Góð ráð til þess að ferðast létt

Það er þægilegt að ferðast með eina tösku.
Það er þægilegt að ferðast með eina tösku. mbl.is/Pexels

Þar sem veðrið hefur ekki verið upp á sitt besta þetta sumarið eru góðar líkur á að flestir séu með eina ef ekki tvær utanlandsferðir í kortunum. Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra.

Notaðu hólf í ferðatöskuna

Að nota hólf til að skipuleggja töskuna er góð leið til að spara pláss. Fötin pakkast oft betur í svona hólfum og þau halda öllu á sínum stað. Það eru til sérstök hólf einmitt fyrir þetta tilefni, en einnig er hægt að kaupa hólf úr IKEA sem þjóna svipuðum tilgangi.

Kauptu svitalyktareyði í ferðastærð

Svitalyktareyðir er eitt af fyrirferðarmestu hreinlætisvörunum. Það er því góð hugmynd að kaupa hann í ferðastærð til að spara pláss.

Bókaðu gistingu á stað þar sem þú getur þvegið

Ef þú bókar gistingu á stað með þvottavél getur það sparað töluvert pláss í töskunni. Það getur einnig verið ódýrara að greiða fyrir þvott á hóteli en að greiða fyrir auka tösku hjá flugfélaginu.

Kauptu ferðaútgáfu af snyrtivörum

Það er ekki aðeins svitalyktareyðirinn sem tekur mikið pláss. Ef þú notar mikið af snyrti- og hreinlætisvörum er sniðugt að kaupa þær í ferðastærð. Það gæti einnig borgað sig að kaupa þær á áfangastað. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að setja þær í zip-lock poka áður en ferðalagið hefst.

Það er fátt leiðinlegra en að ferðast með mikið af ...
Það er fátt leiðinlegra en að ferðast með mikið af farangri. mbl.is/Pexels

Veldu fötin vel

Ekki velja föt sem er aðeins hægt að nota einu sinni. Ekki heldur velja bol sem passar bara með einum buxum og öfugt. Pakkaðu þannig að sem flest passi saman svo þú getir nýtt öll fötin. Spurðu þig spurningarinnar „er ég virkilega að fara klæðast þessu?“ og vandaðu valið á flíkunum sem þú tekur með í ferðalagið.

Notaðu símann

Ferðabækur, kort, myndavélar? Þetta er allt aðgengilegt í símanum þínum. Passaðu bara að þú getir notað netið í símanum á áfangastað og þá geturðu sparað mikið pláss í töskunni. Ef þig langar að taka bækur með í fríið eru rafbækur einnig góð lausn. Það er þó ekki nauðsynlegt að taka Kindle-inn með í fríið því hægt er að hala niður Kindle-forritinu frítt í símann og lesa bækurnar þar.

Notaðu tösku með eins fáum hjólum og þú getur

Fjögur snúningshjól eru vissulega þægileg þegar maður er að ferðast. Þau taka þó mikið pláss og þyngja töskuna. Veldu frekar tösku með eins fáum hjólum og þú getur. Bakpokar sem taka mikið af fötum og dóti eru einnig sniðugir. 

Veldu töskuna vel

Það er fátt leiðinlegra en að dröslast um með lélega, allt of stóra ferðatösku í útlöndum. Veldu létta, litla tösku sem tekur allt sem þú þarft.

mbl.is

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

18:00 „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

15:00 Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

12:00 „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

09:10 „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

06:00 Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

í gær Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

í gær Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

í gær Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

í gær Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

í gær Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

12.11. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

12.11. Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

12.11. Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »