Goop metið á 250 milljónir bandaríkjadala
Leikkonan Gwyneth Paltrow stofnaði Goop í september árið 2008. Þegar hún stofnaði fjölmiðilinn var hún ekki viss hvert verkefnið myndi leiða hana. Í dag er Goop-fjölmiðillinn metinn á 250 milljónir bandaríkjadala og framleiðir m.a. fatnað, snyrtivörur og fræðsluefni fyrir líkamlega og andlega heilsu.
Í tímariti New York Times kemur fram að sú þróun sem átti sér stað hjá Goop fyrstu árin, frá því að vera það sem þú þarft að eiga, í það að verða það sem þú gætir gert fyrir þig og heilsu þína, hafi skipt sköpum.
Goop er leiðandi þegar kemur að því að færa austrænar hugmyndir inn í hinn vestræna heim. Margt af því sem hefur verið haldið fram á Goop hefur ratað í fjölmiðla og sitt sýnist hverjum um efnið á Goop. Hins vegar er erfitt að halda öðru fram en að Goop eigi erindi í dag og að markmiðið að fá fólk til að hugsa um sig og nærumhverfið sitt sé vinsælt um þessar mundir. Goop er þrekvirki sem snýst um meira en eina manneskju, en eitt er víst að Goop hefði aldrei orðið til ef ekki væri fyrir Paltrow og sú vinna sem leikkonan hefur sett í verkefnið er þrekvirki.
A post shared by The New York Times (@nytimes) on Jul 26, 2018 at 3:50pm PDT