Hættu að blekkja sjálfan þig

Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur ...
Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur litlu í verk? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Bókin UNFU*K YOURSELF fjallar um 7 leiðir til að byrja að lifa lífinu sem þér þykir eftirsóknavert. Höfundur bókarinnar, Gary John Bishop, er þekktur fyrir að segja hlutina eins og þeir raunverulega eru. Hann hefur aðstoðað fólk víðs vegar að úr heiminum á leið sinni í persónulegum þroska. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg að hans mati samkvæmt bókinni:

Skoðaðu markmiðin þín

Algengt er að fólk setji sér markmið um að verða t.d. ríkt í lífinu. Þetta sama fólk hefur kannski engan áhuga á því að vinna að þessum markmiðum og er því að koma illa fram við sjálft sig að setja markmið sem þessi sem það mun aldrei ná. Ef markmiðið er að verða rík/ríkur og eiga fallegan maka, hvað felur slíkt í sér? Ertu til í að setja mikla vinnu í þetta markmið og hverju ertu raunverulega að sækjast eftir með þessu markmiði?

Þú ert sigurvegari

Þú ert sigurvegari í aðstæðum þínum í dag. Sem dæmi, ef þú ert að drekka of mikið áfengi, þá ertu að sigra í því. Ef hins vegar það er ekki það sem þig langar að sigra í, þarftu að setja fókusinn á það sem skiptir þig máli. Ef þig langar að vera sigurvegari í að stunda útihlaup, þá þarftu að finna leiðir til að sleppa því að drekka og koma þér út að hlaupa.

Þú getur staðið af þér óvissu

Það að vita eitthvað með vissu er eitthvað sem við mannfólkið sækjumst eftir. Hins vegar er fátt í þessari veröld þannig að hægt er að stóla á það án alls vafa. Þegar við förum sem dæmi í ný sambönd, þá langar okkur að vera í sambandi með manneskju sem er heiðarleg og heldur ekki fram hjá. Engan langar til að vera rekinn úr vinnu eða að slasa sig í tómstundum. Samt sem áður er ómögulegt að komast hjá öllum verkefnum lífsins. Í slíkum aðstæðum er gott að muna að sleppa og treysta. Meðtaka óvissuna og muna að þú getur ekki stjórnað hvað kemur fyrir þig en þú getur stjórnað því hvernig þú tekur því. Að meðtaka óvissu er gott viðhorf til lífsins. 

Bókin UNFU*K YOURSELF.
Bókin UNFU*K YOURSELF. Ljósmynd/skjáskot alnetið

Þú ert ekki það sem þú hugsar heldur það sem þú gerir

Við erum öll með þessa innri rödd sem talar stanslaust við okkur um hvað er, hvað gæti orðið og hvað var. Til að lækka í þessari rödd er nauðsynlegt að  framkvæma hlutina. Sem dæmi ef þig langar að verða góð/góður í að tala við hitt kynið þá myndast sú hæfni ekki með samtali inn í höfðinu á þér. Þú verður að fara út og æfa þig. Eftir því sem þú gerir meira af því þá minnkar samtal um þetta í höfðinu á þér og þú lærir með hverju samtali sem þú tekur þátt í með öðrum að verða það sem þú stefnir að. 

Ekki gefast upp

Að gera hlutina eins vel og við getum á degi hverjum og gefast ekki upp er lykillinn að því að lifa góðu lífi. Ekki reyna að vita útkomuna á öllu, æfðu þig í að gefast ekki upp, meðtaka það sem er og vinna daglega í því sem þig raunverulega langar. Ekki láta efasemdir annarra skemma fyrir þér. Ef þú gefst ekki upp á þér, þá ertu í góðum málum.

Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is

María Rut og Guðmundur selja slotið

Í gær, 23:06 „Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ Meira »

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Í gær, 20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

Í gær, 17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

Í gær, 13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

Í gær, 09:32 Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

Í gær, 05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í fyrradag Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í fyrradag „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í fyrradag Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

í fyrradag Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í fyrradag Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

21.1. Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »