Starfar hjá einu þekktasta tískuhúsi í heimi

Assa í íbúðinni sinni í París.
Assa í íbúðinni sinni í París. Ljósmynd/Aðsend

Assa Karlsdóttir er 24 ára fatahönnuður sem vinnur hjá Saint Laurent í París. Hún ólst upp í Danmörku og á Íslandi með stuttri viðkomu á Spáni. „Ég verð ævinlega þakklát foreldrum mínum fyrir það að hafa sýnt mér hvað heimurinn er aðgengilegur. Ég hef alltaf verið listræn og hef haft mikinn metnað og stórar hugmyndir um framtíðina frá unga aldri, fylgt hjartanu og fetað mig í átt að því sem ég elska að gera,“ segir Assa.

Hún er „world wide product trainer“ hjá Saint Laurent og vinnur náið með hönnunar- og markaðsdeildinni, útbýr kynningar- og þjálfunarefni vegna fjögurra árlegra vörulína sem er ætlað fyrir stjórnendur, verslunarteymi og svæðisþjálfara um allan heim. Assa ferðast mikið um heiminn til að sinna starfi sínu. „Huga þarf að öllu frá innblæstri hönnunar til efnisvals, og ég starfa því í raun sem eins konar vörusérfræðingur. Ég er bara ein í þessari stöðu hjá fyrirtækinu og það kostar oft langa og stranga vinnudaga og mikla tarnavinnu. Ég fer á allar tískusýningar og fjögur “showroom” árlega og svo ferðast ég helminginn af árinu um heiminn, helstu viðkomustaðir eru Dubai, Hong Kong, Tókýó, Los Angeles og New York,“ segir Assa.

Á götum Tókýó.
Á götum Tókýó. Ljósmynd/Aðsend

Fékk starfið með því að sækja um

Hún lærði fatahönnun í Danmörku en komst fljótlega að því að hana langaði líka að prófa eitthvað annað innan tískugeirans en að hanna. „Ég hef búið síðastliðin ár í Köben, London og Brussel, þar sem ég prófaði eitt og annað, m.a. var ég ein af stofnendum svokallaðs “slow fashion”-tímarits og starfaði þar sem listrænn stjórnandi. Þá kom ég að sölu á hönnunarvörum, að innanhússhönnun, auk þess að hanna fatnað.“

Eftir starfsþjálfun hjá hönnuðum í París og Brussel komst hún á verðlaunapall í stórri alþjóðlegri fatahönnunarkeppni í Shanghai í Kína. Það var ákveðin viðurkenning fyrir hana og stökkpallur inn í tískugeirann. Assa telur það hafa hjálpað sér við að fá vinnu hjá tískurisanum Louis Vuitton, en hún starfaði þar áður en hún hóf störf hjá Saint Laurent. Hún fékk stöðuna hjá Saint Laurent einfaldlega með því að sækja um starfið. „Sem er kannski frekar óvanalegt í þessum bransa þar sem maður þarf vanalega að þekkja rétta fólkið eða vera með góð tengsl innan tískugeirans til að ná í réttu stöðurnar. En mín reynsla og bakgrunnur hefur greinilega skilað sér og ég fékk stöðuna í september 2017, þótt það hafi tekið þrjá langa mánuði í viðtölum og svo biðtíma,“ segir Assa.

Boðskort á tískusýningu fyrir vetrarlínu Saint Laurent 2018.
Boðskort á tískusýningu fyrir vetrarlínu Saint Laurent 2018. Ljósmynd/Aðsend

París hrífur þann sem þar býr

Assa er búin að koma sér vel fyrir í fallegri íbúð í rólegu hverfi í París. Íbúðin er í göngufæri við vinnuna sem henni þykir kostur. „Strax frá upphafi hrífur París þann sem þar býr, en hún hefur auðvitað ýmsar hliðar eins og aðrar borgir og sem maður kynnist fyrst við búsetu þar. Ég hafði oft heimsótt borgina og bjó hér í smá tíma fyrir nokkrum árum þegar ég var í starfsþjálfun, var þá ekkert svo hrifin en það hefur alveg breyst núna og ég er að læra að meta hana meira og meira með hverjum deginum sem líður. Hvert hverfi borgarinnar er einstakt, sem gerir hana svo ótrúlega fjölbreytta og litríka,“ segir Assa. Hún segir það ekki vera klisju að París sé rómantísk borg og hafi sérstakan sjarma. Hún bætir einnig við að þar sé einnig leyfilegt að fá sér rauðvín og baguette á hverjum degi.

Á svölunum í höfuðstöðvum Saint Laurent í hjarta Parísar.
Á svölunum í höfuðstöðvum Saint Laurent í hjarta Parísar. Ljósmynd/Aðsend

Lærði að fylgja flæðinu og treysta sjálfri sér 

Assa segir starfið sitt mjög fjölbreytt, enda ferðast hún víða um heim og vinnur með fólki í mörgum deildum fyrirtækisins. „Áhuginn verður að vera mjög mikill til að halda sér gangandi í þessum bransa og þessu starfi er ekki hægt að sinna af neinu viti nema að hafa bein í nefinu. Starfið mitt er þannig mjög skemmtilegt og gefandi, en um leið mjög krefjandi. Einn daginn get ég verið með kynningu fyrir framan 300 manns og næsta dag á fimm til tíu manna fundi með hönnuðum og stjórnendum fyrirtækisins.“

Þegar Assa er spurð um framtíðina segir hún að hún hafi lært að fylgja flæðinu, treysta sjálfri sér og vera opin fyrir því hvert lífir leiðir hana. „Hefði ég verið spurð þessarar spurningar fyrir fimm árum síðan hefði ég getað svarað til um framtíð mína með „hvað og hvenær“ á nákvæmum dagsetningum og breiddargráðum, ég var sem sagt búin að plana allt líf mitt frá því ég flutti að heiman sautján ára.“

Við eldhúsborðið heima.
Við eldhúsborðið heima. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir að sig langi að hanna aftur einn daginn, hvort sem það yrði undir sínu eigin merki eða annarra, en það sé eitthvað sem framtíðin muni leiða í ljós. „Ég hef líka gríðarlegan áhuga á margs konar listum, á góðri alhliða hönnun og innanhúsarkitektúr og stundum hugsa ég nú hvað gaman gæti orðið að starfrækja “concept store” í framtíðinni og það með yngri systkinum mínum sem eru bæði rosalega listræn og með sinn eigin töff stíl. Ég er opin fyrir öllu en er róleg í minni vinnu núna, að ferðast um heiminn, upplifa, byggja upp reynslu og vivre le vie,“ segir Assa.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Össu á Instagram, @margretassa.

mbl.is

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Í gær, 22:15 Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

Í gær, 19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

Í gær, 16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

Í gær, 13:09 Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

Í gær, 10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í gær Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í fyrradag Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í fyrradag Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

í fyrradag Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í fyrradag Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »