Starfar hjá einu þekktasta tískuhúsi í heimi

Assa í íbúðinni sinni í París.
Assa í íbúðinni sinni í París. Ljósmynd/Aðsend

Assa Karlsdóttir er 24 ára fatahönnuður sem vinnur hjá Saint Laurent í París. Hún ólst upp í Danmörku og á Íslandi með stuttri viðkomu á Spáni. „Ég verð ævinlega þakklát foreldrum mínum fyrir það að hafa sýnt mér hvað heimurinn er aðgengilegur. Ég hef alltaf verið listræn og hef haft mikinn metnað og stórar hugmyndir um framtíðina frá unga aldri, fylgt hjartanu og fetað mig í átt að því sem ég elska að gera,“ segir Assa.

Hún er „world wide product trainer“ hjá Saint Laurent og vinnur náið með hönnunar- og markaðsdeildinni, útbýr kynningar- og þjálfunarefni vegna fjögurra árlegra vörulína sem er ætlað fyrir stjórnendur, verslunarteymi og svæðisþjálfara um allan heim. Assa ferðast mikið um heiminn til að sinna starfi sínu. „Huga þarf að öllu frá innblæstri hönnunar til efnisvals, og ég starfa því í raun sem eins konar vörusérfræðingur. Ég er bara ein í þessari stöðu hjá fyrirtækinu og það kostar oft langa og stranga vinnudaga og mikla tarnavinnu. Ég fer á allar tískusýningar og fjögur “showroom” árlega og svo ferðast ég helminginn af árinu um heiminn, helstu viðkomustaðir eru Dubai, Hong Kong, Tókýó, Los Angeles og New York,“ segir Assa.

Á götum Tókýó.
Á götum Tókýó. Ljósmynd/Aðsend

Fékk starfið með því að sækja um

Hún lærði fatahönnun í Danmörku en komst fljótlega að því að hana langaði líka að prófa eitthvað annað innan tískugeirans en að hanna. „Ég hef búið síðastliðin ár í Köben, London og Brussel, þar sem ég prófaði eitt og annað, m.a. var ég ein af stofnendum svokallaðs “slow fashion”-tímarits og starfaði þar sem listrænn stjórnandi. Þá kom ég að sölu á hönnunarvörum, að innanhússhönnun, auk þess að hanna fatnað.“

Eftir starfsþjálfun hjá hönnuðum í París og Brussel komst hún á verðlaunapall í stórri alþjóðlegri fatahönnunarkeppni í Shanghai í Kína. Það var ákveðin viðurkenning fyrir hana og stökkpallur inn í tískugeirann. Assa telur það hafa hjálpað sér við að fá vinnu hjá tískurisanum Louis Vuitton, en hún starfaði þar áður en hún hóf störf hjá Saint Laurent. Hún fékk stöðuna hjá Saint Laurent einfaldlega með því að sækja um starfið. „Sem er kannski frekar óvanalegt í þessum bransa þar sem maður þarf vanalega að þekkja rétta fólkið eða vera með góð tengsl innan tískugeirans til að ná í réttu stöðurnar. En mín reynsla og bakgrunnur hefur greinilega skilað sér og ég fékk stöðuna í september 2017, þótt það hafi tekið þrjá langa mánuði í viðtölum og svo biðtíma,“ segir Assa.

Boðskort á tískusýningu fyrir vetrarlínu Saint Laurent 2018.
Boðskort á tískusýningu fyrir vetrarlínu Saint Laurent 2018. Ljósmynd/Aðsend

París hrífur þann sem þar býr

Assa er búin að koma sér vel fyrir í fallegri íbúð í rólegu hverfi í París. Íbúðin er í göngufæri við vinnuna sem henni þykir kostur. „Strax frá upphafi hrífur París þann sem þar býr, en hún hefur auðvitað ýmsar hliðar eins og aðrar borgir og sem maður kynnist fyrst við búsetu þar. Ég hafði oft heimsótt borgina og bjó hér í smá tíma fyrir nokkrum árum þegar ég var í starfsþjálfun, var þá ekkert svo hrifin en það hefur alveg breyst núna og ég er að læra að meta hana meira og meira með hverjum deginum sem líður. Hvert hverfi borgarinnar er einstakt, sem gerir hana svo ótrúlega fjölbreytta og litríka,“ segir Assa. Hún segir það ekki vera klisju að París sé rómantísk borg og hafi sérstakan sjarma. Hún bætir einnig við að þar sé einnig leyfilegt að fá sér rauðvín og baguette á hverjum degi.

Á svölunum í höfuðstöðvum Saint Laurent í hjarta Parísar.
Á svölunum í höfuðstöðvum Saint Laurent í hjarta Parísar. Ljósmynd/Aðsend

Lærði að fylgja flæðinu og treysta sjálfri sér 

Assa segir starfið sitt mjög fjölbreytt, enda ferðast hún víða um heim og vinnur með fólki í mörgum deildum fyrirtækisins. „Áhuginn verður að vera mjög mikill til að halda sér gangandi í þessum bransa og þessu starfi er ekki hægt að sinna af neinu viti nema að hafa bein í nefinu. Starfið mitt er þannig mjög skemmtilegt og gefandi, en um leið mjög krefjandi. Einn daginn get ég verið með kynningu fyrir framan 300 manns og næsta dag á fimm til tíu manna fundi með hönnuðum og stjórnendum fyrirtækisins.“

Þegar Assa er spurð um framtíðina segir hún að hún hafi lært að fylgja flæðinu, treysta sjálfri sér og vera opin fyrir því hvert lífir leiðir hana. „Hefði ég verið spurð þessarar spurningar fyrir fimm árum síðan hefði ég getað svarað til um framtíð mína með „hvað og hvenær“ á nákvæmum dagsetningum og breiddargráðum, ég var sem sagt búin að plana allt líf mitt frá því ég flutti að heiman sautján ára.“

Við eldhúsborðið heima.
Við eldhúsborðið heima. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir að sig langi að hanna aftur einn daginn, hvort sem það yrði undir sínu eigin merki eða annarra, en það sé eitthvað sem framtíðin muni leiða í ljós. „Ég hef líka gríðarlegan áhuga á margs konar listum, á góðri alhliða hönnun og innanhúsarkitektúr og stundum hugsa ég nú hvað gaman gæti orðið að starfrækja “concept store” í framtíðinni og það með yngri systkinum mínum sem eru bæði rosalega listræn og með sinn eigin töff stíl. Ég er opin fyrir öllu en er róleg í minni vinnu núna, að ferðast um heiminn, upplifa, byggja upp reynslu og vivre le vie,“ segir Assa.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Össu á Instagram, @margretassa.

mbl.is

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

Í gær, 22:00 Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

Í gær, 19:00 „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

Í gær, 16:00 Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

Í gær, 13:03 Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

Í gær, 09:44 Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

Í gær, 06:00 Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

í fyrradag Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

í fyrradag Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

í fyrradag Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

í fyrradag Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

í fyrradag Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

í fyrradag Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

í fyrradag „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »

Hversu margar konur fá fullnægingu?

10.11. Karlar fá mun oftar fullnægingu í kynlífi en gagnkynhneigðar konur. Samkynhneigðar konur stunda besta kynlífið ef fullnæging er markmiðið. Meira »

Svona æfir stæltasta stjörnupar í heimi

10.11. Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eru eitt frægasta og stæltasta par í heimi. Parið er duglegt að hreyfa sig saman en Lopez hefur vakið sérstaka athygli fyrir að vera 49 ára og líklega aldrei í betra formi. Meira »

Er löngu hætt að vigta sig

10.11. Leikkonan America Ferrera passar ekki upp á línurnar með því að vigta sig reglulega heldur með því að borða rétt.  Meira »

Ég hef aldrei verið með frægðardrauma

10.11. Ágústa Eva Erlendsdóttir er íslensk kvenhetja. Hún dvelur í Noregi þessa dagana ein með börnin sín tvö en hún leikur þriðja stærsta hlutverkið í nýrri HBO-seríu sem sýnd verður um allan heim. Meira »

Svona heldur Jessica Alba sér í formi

10.11. Stundum er hálftími á hlaupabrettinu alveg nóg. Jessica Alba tekur hálftímalanga brennsluæfingu á hlaupabrettinu.   Meira »

Lekkerheit í franska sendiráðinu

9.11. Það var glatt á hjalla þegar Graham Paul, sendiherra Frakka, bauð í móttöku vegna komu Jacquys Pfeiffers til Íslands.  Meira »

Eiga ekki pantað flug heim

9.11. Landsbyggðarparið Ísak Atli og Sigríður Lára segja það ekki dýrt að ferðast um framandi lönd. Parið hefur verið með annan fótinn í útlöndum síðastliðin tvö ár. Meira »