Ekki klikka á þessu í næsta atvinnuviðtali

Ekki þykjast hafa enga veikleika, enginn er fullkominn.
Ekki þykjast hafa enga veikleika, enginn er fullkominn. Pexels

Það getur verið stressandi stund að fara í atvinnuviðtal. Eftir strembið umsóknarferli ertu loksins komin í viðtalið og vilt auðvitað sýna þínar bestu hlíðar. Það er þó margt sem getur farið úrskeiðis í atvinnuviðtölum. Huffington Post tók saman nokkur atriði sem margir klikka á í atvinnuviðtölum.

Að þykjast hafa enga veikleika

Enginn er fullkominn. Stærstu mistökin sem margir gera í atvinnuviðtölum er að segjast ekki hafa neina veikleika eða galla. Ef þú ert spurður hvort þú hafir einhverja veikleika, dragðu upp heiðarlega mynd af sjálfri þér. Óheiðarleiki er ekki eitthvað sem þú vilt vera þekkt/ur fyrir.

Að tala illa um fyrrverandi yfirmann þinn

Að tala illa um fyrrverandi yfirmann þinn er ekki eitthvað sem þú vilt gera í atvinnuviðtali. Líkt og með stráka sem segja að fyrrverandi kærastan þeirra hafi verið klikkuð þá er þetta rauður fáni. Starfsmannastjórinn heyrir aðeins þína hlið af málinu sem getur verið tengd tilfinningum þínum til gamla vinnustaðarins. Ef þú varst ósátt með fyrrverandi yfirmann þinn, ekki segja það blákalt út í viðtalinu, haltu þig frekar við staðreyndirnar.

Að hafa ekki skoðað heimasíðu fyrirtækisins

Það er grundvallaratriði að kynna sér fyrirtækið sem maður sótti um vinnu hjá. Það kemur illa út í viðtali ef þú ert spurð um eitthvað einfalt í sambandi við fyrirtækið og getur ekki svarað. Kynntu þér heimasíðu fyrirtækisins og sinntu heimavinnunni þinni.

Mundu eftir að skoða heimasíðuna og kynna þér starfsemi fyrirtækisins.
Mundu eftir að skoða heimasíðuna og kynna þér starfsemi fyrirtækisins. Pexels

Að gleyma að þakka fyrir þig

Í öllum samskiptum þínum við fyrirtækið fyrir og í viðtalinu, mundu eftir að þakka fyrir að hafa fengið tækifæri og að þau hafi sýnt þér og umsókn þinni athygli. Sama hversu góð og flott ferilskráin þín lítur út, ef þú getur ekki sýnt þakklæti og kurteisi kemstu ekki langt.

Semja um laun þín eins og nýgræðingur

Ef þú ert í aðstöðu til að semja um laun þín, ekki útskýra af hverju þú þurfir ákveðna upphæð. Ekki segja að þú hafir verið að kaupa bíl eða hús og þurfir að eiga fyrir afborgunum. Gefðu upp tölu sem er aðeins hærri en upphæðin sem þú vilt fá.

Að fara yfir strikið hvað sjálfsöryggið varðar

Sjálfsöryggi er einn af bestu eiginleikunum sem þú getur tileinkað þér. Það er þó fín lína á milli sjálfsöryggis og að vera ókurteis. Ekki koma inn í viðtalið með 15 mínútna ræðu sem þú endar á að spyrja hvenær þú eigir að byrja. Leyfðu starfsmannastjóranum að byrja viðtalið og spyrja þig spurninga, en vertu þó tilbúin með svör við spurningunum.

Að taka vin þinn með (eða mömmu þína)

Það er stressandi að fara í atvinnuviðtal. Ef þú þarft stuðning frá einhverjum, ekki taka viðkomandi með í viðtalið. Þó að þetta sé fyrsta atvinnuviðtalið sem þú ferð í þá gefur það ekki góða mynd af þér ef mamma þín kemur með í viðtalið. Biddu þann sem þú vilt hafa með þér að bíða úti í bíl eða á næsta kaffihúsi.

Að spyrja ekki spurninga

Það kemur ekki vel út fyrir þig ef þú hefur engar spurningar í lok atvinnuviðtalsins. Sinntu heimavinnunni þinni og reyndu að undirbúa spurningar fyrir fram. Að skoða heimasíðuna er góður byrjunarreitur. Þá sýnir þú að þú hefur áhuga á starfsemi fyrirtækisins og starfinu sem þú sóttir um.

Að vera ókurteis við fólkið í móttökunni

Sama hversu vel ferilskráin þín lítur út og hversu vel þú stóðst þig í viðtalinu, ekki gleyma að vera kurteis við alla sem þú hittir á meðan þú ert innan veggja fyrirtækisins. Það sýnir að þú ert góð og kurteis manneskja sem gerir ekki upp á milli fólks, sama hvort það vinnur í móttökunni eða sé stjórnandi fyrirtækisins.

mbl.is

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

13:00 Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

10:11 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

Í gær, 15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

í gær Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

í gær „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í fyrradag Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »