5 ráð til að hætta að hata vinnuna þína

Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt í hverri viku til að gera hversdagslífið …
Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt í hverri viku til að gera hversdagslífið aðeins bærilegra. mbl.is/Pexels

Það eru margir sem eru ekki sáttir í vinnunni og kvíða því jafnvel að mæta í vinnuna á hverjum degi. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því, kannski er vinnan leiðinleg, samstarfsfélagar þínir leiðinlegir eða þú sérð ekki fram á að vinna þig upp. Sérfræðingur Cosmopolitan tók saman nokkur ráð til að bæta hugarfarið gagnvart vinnunni. 

Hættu að tala illa um vinnuna þína

Ekki gleyma þér þegar þú talar illa um vinnuna þína. Því meira sem þú talar um hvað þú þolir ekki vinnuna þína því minna ferðu að þola hana.

Komdu auga á eitthvað jákvætt

Þó að vinnan þín sé ekki sú fullkomnasta ættirðu að geta komið auga á eitthvað sem er jákvætt við hana. Hvort sem það er að þú getir hitt vinkonu þína í hádegismat, ert aðeins nokkrar mínútur að ferðast í hana eða að skrifborðsstóllinn þinn er þægilegur. Finndu eitthvað jákvætt því þegar þú einblínir á það jákvæða verður lífið auðveldara. 

Verðlaunaðu þig 

Skapaðu lítil markmið fyrir sjálfa/n þig, þegar þú nærð þeim geturðu svo verðlaunað sjálfa/n þig. Mælt er með því að markmiðin snúi að því að æfa jákvætt hugarfar eða framkomu í vinnunni. 

Taktu að þér ný verkefni

Ef þú hefur tækifæri til bjóddu þig fram í ný verkefni í vinnunni sem þú vinnur ekki vanalega. Breyting á umhverfi og hegðun getur haft jákvæð áhrif á hugarfar þitt. Það getur einnig hvatt þig til að leggja harðar að þér sem leiðir til aukinnar ánægju í starfi. 

Gerðu eitthvað skemmtilegt

Til þess að gera hversdagslífið aðeins bærilegra er góð hugmynd að gera eitthvað skemmtilegt þegar þú ert ekki að vinna. Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt í hverri viku sem þú hlakkar til að gera. Það getur til dæmis verið bíókvöld, keila eða karókíkvöld með vinum þínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál