Gat ekki ímyndað sér neitt hræðilegra

Ebba Sig fyrir Smartland.
Ebba Sig fyrir Smartland. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Leikkonan Þuríður Elín Sigurðardóttir eða Ebba Sig eins og hún kallar sig fór óvart út í uppistand í vetur en hún byggir uppistandið á sínu eigin lífi. Það er augljóst að Ebba hefur húmor fyrir sjálfri sér og á auðvelt með að fá fólk til að hlæja, að minnsta kosti átti blaðamaður erfitt með að skella ekki upp úr þegar hann spurði Ebbu út í uppistandið.

Ebba útskrifaðist úr leiklistarháskólanum Rose Bruford í London árið 2015. „Ég flutti heim og byrjaði að vinna í níu til fimm vinnu og byrjaði að skrifa sjónvarvarpsþætti með vinkonu minni henni Gunnhildi. Það var eitthvað að ganga frekar hægt og ég var með svo mikið af sögum og ákvað bara að henda í einleik sem heitir Guðmóðirin sem ég sýndi fyrir áramót á Kaffi Laugalæk,“ segir Ebba og segir að í kjölfarið hafi boltinn farið að rúlla. Yfirmaðurinn á Kaffi Laugalæk fékk Ebbu til að skemmta í starfsmannapartíi og nú kemur hún fram á kaffihúsinu einu sinni í mánuði auk þess sem hún er bókuð í einkasamkvæmi.

Kom þetta á óvart?

Já, í raun og veru. Ég bjóst aldrei við því að ég færi í uppistand. Fólk var búið að nefna þetta við mig áður en þetta var það hræðilegasta sem ég gat ímyndað mér. Að standa og vera ég sjálf og vonast til þess að fólk þætti ég fyndin. Það var alveg það hrikalegasta. Það er miklu auðveldara fyrir mig að lesa handrit, læra línurnar og leika. Það venst og nú finnst mér þetta ógeðslega skemmtilegt.“

Ebba Sig fyrir Smartland.
Ebba Sig fyrir Smartland. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Var einleikurinn þá svona fyndinn?

„Einleikurinn var fyndinn en með alvarlegum undirtón. Ég var að tala um kynferðislegt ofbeldi eins og ég lenti í sjálf og ýmislegt sem konur lenda í í kynlífi sem maður er kannski ekki alltaf að tala um opinskátt. Það var þunn lína milli alvarleikans og húmorsins en alltaf stutt í grínið,“ segir Ebba.

Er ekkert erfitt stundum að dansa á þessari línu?

„Jú, ég geri til dæmis ekki grín að kynferðisofbeldi af því það er ekki fyndið. Meira eitthvað sem maður er að lenda í í sambandi við karlmenn sem er kannski ekki kynferðisofbeldi en það er eitthvað óþægilegt og maður veit ekki hvernig maður á að tækla það af því það er ekki talað um það.“

Eins og hvað?

„Ég til dæmis talaði um það í einleiknum mínum að það er oft ætlast til þess að feitar konur geri meira en þær sem eru ekki feitar. Auðvitað lenda konur líka í því sem eru ekki feitar. En þetta er bara svona: „Æ, kommon ég er að sofa hjá þér, þú átt bara vera þakklát að ég sé að sofa hjá þér“. Einhver að vippa typpinu út í bílnum og biðja mann um að runka sér. Maður er bara: „Heldurðu að þetta sé í lagi?“ En veit samt ekki hvað maður á að segja. Ég reyni að tala um alla þessa hluti sem maður hefur lent í sem eru kannski ekki grafalvarlegir en þannig að konur vita að þær eru ekki einar, við erum fleiri sem erum að lenda í alls kyns uppákomum.

Sögur af lífi einhleypu stelpunnar eru því fyrirferðarmiklar en Ebba segir stefnumótamarkaðinn ólíkan því sem hún kynntist í London á námsárunum. „Þar fór maður á stefnumót en Tinder hérna, eða svona Tinder sem ég lendi í, það er kannski einhver með allt aðra sögu, er strax bara: „Má ég koma í heimsókn? „Eigum við að ríða?“ Ekkert svona spjall en það er kannski bara eitthvað sem fólk er að leita eftir þar,“ segir Ebba en viðurkennir hlæjandi að hún noti oftast Tinder í frekar annarlegu ástandi.

Ebba Sig.
Ebba Sig. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Ebba er þeim kostum gædd að geta litið á spaugilegu hliðina á lífinu og margt annað en stefnumótamarkaðurinn sem kemst inn í uppistandið hennar. „Ég tala til dæmis um kvíða, ég er með ofsakvíða og heilsukvíða. Ég reyni að lýsa því á opinskáan hátt. Það getur verið mjög fyndið þegar ég pæli í því eftir á en svo þegar maður er í kvíðakasti er það ekkert fyndið. En maður getur horft á það til baka og hugsað hvað í andskotanum var í gangi í hausnum á mér þarna þegar ég hélt ég væri að fá hjartaáfall. Ég er 27 ára og ekki með hjartagalla og því frekar ólíklegt að ég sé að fá hjartaáfall en akkúrat þegar það er að gerast þá er ég bara: „Þetta er að gerast, þetta er að gerast.“ Svo er ég með IBS-sjúkdóm, maður hefur lent í alls konar hlutum tengdum því sem eru óþægilegir. Er kannski bara að kúka á mig og þarf einhvern veginn að finna leið án þess að gera það,“ segir Ebba sem gerir líka grín að því að hún búi heima hjá mömmu sinni á meðan vinkonur hennar eru að kaupa sér íbúð.

Draumurinn um sjónvarpsþáttinn er þó ekki horfinn þótt einleikurinn hafi gengið vel og uppistandið farið á flug. Þær Ebba og Gunnhildur Þorkelsdóttir vinkona hennar eru búnar að skrifa handritið og eru nú að vinna með framleiðanda. Ebba segir þættina vera blöndu af drama og gríni og kallar það „dramedy“. Rétt eins og uppistandið og einleikurinn byggir handritið á lífi Ebbu en líka vinkvenna hennar.

„Okkur langar svo til að sjá stelpur sem eru raunverulegar, ekki ótrúlega ýktar og gervi, heldur flóknar persónur. Ekki einhliða konur sem hefur verið svo mikið í gegnum tíðina í sjónvarpi. Þetta fjallar um sambönd, kynvitund og atvinnu, allan pakkann bara,“ segir Ebba að lokum og tekur undir það að slíkt efni hafi vantað í íslenska sjónvarpsþáttagerð.

mbl.is

Gift en langar í yfirmanninn

06:00 „Ég er hrifin af nýja yfirmanni mínum. Við erum svipað gömul, við erum bæði gift og eigum börn. Á góðum degi er hjónaband mitt la la. Fyrir nokkrum árum hélt eiginmaður minn fram hjá með samstarfsfélaga og það hefur verið erfitt.“ Meira »

Undir frönskum og japönskum áhrifum

Í gær, 23:59 Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

Í gær, 21:00 Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

Í gær, 18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

Í gær, 15:02 Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

Í gær, 12:00 Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

Í gær, 09:00 Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

í gær Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

í fyrradag Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

í fyrradag Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í fyrradag Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

í fyrradag Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

í fyrradag Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

í fyrradag Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

20.7. Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

19.7. „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

19.7. Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

19.7. Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

19.7. María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

19.7. Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »