Þorvaldur Davíð til Oxford

Þorvaldur Davíð Kristjánsson er að flytja til Bretlands þar sem ...
Þorvaldur Davíð Kristjánsson er að flytja til Bretlands þar sem hann mun stunda MBA-nám við Oxford-háskólann. ljósmynd/Baldur Kristjáns

Þorvaldur Davíð Kristjánsson var nýverið í viðtali við Smartland þar sem hann útskýrði ástæðu þess að hann sóttist eftir stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði. Eftir að hafa íhugað málið vandlega hefur hann nú dregið umsókn sína til baka og heldur á vit nýrra ævintýra þar sem hann hefur hlotið inngöngu í hinn virta Oxford-háskóla í Bretlandi. Þar mun hann leggja stund á „Executive“ MBA-nám á næstu misserum. Það er greinilegt að það er mikil lukka yfir námsferli leikarans, þar sem hann er með grunnmenntun frá Juilliard-háskóla í New York. Nú bætist Oxford-háskólinn við ferilskrána. Oxford þykir einn besti háskóli heims. Albert Einstein og Bill Clinton sóttu gráðu sína í þann skóla á sínum tíma. 

Hafði dreymt um framhaldsnám

Var þetta óvænt?

„Já, það má segja það. Mig hafði lengi dreymt um að fara í framhaldsnám erlendis og í þetta tiltekna nám. En ég vil samt byrja á að taka fram hvað ég er ánægður að hafa sótt um starf bæjarstjóra á Seyðisfirði og vil ég sérstaklega þakka öllu því frábæra fólki sem ég kynntist í gegnum það ferli. Ég styrkti gömul kynni og stofnaði til nýrra og kynntist þessum yndislega bæ aðeins betur. Þegar ég sá hverjir sóttu um kom mér ánægjulega á óvart hvað það voru margir góðir umsækjendur með mikla reynslu. Það fékk mig líka til að hugsa hvort ég væri reiðubúinn í svona stóran slag á þessum tímapunkti. Svo eftir mikla íhugun var ákvörðun tekin að ná í menntun sem undirbýr mig þá betur fyrir e.t.v. sambærilegar áskoranir þegar ég kem aftur heim.

Við fjölskyldan höfum sammælst um að fara út í nám. Það er líka mikil gjöf til barnanna að fá annan menningarheim og tungumál í forgjöf. Svo á næstu mánuðum munum við koma okkur fyrir saman úti í Bretlandi. Síðan sest ég á skólabekk aftur, í þetta áhugaverða nám í þessum góða skóla. Svo já, ég er svo sannarlega mjög auðmjúkur og þakklátur og þarf í raun að klípa mig í handlegginn til að átta mig á að þetta sé ekki draumur.“

Í sama skóla og Albert Einstein

Fjölmargir þekktir einstaklingar hafa lagt stund á nám við Oxford-háskólann. Þar á meðal Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ljóðskáldið T. S. Eliot, Albert Einstein og leikarinn Hugh Grant svo einhverjir séu nefndir.

„Þetta stjórnunarnám mun veita mér aðgang að fjölmörgum tækifærum. Það mun gefa mér tæki og tól til að takast á við áskoranir á sviði stjórnunar sem og gefa mér sterkt alþjóðlegt tengslanet sem er einstaklega dýrmætt.“

Þorvaldur Davíð þekkir það að vera í alþjóðlegu umhverfi. Saga hans í Juilliard er einstök. Þá sér í lagi þar sem hann var styrktur í gegnum námið, m.a. af Robin Williams leikara. „Einn duglegur nemandi á tveggja ára fresti getur fengið stuðning frá sjóðnum hans Robin Williams. Jessica Chastain er t.d. ein af þeim sem hefur fengið slíkan styrk,“ segir Þorvaldur Davíð brosandi og bætir við. „Námið í Juilliard sýndi mér fram á áhrifamátt góðrar menntunar. Hún breytti alla vega lífi mínu til hins betra. En núna þarf ég að setja orkuna upp og út til að finna lausn á því að fjármagna námið í Oxford. Það verður spennandi að takast á við það verkefni. Það eru engar hindranir í þessu lífi, bara leiðir sem maður þarf að finna. Ég trúi því. Maður þarf bara að vera opinn fyrir umhverfinu og tækifærum og treysta að lífið taki mann þangað sem maður á að fara. Ég hefði verið mjög hamingjusamur með að flytja á Seyðisfjörð og leggja mitt af mörkum til hins góða samfélags sem þar er, en ég er líka alveg viss um að sú reynsla sem ég mun fá úr náminu í Oxford muni gera mig enn betur í stakk búinn til að láta gott af mér leiða í framtíðinni,“ segir hann í lokin.

mbl.is

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir starfsmaður Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

13:30 Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

10:00 Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

05:45 Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

Í gær, 21:00 „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í gær Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

í gær Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

í gær Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

í gær Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

í fyrradag Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

14.12. Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14.12. „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »