Starfar hjá einu þekktasta tískuhúsi í heimi

Assa í íbúðinni sinni í París.
Assa í íbúðinni sinni í París. Ljósmynd/Aðsend

Assa Karlsdóttir er 24 ára fatahönnuður sem vinnur hjá Saint Laurent í París. Hún ólst upp í Danmörku og á Íslandi með stuttri viðkomu á Spáni. „Ég verð ævinlega þakklát foreldrum mínum fyrir það að hafa sýnt mér hvað heimurinn er aðgengilegur. Ég hef alltaf verið listræn og hef haft mikinn metnað og stórar hugmyndir um framtíðina frá unga aldri, fylgt hjartanu og fetað mig í átt að því sem ég elska að gera,“ segir Assa.

Hún er „world wide product trainer“ hjá Saint Laurent og vinnur náið með hönnunar- og markaðsdeildinni, útbýr kynningar- og þjálfunarefni vegna fjögurra árlegra vörulína sem er ætlað fyrir stjórnendur, verslunarteymi og svæðisþjálfara um allan heim. Assa ferðast mikið um heiminn til að sinna starfi sínu. „Huga þarf að öllu frá innblæstri hönnunar til efnisvals, og ég starfa því í raun sem eins konar vörusérfræðingur. Ég er bara ein í þessari stöðu hjá fyrirtækinu og það kostar oft langa og stranga vinnudaga og mikla tarnavinnu. Ég fer á allar tískusýningar og fjögur “showroom” árlega og svo ferðast ég helminginn af árinu um heiminn, helstu viðkomustaðir eru Dubai, Hong Kong, Tókýó, Los Angeles og New York,“ segir Assa.

Á götum Tókýó.
Á götum Tókýó. Ljósmynd/Aðsend

Fékk starfið með því að sækja um

Hún lærði fatahönnun í Danmörku en komst fljótlega að því að hana langaði líka að prófa eitthvað annað innan tískugeirans en að hanna. „Ég hef búið síðastliðin ár í Köben, London og Brussel, þar sem ég prófaði eitt og annað, m.a. var ég ein af stofnendum svokallaðs “slow fashion”-tímarits og starfaði þar sem listrænn stjórnandi. Þá kom ég að sölu á hönnunarvörum, að innanhússhönnun, auk þess að hanna fatnað.“

Eftir starfsþjálfun hjá hönnuðum í París og Brussel komst hún á verðlaunapall í stórri alþjóðlegri fatahönnunarkeppni í Shanghai í Kína. Það var ákveðin viðurkenning fyrir hana og stökkpallur inn í tískugeirann. Assa telur það hafa hjálpað sér við að fá vinnu hjá tískurisanum Louis Vuitton, en hún starfaði þar áður en hún hóf störf hjá Saint Laurent. Hún fékk stöðuna hjá Saint Laurent einfaldlega með því að sækja um starfið. „Sem er kannski frekar óvanalegt í þessum bransa þar sem maður þarf vanalega að þekkja rétta fólkið eða vera með góð tengsl innan tískugeirans til að ná í réttu stöðurnar. En mín reynsla og bakgrunnur hefur greinilega skilað sér og ég fékk stöðuna í september 2017, þótt það hafi tekið þrjá langa mánuði í viðtölum og svo biðtíma,“ segir Assa.

Boðskort á tískusýningu fyrir vetrarlínu Saint Laurent 2018.
Boðskort á tískusýningu fyrir vetrarlínu Saint Laurent 2018. Ljósmynd/Aðsend

París hrífur þann sem þar býr

Assa er búin að koma sér vel fyrir í fallegri íbúð í rólegu hverfi í París. Íbúðin er í göngufæri við vinnuna sem henni þykir kostur. „Strax frá upphafi hrífur París þann sem þar býr, en hún hefur auðvitað ýmsar hliðar eins og aðrar borgir og sem maður kynnist fyrst við búsetu þar. Ég hafði oft heimsótt borgina og bjó hér í smá tíma fyrir nokkrum árum þegar ég var í starfsþjálfun, var þá ekkert svo hrifin en það hefur alveg breyst núna og ég er að læra að meta hana meira og meira með hverjum deginum sem líður. Hvert hverfi borgarinnar er einstakt, sem gerir hana svo ótrúlega fjölbreytta og litríka,“ segir Assa. Hún segir það ekki vera klisju að París sé rómantísk borg og hafi sérstakan sjarma. Hún bætir einnig við að þar sé einnig leyfilegt að fá sér rauðvín og baguette á hverjum degi.

Á svölunum í höfuðstöðvum Saint Laurent í hjarta Parísar.
Á svölunum í höfuðstöðvum Saint Laurent í hjarta Parísar. Ljósmynd/Aðsend

Lærði að fylgja flæðinu og treysta sjálfri sér 

Assa segir starfið sitt mjög fjölbreytt, enda ferðast hún víða um heim og vinnur með fólki í mörgum deildum fyrirtækisins. „Áhuginn verður að vera mjög mikill til að halda sér gangandi í þessum bransa og þessu starfi er ekki hægt að sinna af neinu viti nema að hafa bein í nefinu. Starfið mitt er þannig mjög skemmtilegt og gefandi, en um leið mjög krefjandi. Einn daginn get ég verið með kynningu fyrir framan 300 manns og næsta dag á fimm til tíu manna fundi með hönnuðum og stjórnendum fyrirtækisins.“

Þegar Assa er spurð um framtíðina segir hún að hún hafi lært að fylgja flæðinu, treysta sjálfri sér og vera opin fyrir því hvert lífir leiðir hana. „Hefði ég verið spurð þessarar spurningar fyrir fimm árum síðan hefði ég getað svarað til um framtíð mína með „hvað og hvenær“ á nákvæmum dagsetningum og breiddargráðum, ég var sem sagt búin að plana allt líf mitt frá því ég flutti að heiman sautján ára.“

Við eldhúsborðið heima.
Við eldhúsborðið heima. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir að sig langi að hanna aftur einn daginn, hvort sem það yrði undir sínu eigin merki eða annarra, en það sé eitthvað sem framtíðin muni leiða í ljós. „Ég hef líka gríðarlegan áhuga á margs konar listum, á góðri alhliða hönnun og innanhúsarkitektúr og stundum hugsa ég nú hvað gaman gæti orðið að starfrækja “concept store” í framtíðinni og það með yngri systkinum mínum sem eru bæði rosalega listræn og með sinn eigin töff stíl. Ég er opin fyrir öllu en er róleg í minni vinnu núna, að ferðast um heiminn, upplifa, byggja upp reynslu og vivre le vie,“ segir Assa.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Össu á Instagram, @margretassa.

mbl.is

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

Í gær, 09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

Í gær, 06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 05:39 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í fyrradag „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í fyrradag Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »