Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

Það er aldrei of seint að snúa sér að einhverju …
Það er aldrei of seint að snúa sér að einhverju nýju. Samsett mynd

Það er aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut. Smartland tók saman lista yfir nokkra sem hafa breytt um stefnu. 

Sölvi Blöndal

Eftir farsæl ár í hljómsveitinni Quarashi hellti Sölvi sér út í hagfræðina og hefur undanfarin ár starfað hjá GAMMA.

Sölvi Blöndal leiddi hina farsælu sveit Quarashi árum saman.
Sölvi Blöndal leiddi hina farsælu sveit Quarashi árum saman. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir

Unnur Birna öðlaðist frægð þegar hún var valin ungfrú Ísland og síðar ungfrú heimur. Þrátt fyrir skyndilega heimsfrægð hélt hún áfram í lögfræðináminu og starfar nú sem lögmaður. 

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin ungfrú heimur.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin ungfrú heimur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala starfaði sem lögmaður áður en hún settist á þing fyrir Samfylkinguna. Áður en Helga Vala fór í lögfræði lærði hún leiklist og útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands. 

Helga Vala Helgadóttir er þingmaður.
Helga Vala Helgadóttir er þingmaður. mbl.is/Eggert

Baldur Stefánsson

Baldur fór úr GusGus yfir í fjármálageirann og starfar nú sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kviku. 

Baldur Stefánsson var í GusGus, hér er hann ásamt Júlíusi …
Baldur Stefánsson var í GusGus, hér er hann ásamt Júlíusi Hafstein. Kristinn Ingvarsson

Davíð Þór Jónsson

Davíð Þór kom víða við áður en hann nam guðfræði og gerðist prestur. Hann sló í gegn með Steini Ármanni í Radíusbræðrum og var ritstjóri Bleikt og blátt. 

Davíð Þór Jónsson.
Davíð Þór Jónsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Ásdís Rán hefur notið mikillar velgengni sem fyrirsæta en fyrir nokkrum árum skellti hún sér í nám og er nú með þyrluflugmannspróf. 

Ásdís Rán.
Ásdís Rán.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál