Góð ráð til þess að ferðast létt

Það er þægilegt að ferðast með eina tösku.
Það er þægilegt að ferðast með eina tösku. mbl.is/Pexels

Þar sem veðrið hefur ekki verið upp á sitt besta þetta sumarið eru góðar líkur á að flestir séu með eina ef ekki tvær utanlandsferðir í kortunum. Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra.

Notaðu hólf í ferðatöskuna

Að nota hólf til að skipuleggja töskuna er góð leið til að spara pláss. Fötin pakkast oft betur í svona hólfum og þau halda öllu á sínum stað. Það eru til sérstök hólf einmitt fyrir þetta tilefni, en einnig er hægt að kaupa hólf úr IKEA sem þjóna svipuðum tilgangi.

Kauptu svitalyktareyði í ferðastærð

Svitalyktareyðir er eitt af fyrirferðarmestu hreinlætisvörunum. Það er því góð hugmynd að kaupa hann í ferðastærð til að spara pláss.

Bókaðu gistingu á stað þar sem þú getur þvegið

Ef þú bókar gistingu á stað með þvottavél getur það sparað töluvert pláss í töskunni. Það getur einnig verið ódýrara að greiða fyrir þvott á hóteli en að greiða fyrir auka tösku hjá flugfélaginu.

Kauptu ferðaútgáfu af snyrtivörum

Það er ekki aðeins svitalyktareyðirinn sem tekur mikið pláss. Ef þú notar mikið af snyrti- og hreinlætisvörum er sniðugt að kaupa þær í ferðastærð. Það gæti einnig borgað sig að kaupa þær á áfangastað. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að setja þær í zip-lock poka áður en ferðalagið hefst.

Það er fátt leiðinlegra en að ferðast með mikið af …
Það er fátt leiðinlegra en að ferðast með mikið af farangri. mbl.is/Pexels

Veldu fötin vel

Ekki velja föt sem er aðeins hægt að nota einu sinni. Ekki heldur velja bol sem passar bara með einum buxum og öfugt. Pakkaðu þannig að sem flest passi saman svo þú getir nýtt öll fötin. Spurðu þig spurningarinnar „er ég virkilega að fara klæðast þessu?“ og vandaðu valið á flíkunum sem þú tekur með í ferðalagið.

Notaðu símann

Ferðabækur, kort, myndavélar? Þetta er allt aðgengilegt í símanum þínum. Passaðu bara að þú getir notað netið í símanum á áfangastað og þá geturðu sparað mikið pláss í töskunni. Ef þig langar að taka bækur með í fríið eru rafbækur einnig góð lausn. Það er þó ekki nauðsynlegt að taka Kindle-inn með í fríið því hægt er að hala niður Kindle-forritinu frítt í símann og lesa bækurnar þar.

Notaðu tösku með eins fáum hjólum og þú getur

Fjögur snúningshjól eru vissulega þægileg þegar maður er að ferðast. Þau taka þó mikið pláss og þyngja töskuna. Veldu frekar tösku með eins fáum hjólum og þú getur. Bakpokar sem taka mikið af fötum og dóti eru einnig sniðugir. 

Veldu töskuna vel

Það er fátt leiðinlegra en að dröslast um með lélega, allt of stóra ferðatösku í útlöndum. Veldu létta, litla tösku sem tekur allt sem þú þarft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál