Gat ekki ímyndað sér neitt hræðilegra

Ebba Sig fyrir Smartland.
Ebba Sig fyrir Smartland. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Leikkonan Þuríður Elín Sigurðardóttir eða Ebba Sig eins og hún kallar sig fór óvart út í uppistand í vetur en hún byggir uppistandið á sínu eigin lífi. Það er augljóst að Ebba hefur húmor fyrir sjálfri sér og á auðvelt með að fá fólk til að hlæja, að minnsta kosti átti blaðamaður erfitt með að skella ekki upp úr þegar hann spurði Ebbu út í uppistandið.

Ebba útskrifaðist úr leiklistarháskólanum Rose Bruford í London árið 2015. „Ég flutti heim og byrjaði að vinna í níu til fimm vinnu og byrjaði að skrifa sjónvarvarpsþætti með vinkonu minni henni Gunnhildi. Það var eitthvað að ganga frekar hægt og ég var með svo mikið af sögum og ákvað bara að henda í einleik sem heitir Guðmóðirin sem ég sýndi fyrir áramót á Kaffi Laugalæk,“ segir Ebba og segir að í kjölfarið hafi boltinn farið að rúlla. Yfirmaðurinn á Kaffi Laugalæk fékk Ebbu til að skemmta í starfsmannapartíi og nú kemur hún fram á kaffihúsinu einu sinni í mánuði auk þess sem hún er bókuð í einkasamkvæmi.

Kom þetta á óvart?

Já, í raun og veru. Ég bjóst aldrei við því að ég færi í uppistand. Fólk var búið að nefna þetta við mig áður en þetta var það hræðilegasta sem ég gat ímyndað mér. Að standa og vera ég sjálf og vonast til þess að fólk þætti ég fyndin. Það var alveg það hrikalegasta. Það er miklu auðveldara fyrir mig að lesa handrit, læra línurnar og leika. Það venst og nú finnst mér þetta ógeðslega skemmtilegt.“

Ebba Sig fyrir Smartland.
Ebba Sig fyrir Smartland. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Var einleikurinn þá svona fyndinn?

„Einleikurinn var fyndinn en með alvarlegum undirtón. Ég var að tala um kynferðislegt ofbeldi eins og ég lenti í sjálf og ýmislegt sem konur lenda í í kynlífi sem maður er kannski ekki alltaf að tala um opinskátt. Það var þunn lína milli alvarleikans og húmorsins en alltaf stutt í grínið,“ segir Ebba.

Er ekkert erfitt stundum að dansa á þessari línu?

„Jú, ég geri til dæmis ekki grín að kynferðisofbeldi af því það er ekki fyndið. Meira eitthvað sem maður er að lenda í í sambandi við karlmenn sem er kannski ekki kynferðisofbeldi en það er eitthvað óþægilegt og maður veit ekki hvernig maður á að tækla það af því það er ekki talað um það.“

Eins og hvað?

„Ég til dæmis talaði um það í einleiknum mínum að það er oft ætlast til þess að feitar konur geri meira en þær sem eru ekki feitar. Auðvitað lenda konur líka í því sem eru ekki feitar. En þetta er bara svona: „Æ, kommon ég er að sofa hjá þér, þú átt bara vera þakklát að ég sé að sofa hjá þér“. Einhver að vippa typpinu út í bílnum og biðja mann um að runka sér. Maður er bara: „Heldurðu að þetta sé í lagi?“ En veit samt ekki hvað maður á að segja. Ég reyni að tala um alla þessa hluti sem maður hefur lent í sem eru kannski ekki grafalvarlegir en þannig að konur vita að þær eru ekki einar, við erum fleiri sem erum að lenda í alls kyns uppákomum.

Sögur af lífi einhleypu stelpunnar eru því fyrirferðarmiklar en Ebba segir stefnumótamarkaðinn ólíkan því sem hún kynntist í London á námsárunum. „Þar fór maður á stefnumót en Tinder hérna, eða svona Tinder sem ég lendi í, það er kannski einhver með allt aðra sögu, er strax bara: „Má ég koma í heimsókn? „Eigum við að ríða?“ Ekkert svona spjall en það er kannski bara eitthvað sem fólk er að leita eftir þar,“ segir Ebba en viðurkennir hlæjandi að hún noti oftast Tinder í frekar annarlegu ástandi.

Ebba Sig.
Ebba Sig. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Ebba er þeim kostum gædd að geta litið á spaugilegu hliðina á lífinu og margt annað en stefnumótamarkaðurinn sem kemst inn í uppistandið hennar. „Ég tala til dæmis um kvíða, ég er með ofsakvíða og heilsukvíða. Ég reyni að lýsa því á opinskáan hátt. Það getur verið mjög fyndið þegar ég pæli í því eftir á en svo þegar maður er í kvíðakasti er það ekkert fyndið. En maður getur horft á það til baka og hugsað hvað í andskotanum var í gangi í hausnum á mér þarna þegar ég hélt ég væri að fá hjartaáfall. Ég er 27 ára og ekki með hjartagalla og því frekar ólíklegt að ég sé að fá hjartaáfall en akkúrat þegar það er að gerast þá er ég bara: „Þetta er að gerast, þetta er að gerast.“ Svo er ég með IBS-sjúkdóm, maður hefur lent í alls konar hlutum tengdum því sem eru óþægilegir. Er kannski bara að kúka á mig og þarf einhvern veginn að finna leið án þess að gera það,“ segir Ebba sem gerir líka grín að því að hún búi heima hjá mömmu sinni á meðan vinkonur hennar eru að kaupa sér íbúð.

Draumurinn um sjónvarpsþáttinn er þó ekki horfinn þótt einleikurinn hafi gengið vel og uppistandið farið á flug. Þær Ebba og Gunnhildur Þorkelsdóttir vinkona hennar eru búnar að skrifa handritið og eru nú að vinna með framleiðanda. Ebba segir þættina vera blöndu af drama og gríni og kallar það „dramedy“. Rétt eins og uppistandið og einleikurinn byggir handritið á lífi Ebbu en líka vinkvenna hennar.

„Okkur langar svo til að sjá stelpur sem eru raunverulegar, ekki ótrúlega ýktar og gervi, heldur flóknar persónur. Ekki einhliða konur sem hefur verið svo mikið í gegnum tíðina í sjónvarpi. Þetta fjallar um sambönd, kynvitund og atvinnu, allan pakkann bara,“ segir Ebba að lokum og tekur undir það að slíkt efni hafi vantað í íslenska sjónvarpsþáttagerð.

mbl.is

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

Í gær, 15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í fyrradag Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »