Hættu að blekkja sjálfan þig

Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur ...
Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur litlu í verk? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Bókin UNFU*K YOURSELF fjallar um 7 leiðir til að byrja að lifa lífinu sem þér þykir eftirsóknavert. Höfundur bókarinnar, Gary John Bishop, er þekktur fyrir að segja hlutina eins og þeir raunverulega eru. Hann hefur aðstoðað fólk víðs vegar að úr heiminum á leið sinni í persónulegum þroska. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg að hans mati samkvæmt bókinni:

Skoðaðu markmiðin þín

Algengt er að fólk setji sér markmið um að verða t.d. ríkt í lífinu. Þetta sama fólk hefur kannski engan áhuga á því að vinna að þessum markmiðum og er því að koma illa fram við sjálft sig að setja markmið sem þessi sem það mun aldrei ná. Ef markmiðið er að verða rík/ríkur og eiga fallegan maka, hvað felur slíkt í sér? Ertu til í að setja mikla vinnu í þetta markmið og hverju ertu raunverulega að sækjast eftir með þessu markmiði?

Þú ert sigurvegari

Þú ert sigurvegari í aðstæðum þínum í dag. Sem dæmi, ef þú ert að drekka of mikið áfengi, þá ertu að sigra í því. Ef hins vegar það er ekki það sem þig langar að sigra í, þarftu að setja fókusinn á það sem skiptir þig máli. Ef þig langar að vera sigurvegari í að stunda útihlaup, þá þarftu að finna leiðir til að sleppa því að drekka og koma þér út að hlaupa.

Þú getur staðið af þér óvissu

Það að vita eitthvað með vissu er eitthvað sem við mannfólkið sækjumst eftir. Hins vegar er fátt í þessari veröld þannig að hægt er að stóla á það án alls vafa. Þegar við förum sem dæmi í ný sambönd, þá langar okkur að vera í sambandi með manneskju sem er heiðarleg og heldur ekki fram hjá. Engan langar til að vera rekinn úr vinnu eða að slasa sig í tómstundum. Samt sem áður er ómögulegt að komast hjá öllum verkefnum lífsins. Í slíkum aðstæðum er gott að muna að sleppa og treysta. Meðtaka óvissuna og muna að þú getur ekki stjórnað hvað kemur fyrir þig en þú getur stjórnað því hvernig þú tekur því. Að meðtaka óvissu er gott viðhorf til lífsins. 

Bókin UNFU*K YOURSELF.
Bókin UNFU*K YOURSELF. Ljósmynd/skjáskot alnetið

Þú ert ekki það sem þú hugsar heldur það sem þú gerir

Við erum öll með þessa innri rödd sem talar stanslaust við okkur um hvað er, hvað gæti orðið og hvað var. Til að lækka í þessari rödd er nauðsynlegt að  framkvæma hlutina. Sem dæmi ef þig langar að verða góð/góður í að tala við hitt kynið þá myndast sú hæfni ekki með samtali inn í höfðinu á þér. Þú verður að fara út og æfa þig. Eftir því sem þú gerir meira af því þá minnkar samtal um þetta í höfðinu á þér og þú lærir með hverju samtali sem þú tekur þátt í með öðrum að verða það sem þú stefnir að. 

Ekki gefast upp

Að gera hlutina eins vel og við getum á degi hverjum og gefast ekki upp er lykillinn að því að lifa góðu lífi. Ekki reyna að vita útkomuna á öllu, æfðu þig í að gefast ekki upp, meðtaka það sem er og vinna daglega í því sem þig raunverulega langar. Ekki láta efasemdir annarra skemma fyrir þér. Ef þú gefst ekki upp á þér, þá ertu í góðum málum.

Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

Í gær, 09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í fyrradag Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í fyrradag Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »