Bækur sem George R.R. Martin mælir með

Rithöfundurinn George R.R. Martin með Emmy-verðlaun árið 2015 fyrir Game …
Rithöfundurinn George R.R. Martin með Emmy-verðlaun árið 2015 fyrir Game of Thrones. mbl.is/AFP

Almenningsbókasafnið í New York og sjónvarpsstöðin HBO hófu lestrarátak fyrir sumarið til að hvetja fólk til að lesa meira. Höfundur þáttanna vinsælu Game of Thrones, George R. R. Martin, tók saman tvo lista með bókum sem hann mælir með. Á öðrum listanum eru ævintýrabækur og á hinum listanum eru bækur sem hann mælir með óháð flokki. Martin er greinlega aðdándi Lord of the Rings-bókanna en hann setti þær á báða listana. 

Þar sem sumarið virðist ekki vera á næsta leyti hér á suðvesturhorninu er tilvalið að eyða frístundum sínum í bókalestur. Það er einnig notalegt að liggja á sólarströnd í útlöndum með bók eða úti í góða veðrinu fyrir norðan og austan og lesa. 

Ævintýrabækur sem George R.R. Martin mælir með:

Lord of the Rings eftir J.R. Tolkien
Watership Down eftir Richard Adams
The Once and Future King T.H. White
Lord of Light eftir Roger Zelazny
A Wizard of Earthsea eftir Ursula K. LeGuin

Það eru þó ekki allir sem finna sig í ævintýraheimunum og því gerði Martin einnig lista yfir uppáhaldsbækur sínar óháð flokki:

Lord of the Rings eftir J.R. Tolkien 
The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald
Catch-22 eftir Joseph Heller
A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens
The Prince of Tides eftir Pat Conroy

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál