Lærðu að skjóta og slást með bundnar hendur

Á námskeiðinu lærðu konurnar meðal annars að skjóta.
Á námskeiðinu lærðu konurnar meðal annars að skjóta. Ljósmynd/Aðsend

Imma Helga Arnþórsdóttir fór á dögunum til Nevada í Bandaríkjunum ásamt hópi kvenna á strangt sjálfsvarnarnámskeið. Imma Helga, sem kennir meðal annars sjálfsvörn, lærði margt nýtt á námskeiðinu en þar fengu íslensku konurnar stranga herþjálfun og lærðu sama kerfi og stelpur sem njósna á átakasvæðum fyrir Bandaríkjaher læra.

Imma Helga segir þjálfunina hafa verið mjög öfluga og fjölbreytta. Á 48 klukkustunda löngu lokuðu námskeiðinu lærðu konurnar að sleppa úr mjög slæmum aðstæðum og verjast árásum ekki bara gegn sér heldur líka gegn börnum. Konurnar í hópnum eru á aldrinum 16 til 50 ára og úr öllum starfsstéttum en eiga það sameiginlegt að vera úr framhaldshópi ISR-CAT á Íslandi.

ISR MATRIX eru alþjóðleg samtōk sem þjálfa ýmsar deildir innan lōgreglunnar og hersins víðs vegar um heiminn. ISR eru með ýmsar undirdeildir, ein af þeim er ISR-CAT (counter assault tactics) sem er sjálfsvarnarkerfi fyrir konur. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ISR Matrix International býður upp á svona þjálfun fyrir almenning, en þeir hafa aðallega verið með samninga við hersveitir, sérsveitir og lögreglusveitir víðs vegar um heiminn og þá mest í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína,“ segir Imma Helga og bætir því við að ISR-þjálfararnir á námskeiðinu hafi verið svakalegir. „Meðal annars sérsveitar- og lögreglumenn frá Reno. Fyrrum sérsveitarmaður frá Miami og hermaður frá Walking Dead-sveitinni í Víetnamstríðinu. Fyrrum hermaður frá stríðinu í Afganistan og Írak. Tveir þjálfarar sérsveitar bandaríska flughersins og einn af þjálfurum áströlsku lögreglunnar.“

Imma Helga segir að hópurinn hafi skemmt sér hrikalega vel saman og lært mikið. „Við erum búnar að læra að losa okkur ef við erum bundnar með reipi, beisli og handjárnum og einnig að slást með hendurnar bundnar. Við lærðum að beita hnífum í átōkum og hvernig best sé að meðhōndla hnífinn svo að enginn nái honum af okkur. Lærðum að sleppa úr skotti á bíl. Einnig var mikil áhersla á að fræða okkur um hvernig best er að lesa fólk sem ætlar sér eitthvað illt og hvernig við getum fyrirbyggt að lenda í slæmum aðstæðum. Við lærðum að nota skotvopn og slást í návígi og ef við lendum á bakinu,“ segir Imma Helga og segir að sér hafi fundist skemmtilegast að læra að skjóta og slást með bundnar hendur. 

Íslensku stelpurnar voru ánægðar með námskeiðið.
Íslensku stelpurnar voru ánægðar með námskeiðið. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef verið í bardagaíþróttum í 20 ár en þetta er allt annar heimur og ég vissi ekki að ég ætti svona mikið eftir ólært. Hnífarnir voru magnaðir og geta bjargað okkur nánast frá öllu. Auk þess var virkilega spennandi að læra hvernig maður getur sloppið eftir að vera frelsissvipt og við lærðum að hugsa eins og glæpamenn.“

Imma Helga segir yfir 100 manns stunda ISR-þjálfun á Íslandi en hún segir sjálfsvörn auka öryggi kvenna. „Miðað við þjóðfélagið sem við búum í þá teljum við mikilvægt að geta varið sig, það voru til dæmis fjögur morð á Íslandi í fyrra, ōll framkvæmd með hrottalegu ofbeldi, auk þess sem ofbeldis- og nauðgunarmál eru allt of algeng hér á landi, og þess vegna teljum við fátt eins mikilvægt og að læra að verja sig. Alveg eins og þegar þú keyrir bíl, þá á enginn að keyra á þig en það getur alltaf gerst, þess vegna setjum við á okkur ōryggisbelti. Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust og frelsi, við berum okkur betur og lærum að setja öðrum mōrk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál