Lærðu að skjóta og slást með bundnar hendur

Á námskeiðinu lærðu konurnar meðal annars að skjóta.
Á námskeiðinu lærðu konurnar meðal annars að skjóta. Ljósmynd/Aðsend

Imma Helga Arnþórsdóttir fór á dögunum til Nevada í Bandaríkjunum ásamt hópi kvenna á strangt sjálfsvarnarnámskeið. Imma Helga, sem kennir meðal annars sjálfsvörn, lærði margt nýtt á námskeiðinu en þar fengu íslensku konurnar stranga herþjálfun og lærðu sama kerfi og stelpur sem njósna á átakasvæðum fyrir Bandaríkjaher læra.

Imma Helga segir þjálfunina hafa verið mjög öfluga og fjölbreytta. Á 48 klukkustunda löngu lokuðu námskeiðinu lærðu konurnar að sleppa úr mjög slæmum aðstæðum og verjast árásum ekki bara gegn sér heldur líka gegn börnum. Konurnar í hópnum eru á aldrinum 16 til 50 ára og úr öllum starfsstéttum en eiga það sameiginlegt að vera úr framhaldshópi ISR-CAT á Íslandi.

ISR MATRIX eru alþjóðleg samtōk sem þjálfa ýmsar deildir innan lōgreglunnar og hersins víðs vegar um heiminn. ISR eru með ýmsar undirdeildir, ein af þeim er ISR-CAT (counter assault tactics) sem er sjálfsvarnarkerfi fyrir konur. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ISR Matrix International býður upp á svona þjálfun fyrir almenning, en þeir hafa aðallega verið með samninga við hersveitir, sérsveitir og lögreglusveitir víðs vegar um heiminn og þá mest í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína,“ segir Imma Helga og bætir því við að ISR-þjálfararnir á námskeiðinu hafi verið svakalegir. „Meðal annars sérsveitar- og lögreglumenn frá Reno. Fyrrum sérsveitarmaður frá Miami og hermaður frá Walking Dead-sveitinni í Víetnamstríðinu. Fyrrum hermaður frá stríðinu í Afganistan og Írak. Tveir þjálfarar sérsveitar bandaríska flughersins og einn af þjálfurum áströlsku lögreglunnar.“

Imma Helga segir að hópurinn hafi skemmt sér hrikalega vel saman og lært mikið. „Við erum búnar að læra að losa okkur ef við erum bundnar með reipi, beisli og handjárnum og einnig að slást með hendurnar bundnar. Við lærðum að beita hnífum í átōkum og hvernig best sé að meðhōndla hnífinn svo að enginn nái honum af okkur. Lærðum að sleppa úr skotti á bíl. Einnig var mikil áhersla á að fræða okkur um hvernig best er að lesa fólk sem ætlar sér eitthvað illt og hvernig við getum fyrirbyggt að lenda í slæmum aðstæðum. Við lærðum að nota skotvopn og slást í návígi og ef við lendum á bakinu,“ segir Imma Helga og segir að sér hafi fundist skemmtilegast að læra að skjóta og slást með bundnar hendur. 

Íslensku stelpurnar voru ánægðar með námskeiðið.
Íslensku stelpurnar voru ánægðar með námskeiðið. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef verið í bardagaíþróttum í 20 ár en þetta er allt annar heimur og ég vissi ekki að ég ætti svona mikið eftir ólært. Hnífarnir voru magnaðir og geta bjargað okkur nánast frá öllu. Auk þess var virkilega spennandi að læra hvernig maður getur sloppið eftir að vera frelsissvipt og við lærðum að hugsa eins og glæpamenn.“

Imma Helga segir yfir 100 manns stunda ISR-þjálfun á Íslandi en hún segir sjálfsvörn auka öryggi kvenna. „Miðað við þjóðfélagið sem við búum í þá teljum við mikilvægt að geta varið sig, það voru til dæmis fjögur morð á Íslandi í fyrra, ōll framkvæmd með hrottalegu ofbeldi, auk þess sem ofbeldis- og nauðgunarmál eru allt of algeng hér á landi, og þess vegna teljum við fátt eins mikilvægt og að læra að verja sig. Alveg eins og þegar þú keyrir bíl, þá á enginn að keyra á þig en það getur alltaf gerst, þess vegna setjum við á okkur ōryggisbelti. Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust og frelsi, við berum okkur betur og lærum að setja öðrum mōrk.“

mbl.is

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

Í gær, 19:00 Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

Í gær, 16:00 Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

Í gær, 12:55 Ragnar Gunnarsson einn af eigendum Brandenburg auglýsingastofunnar hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

Í gær, 11:00 „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í gær „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

í fyrradag Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

í fyrradag Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

í fyrradag Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

í fyrradag Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

í fyrradag Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »