Hættu að blekkja sjálfan þig

Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur ...
Ert þú í stöðugu samtali við sjálfan þig og kemur litlu í verk? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Bókin UNFU*K YOURSELF fjallar um 7 leiðir til að byrja að lifa lífinu sem þér þykir eftirsóknavert. Höfundur bókarinnar, Gary John Bishop, er þekktur fyrir að segja hlutina eins og þeir raunverulega eru. Hann hefur aðstoðað fólk víðs vegar að úr heiminum á leið sinni í persónulegum þroska. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg að hans mati samkvæmt bókinni:

Skoðaðu markmiðin þín

Algengt er að fólk setji sér markmið um að verða t.d. ríkt í lífinu. Þetta sama fólk hefur kannski engan áhuga á því að vinna að þessum markmiðum og er því að koma illa fram við sjálft sig að setja markmið sem þessi sem það mun aldrei ná. Ef markmiðið er að verða rík/ríkur og eiga fallegan maka, hvað felur slíkt í sér? Ertu til í að setja mikla vinnu í þetta markmið og hverju ertu raunverulega að sækjast eftir með þessu markmiði?

Þú ert sigurvegari

Þú ert sigurvegari í aðstæðum þínum í dag. Sem dæmi, ef þú ert að drekka of mikið áfengi, þá ertu að sigra í því. Ef hins vegar það er ekki það sem þig langar að sigra í, þarftu að setja fókusinn á það sem skiptir þig máli. Ef þig langar að vera sigurvegari í að stunda útihlaup, þá þarftu að finna leiðir til að sleppa því að drekka og koma þér út að hlaupa.

Þú getur staðið af þér óvissu

Það að vita eitthvað með vissu er eitthvað sem við mannfólkið sækjumst eftir. Hins vegar er fátt í þessari veröld þannig að hægt er að stóla á það án alls vafa. Þegar við förum sem dæmi í ný sambönd, þá langar okkur að vera í sambandi með manneskju sem er heiðarleg og heldur ekki fram hjá. Engan langar til að vera rekinn úr vinnu eða að slasa sig í tómstundum. Samt sem áður er ómögulegt að komast hjá öllum verkefnum lífsins. Í slíkum aðstæðum er gott að muna að sleppa og treysta. Meðtaka óvissuna og muna að þú getur ekki stjórnað hvað kemur fyrir þig en þú getur stjórnað því hvernig þú tekur því. Að meðtaka óvissu er gott viðhorf til lífsins. 

Bókin UNFU*K YOURSELF.
Bókin UNFU*K YOURSELF. Ljósmynd/skjáskot alnetið

Þú ert ekki það sem þú hugsar heldur það sem þú gerir

Við erum öll með þessa innri rödd sem talar stanslaust við okkur um hvað er, hvað gæti orðið og hvað var. Til að lækka í þessari rödd er nauðsynlegt að  framkvæma hlutina. Sem dæmi ef þig langar að verða góð/góður í að tala við hitt kynið þá myndast sú hæfni ekki með samtali inn í höfðinu á þér. Þú verður að fara út og æfa þig. Eftir því sem þú gerir meira af því þá minnkar samtal um þetta í höfðinu á þér og þú lærir með hverju samtali sem þú tekur þátt í með öðrum að verða það sem þú stefnir að. 

Ekki gefast upp

Að gera hlutina eins vel og við getum á degi hverjum og gefast ekki upp er lykillinn að því að lifa góðu lífi. Ekki reyna að vita útkomuna á öllu, æfðu þig í að gefast ekki upp, meðtaka það sem er og vinna daglega í því sem þig raunverulega langar. Ekki láta efasemdir annarra skemma fyrir þér. Ef þú gefst ekki upp á þér, þá ertu í góðum málum.

Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

05:00 Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

Í gær, 23:59 Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

Í gær, 21:04 Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

Í gær, 18:00 Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

Í gær, 15:00 Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

Í gær, 12:07 Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

Í gær, 11:00 Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

í gær Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

í fyrradag Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

í fyrradag Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

í fyrradag Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

í fyrradag „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

í fyrradag Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

15.6. Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

14.6. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »

Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

14.6. Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinn í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti. Meira »

Útsýnishús við Háuhlíð komið á sölu

14.6. Háahlíð í Reykjavík er eitt fallegasta hús landsins. Um er að ræða fasteignina Háuhlíð 16 sem er 555 fm að stærð. Húsið var byggt 1955. Meira »

Forstjóri COS ánægð með Ísland

14.6. Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.  Meira »

Heiðrún Lind selur sína smekklegu íbúð

14.6. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sett sína fögru íbúð á sölu.   Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

14.6. Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »

Af hverju ákvað Oprah að léttast?

13.6. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ákvað að skrá sig í Weight Watchers eftir að læknar hennar sögðu henni að hún ætti á hættu að greinast með sykursýki eftir nokkur ár. Meira »