Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

Una í fjallgöngu í Patagóníu í Argentínu.
Una í fjallgöngu í Patagóníu í Argentínu. Ljósmynd/Aðsend

Blaðamaðurinn Una Sighvatsdóttir fór á flakk um heiminn eftir að hún lauk störfum hjá Atlantshafsbandalaginu í Kabúl í Afganistan fyrr á árinu. Una starfaði sem upplýsingafulltrúi NATO og friðargæsluliði í 13 mánuði. Fyrir það starfaði hún meðal annars sem blaðamaður á mbl.is. 

Una er virk á Instagram, undir nafninu unagram þar sem hún deilir myndum og sögum af ferðalögum sínum. Hún var á ferðalagi í tæpa sex mánuði og ferðaðist til sjö landa í Suður-Ameríku. Una heimsótti Úrúgvæ, Argentínu, Chíle, Bólivíu, Ekvador, Perú og Kólumbíu á ferðalagi sínu. Þá fór hún einnig til Galapagos-eyjanna þar sem hún eyddi nokkrum vikum. 

Hér má sjá kort af ferðalagi Unu.
Hér má sjá kort af ferðalagi Unu. Ljósmynd/Aðsend

Una segist vera algjör fíkill í ferðalög en hún hefur komið til 50 landa. „Eiginlega eru það engar ýkjur að segja að undanfarin ár hafi ég nýtt allan minn frítíma og og allan minn pening í ferðalög, bæði löng og stutt. Það var samt búið að vera draumur hjá mér lengi að fara af stað í opið bakpokaferðalag, með flugmiða aðra leið þar sem lokaáfangastaður væri óákveðinn. Tækifærið kom þegar ég lauk störfum fyrir NATO í Afganistan í febrúar á þessu ári,“ segir Una.

Suður-Ameríka varð fyrir valinu, en það var eina heimsálfan sem hún átti eftir að heimsækja. Una fór ein í ferðalagið en hún ferðast oft ein. „Flestir vinir mínir eru með ung börn, auk þess sem ég ferðast mun meira og á fjarlægari slóðir heldur en flestir gefa sér tíma til að gera. Oft með stuttum fyrirvara líka. Svo það er hálfvonlaust fyrir mig að samræma mínar ferðaáætlanir með dagskrá annarra. Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir löngu að ef ég ætlaði alltaf að bíða eftir ferðafélaga þá myndi ég aldrei ná að gera helminginn af því sem mig langar til að gera, en þar fyrir utan finnst mér líka bara alveg frábært að ferðast ein,“ segir Una.

Á kólumbískri strönd við Karabíska hafið.
Á kólumbískri strönd við Karabíska hafið. Ljósmynd/Aðsend

Mikið frelsi í því að ferðast ein

„Því fylgir mikið frelsi, en líka áskoranir, svo maður verður að læra að treysta á sjálfa sig sem er gefandi lífsreynsla. Ég mæli með því að flestir prófi að ferðast einir síns liðs minnsta kosti einu sinni um ævina,“ segir Una. Hún segist upplifa staðina sem hún er á hverju sinni mun sterkar og betur þegar hún er ein, því athyglin er öll á umhverfinu. „Svo er það staðreynd að þeir sem eru einir á ferð eru mun líklegri til að kynnast öðru fólki, fá jafnvel heimboð til heimamanna eða boð frá öðrum ferðalöngum um að slást í lið með þeim,“ segir Una en hún eignaðist marga vini á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku. Hún segir að hún hafi notað Instagram mikið, bæði til að halda tengslum við aðra ferðalanga, fá innblástur frá þeim og segja sína eigin ferðasögu.

Á saltsléttunum í Bólivíu.
Á saltsléttunum í Bólivíu. Ljósmynd/Aðsend

Náttúran í Suður-Ameríku heillaði

Una segir að það hafi verið margir hápunktar í ferðinni og erfitt að velja einhvern einn. Hún segir að náttúran hafi heillað meira en borgirnar. „Þó get ég sagt að sterkustu upplifanirnar átti ég úti í náttúrunni, því þótt borgir geti verið skemmtilegar eiga þær til að renna svolítið saman og verða keimlíkar með tímanum. Suður-Ameríka er hins vegar engu lík í náttúruundrum og þar eru margir stórkostlegir þjóðgarðar. Ég stundaði mikla útivist, mest fjallgöngur en líka fjallahjól, kafanir og snorkl. Uppáhaldssvæðin mín voru fjöllin í Patagóníu, sem er syðst í Argentínu og Chile, síðan fjallgarðarnir í Perú, hinar ótrúlegu Galapagos-eyjar og loks Karabíska hafið við strendur Kólumbíu,“ segir Una.

Við hina fornu borg í Macchu Picchu-fjöllunum í Perú.
Við hina fornu borg í Macchu Picchu-fjöllunum í Perú. Ljósmynd/Aðsend

Una þurfti að binda enda á ferðalagið í þetta skiptið því hún fékk annað starf hjá NATO sem fulltrúi Íslensku friðargæslunnar. Hún mun því flytja til höfuðborgar Georgíu, Tíblisi, um næstu mánaðamót. Ég hlakka til að takast á við nýtt starf og fá um leið tækifæri til að kynnast þessum heimshluta betur, á mörkum Austur-Evrópu og Asíu og veit að til dæmis er mjög mikið af fallegum gönguleiðum í Kákasusfjöllunum í Georgíu.“

Í borginni La Paz í Bólivíu.
Í borginni La Paz í Bólivíu. Ljósmynd/Aðsend

Hún hefur þó ekki alveg sagt skilið við Ameríku, í það minnsta í huganum. „Ég var tilbúin að ferðast alveg til ársloka þar. Ég sé fyrir mér að snúa kannski aftur þangað eftir nokkur ár, taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í Kólumbíu og halda áfram að fikra mig upp eftir Mið-Ameríku og til Mexíkó. En það verður bara að koma í ljós, mér finnst best að gera ekki of stífar áætlanir fram í tímann, því lífið þróast oft öðru vísi en maður sér fyrir,“ segir Una.

Skoða má fleiri myndir af ferðalögum Unu og verunni í herstöðinni í Kabúl í Afganistan á Instagram

Una snorklaði við Galapagos-eyjarnar.
Una snorklaði við Galapagos-eyjarnar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

Í gær, 23:24 Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

Í gær, 19:00 Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

Í gær, 16:00 Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

Í gær, 14:00 „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

Í gær, 10:00 Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í gær „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

í fyrradag Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

í fyrradag „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

í fyrradag „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

í fyrradag Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

í fyrradag „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »