Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

Ert þú alltaf að kíkja á tölvupóstinn heima?
Ert þú alltaf að kíkja á tölvupóstinn heima? Pexels

Með tilkomu snjallsímanna erum við stöðugt tengd og eigum erfitt með að setja okkur mörk hvað varðar samskipti. Skilin á milli vinnutíma og frítíma verða óskýr og áður en þú veist af ertu farin(n) að svara vinnutölvupósti klukkan átta á sunnudagskvöldi.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti utan vinnutíma geta verið slæm fyrir heilsu þína og fjölskyldu þína. Erfiðleikarnir að skilja vinnuna eftir í vinnunni geta aukið kvíða og streitu. 

Rannsóknin var framkvæmd í Virgina Tech og stjórnað af William Becker, Liuba Belkin og Sarah Tuskey. Becker segir að rannsóknin hafi leitt það í ljós að sveigjanlegur vinnutími hafi breyst í vinnu án takmarka. Þótt fólk sé ekki öllum stundum í vinnunni er alltaf hægt að ná í það og því áreiti fylgir mikið álag.

Becker segir að nokkrar lausnir séu á þessu. Besta lausnin sé að atvinnurekendur krefjist þess ekki af starfsmönnum sínum að þeir svari tölvupóstum utan vinnutíma. Ef það er ekki mögulegt segir Becker góða lausn að takmarka tímann sem starfsmenn eigi að svara tölvupósti utan vinnutíma. Þá sé einnig eðlilegt að hafa það á svörtu og hvítu í starfslýsingu að það sé ætlast til þess að starfsmaður svari tölvupóstum utan vinnutíma. Þá viti viðkomandi það fyrir fram að hann muni koma til með að eyða hluta af frítíma sínum í það, og sé ekki jafnkvíðinn. 

Það er óhollt að vera alltaf að kíkja á vinnutölvupóstinn …
Það er óhollt að vera alltaf að kíkja á vinnutölvupóstinn í frítíma. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál