »

Ómissandi í ferðalagið

í fyrradag Pathport er ný þjónusta á ferðalögum þar sem þú getur keypt þér kort í símann af áhugaverðustu stöðum í fjölmörgum borgum.   Meira »

Heitasta sumartrendið

í fyrradag Gallaskyrtur og gallafatnaður eru heitasta sumartrendið í sumar. Gallafatnaður hefur reyndar verið vinsæll lengi, en sumarið er tíminn þegar maður getur notað fatnaðinn í garðinum, úti á strönd og heima fyrir. Meira »

Farðar sig sjálf fyrir konunglega viðburði

í fyrradag Hertogaynjan Meghan Markle hefur farðað sig sjálf fyrir síðustu viðburði. Förðunarfræðingurinn sem farðaði hana fyrir brúðkaupsdaginn hrósaði henni fyrir góða útkomu. Meira »

Starfar hjá einu þekktasta tískuhúsi í heimi

14.7. Assa Karlsdóttir er 24 ára Íslendingur sem vinnur hjá Saint Laurent í París. Hún segir starf sitt mjög skemmtilegt og gefandi, en einnig krefjandi. Meira »

Rauðhærðar frá náttúrunnar hendi

14.7. Rauður hárlitur er langt frá því að vera sá algengasti í heiminum. Þó er að finna fjölmargar stjörnur sem eru rauðhærðar frá nátturnnar hendi. Meira »

Pör sem ferðast saman haldast saman

13.7. @finduslost er eitt áhugaverðasta ferðabloggið fyrir pör um þessar mundir. Saga Selenu og Jacob er áhugaverð. Smartland hvetur öll pör sem vilja halda í ástina og láta hana vaxa til að lesa þessa frétt. Meira »

Kynjajafnrétti stuðlar að betri svefni

13.7. Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa til kynna að svefn raskist síður hjá fólki sem býr í löndum þar sem karlar og konur eru jöfn. Meira »

Samfélagsmiðlar og sambönd - ekki er allt sem sýnist

13.7. Þeir sem eru óöryggir í sambandi eiga það til að birta fleiri færslur á samfélagsmiðlum um sambandið sitt. Í færslunum er oft fært í stílinn og ekki dregin upp rétt mynd af sambandinu. Meira »

„Hvað um kvenhetjurnar okkar?“

13.7. Guðný Guðjónsdóttir stofnaði nýlega PROJECTS. Hún hefur komið víða við á ferlinum og telur að jafnréttinu verði náð með því að endurskrifa sögubækur barna okkar og skrifa inn kvenhetjur svo þær hafi fyrirmyndir að byggja á. Meira »

Klædd eins og Disney-prinsessa

13.7. Forsetafrú Bandaríkjanna Melania Trump klæddist fölgulum kjól þegar forsetahjónin komu til Bretlands. Kjóllinn er talinn minna á kjól Disney prinsessunnar Fríðu úr Fríða og dýrið. Meira »
Meira píla