Ekki klikka á þessu í næsta atvinnuviðtali

Ekki þykjast hafa enga veikleika, enginn er fullkominn.
Ekki þykjast hafa enga veikleika, enginn er fullkominn. Pexels

Það getur verið stressandi stund að fara í atvinnuviðtal. Eftir strembið umsóknarferli ertu loksins komin í viðtalið og vilt auðvitað sýna þínar bestu hlíðar. Það er þó margt sem getur farið úrskeiðis í atvinnuviðtölum. Huffington Post tók saman nokkur atriði sem margir klikka á í atvinnuviðtölum.

Að þykjast hafa enga veikleika

Enginn er fullkominn. Stærstu mistökin sem margir gera í atvinnuviðtölum er að segjast ekki hafa neina veikleika eða galla. Ef þú ert spurður hvort þú hafir einhverja veikleika, dragðu upp heiðarlega mynd af sjálfri þér. Óheiðarleiki er ekki eitthvað sem þú vilt vera þekkt/ur fyrir.

Að tala illa um fyrrverandi yfirmann þinn

Að tala illa um fyrrverandi yfirmann þinn er ekki eitthvað sem þú vilt gera í atvinnuviðtali. Líkt og með stráka sem segja að fyrrverandi kærastan þeirra hafi verið klikkuð þá er þetta rauður fáni. Starfsmannastjórinn heyrir aðeins þína hlið af málinu sem getur verið tengd tilfinningum þínum til gamla vinnustaðarins. Ef þú varst ósátt með fyrrverandi yfirmann þinn, ekki segja það blákalt út í viðtalinu, haltu þig frekar við staðreyndirnar.

Að hafa ekki skoðað heimasíðu fyrirtækisins

Það er grundvallaratriði að kynna sér fyrirtækið sem maður sótti um vinnu hjá. Það kemur illa út í viðtali ef þú ert spurð um eitthvað einfalt í sambandi við fyrirtækið og getur ekki svarað. Kynntu þér heimasíðu fyrirtækisins og sinntu heimavinnunni þinni.

Mundu eftir að skoða heimasíðuna og kynna þér starfsemi fyrirtækisins.
Mundu eftir að skoða heimasíðuna og kynna þér starfsemi fyrirtækisins. Pexels

Að gleyma að þakka fyrir þig

Í öllum samskiptum þínum við fyrirtækið fyrir og í viðtalinu, mundu eftir að þakka fyrir að hafa fengið tækifæri og að þau hafi sýnt þér og umsókn þinni athygli. Sama hversu góð og flott ferilskráin þín lítur út, ef þú getur ekki sýnt þakklæti og kurteisi kemstu ekki langt.

Semja um laun þín eins og nýgræðingur

Ef þú ert í aðstöðu til að semja um laun þín, ekki útskýra af hverju þú þurfir ákveðna upphæð. Ekki segja að þú hafir verið að kaupa bíl eða hús og þurfir að eiga fyrir afborgunum. Gefðu upp tölu sem er aðeins hærri en upphæðin sem þú vilt fá.

Að fara yfir strikið hvað sjálfsöryggið varðar

Sjálfsöryggi er einn af bestu eiginleikunum sem þú getur tileinkað þér. Það er þó fín lína á milli sjálfsöryggis og að vera ókurteis. Ekki koma inn í viðtalið með 15 mínútna ræðu sem þú endar á að spyrja hvenær þú eigir að byrja. Leyfðu starfsmannastjóranum að byrja viðtalið og spyrja þig spurninga, en vertu þó tilbúin með svör við spurningunum.

Að taka vin þinn með (eða mömmu þína)

Það er stressandi að fara í atvinnuviðtal. Ef þú þarft stuðning frá einhverjum, ekki taka viðkomandi með í viðtalið. Þó að þetta sé fyrsta atvinnuviðtalið sem þú ferð í þá gefur það ekki góða mynd af þér ef mamma þín kemur með í viðtalið. Biddu þann sem þú vilt hafa með þér að bíða úti í bíl eða á næsta kaffihúsi.

Að spyrja ekki spurninga

Það kemur ekki vel út fyrir þig ef þú hefur engar spurningar í lok atvinnuviðtalsins. Sinntu heimavinnunni þinni og reyndu að undirbúa spurningar fyrir fram. Að skoða heimasíðuna er góður byrjunarreitur. Þá sýnir þú að þú hefur áhuga á starfsemi fyrirtækisins og starfinu sem þú sóttir um.

Að vera ókurteis við fólkið í móttökunni

Sama hversu vel ferilskráin þín lítur út og hversu vel þú stóðst þig í viðtalinu, ekki gleyma að vera kurteis við alla sem þú hittir á meðan þú ert innan veggja fyrirtækisins. Það sýnir að þú ert góð og kurteis manneskja sem gerir ekki upp á milli fólks, sama hvort það vinnur í móttökunni eða sé stjórnandi fyrirtækisins.

mbl.is

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

Í gær, 22:00 Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

Í gær, 19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

Í gær, 16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

Í gær, 12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í gær „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í gær Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

í fyrradag „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

í fyrradag Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í fyrradag Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í fyrradag Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í fyrradag Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

16.9. Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »