„Viljum verða betri með aldrinum“

Marianne Williamson er komin vel yfir sextugt en hefur aldrei …
Marianne Williamson er komin vel yfir sextugt en hefur aldrei litið betur út. Hér er hún á fullu í vinnu, með dagblað, tölvu og eitt stykki biblíu uppi í rúmi. Þvílíkur töffari! Ljósmynd/skjáskot Instagram

Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. 

„Ég horfði yfir snyrtiborðið mitt um daginn og sá þar hvernig öll kremin á borðinu mínu voru um það að eldast ekki. Af hverju þurfum við konur að berjast gegn því að eldast? Hvað með okkur sem viljum eldast á einstakan hátt? Okkur sem þráum að upplifa kraftaverk með aldrinum?

Allur boðskapur sem miðar að því að stoppa eitthvað sem er eðlilegt er hugsun sem felur í sér skort á ást. Við viljum setja ást í okkur með aldrinum og verða betri.“

Þess má geta að Marianne Williamson er fædd árið 1952 og hefur aldrei litið betur út. Hún vinnur með aukinn þroska og segir að kraftaverk séu breytt afstaða til þess hvernig við hugsum. Þannig breytum við okkur, fjölskyldum okkar og samfélaginu. Við erum öll hluti af heiminum. Það eru fleiri hlutir sem sameina okkur en sundra. 

Sjá 4 vikna námskeið hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál