Ókurteisi jafnsmitandi og flensa

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Við viljum og gerum ráð fyrir að það sé komið fram við okkur af kurteisi og virðingu og sem betur fer gera það  flestir sem við eigum í samskiptum við. Hins vegar höfum við flest líka lent í samskiptum við fólk sem sýnir okkur hranaskap, ónærgætni og er dónalegt og ókurteist í framkomu,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum og eigandi og sérfræðingur ráðgjafafyrirtækisins Officium í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Stundum gerist það þegar aðilar snöggreiðast en sjá svo fljótlega eftir hegðun sinni og biðja okkur afsökunar. En svo eru það þeir sem virða ekki mörk annarra og ganga stundum alltof langt þannig að okkur og öðrum er misboðið. Oft eru þetta aðilar sem skortir tilfinningagreind, lesa ekki aðstæður og láta orð falla sem aðrir myndu ekki segja eða sýna ótilhlýðilega hegðun í samskiptum. Þessi hegðun er frávíkjanleg þeirri hegðun sem telst vera samþykkt í siðmenningarlegu samhengi og er ekki einstakt reiðitilvik heldur dagleg framkoma. Þeir sýna því samræmi í hegðun sinni í samskiptum við alla.

Þessir einstaklingar geta valdið miklum skaða innan fjölskyldna sem og á vinnustöðum. Það þarf ekki að vera að viðkomandi átti sig á því hvaða afleiðingar hegðun hans hefur á aðra í kringum sig og á sambönd því hann skortir oft innsæi í eigin hegðun. Þessi umrædda hegðun er nefnd „Incivility” á ensku.  Mér finnst vanta gott íslenskt orð yfir þetta hugtak en hægt er að þýða það sem dónaskap eða yfirgang. Þetta er meira en bara ókurteisi.

Rannsóknir sýna líka að ókurteisi á vinnustöðum getur verið smitandi, rétt eins og flensa og því nauðsynlegt fyrir stjórnendur að grípa inn í um leið og slík hegðun á sér stað (Faulk et al, 2016). Ef enginn þorir að taka á slíkum málum eða tjá sig gegn slíku tali finnur rætnin sér farveg í gegnum slæmt umtal og hunsun og þar með er vinnustaðurinn undirkraumandi af neikvæðni og óþægilegu andrúmslofti.

Það fólk sem skortir þessa tilfinningagreind er ekki sterkt í mannlegum samskiptum og er til að mynda afspyrnu lélegir stjórnendur. Þó gerist það að slíkir aðilar rata í stjórnunarstöður innan stofnana og fyrirtækja. Vinnustaður sem er með slíkan aðila við stjórnvölinn er sennilega þjakaður að síendurteknum veikindum starfsmanna, kvartanir þjónustuaðila og mikla starfsmannaveltu.

Þessi hegðun særir aðra og veldur usla. Aðrir vinnufélagar fara þá að ræða þessa dónalegu hegðun sín á milli og er því betra fyrir stjórnendur að taka strax á málunum í stað þess að þetta snúist við og verði að eineltismáli gagnvart þessum aðila. Það þarf hins vegar ekki að vera að viðkomandi finnist að sér vegið vegna innsæis skorts á sjálfan sig og aðstæður og tilkynni því ekki slíkt. Þetta er því tvíeggja sverð og vert að taka á svona yfirgangi strax.

Þegar einelti á vinnustað er rannsakað er mikilvægt að taka þessa hegðun með í reikninginn. Hún felur ekki alltaf i sér einelti þótt hún sé yfirgengileg. Ástæðan er sú sem nefnd var hér að ofan að fólk sem sýnir þessa hegðun skortir oft innsæi og áttar sig ekki á afleiðingum hegðunarinnar á umhverfið í kringum sig. Stundum er það eingöngu vanhæfni þeirra í mannlegum samskiptum sem veldur þessari hegðun frekar en markvissa tilraun að valda öðrum skaða. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að fá sérfræðiráðgjöf inn í ofbeldismál á vinnustöðum til að einelti sé ekki úrskurðað að ósekju.

mbl.is

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »