Hættu að blekkja sjálfan þig

Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur …
Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur litlu í verk? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Bókin UNFU*K YOURSELF fjallar um 7 leiðir til að byrja að lifa lífinu sem þér þykir eftirsóknavert. Höfundur bókarinnar, Gary John Bishop, er þekktur fyrir að segja hlutina eins og þeir raunverulega eru. Hann hefur aðstoðað fólk víðs vegar að úr heiminum á leið sinni í persónulegum þroska. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg að hans mati samkvæmt bókinni:

Skoðaðu markmiðin þín

Algengt er að fólk setji sér markmið um að verða t.d. ríkt í lífinu. Þetta sama fólk hefur kannski engan áhuga á því að vinna að þessum markmiðum og er því að koma illa fram við sjálft sig að setja markmið sem þessi sem það mun aldrei ná. Ef markmiðið er að verða rík/ríkur og eiga fallegan maka, hvað felur slíkt í sér? Ertu til í að setja mikla vinnu í þetta markmið og hverju ertu raunverulega að sækjast eftir með þessu markmiði?

Þú ert sigurvegari

Þú ert sigurvegari í aðstæðum þínum í dag. Sem dæmi, ef þú ert að drekka of mikið áfengi, þá ertu að sigra í því. Ef hins vegar það er ekki það sem þig langar að sigra í, þarftu að setja fókusinn á það sem skiptir þig máli. Ef þig langar að vera sigurvegari í að stunda útihlaup, þá þarftu að finna leiðir til að sleppa því að drekka og koma þér út að hlaupa.

Þú getur staðið af þér óvissu

Það að vita eitthvað með vissu er eitthvað sem við mannfólkið sækjumst eftir. Hins vegar er fátt í þessari veröld þannig að hægt er að stóla á það án alls vafa. Þegar við förum sem dæmi í ný sambönd, þá langar okkur að vera í sambandi með manneskju sem er heiðarleg og heldur ekki fram hjá. Engan langar til að vera rekinn úr vinnu eða að slasa sig í tómstundum. Samt sem áður er ómögulegt að komast hjá öllum verkefnum lífsins. Í slíkum aðstæðum er gott að muna að sleppa og treysta. Meðtaka óvissuna og muna að þú getur ekki stjórnað hvað kemur fyrir þig en þú getur stjórnað því hvernig þú tekur því. Að meðtaka óvissu er gott viðhorf til lífsins. 

Bókin UNFU*K YOURSELF.
Bókin UNFU*K YOURSELF. Ljósmynd/skjáskot alnetið

Þú ert ekki það sem þú hugsar heldur það sem þú gerir

Við erum öll með þessa innri rödd sem talar stanslaust við okkur um hvað er, hvað gæti orðið og hvað var. Til að lækka í þessari rödd er nauðsynlegt að  framkvæma hlutina. Sem dæmi ef þig langar að verða góð/góður í að tala við hitt kynið þá myndast sú hæfni ekki með samtali inn í höfðinu á þér. Þú verður að fara út og æfa þig. Eftir því sem þú gerir meira af því þá minnkar samtal um þetta í höfðinu á þér og þú lærir með hverju samtali sem þú tekur þátt í með öðrum að verða það sem þú stefnir að. 

Ekki gefast upp

Að gera hlutina eins vel og við getum á degi hverjum og gefast ekki upp er lykillinn að því að lifa góðu lífi. Ekki reyna að vita útkomuna á öllu, æfðu þig í að gefast ekki upp, meðtaka það sem er og vinna daglega í því sem þig raunverulega langar. Ekki láta efasemdir annarra skemma fyrir þér. Ef þú gefst ekki upp á þér, þá ertu í góðum málum.

Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál