Þorvaldur Davíð til Oxford

Þorvaldur Davíð Kristjánsson er að flytja til Bretlands þar sem ...
Þorvaldur Davíð Kristjánsson er að flytja til Bretlands þar sem hann mun stunda MBA-nám við Oxford-háskólann. ljósmynd/Baldur Kristjáns

Þorvaldur Davíð Kristjánsson var nýverið í viðtali við Smartland þar sem hann útskýrði ástæðu þess að hann sóttist eftir stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði. Eftir að hafa íhugað málið vandlega hefur hann nú dregið umsókn sína til baka og heldur á vit nýrra ævintýra þar sem hann hefur hlotið inngöngu í hinn virta Oxford-háskóla í Bretlandi. Þar mun hann leggja stund á „Executive“ MBA-nám á næstu misserum. Það er greinilegt að það er mikil lukka yfir námsferli leikarans, þar sem hann er með grunnmenntun frá Juilliard-háskóla í New York. Nú bætist Oxford-háskólinn við ferilskrána. Oxford þykir einn besti háskóli heims. Albert Einstein og Bill Clinton sóttu gráðu sína í þann skóla á sínum tíma. 

Hafði dreymt um framhaldsnám

Var þetta óvænt?

„Já, það má segja það. Mig hafði lengi dreymt um að fara í framhaldsnám erlendis og í þetta tiltekna nám. En ég vil samt byrja á að taka fram hvað ég er ánægður að hafa sótt um starf bæjarstjóra á Seyðisfirði og vil ég sérstaklega þakka öllu því frábæra fólki sem ég kynntist í gegnum það ferli. Ég styrkti gömul kynni og stofnaði til nýrra og kynntist þessum yndislega bæ aðeins betur. Þegar ég sá hverjir sóttu um kom mér ánægjulega á óvart hvað það voru margir góðir umsækjendur með mikla reynslu. Það fékk mig líka til að hugsa hvort ég væri reiðubúinn í svona stóran slag á þessum tímapunkti. Svo eftir mikla íhugun var ákvörðun tekin að ná í menntun sem undirbýr mig þá betur fyrir e.t.v. sambærilegar áskoranir þegar ég kem aftur heim.

Við fjölskyldan höfum sammælst um að fara út í nám. Það er líka mikil gjöf til barnanna að fá annan menningarheim og tungumál í forgjöf. Svo á næstu mánuðum munum við koma okkur fyrir saman úti í Bretlandi. Síðan sest ég á skólabekk aftur, í þetta áhugaverða nám í þessum góða skóla. Svo já, ég er svo sannarlega mjög auðmjúkur og þakklátur og þarf í raun að klípa mig í handlegginn til að átta mig á að þetta sé ekki draumur.“

Í sama skóla og Albert Einstein

Fjölmargir þekktir einstaklingar hafa lagt stund á nám við Oxford-háskólann. Þar á meðal Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ljóðskáldið T. S. Eliot, Albert Einstein og leikarinn Hugh Grant svo einhverjir séu nefndir.

„Þetta stjórnunarnám mun veita mér aðgang að fjölmörgum tækifærum. Það mun gefa mér tæki og tól til að takast á við áskoranir á sviði stjórnunar sem og gefa mér sterkt alþjóðlegt tengslanet sem er einstaklega dýrmætt.“

Þorvaldur Davíð þekkir það að vera í alþjóðlegu umhverfi. Saga hans í Juilliard er einstök. Þá sér í lagi þar sem hann var styrktur í gegnum námið, m.a. af Robin Williams leikara. „Einn duglegur nemandi á tveggja ára fresti getur fengið stuðning frá sjóðnum hans Robin Williams. Jessica Chastain er t.d. ein af þeim sem hefur fengið slíkan styrk,“ segir Þorvaldur Davíð brosandi og bætir við. „Námið í Juilliard sýndi mér fram á áhrifamátt góðrar menntunar. Hún breytti alla vega lífi mínu til hins betra. En núna þarf ég að setja orkuna upp og út til að finna lausn á því að fjármagna námið í Oxford. Það verður spennandi að takast á við það verkefni. Það eru engar hindranir í þessu lífi, bara leiðir sem maður þarf að finna. Ég trúi því. Maður þarf bara að vera opinn fyrir umhverfinu og tækifærum og treysta að lífið taki mann þangað sem maður á að fara. Ég hefði verið mjög hamingjusamur með að flytja á Seyðisfjörð og leggja mitt af mörkum til hins góða samfélags sem þar er, en ég er líka alveg viss um að sú reynsla sem ég mun fá úr náminu í Oxford muni gera mig enn betur í stakk búinn til að láta gott af mér leiða í framtíðinni,“ segir hann í lokin.

mbl.is

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

17:00 Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

14:00 „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

11:00 Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

05:00 Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

Í gær, 23:59 Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

í gær Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

í gær Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

í gær Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

í gær Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

í gær Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

í fyrradag Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

í fyrradag Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »